Vísir - 08.04.1968, Blaðsíða 2

Vísir - 08.04.1968, Blaðsíða 2
 ■ V í S IR . >Tánudagur 8. apríl 1968. HÚ LÁCU DANIR I Þ Ví.. .## Island vann loksins „draumasigurínn , 15:10 í iandsleik við Dani — sæf hefnd fyrir 14:2 leikinn í knattspyrnunni — Algjör „bylting" landsliðsnefndar eftir fyrri leikinn. ■ Aldrei hefur íslenzku landsliði í handknattleik ver- ið fagnað jafn ákaft og innilega og af 1500 áhorf- endum í Laugardalshöllinni í gærdag, eftir að liðið sigr- aði Dani 15:10 í einhverjum bezta leik, sem íslenzkt landslið hefur sýnt. Fyrirfram var „bylting“ landsliðs- nefndar ákaflega gagnrýnd, — en eftir leikinn stendur nefndin svo sannarlega með pálmann í höndunum, þeir gerðu rétt þegar þeir „léttu“ liðið, settu inn yngri og léttari menn, með þessu sköpuðu þeir liðið, sem gat leikið eins í 60 mínútur, —en það hefur ekki tekizt til þessa. íslenzka landsliðið mætti með tvo unglingalandsliðsmenn, Emil markvörð KR og Björgvin Björg- vinsson úr Fram, en Björgvin var mikið inn á í leiknum og var dug- andi maöur, lék eins og sá sem valdið hefur, sýndi enga minni- máttarkennd og stöð sig mjög vel. Þá var ekki lítils virði að fá Sigur berg Sigsteinsson frá íþrótta- kennaraskólanum, og sjaldan hefur hann verið eins sterkur í vöm- inrni og einmitt í þessum leik. Gísli Blöndal kom líka vel út, var að vísu óheppinn í skotum sínum, en hann á framtíð fyrir sér með lands liðinu, á því er varla nokkur vafi. Og þá er komið að fimmta mann- inum og ekki þeim sízta, Jóni Hjaltalín. Jón var leynivopn, sem nægði. Var leikur hans frábær í alla staði og keppnisskapið er í lagi hjá honum eins og raunar öllu landsliöinu i gær. Mér fannst það dálítið ‘skemmti legt þegar Axel Einarsson sagöi í ræðu 1 hófi á laugardagskvöldið að „á morgun væri annar leikur, — og þá vinnum við“, eins og Axel sagði og lagði mikla áherzlu á. Axel stóð við það sem hann ságði, enda óvanur öðru, enda þótt bros léki um andlit þ'eirra dönsku. Axel sagði okkur hafa leynivopn í baráttunni á morgun, — þau reyndust ekki færri en fimm leyni vopnin, og öllu fleiri þó, þvi að hver og einn leikmaður í liðinu var óþekkjanlegur frá deginum áður. Leikurinn hófst með nokkuð líf legri blæ, báðir skoruðu niikið og eftir 3 mínútur var búið að skora 4 mörk, — eins og eftir 20 mínútur í fyrri leiknum, Island hafði þá yfir 3:1, Jón Hjaltalín skor aði fyrsta markið, — geysilega fast skot fyrir utan punktalínu, hinn snjalli markvöröur stóð klumsa og hreyfði sig ekki, — benti bara út í loftiö eins og hann vildi segja: „Þennan hef ég ekki séö fyrr, — gætið hans vel!“ Lund jafnaöi, en Geir skorar úr vitakasti og Sigurður Einarsson úr snöggri sókn. Eftir 6 mín var Is- land komið i 5:2, en næstu 2 mörk skora Danir, 5:4. Þá skorar Jón Hjaltalín, stekkur upp og skorar óverjandi. ísland hélt nú áfram að hafa 2 mörk yfir og í hálfleik var staöan 8:6 fyrir ísland. Seinni hálfleikurinn og byrjun hans var sannarlega nýmæli i sögu islenzka landsliðsins. Það voru nefnilega hinir ungu leikmenn, sem komu inn á völlinn ákveðnir í að halda áfram uppteknum hætti, — að brjóta niður sóknarlotur Dan- anna og jafnframt að halda áfram að skora. jón Hjaltalín átti sinn stóra þátt í þessu, skoraöi tvö fyrstu mörkin. Grunar mig að Sig urður Einarsson hafi opnað irieð því /að halda mótherja sínum föst um í fyrra markínu, en það seinna skorar Jón úr horninu. Þá fær Ingólfur gott færi á línu, er þar einn en tekst ekki að skora hjá hinum frábæra markverði. Næst skora Danirnir 10:7 og er heldur betur farið að hitna í glæðunum. Það óvenjulega sem skeöur er samt sem áður þaö aö íslenzka liðið held léttleikanum, — og taugarnar virðast vera í bezta lagi. Sigur- bergur skorar næst, mjög óvænt af línunni