Vísir - 10.04.1968, Blaðsíða 1

Vísir - 10.04.1968, Blaðsíða 1
Fyrsta þyrlupéstfhigið Fyrsta hérlenda þyrlupóstflugið var fariö i morgun. Lengst til vinstri er Björn Jónsson, flugmaður þyrl- unnar, í miðið er Siguröur H. Þorsteinsson, formaður Landssamb. fslenzkra frímerkjasafnara. (Ljósm. Bragi) Þyrla landhelgisgæzlunnar lenfi á bifreiáastæði Umferðarmiðstöðvarinnar i morgun og flutti með sér 8000 umsl'óg VERÐUR MÁl HÖFÐAÐ GEGH FORSTJÚRA STJÖRNUBlÓS? Klám eða lisf? — Málsh'ófðun ekki undirbúin □ Mynd sú, sem nú er verið að sýna í Stjörnubíói, „Ég er forvitin - gul“, hefur vakið miklar deilur og blaðaskrif. Nú síðast hefur stjórn Æskulýðssambands íslands látið frá sér fara ályktun, þar sem hvatt er til að kvikmyndaeftirlit hér á landi verði hert og lágmarksaldur að myndum eins og „Jag ar nyfiken - gul“ verði hækkaður upp í 18 ár í stað 16 eins og nú er. ÆSÍ vekur einnig athygli manna á 210. gr. hegningarlaga 19/1940, en þar segir meðal annars: „Ef klám birtist á -prenti skal sá, sem ábyrgð ber á birt- ingu þess eftir prentlögum. i sæta sektum varðhaldi eða fangelsi allt að 6 mánuðum. — Sömu refsingu varðar það að búa til eða flytja inn i út- breiðsluskyni, selja, útbýta eða dreifa á annan hátt út klám- ritum, klámmyndum eða öðr- um slíkum hlutum, eöa hafa þá opinberlega til sýriis, svo og að efna til opinbers fyrirlestrar, eða leiks, sem er ósiðlegur á sama hátt.“ Kvikmyndaeftirlitið er skip- að af menntamálaráðuneyti og í því eiga sæti Guðjón Guðjóns- son. Hulda Valtýsdóttir og Er- lendur Vilhjálmsson, en sá síð- astnefndi skýrði frá því í við- tali við Vísi í morgun, að eftir- litsfólkið hefði ekki leyfi til að banna fólki, sem orðið er 16 ára aðgang að kvikmyndum. . . .. .... ■ -... .. Lögreglustjóri hefur heldur ekki leyfi til að banna sýning- ar á myndum, nema þá á Reykjavíkursvæðinu, en það mundi vera skammgóður verm- ir, úr því að engin slík takmörk eru í Kópavogi og Hafnarfirði. Margir muna eftir því, að í undirbúningi var hér á árunum að gefa út „Rauða rúbíninn“ eftir Agnar Mykle. Lögreglu- stjóri sendi þá þeim, sem hugð- ust standa að útgáfunni ábend- ingu um innihald áðurnefndr- ar 210. greinar hegningarlaga, M->- 7. síða. Peningurinn var \ vörzlu Geysisnefndar Nú er komið í Ijós hver var eigandi 10 króna peningsins, sem fannst á Laugaveginum — en peningar þessir voru slegnir fyrir nokkru og verða þeir ekki settir í umferð fyrr en seint í þessum mánuði. Væntan lega verða þessir pcningar mikiö notaðir í sjálfsala og peningurinn sem týndist á Laugaveginum, var einmitt lánaður sem sýnishorn vegna siálfsala, sem Geysisnefndin hyggst láta setja upp við Geysi. — Fá ferðamenn vaentanlega lýsingu á umhverfi Geysis með því að 7. síöa. Þetta samband var stofnað í októ ber síðastliðnum og hlaut nafnið „Landsamband íslenzkra frímerkja- safnara" og stóðu þrjú frímerkja- safnarafélög að stofnun þess, en síðan hefur eitt bætzt í hópinn. I gær voru flutt 8000 umslög til Keflavíkurflugvallar, með leyfi við komandi ráðuneytis og í samráði við póstmeistarann í Reykjavík, en póstþjónustan á Keflavíkurflugvelli heyrir einnig undir hans embætti. Þegar þyrlan var lent, steig Sig- urður Þorsteinsson, formaður Land sambandsins fyrstur út, en síðan kom flugmaðurinn ásamt kvik- myndatökumanni Sjónvarpsins sem hafði fengið aö fljóta með í hina sögulegu ferð. Sigurður og flug- maðurinn tóku póstpokann úr vél inni og var hann síðan borinn í póstbifreið sem beið skammt frá, en bifreiðin mun hafa flutt hinn dýrmæta farm niður á Pósthús, þar sem umslögin munu stimpluð svo- kölluðum „bakstimpli", en að því loknu munu þau verða seld í frí- merkjaverzlunum í Revkjavík. ■ Klukkan Iiölega hálftíu í morgun Ienti þyrla Landhelgisgæzl- unnar á bifreiðastæði Umferöarmiðstöðvarinnar. Það þykir að vísu ekki frásagnarvert nú orðið, þótt þyrlan Iendi á hinum ólíklegustu stöðum, en í þetta sinn var tilgangur lendingarinnar nokkuð óvenjulegur, en þyrlan var í fyrsta póstflugi sinnar teg- undar á íslandi. Það er nýstofnað landsamband , flugi og var það farið i fjáröflunar frímerkjasafnara sem st** að þessu skyni fyrir sambandið. Lögreglan rann á landalykt og fann bruggtæki, en var í öðrum erindugjörðum Allstæk landalykt vísaði lög- reglunni á uppsett bruggtæki £ húsi einu í borginni í gærmorg- un, sem hún hafði verið kvödd í, vegna þess að íbúarnir héldu, að stolið hefði verið öryggis- töppum úr rafmagnstöflu húss- ins. Rafmagnstaflan var niðri í kjaliara hússins og þangað niður fóru lögreglumennirnir til þess að rannsaka aðstæður, en fundu þá sterka lykt Ieggja fyrir vit sín, sem líktist grunsamlega mik ið brugglykt. Runnu þeir á lyktina og fundu í geymsluherbergi einu í kjallar- anum uppsett brugg- og eiming- artæki, ásamt tveim kútum, sem lagt hafði verið f. Var annar fullur, en slatti í hinum. Auð- séð var á eimingartækjunum, aö bruggarinn hafði nýlega soðið einhvern „slurk“. Við nánari rannsókn viður- kenndi piltur, sem var búandi í húsinu, að vera eigandi að tækj um þessum. Sagði hann lögregl- unni, að hann væri nýbúinn að setja tækin upp, fyrir hálfum mánuði, og hefði eimað úr brugg inu eina flösku af vínanda. Tækin, kúturinn og lögurinn í þeim var allt gert upptækt. Gleðilega páskal Ingibjörg Ragnarsdóttir fékk að halda á fimm lijllum páskaungum þegar hún heimsótti ungabúið að Teigi í Mosfellssveit á dögunum. Að Teigi eru margar þúsundir unga, en Ingibjörg heimsótti unga- búið í fylgd með blaðamanni Vísis. - Með þessum páskaungum sendir Vísir lesendum sínum beztu óskir um gleðilega páska.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.