Vísir - 08.04.1968, Qupperneq 1

Vísir - 08.04.1968, Qupperneq 1
Möguleiki á að ís- inn reki suður nseð ströndinni Mesti is frá 1902 — isinn er kominn vestur fyrir Hornafj’órð □ Hafísinn er nú orðinn all- miklu meiri en hann var hér árið 1965 og er hann kominn allt vestur fyrir Hornafjörð að Skinney. Er þetta því mesti haf- ís sem komið hefur hér við land frá því árið 1902, eftir því sem Páli Bergþórsson veðurfræðing- ur sagði blaðinu í morgun. „ís- inn getur hugsanlega rekið allt hingað suður í Faxaflóann, eins og öndvegissúlurnar ferðum,“ bætti Páll við, „en þó er þess að geta, að hann kemur nú I allmiklu hlýrri sjó. Farið var I ískönnunarflug 1 gær og hefur Landhelgisgæzlan gert grein fyrir ástandi hafíssins. Við Vestfirði byjar ísinn í r/v 290° frá Barða, í um 54 sjm. fjar- lægð. Þaðan liggur fsinn í átt á Straumnes og fyrir Horn. Siglinga- leið er greiðfær aö Straumnesi, og sæmilega greiðfær fyrir Horn, I björtu. Um 9 sjm. í r/v 332° frá Óðins- boða þéttist ísinn í 7-9/10, og er mjög sam^rosta á hub. 18 sjm. svæði, en gisnar svo aftur. Fær siglingaleið virðist vera 3-6 sjm. af Skaga og svipað af Sauðanesi og fyrir Gjögurtá, og framhjá Flat- ey og vestan megin í Skjálfanda- flóa. Á Grímseyjarsundi og NA- verðum Skjálfanda er þó ís 4-6/10. Um 2-4 sjm. austan við Grímsey tekur við ís 7-9/10 og liggur fyrir alla Sléttu og amk. 70 sjm. austur af Langanesi. Fallaskiptin virðast mynda smávakir meðfram landi víðast hvar, en annars má segja að um algjör hafþök sé að ræða. Bakkaflói og Héraðsflói eru þakt-1 ir ís 4-6/10, en utar eru 7-8/10, suður á móts við Glettinganes. m-y '8. síöa. Handknattleikslið Islands var hyllt ferföldu húrrahrópi að afloknum sigurleik við Dani í gærdag í Laugardals- höll. Dr. Gylfi Þ. Gísiason, menntamálaráðherra, sem var ekki minna spenntur en aðrir áhorfendur þusti út á völlinn að ioknum. Ieik og þakkaöi liðsmönnum. Ráð- herra bað um hijóð í salnum og bað menn hylla handknatt Kort Landhelgisgæzlunnar af ísnum í gær. leikskappana ferföldu húrra- hrópi. Það var gert ósvikið, og tók undir í Laugardal. í Vfsi í dag eru tvær í- þróttasíður. Vinsamlegast flettið upp á bls. 2 og 3. LANDBURÐUR AF FISKI - PÁSKAHROTAN HAFIN Sjö bátar lönduðu á Akranesi í gær um 300 tonnum af fiski og komst aflinn upp í 80 tonn. Netabátar, sem lönduðu þar í gær, voru með þetta 50 til 80 tonn eftir ll/2 sólarhrings veiði. Unnið er dag og nótt í frysti- húsunum á Skaga. Aflann fá þeir á Selvogsbanka en þar hefur verið mikil aflahrota seinustu dagana. Um 60 bátar lönduðu í Grindavík í gær og var aflanum ekið á bílum vítt um Suðurnes og hingað á hafnirnar við Faxaflóann. — Aflinn var frá 9 og upp í 50 tonn hjá netabátun- um. Aflahrotan byrjaði i vikunni sem leið og jókst dag frá degi. Á laugardaginn kom Geirfugl með 76 tonn til Grindavíkur af einnar nætur fiski og hann kom aftur að I í gær með um 50 tonn, er hann ' búinn að fá 800 tonn það sem af j er vertíðinni og er aflahæstur Suð- 1 urnesjabáta. I Þetta er fyrsta' verulega afla- hrotan