Vísir - 06.04.1968, Blaðsíða 2

Vísir - 06.04.1968, Blaðsíða 2
V1 SIR . Laugardagur 6. apríl 1968. ^W^A/WWVWWWAAAAAAAAAA/SAAAAA/VVVAAAAAAAAAAAA/S/WWWAAAAAAAAAAAAA/' 4 ÍANINGA- SÍÐAN Yettvangur æskunnar — Fulltrúi ungu kynslóðarinnar 1968 Síðastliöinn miðvikudag og föstudag efndu Vikan og Karna- bær til skemmtana fyrir ungt fólk í Austurbæjarbiói. Skemmt animar fóm vel fram, vom skemmtilegar og fjölbreytilegar. Tilefnið til skemmtanahaldsins var það, að valinn var fulltrúi ungu kynslóöarinnar 1968, og vom þættimir því af þeim sök- um sniðnir við hæfi ungs fólks, og var lagt mikiö kapp á að hafa efnið sem fjölbreyttast. Fimm valinkunnar persónur kváðu upp dóminn. Ýmislegt fleira var lagt á metaskálarnar en snoppufegurö og góður vöxt- ur, þar var einnig lagt til gmnd- vallar almennt atgervi stúlkn- anna, svo sem menntun, hæfi- leikar, persónuleiki þeirra og hvað eina, sem kemur að mestu haldi, þegar út á h'fsins ólgusjó er komið. Þátttakendur voru sex föngu- Iegar stúlkur á aldrinum 15—17 ára: Auður Aðalsteinsdóttir, 17 ára, Soffía Wedholm, 17 ára, Henný Hermannsdóttir, 16 ára, Ragnheiður Pétursdóttir, 16 ára, Guðrún Birgisdóttir, 16 ára og Edna Njálsdóttir, 15 ára. Vlða erlendis em haldnar tán- ingafegurðarsamkeppnir sem þessi, og fulltrúi hvers lands tek ur síðan þátt í alheimskeppni táninga. Svo kann að fara, að fulltrúi ungu kynslóðarinnar í ár taki þátt í slfkri heims- keppni næsta sumar, en þó er það ekki að fullu ákveðið. Fyrsta keppni þessarar teg- undar, sem háö hefur verið hér á landi, fór fram á síðastliðnu Guðrún Birgisdóttir Sextugur c morgun: Dr. ing. Jón E. Vestdal Cextugur er á morgun einn af ^ merkustu og mikilvirkustu verkfræöingum landsins, dr. Jón E. Vestdal. Hann var fæddur á Breiða bólsstöðum á Álftanesi, sonur Er- lends Björnssonar, útvegsbónda þar og konu hans Maríu Sveins- dóttur. Tæplega hefur blásið byrlega til framhaldsnáms stúdentsárið hans 1928. Heimskreppan mikla var á næsta leiti, Evrópa vart oröin þurr af benregni ófriðarins. Millj- ónir manna gengu atvinnulausir, og á Þýzkalandi geisaði gerninga- veður þjóðernisjafnaðarstefnunnar. Ekkert af þessu aftraði þó hinum bjartsýna og bjartleita stúdent af Álftanesi frá því að halda utan til náms í efnaverkfræði við hina nafn toguðu menntastofnun „Technische Hochshule" i Dresden. Því hefur stundum verið haldið á lofti, að þrátt fyrir ágætar gáf- ur íslenzkra stúdenta sé vexti oft kippt úr þeim fyrr en skyldi og ævistarf þeirra samsvari ekki 'hæfi- leikum þeirra. Þetta er hér því aðeins nefnt. að dr. Jón er hin al- gera andstæöafyrrnefndrarumsagn ar. Hann sigldi hraðbyri um öll stig verkfræðiháskólans allt aö doktors prófi, enda gáfaður og verkhygginn og lærður drengur bæði að „strengja kló“ og „gefa eftir.“ Ekki hefur kippt úr vextinum — hugmyndaafl hans er frjótt og auð ugt og sköpunaraflið máttugt og síungt. Fáa menn þekki ég, þar FERMINGARSKEYTI RITSÍMANS SIMAR 06 OG 07 urvegarinn væntanlega utan á komandi sumri. Önnur verðlaun voru plötuspilari, en sú þriðja í röðinni fékk gullúr, en allar stúlkurnar, sex talsins, verða Ieystar út með klæðnaði frá Karnabæ. Tilgangurinn með keppni þess ari er fyrst og fremst sá að velja verðugan fulltrúa okkar Ragnheiður Pétursdóttir ári og tókst með afbrigðum vel. Kristín Waage varð hlutskörp- ust í þeirri keppni og hlaut að launum skólavist í Englandi. Að þessu sinni var einnig til sömu verðlauna að vinna, og fer sig- Edna Njálsdóttir kæra lands. Fulltrúi þessi á að vera búinn flestum þeim dyggð- um, sem æskuna mega prýða, sannkölluð fyrirmyndarstúlka í alla staði. Á títt nefndri keppni var einn ig valin hljómsveit ungu kyn- slóðarinnar. Hljómar fóru meö sigur af hólmi, hlutu 285 stig. Flowers höfnuðu í öðru sæti með 132 stig, en Óðmenn ráku lestina meö 112 stig. Þá heyrð- um við í upprennandi söngkonu Sigrúnu Harðardóttur. Þarna var einnig tízkusýning, og sýndu stúlkur þær er þátt tóku í Jón E. Vestdal. sem ævistarf og hæfileikar hafa eins fallizt í faðma. Að doktorsprófi Ioknu kemur Jón út til íslands. Upp frá þeim tíma hefur hann heill og óskiptur helgað