Vísir - 06.04.1968, Blaðsíða 1

Vísir - 06.04.1968, Blaðsíða 1
58. árg. - Laugardagur 6. apríl 1968. - 78. tbl. Keflávíkurbær sýknaður af kröfum landeigenda ? Hæstiréttur hefur kveðið upp dóm í máli landeigenda Ytri- Njarðvíkurhrepps með Vatnsnesi gegn bæjar- stjóranum í Keflavík f. h. Keflavíkurbæjar og var stefndi sýknaður af kröfum landeigendanna, sem krafizt höfðu kr. 2.298.834.26 ásamt 7% ársvöxtum frá 1. jan. 1964 í leigugjöld af 71,4 hektara landi í Kef lavík- urbæ. Dómur í bæjarþingi Keflavík- urur hafði fallið á þann veg, að bæjarstjórn Keflavíkur var gert að greiða landeigendunum rúm- lega hálfa milljón króna ásamt vöxtum 1 leigugjöld af landi þessu, sem bæjarstjórnin hafði tekið til ráðstöfunar undir barna skóla, íþróttasvæði, gagnfræöa- skóla, skrúðgarð og fyrirhugað ráðhús og undir leikvöll. Báðir aðilar áfrýjuðu dómnum til Hæstaréttar. Með Hæstaréttardómnum er endir bundinn á mál þetta sem reis út af rúmlega 71 hektara landi, sem stór hluti Keflavikur- bæjar hefur risið á. 1 Kæstarétt- ardómnum telst það til jarða nokkurra landeígenda, sem í fé- lagi nefna sig Landeigendur Ytri Njarðvíkurhrepps meö Vatns- nesi. Málið var flókið og viðarmikið og meðal dómsskjala má finna lóðaleigusamninga og erfðafestu bréf frá því fyrir aldamót, sem lögð voru fram í málinu til þess að sýna með hvaða skilyröum jarðirnar höfðu skipt um eig- endur. Bæjarstjórnin réttlætti ráðstöf- un sína á þessum löndum með því, að þau hefðu verið nauðsyn leg til almannaþarfa eigi síður en götur í bænum og í forsend- um Hæstaréttardómsins eru þessar aðgerðir bæjarstjórnar- innar álitnar réttar. Málskostnaður var látinn falla niöur. „Langar tíl ai dansa hér" — segir Helgi Tómasson ballettdansari ? Helgi Tómasson, ballett- dansari er í nokkurra daga leyfi hér á Islandi ásamt konu sinni, Marlene og 13 mánaða syni. Helgi er talinn vera í röð fremstu ballettdans ara í Bandaríkjunum, en hann dansar í Harkness ballettin- um, sem stofnaður var fyrir rúmum þremur árum. Er Helgi einn af þremur aðal- karldönsurum flokksins og hefur hlotið mjög lofsamlega dóma í bandarískum blöðum. Kona hans, sem er bandarísk, dansar einnig með Harkness flokknum. Við hittum Heiga á heimili foreldra hans hér í borginni og segist hann vera á förum í sýn ingarferðalag til Evrópu með konu sína og son. „Þetta er í fyrsta skipti sem við getum tekið soninn meö í slíkt ferðalag. Flokkurinn sér okkur fyrir barnfóstru, og þar sem við höfum nokkuð langa viðdvöl í hverri borg, vildum við ekki skilja hann eftir". „Geturðu sagt okkur eitthað frá Harkness flokknum og starfi þínu þar?" „Ég byrjaði að dansa meö þessum flokk, fyrir þremur ár- um, en áður hafði ég dansað í Kaupmannahöfn og síðar hér í Bandaríkjunum. Þessi flokkur er talinn einn fremsti dansflokkur Bandaríkjanna ,en hann nýtur stuðnings frú Harkness, sem er mjög auðug. Hún dansar raunar sjálf, en aðallega semur hún þó tónlist. Flokkurinn hefur ferö azt mjög víða og sýnt bæði nú- tíma balletta og sígilda balletta. Ég dansa sjálfur yfirleitt meira í sígildum ballettum". „Heldurðu að við íslendingar fáum nokkuð að sjá þig dansa á næstunni?'1 „Það er ekki gott að segja, en þaö er I athugun að flokkurinn komi