Vísir - 06.04.1968, Blaðsíða 9

Vísir - 06.04.1968, Blaðsíða 9
V í S IR . Laugardagur 6. apríl 1968. VAGESTIR norðan úr höfum Eitt og annab um hvítabirni á Islandi ÞEGAR HAFlSINN kemur norðan úr yztu höfum, er ekki Iaust við að sumir séu uggandi um, hverjar ókindur úr ríki myrkurs og vetrar kunni að slæðast með honum. Að vísu eru flestir þó hættir að óttast tröll og sjóskrímsl, þótt orm- urinn í Lagarfljóti sýni sig með vissu millibili. En vel getur verið, að hvítabirnir slæðist hingað til lands á borgarísjaka, og leggist þá á fénað og jafnvel menn, þegar hungur fer að sverfa að. Þegar búizt er við bjarndýr- um kemur jafnan hinn mesti veiðihugur í menn, því að ekki er ónýtt að vera bjamarbani, og svo mikill getur veiðihugur- inn orðið, að spor eftir kviö- dregna tófu geti orðiö bjam- dýraslóð. Hér áður fyrr þóttu bjam- dýr konungsgersemar, og þess vom dæmi, að íslenzkir menn temdu hvítabimi og hefðu þá með sér á ferðum sínum í önnur lönd, og jafnvel konungum þótti sómi að þiggja slíka gjöf. Bjamdýrafeldir em einnig dýrmætir mjög, og þótti þaö merki um að stórbrotin ævi væri fyrir höndum, ef konur ólu böm sín á bjamdýrsfeldi. Allmargir bimir hafa verið unnir á íslandi, og era til sögur af slíkum vígum, en vandhæfi eru nokkur á bjamadrápi og segir svo f Sagnakveri Skúla Gíslasonar: „Þegar búið er að særa bjamdýr til ólífis og það er lagzt fyrir til að deyja, þá er níðingsverk að veita því fram- ar áverka. Og er það tilgreint því til sönnunar, að fyrir næstu aldamót veittust Skagamenn að einu bjamdýri og drápu það. Þegar það var búið að fá bana- sárið, lagðist það á skafl og sleikti sár sín, en þá veitti einn því nýjan áverka, og varð sá hinn sami ólánsmaður upp frá því.“ Þrettán bjaradýr lögð að velli Fleiri sögur segir Skúli Gísla- son af bjarndýradrápum eins og eftirfarandi sögu af Langa- nesi: „Einu sinni snemma vetrar lagði hafís mikinn að Langa- nesi, og komu mörg bjarndýr á land með honum. Einn bær var þar afskekktur á nesinu, er lá þó mjög vel við sjávarút- veg og trjáreka. Þaöan kom enginn maður, hvorki til kirkju né annarra bæja, frá því með jólaföstukomu og fram að miðj- um vetri, og hugðu menn, að bjarndýrin hefðu orðið heim- ilisfólkinu að skaða. Unglings- maður var þar í sveitinni, átján ára gamall, smiður góður rösk- ur og hugaður. Hann smíðaði sér lagvopn mikið og fór svo kyöld eitt í tunglsljósi til að vitja bæjarins. Var það hér um bil á miðjum þorra. Þegar hann kom að bænum var þar allt brotið og bælt. Fann hann blóðuga fataræfla af fólkinulíka var fjósiö brotið upp og kýmar drepnar og uppétnar. Seinast hvarflaði hann upp í dyraloft, var það óbrotið og stigi, sem upp aö því lá. Hann litaðist um og horfði út um loftsgluggann. Hann sá þá, hvar bjarndýra- hópur kom neðan frá sjó. Hafði hann tölu á þeim, og voru þau átján. Eitt fór á undan, var það langstærst og rauökinnótt. Það varö fljótt vart mannsins af lykt inni og hljóp meö mikilli grimmd upp í stigann og ætlaði að slá til mannsins meö hramm- inum, en hann lagði það undir bóginn í hjartastað, og varð það bani dýrsins. Síðan drap hann tólf önnur dýr þar í stig- anum. Snera hin fimm þá und- an og litu ekki við manninum, þó hann egndi þau upp á sig, og veitti þeim eftirför. Síðan fékk hann menn til að gjöra dýrin til. Er mælt hann hafi reist bú á jörðinni um vorið og keypt hana fyrir þaö, sem hann hafði upp úr dýrunum. Varð hann nýtur bóndi. Sagt er, hann hafi haldið einum þeim hluta þess, sem nefndur er „Ófærustykki", en nafnið gefur nokkra hugmynd um, hvernig hlíðar fjallsins era yfirferöar fótgangandi mönn- um. Ófærustykki afmarkast að utanverðu I fjallinu af djúpum gilskorningi, sem nær ofan frá fjallsbrúninni, niöur hamra- hlíðina og endar frammi á klettabrúninni, þar sem þver- hníptur hamarinn gnæfir yfir fjörunni. Þó er hæð hamarsins fyrir fjörunni minnst á þessum stað. Ofan í gilið er ófært mönn- um nema þá aðeins í vað, en á einum staö er unnt að stökkva yfir það. Gil þetta er nefnt Bangsa- gjá, og er til saga um, hvernig gjáin hafi hlotið þessa nafn- gift. Skriflegar heimildir munu ekki fyrir henni, heldur hefur hún lifað meðal íbúa á Siglu- nesi. Sagan segir, að á Reyðará, sem er næsti bær við „Hest“ hafi búið fyrir löngu bóndi, kvæntur, og átti kona hans