Vísir - 06.04.1968, Blaðsíða 4

Vísir - 06.04.1968, Blaðsíða 4
Það hefur jafnan verið sagt, J að suðrænar þjóðir noti gjarnan* hnífa til að jafna deilumál, en • með vaxandi velmegun virðast J hnffkutar vera orðnir úrelt tæki • til þess arna. • Tveir Grikkir, sem starfa í Sví J þjóð lentu í deilu út af stjórnmál-* um, og rifrildinu lauk með þvíj að annar stökk upp í bíl sinnj og ók yfir hinn deiluaðilann. • * Maðurinn á myndinni er sænsk* ur og heitir John Elfström, þóttj fleiri þekki hann reyndar undirj nafninu Asa Nisse. Það er von» að hann sé glaðlggur og reykij stóran vindil í tilefni dagsins,* því að myndin er tekin í veizlu.J sem haldin var vegna þess aðj nýlega er lokið við að gera nítj-» ándu myndina um Asa-Nisse ogj ævintýri hans. Sennilega er þettaj heimsmet. • Veiði eins hópsins eftir einn dag á ísnum í St. Lawrence- flóanum. 42.000 selkópar drepnir við Magdalenu-eyju á St. Lawrence-flóa. — Ómannúðlegar veiðiaðferðir. Veiðimaður stingur flaggi skips síns niður við hrúgu af blóði drifnum selskinnum. Ég hef drepið 2000 selkópa — það er ekkert grimmdarverk Nú er isbreiðan við Magdalenu- eyjar í St. Lawrence-flóa ötuð blóði 42.000 selkópa og selveiði- tfmabil Kanadamanna er úti í ár. En urturnar skrfða um hjarnið milli stirnaðra kjöaskrokkannaog leita að afkvæmum sfnum. — Kóparnir hafa verið fláðir og fín- ar frúr skarta brátt hvítu skinn- unum þeirra í pelsum og loðkáp- um. Á hverju ári koma fram mót- mæli gegn seldrápinu frá dýra- vinum. Og veiðimennirnir og kanadíska stjórnin verða stöðugt að haldi uppi vörnum fyrir veið- arnar. Þýzkur prófessor, Bruno Schiefer frá háskólanum i Miinch en, staðhæfir, að af þrjú hundruð kópum sem hann rannsakaði, hafi nokkrir verið fláðir lifandi. — Hann lýsir þvi yfir að seiadráp- ið sé ómennskt athæfi. Selveiðimennirnir á Magda- lenueyjum eru ekki alveg á sama máli. — Þannig sagði til dæmis Clif Givvons, 52 ára gömul veiði kló við blaðamann sem viðstadd- ur var seladrápið í vetur, að hann hefði fengizt við selveiði allt sitt líf. — „Og ég tek það ekki nærri mér. Maður molar bara skallann á dýrinu með baseball-kylfu og þaö finnur ekki gramm.“ Annar veiðimaður Art White, 31 árs sagði: — Ég geri þetta, vegna þess að mig vanhagar skrambi mikið um þessar 25 þús und krónur, sem ég reikna með að hafa upp úr þessari viku. — Þetta er heimsins erfiðasta pen- ingastrit. Stundum verður mað- ur að draga á annað hundrað kíló af skinnum fimm-sex kíló- metra eftir ísnum. Veiðimennirnir kunna sitt fag. Þeir líta á selinn sem óvin sinn. Einn þeirra sagði: Selurinn hefur gert mér marga skráveifu, .en ég hef not fyrir skinnið af honum. Þeir eyðileggja netin okkar og éta fiskinn. Ég hef rotað 2000 seli siðustu sex árin, og það er ekk- ert grimmdarverk. Hafið þið nokk urn tíma séð aöfarirnar í slátur- húsi? Annar Magdalenueyingur sagði, þegar hann var spurður um, hvað hann héldi að yrði af skinnunum. — Ég er við þetta vegna pen- inganna. Seladrápið er skítavinna, en af hverju á ég að lifa. Þeir segja að skinn séu notuð í föt á fínar konur, sem fara á skíði í Sviss. Ég vildi óska að við gætum þénað peninga á annan hátt og værum lausir við þetta. íbúarnir á Magdalenueyjum eru um 13.000, frönskumælandi. Þeir lifa aðallega á fiskeríi, en þeir geta ekki róið til fiskjar um há- veturinn — og þá gerist lífið leið inlegt þar um slóðir. Margir þeírra líta því á seladrápið sem ævintýri, en það verður þó frem- ur að kallast slátrun en veiði. 1 Náttúruöflin. • J Lif íslendinga hefur oftast • verið barátta við náttúruöflin. • Óblíð veðrátta hefur öldum sam ! an gert sjósókn erfiöa og hættu J lega, samgöngur iögðust niður • víkum og jafnvel mánuðum sam J an, svo að heil byggðariög ein- • angruðust og urðu að lokum • vistalaus, ísar og sniöalög urðu J mönnum og bústofni að fjör- • tjóni og svona má lengi telia. 2 En svo komu styrjaldirnar J mlklu úti i heimi, og bá fyrst • fleygði tækninni fram. Og tækni J þróunin heindist að bví að gera • okkur óháðari náttúruöfiunum, • með stærri skipum og stórkost J iegri farartækjum á landi og í • loftl. En samt láta náttúruöfiin 2 ekki að sér hæða, þvi ekkert af beim gæðum sem við höfum tlleinkað okkur, stenzt nátt- úruöfiin, hegar þau stiga sinn darraðar-dans í almætti. Þetta höfum við íslendingar fengið að reyna síðustu mánuðina. Óblíð veðrátta hefur átt sinn bátt í því að vertíð hefur verið ógæfta söm. Flóð hefur fært í kaf hús og sópað burt steinsteyptum brúm og öflugum vegum. Og nú hefur firði og flóa fyllt af haf- ís um allt norðanvert landið, svo að okkar öflugustu skip fá ekki haldið uppi siglingum. Það sannast einu sinni enn, að við búum i óblíðu landi, þar sem alls má vænta þrátt fyrir tækni og framfarir. Auðvitaö æðrast enginn, bó að hretin standi í • •••••• *•>•••••••••••••« nokkurn tíma og isinn sverfi að, en það sem á undan er geng- ið, minnir okkur á, að náttúru- öflin beizlast ekki af neinni tæknij og enn þurfum við að vera við öllu búin. Þegar bvggðarlög einangrast t. d. veena hafíss. bá virðast fyrstu raunverulegu vandræðin vegna samgönguleysisins vera þau, að það verður olíulaust J furðufljótt. Fréttir frá sumum J byggðarlögum herma, að þegar • sé farið að bóla á olíuleysi, þó J að mörgum þyki það heldur • fljótt, þar eð ísinn kom ekki fyr £ irvaralaust, heldur hefur rekið J ógnandi rétt uta.n við siglinga- • leiðir, og bví hefur iengi verið J ijóst að hverju stefndi. Um J þetta Ievti árs er nauösynlegt • að fyrir hendi séu olíubirgðir á J öllum beim stöðum, sem hætt • er við að einangrist, og ef ekki * eru til tankar tii að geyma nægi • lega olíu, bá þvrfti að setja slíka • tanka unn hið fyrsta, bví sam- J göngur geta teppzt af ýmsum J orsökum. Slík birgðasöfnun er • ekki bara viðskintamál, heldur J fyrst og fremst öryggismál. • Þrándur í Götu. J

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.