í vetur, en fiskirí hefur | verið með lakara móti það sem af er og gæftir slæmar. — Afli er Fundu ísbjörn 400 metra undan landi — og tómar brennivinsflöskur á isnum i kringum hann | Það varð uppi fótur og fit um borð í Esjunni í gær á leiðinni frá Eskifirði til Norðfjarðar, þegar skipverjar komu auga á fsbjörn í um 500 metra fjarlægð. — Allir sjón- aukar, sem til voru um borð í skipinu, voru grafnir upp úr hirzlum og þeim dreift meðal farþeganna. — Skipið kom til Norðfjarðar í gær eftir 10 tíma siglingu í gegn um þéttan ís. Þessi leið er venjulega farin á 2y2 tíma. Tryggvi Blöndal, skipstjóri á Esjunni, sagði 1 viðtali ýið Vísi í gær að björninn heföi verið í um 400 metra fjarlægð frá. landi og var hann að gæöa sér á sel, en 10—20 hrafnar flögr- uðu í kringum hann og reyndu að krækja sér í bita af bráð- inni. Bangsa var ekkert um hrafnana gefið og stökk öðru livoru upp með selskrokkinn í kjaftinum og sveiflaði honum í kringum sig til þess að bægja krumma frá. Björn þ^si er gul- ur og botnóttur og sker sig vel úr hvítri ísbreiðunni. — Hafa Norðfirðingar mikinn hug á að ná honum og var talað um að senda leiöangur frá Norð firði í gær, enda er eins vist að bangsi gangi á land og geri þar usla, því að hann virðist mjög sprækur. Annað urðu þeir Esjumenn varir við kynlegt á þessari leiö, en það voru tómar brenni- vínsflöskur. Sagði Tryggvi skip stjóri að flöskunum hefði varið dreift á eina fjóra jaka, tvær á einum og ein á hverjum hinna. — Er talið líklegast að jakarnir beri merki þess að hafa komið við einhvers staðar á fjörum hér við land. Tryggvi sagði að ísinn hefði þétzt mjög, þegar leið á dag- inn í gær og var Norðfjörður að verða ófær skipum í gær- kvöldi vegna ísreks, en Esjan átti að halda þaðan klukkan 4 í nótt. Sagðist Tryggvi ekki bú- ast viö að þeir legðu f siglingu norður á Seyöisfjörð eins og á- ætlað var. ísinn væri orðinn það þéttur. Sagði hann að ísinn væri miklu harðari og þéttari en hann var 1965 og einstaka sórir jakar fylgdu með ísrekinu, allt að þvf borgarísjakar. sæmilegur í netin á miðunum við ; Eldey og Reykjanes, en aftur á móti er aflatregða á miðum i Breiðafjarðarbáta og voru neta- bátar frá Ólafsvík og Rifi meö þetta 3 — 9 tonn í gær. — Heildar- aflinn á vertíðinni A Ólafsvík er ! 700 tonnum minni en í fyrra og , eru bátarnir þó fleiri að veiðum : í ár. i Nokkur fjörkippur hefur komið í vertíðina í Evjum, þótt ekki sé um neina aflahrotu að ræða þar ennþá. Netabatar hafa fengið sæmilegt ,,kropp“ eins og þeir segja. Aflinn var þar. í gær frá 6 og upp í 30 tonn á bát. Um 200 tonnum var landað hjá Vinnslu- stöðinni í gær. Reykjavíkurbátar landa flestir í Grindavík og er aflanum ekið þaðan í bæinn, sem fyrr segir. Þó lönduðu hér átta bátar, afli þeiri/a var frá 2y2 tonni upp í 23. — Úti- IegubáturiDn Garðar kom inn á laugardaginn, eftir viku útivisi með 74 tonn af fallegum fiski. — Þá komu fáeinir loðnubátar inn í nótt meö smáslatta. m->- 8. síða. I

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.