von á sér, þegar atburöir þeir Birna ásamt húni sínum. hann þrifiö járnvöl einn mikinn og ráðizt þegar að dýrinu, en bersi hafi hræðzt bóndann og lagt á flótta og komizt á und- an honum út úr bænum. Tók björninn á rás rakleiðis upp fjallið Hest, en upp frá bænum eru mikil skriðuföll og efst undir fjalllsbrúninni þver- hnípt klettabelti, sem er engu talið faért néma fuglinum fljúg- . hann lagði það undir bóginn í hjartastað ... (Teikn. Halldór Pétursson). feldinum eftir og öll börn hans fæðzt á honum, og höfðu þau því öll bjarnyl." Bjarndýr banar konu og bami Ýmsar munnmælasögur eru til um bjarndýr, flestar á Norð- urlandi eins og gefur að skilja, og hafa þær ekki allar verið skráðar, en lifa í örnefnum og munnmælasögum. Þegar náttúrunafnakenningin ’ er svona ofarlega á dagskrá er ekki úr vegi aö rifja upp eina slíka munnmælasögu. í Héðinsfirði vestanverðum er fjall, sem nefnt er „Hestur" eða „Hestfjall“ hömrum girt og hrikalegt. Þar fórst I fjallinu fyrir mörgum áram flugvél í gerðust, sem hér er sagt frá. Hávetur var, og hafís landfastur. Þegar líða tók að þvl, að konan yrði léttari, fór bóndi aö heiman að leita aðstoöar, en honum sóttist feröin seint og var lengi í burtu. Þegar hann loks sneri heim aftur mætti honum ófögur að- koma, að sagan segir: Konan hafði fætt, meðan hann var fjarri, en vágestur hafði banað henni og barninu. Kom bóndi að bjarndýri, þar sem það grúfði sig yfir sæng konunnar, og segir sagan, aö það hafi verið að rífa í sig barnið, þegar bóndi kom í dymar. Við þessa hroðalegu sjón er sagt, að bóndann hafi gripið æði, og hafi hann ekki skeytt neinu um haettuna, sem honum stafaði af dýrinu, heldur hafi andi. Þessa leiö hljóp björninn upp á fjallsbrún og bóndi á hælum hans, en þvílíkt var æði mannsins, að heldur dró saman með honum og birninum. Þegar upp á brúnina kom, var bóndinn svo nærri dýrinu, aö hann gat slæmt til þess járn- velinum, en bangsi greip til þess örþrifaráðs, að hann lét sig renna á sitjandanum niður gilið, sem síðan hefur dregið nafn af og heitir nú „Bangsa- gjá“. Þar skildi með þeim, hvítabirninum og bónda. Greiðviknin borgaði sig ekki I bók sinni Harmsögur og hetjudáðir segir Þorsteinn Jósepsson sögu um, að bjam- dýr hafi orðið manni að bana á Reykjaheiöi, og austanvert á henni séu til örnefni, sem eiga að vera dregin af þeim at- burði. Vamarbrekka heitir, þar sem maðurinn á að hafa reynt að verjast dýrinu og Krossvarða er á Melhól skammt frá, en þar á líkið af manninum að hafa fundizt. Þorsteinn Jósepsson segir svo frá: „Sagan er á þá lund, að ísa- vetur einn mikinn hafi maður úr Reykjadal farið erinda sinna norður yfir Reykjaheiði. Gekk hann við atgeirsstaf, enda vissi hann, að bamdýr hélt sig á heiðinni. Fór það og svo, að dýrið varð á vegi hans og réðst á hann. En maöurinn varði sig með atgeirnum og fékk stökkt dýrinu á flótta. Hélt hann við svo búið leiðar sinnar, en hafði ekki lengi farið, er hann hitti mann úr Axarfirði, sem var á vesturleið. Var sá vopnlaus. Segir hann Öxfirðingnum frá bjarndýrinu, og að það muni verða á leið hans, býður honum þess vegna atgeirinn að láni, hvað maðurinn þáði. Halda þeir við svo búið hvor sína leiö. Það leiö heldur ekki á löngu, unz Öxfirðingurinn mætti bangsa, en þegar dýrið sá hann með atgeirinn þorði það ekki að ráðast á hann en hljóp þess í stað í slóð Reyk- dælingsins og réðst á hann, þar sem síðar heita Vamar- brekkur. Sást á förum f snjón- um, að þar hafði orðið harður atgangur milli manns og dýrs, en það síðamefnda þó borið sigur úr býtum. Líkið af mann- inum fannst þar skammt frá, og heitir þar Krossvarða." Ekki eru r)ú miklar líkur til þess, að bjarndýr eigi framar eftir að verða mönnum hér á landi að fjörtjóni. Miklu frem- ur eru líkur til þess, að þau dýr, sem lenda hér upp á land, eigi ekki langa ævidaga fyrir höndum, þar eð hér er mikið um skotglaða menn, sem eiga enga ósk heitari en eignast bjarndýrsfeld á vegg hjá sér. En væri ekki ef til vill skyn- samlegra aö reyna að ná lif- andi þeim bjarndýrum, sem kynnu aö slæðast hingaö, og selja þau í erlenda dýragarða gegn greiöslu í beinhörðum gjaldeyri, ellegar senda þau einbverjum erlendum stórhöfð- ingja að gjöf — svona í aug- lýsingaskyni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.