Vísir - 06.04.1968, Blaðsíða 16

Vísir - 06.04.1968, Blaðsíða 16
 VISIR Laugardagur 6. aprfl 1968. Óskað eftir 1100 sjálfboðaliðum íslendingafélagið í London 25 óra vísilöluuppbótum íbúðalána í ár Fékk aðsvif á spilakvöldi Sjúkrabifreið var kvödd að Hótel Sögu um kl. 11 í fvrra- kvöld, en þar hafði fullorðinn maður, sem hafði verið þar á spilakvöldi fengið aðsvif. Var hann fiuttur á slysavarðstofuna, þar sem bónum var veitt að- hlynnlng. Jvom í ljós að maður- inn hafði veikt hjarta. Kvenfélag stofnað á Seltjarnarnesi Níutiu konur sem búsettar eru á "eltjarnarnesi stofnuðu þann 3. apríl sl. Kvenfélag Seltjarnarness og var formaður félagsins kosinn crú Edda Thors. H-nefndarfulltrúar komu á fundinn og ræddu umferð- m-y 10. siða Nú er tækifærið að verða virkur þátttakandi i breytingunni yfir i H-umferð ■ Aldrei hefur oins víðtæk söfnun sjálfboðaliða farið fram á ís- landi eins og nú á sér stað. í Reykjavik einni þarf að fá 1100 sjálfboðaliða til að gegna-ítörfum umferðarvarða og varðstjóra vegna skiptanna yfir í H-unifej-ðíþann 26. maí. Varzla þessi á að standa í 7 daga, — og að sögn Peiturs Sveinbjarnarsonar hefur þegar borið á því að menn vilja liðsinna þessu málefni, m. a. hafa þeir H-menn nú þegar á skrám sínum æskufólk úr íþróttafélögum, skátafélögum og öðrum félögum ungs fólks, — og húsmæöurnar ætla einnig að rétta hjálparhönd og forstjórar og forráöamenn ýmissa fyrirtækja og stofnana hafa ekki skorazt undan heldur. Það verður ])ví væntan- lega framhald á því næstu daga að menn hringi eða skrifi upplýs- ingaskrifstofunni í Laugardalnum og gefi sig fram. Starf umferðarvarðanna verö ur fólgið í því að leiðbeina gang andi vegfarendum yfir götur og auka öryggi þeirra á allan hátt meðan fólk hefur enn ekki aðlagazt nýjum aðstæöum. Talið er heppilegt að umferð arvörður starfi 2 tíma í senn og verður vörðurinn einkennd ur með ermahlífum með merki. Lögreglan mun sjá um þjálfun varðanna fyrir H-dag og hand- bók verður gefin út þeim til leið beiningar. Pétur sagði að vonazt væri til þess að fyrirtæki og stofnanir sýndu áhuga og útveguðu verði viö gang'brautir fyrir framan aðsetursstaði sína. Þannig má jafnvel búast við því að banka- fólk fái „frískt loft“ 2 tíma í senn í maílok og í júníbyrjun og eflaust veröur það vel þegið hjá þeim sem sá heiður hlotn- ast hvort sem það verða sjálfir bánkastjórarnir eða innanborðs menn í afgreiðslunum. Verður leitað til um 100 fyrirtækja í þessu skyni. Allir þeir sem eru 15 ára og eldri geta orðið umferðarverð ir og er þess vænzt að menn sýni áhuga á að gera sitt til aö umferðarbreytingin gangi vel fyrir sig og er hér um tækifæri að ræða fyrir menn að stuðla að því að svo veröi, enda er breyt ingin mjög mikið fyrirtæki og byggist fvrst og fremst á fólk- inu sjálfu. Hér er um ólaunað starf að ræða, þ.e. menn fá borgað í happdrættismiðum, einn fyrir hverja 2 tíma vakt en glæsilegir vinningar eru í boöi, 5 ferðir til Bandaríkjanna með Loftleiðum ásamt vikudvöl þar í landi, 5 vinningar eru dvöl í Kerlingar- fjöllum í vikutíma. Þá fá allir sérstök heiðursskjöl fyrir fram- lag sitt. Lélegar póstsamgöng- ur við Siglufjörð — Togarinn Hafliði fastur i is úti fyrir firðinum 9 í fyrradag hélt togarinn Hafliði út frá Siglufirði, þar sem einhver von var um, að hægt væri að komast vestur fyrir Horn, en raunin varft önnur, því að hann er nú inni- lokaður í ís úti fyrir firðin- um á svipuðum slóðum og Haförninn. Hafliði hafði áður brotizt inn á fiörðinn í byrjun vikunnar með 100 tonn, sem er ágæt veiði, og einn :a höfðu trollbátarnir Siglfirðing- ur og Hringur landað ágætum afla, ’ður en hafísir.n lokaði leiðinni á miðin, en þá var eins og veiðin væri að glæðast og fiskurinn færð- ist undan ísröndinni. Póstsamgöngur við Siglufjörð hafa verið slæmar að undanförnu en aðfaranótt fimmtudags barst loksins póstur og blöð fyrir síðasta hálfa mánuðinn. Drangur hafði ver ið með póstinn innanborðs, en ekki komizt