eftir misheppnaö auka kast Dananna. Þá kemur heppnin Islandi aftur til hjálpar. Graversen ætlar að taka vítakasti, — en það óvenjulega skeður, hann missir boltann aftur fyrir sig úr hálli lúk- unni, — vítakastið hafnaði fram hjá íslendingum sem breyttu vörn í sókn. Um miðjan háfleik skorar Geir, 12:8 fyrir ísland og 2 mín. síðar bætir Þórður við 13:8 og 13 mínútur eftir, ískyggilegt ástand hjá hinu danska silfurliði. Rétt á eftir fer Þórður a-f velli vegna leikbrots, — dómarinn gefur merki um 2 mín., en á meðan standa varnarmenn okkar sig stór vel, sérstaklega Þorsteinn í mark- inu. Jón Hjaltalín er greinilega tek inn fyrir mjög gróflega í sókninni. Þórður kemur inn ,brýtur af sér, — og nú réttir dómarinn alla 5 fing- ur hægri handar upp í loftið, og íslendingar eru þá í því erfiða hlut vérki að leika manni undir næstu 5 mínútur á meðan Þórður er fyrir utan, en 6 mínútur og 30. sek. voru þá eftir og Carsten Lund, örvhenta skyttan í liðinu skorar glæsilega 13:9. Þá skorar Björgvin glæsilega af línunni 14:9, sem bætir okkar stöðu að mun — og ekki sakar það beint að Þorsteinn ver glæsilega hvað eftir annað. Það stefnir ekki aö öðru en okkar sigri, — jafnvel 6 gegn 7 silfurliðum eru íslending- arnir mun betri. Lund á lokaoröið fyrir Dani, þegar 3 mínútur eru eftir og loks skorar Sigurbergur 15:10 þegar nokkrar sekúndur eru eftir, glæsilegur sigur okkar manna sem sannarlega var fagnað innilega af öllum. Danir báru sig heldur dapurlega eftir leikinn, sem vonlegt er, því að þejr vilja helzt ekki tapa leik fyrir Islandi, þar hefur skapazt viss metnaður. Nú er ísinn brotinn. Viö höfum leikið í íþróttahöllinni 15 leiki, tapað 12, eitt jafntefli og ' aðeins 2 sigrar. Nú byrjum viö að sigra í þess stað að tapa með 1 — 2 mörkum, það hefur gerzt of oft, 9 leikir hafa endað með slíkum töpum til þessa. íslenzka liöið í heild var stór- kostlegt og á vonandi eftir að gefa áhorfendum fleiri slíkar endurminn ingar sem þessa. Veika punkta var vart hægt aö . finna í liðinu og greinilegt aö landsliðsriefnd er á réttri braut, aö yngja upp. Danska liðið fékk aldrei stund arfrið til að gera neinar rósir, og barátta íslenzka liðsins kom algjör lega flatt upp á liöiö. Ljót hefði markatalan orðið ef danska liðið hefði ekki notið svo frábærrar markvörzlu, en Mortensen varði allan tímann stórkostlega vel. — Carsten Lund og Graversen voru beztu menn Dananna auk Morten sen. Dómarinn frá Noregi var heldur slakur. Flestir norskir dómarar, sem hér hafa verið hafa staðið sig af prýði, en Pettersen er greini- lega lítt reyndur, enda voru þetta fyrstu A-landsleikir hans í karla- fíokki. Mörkin: • Island, Geir 5, Jön Hjaltalín 4, Sigurbergur 2, Sigurð ur Einarsson 1, Ingólfur 1, Þórður 1, Björgvin 1. Danmörk: Lund 3, Graversen 2, Svendsen 2, Frandsen 2, Ander- sen 1. - jbí> - Trufluðu sænsku ■ Það vakti athygli í landsleikn < um f gær, þegar Þorsteinn j Björnsson kom hlaupandi inn i á leikv»nginn með fslenzka lið 1 inu klæddur blússu i SÆNSKU | fánalitunum. ■ Nú er það vitað mál að Dan 1 ir þola ekkert sem sænskt er, ] og fyrir leikinn voru menn að i hafa það í flimtingum að þess ] ir sænsku litir yrðu Dönum að, falli, — sem og varð. ■ Spumingin er því, — varð ] það blússan, sem gerði útslag-, ið, fengu Danimir Svía „kom-1 plexinn“, þegar þeir sáu Þor- [ stein í guiu og bláu markvarðar j blússunni? Það var kaldhæðni < örlaganna, því sjálfir fóru þeir ] fram á að Þorsteinn yrði 'ekki, í rauðu blússunni, sem hann er ( vanur að klæðast, vegna þess J hve lik hún er þeirra eigin, búningi! Þóröur Sigurðsson, nýliðinn í landsliðinu. Hér skorar hann af línu gegn Dönum. litirnir Danina? /

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.