hingað. Mig langar mikið til að dansa hér, það er orðið svo langt síðan ég hef komið hér á svið," sagði Helgi að lok- um. Helgi Tómasson, kona hans Marlene og sonur þeirra Kristinn Albert á heimili foreldra Helga í HamrahlíS 35. (Ljósm. Vísis, B. G.). Fulltrúar ungmennanna á fundi með Gylfa Þ. Gíslasyni ráðherra á skrifstofu hans í Arnarhvoli. (Ljósm. Vísis Þórunn). Ungmenni skunda á fund menntamála- ráðherra með kröíuspjöld og ályktanir — Framkoma fulltrúa þeirra framúrskarandi kurteisleg, segir menntamálaráðherra D Hópur ungmenna safnaðist saman i miðbænum í gær með kröfuspjöld til að mótmæla skólakerfi landsins og krefjast umbóta á því. Fór hópurinn frá Alþingishúsinu upp i Arnarhvol, þar sem fulltrúar nemenda úr gagnfræðaskóla Kópavogs, Réttarholts- og Vonarstrætis gengu á fund mennta- málaráðherra, Gylfa Þ. Gíslasonar. Talsverð ólæti voru í kringum Arnarhvol meðan á þessum fundi stóð, en hættu fljótlega. mjög til fyrirmyndar á allan hátt, og þau byrjuðu á því aö afsaka lætin fyrir utan, sem ýmiss konar „aðskotaunglingar" stóðu fyrir. Margt, sem þau sögðu var mjög skynsamlegt og satt aö segja datt mér í hug meðan á fundinum stóö hvort ekki ætti að hafa árlegan fund með fulltrúum nemenda hinna ýmsu skóla og menntamálaráðu neytinu." sagði menntamálaráð- herra. Myndsjáin í dag er af ungling unum í miðbænum og uppi í Arnarhvoli í gær. Morðinginn óf undinn ¦ Reykský huldu Washington, höfuðborg Bandaríkjanna, f gær, en þar brutust út óeirðir vegna morðsins á blökkumanna- leiðtoganum, dr. Martin Luther King. Svertingjar rændu verzl- anir og kveiktu í þeim og köst- uðu flöskum og múrsteinum i brunaverði, sem reyndu að hefta útbreiðslu eldsins. 1 fleiri bandarískum borgum hafa »-> 10. siða. „Vísir í vikulokin fylgir blaðinu i dag til áskrifenda m.a: Allt til páskanna! 4» Blaðið hafði samband við Gylfa Þ. Gislason og sagði hann að honum hefði borizt ályktun frá fulltrúum gagnfræðaskóla- nemanda og væri hún á þá leið meöan annars að bæta þyrfti kennslubækur og gera kennsl- una meira lifandi. . „Frámkoma þessara' ung- menna sem komu til mín var Óldfsfirðingar í vegasamband eftir 3 mánaða vegaeinangrun í KVÖLD verður þripgia mánaða vegaeinangrun létt af Ólafsfirð- ingum, en allar líkur benda til þess að vegurinn fyrir Ólafsfjarð armúla verði opnaður í dag eða kvöld, eftir því sem Guðmundur Benediktsson, verkstjóri vega- ^erðarinnar á Akureyri, tjáði Vísi í gær. Vegurinn fyrir Múlann milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur hefur verið lokaður vegna snjóþyngsla síðan um hátíðar og þótti ekki fært aö ráöast í að moka veginn fyrr en nú í vikunni og hefur mokst ur staðið yfir síðustu daga. Allar samgöngur til Ólafsfjarðar hafa farið fram á sjó þennan tíma. — En Drangur hefur haldið uppi reglulegum ferðum þangað. Guðmundur sagði hins vegar, að ófærðin noröanlands hefði ekki veriö neitt meiri í vetur en þeir heföu átt að venjast. Flestallar leiðir á láglendi eru nú færar norð- anlands. Fært er austur á Reuf- arhöfn og austur í Mývatnssveit, en ekki lengra austur á bóginn og ekki veröur lagt í að ryðja Möðru- dalsöræfi fyrr en kemur fram á vorið.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.