til Siglufjarðar, svo til þess var gripið aö setja póstinn, 20 til 30 poka á land í Dalvík, en þaðan var honum ekið til Siglufjarðar jafnskjótt og búið var að ryðja leiðina. Ekki mun venja að moka þessa leið nema á fimmtudögum og eru margir Siglfirðingar gramir yfir því að ekki skuli vera lögð meiri á- herzla á að halda þessari lífæð op- inni a.m.k. meöan hafís lokar sjó leiöinni. Launahækkunin komi ekki fram á tmiSXt Þarna er ung stúlka í hlutverki umferðarvarðar í Austurstræti. íslendingafélagið í London heldur upp á aldarfjórðungsafmæli sitt f dag, á Piccadilly Hoteli, og er bú- izt við miklu fjölmenni. Sendiherra íslands í London, Guðmundur í. Guðmundsson, heldur afmælisræð- una, en aðrir ræðumenn verða: Jóhann Sigurðsson, sem verið hefur formaður félagsins í 12 ár, Björn Biörnsson, stórkaupmaður í Lond- sem var fvrsti formaður fé- lagsins, og Karl Strand, læknir. Kristinn Hallsson, óperusöngvari, kemur að heiman, til að syngja fyrir íslendinga í London í þessum afmælisfagnaði, og Ómar Ragnars- son kemur einnig að heiman, til að skemmta samkvæmisgestum. SAS kaup hjálpar tii við á FRIENDSHIP Jóhann Tryggvason, í London, er undirleikari Kristins, en Jón Miill- er undirleikari Ómars. íslendingafélagið í London held- ur að jafnaði fimm til sex sam- komur árlega fyrir Jslendinga bú- setta í Bretlandi, og hefur átt mik- ilvægan hlut aö samheldni þeirra og samskiptum, allar götur síðan í seinni heimsstyrjöldinni. Forseti íslands er verndari félagsins, en stjórn þess skipa nú: Jóhann Sig- urðsson, forstjóri, sem er formaður, dr. Valdimar Jónsson, varaformað- ur, Árni Kristinsson, læknir, Htari, Ólafur Jónsson, hjá S.I.S. í Lond- on, gjaldkeri og frú Hulda Wit- more, meðstjórnandi. — Nýtt stjórnarfrumvarp, sem gerir ráð fyrir hálfri visitöluuppbót á ibúðalán, i stað fullrar áður ! ■ Lagt var fram á Alþingi í gær stjórnarfrumvarp um ■ breytingar á lögum um Hús- næðismálastofnun ríkisins, þar sem gert er ráð fyrir, að vfsi- töluákvæðunum, sem nú gilda um íbúðalán, verði breytt til hagsbóta fyrir lántakendur. I bráðabirgðaákvæði í frumvarp- inu er gert ráö fyrir að hin fyrri kaupgreiðsluvísitala, sem orðin var 194 stig eftir breytingarnar fyrir 1. des. 1967, muni gildaumbreytingar á ársgreiðslum íbúðalána, sem nú falla í gjalddaga 1. maí, þannig að launahækkun, sem varð með kjara- samningunum nú í marzmánuði, mun ekki hafa áhrif á lánagreiðslur fyrr en á næsta ári. Grunnvísitala nýrrar kaupvísi- tölu veröur svo reiknuð, sem mið- ast við 1. febr. 1968, og framvegis er svo gert ráð fyrir, að lántak- endur verði að greiða vísitöluupp- bót, sem miðast við helming þeirra breytinga, sem verða á kaupvísi- tölunni. Hagstofa íslands mun svo reikna út visitöluna fjórum sinnum á ári. í gær lauk í Stokkhólmi samn- ingafundi Flugfélags íslands og ^andinavian Airlines System um ‘í'ramhald á samvinnu félaganna um flugferðir mllli Færeyja, Berg- en c'_ Kaupmannahafnar. Samkomulag þetta gildir frá 1. apríl sl., í þrjú ár, eða til 31. marz 1971. I samkomulagi félaganna felst meðal annars, að SAS er nú virkur þátttakandi í kaupum á flugvél til ferða á þessum flugleiðum í sam- bandi við nýja Fokker Friendship flugvél sem Flugfélag íslands átti í pöntun. Flugfélag Islands mun sjá um rekstur og viðhald flugvélarinnar. Samkomulag Flugfélagsins og SAS er gert með það fyrir augum að hægt sé að bjóða aðilum í Færeyj um þátttöku í flugrekstrinum. Þá er ákveðið að milli Færeyja og Skandinavíu verði fimm ferðir í viku á sumrin, en að auki flognar aukaferðir eftir því sem þurfa þyk ir. Að vetri til eru áætlaðar 3 ferð- Fóstbræður halda tónleika ■ Fóstbræður halda tónleika fyrir styrktarmeölimi sína n.k. mánudag, þriöjudag og miövikudag, og verða allir tónleikarnir kl. 7.15 í Austurbæjarbíói. ■ Myndin er af Fóstbræðrum meö stjórnandanum, Ragnari Björnssyni og var myndin tekin á æfingu í fyrrakvöld. ír.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.