sig kjörgrein sinni, efna- verkfræðinni, og þá einatt með mið if því, hvernig Islendingar mættu 'eysa efnið úr læðingi. umbreyta l'ví, þar sem það liggur ,,dautt“ í ' °rgi og skel. í varan'eg verðmæti ■'ridi oc hióð til farsældar Hér er ekki rými til að geta örfárre r ævi dr. Henný Hermannsd. Auður Aðalsteinsdóttir keppninni í fyrra, ásamt öðru ungu fólki. Ungur hárgreiðslu- maður sá um hárgreiðslusýn- ingu, og ungt fólk úr Réttar- holtsskóla söng þjóðlög. Eins og fyrr segir tókst skemmtunin vel í alla staöi, og var hið unga fólk, sem fram kom, valið úr hópi glæsilegs æskufólks, sem meö framkomu sinni rak hið leiðinlega slyðru- orð af æsku landsins. Jóns E. Vestdals. Hann hefur set- ið i ótal nefndum og ráöum, ver- ið ráðgefandi verkfræðingur, gert ótal áætlanir, endurskoðað reglu- gerðir, samið tollskrár og vöruhand bók, stundað kennslu og ritað ó- kjör af greinum um ýmis svið efn- isheimsins auk greina og fyrirlestra um íslenzk atvinnu- og iðnaðarmál almennt. Merk tímamót í lífi hans urðu árið 1949, er hann var kjörinn formaöur stjórnskipaðrar nefndar til að Ijúka rannsóknum og undir- búningi að sementsverksmiðju. Hann var formaöur stjórnar Sem- entsverksmiðju rlkisjns 1949—1960 dg forstjóri hennar frá upphafi. Það má telja mikið happ, að hann réðst til verksmiðjunnar,, bæði fékk hann þar verðugt-verkefni og stofnunin sérfróða og trausta for- vstu. Hefur stofnunin ekki ‘einasta notið sérfræði hans, heldur einnig sjaldgæfra og óvenjulegra hæfileika til stjórnar fyrirtækis. Ásamt stjórn verksmiðjunnar hefur Jóni tekizt aö gera hana að mynzturfyr- 'rtæki og sýningargrip. dæmi er- '<»"rHim gestum um getu og fram- f d< íslendinga og íslenzkt hugvit — og beim, sem svo vilia. dæmi '•••■> fvrirmvndar ríkisrekstur. Það er á orði haft, hvílíkur garp "r dr. Jón er t.il st.arfa, enda starf ' Híkt oe bvílfkt. að ætla mætti " u-,nn opnfi <;(Sr ekki tóm til ann- r.vf for ffnrri Hann hefur vissu ’-oo pkn gpfiö sisj aö stjórnmál- "m pn v«nik?n að öðrum félags- Vinsælda- listinn 1 Lady Madonna Beatles 2 Delilah Tom Jones 3 Dock of the Bay Otis Redding 4 Cinderella Rockafella Esther & Abi Ofarim 5 Lcgend of Xanadu Dave Dee & Co. 6 Wonderful World Louis Armstrong 7 Rosie Don Partridge 8 Congratulations Cliff Richard 9 Jennifer Juniper Donovan 10 If I were a Carpenter Four Tops 11 Me, the peaceful heart Lulu 12 Step inside Love Cilla Black 13 Fire Brigade Move 14 Love is blue Paul Mauriat 15 She wears my ring Solomon King 16 Green Tambourine Lemon Pipers 17 Darlin’ Beach Boys 18 If 1 only had time John Rowles 19 Guitar man Elvis Presley 20 Aint nothin’ but a house- party — Showstoppers 21 Captain of your ship Reperata And The Delrons 22 Bend me shape me Amen Corner 23 Picture of matchstick men Status Quo 24 Words Bee Gees 25 The Mighty Quinn Manfred Mann málum, m.a. var hann formaður Verkfræðingafélags íslands um skeið, og formaður „Germaníu" hefur hann verið frá 1951. Ekki verður um Jón rætt án þess að minnast á eiginkonu hans frú Marianne, dóttur Friedrich Werners, prófessors í Dresden. Á háskólaárum sínum í Dresden kynntist Jón þessari fáguðu menntakonu, og kom hún alfari með honum út hingað 1934. Heim- ili þeirra ber vitni um samrun íslenzkrar menningar og „Deutsche Kultur.“ Hafa þau hjón átt mikið auðnulag saman og eignazt tvö börn, Jóhannes, fulltrúa í Revkja- vík, kvæntan Elínu Benediktsdótt- ur, og Elísabetu, Licenciée és lettres, gifta dr. Roger Abéla í Orléans í Frakklandi. Á næðisstundum nýtur Jón fag- urra lista í húsi sínu, bóklistar. tónlistar og myndlistar. Hann á gott safn málverka og fornra bóka, sem hann hefur yndi af að sýsla um. Um leið og ég þakka afmælis- barninu órofa tryggð og vináttu um áratuga skeið, færi ég og fjöl- skylda mín honum, frú Marianne og börnunum árnaðaróskir á afmæl inu. Megi hinum mikla verkmeist- ara endast lff og heilsa um mörg ókomin ár við að vinna íslandi dýr efni úr steini og skel og hinum rnikla bókamanni og fagurkera gef- ast tóm og næði við bókfell sín og antiquitates. Jón Júlíusson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.