Vísir - 10.04.1968, Blaðsíða 12

Vísir - 10.04.1968, Blaðsíða 12
72 VI SIR . Miðvikudagur 10. aprfl 1968. Grenier var því fegnastur, a/3 svo myrkt var orðiö að Corey gat ekki séð að hann roönaði. „Ég á við, að maöur þyrfti ekki að eyöa löngum tíma í aö tala þær til“, sagði hann hreimlaust. Hann leit feimnislega til stúlkunnar, sem sat á lækjarbakkanum. Vonaði að hún heyrði ekki tal þeirra. „Það er víst betra að hafa ekki hátt, liöþjálfi", sagöi hann. „Ég var búinn að gleyma þvi, að það er kvenfólk með í förinni." „Annað sýnist mér“, mælti Corey liðþjálfi þurrlega. „Ég fæ ekki betur séð, en þú hafir ekki augun af henni allan daginn." Grenier hitnaði í andliti. „Þú ert fyndinn, liöþjálfi, þegar þú vilt það við hafa. Ákaflega fyndinn. Ein- hver verður að hafa auga meö henni. Ekki gerir þú það. Þér mundi standa á sama þótt hún örmagnaðist af þreytu. Þú mundir skilja hana eftir, eins og þér kæmi það ekki við“. Corey svaraði ekki neinu, glotti velti sér á hliðina, frá Grenier. — Bftir drykklanga þögn, gekk Gren- ier til stúlkunnar, sem sat við læk inn, settist hjá henni. „Gott kvöld”, mælti hann glað- lega. „Er þetta einkasamkvæmi, eða eru allir boðnir og velkomnir?“ Hún virti hann fyrir sér og brosti við honum. „Þú ert boðinn og velkominn", sagði hún. Hann fékk kökk í hálsinn, sem gerði honum erfitt um mál. Þarna í mánalýsunni var hún fegursta stúlkan, sem hann hafði nokkum- tíma augum litið. Það brann annar leg glóð í augum hennar og tungls- ljósið sló dulum bjarma á há kinn beinin og svart hárið. Það er eitt hvað það við konur af Asíukyni sem gerir þær undarlega girnilegar í tunglsljósi, og Grenier veittist örðugt að leyna titringnum í rödd sinni, þegar hann ávarpaði hana. „Og þú ert ekki syfjuð, fremur en ég ...“ „Ekki neitt að ráði“, sagði hún. „Þegar við námum hér staðar, var ég svo örþreytt, að ég mundi hafa sofnað um leið og ég var lögzt út af. Nú er ég glaðvakandi,. Það hlýt ur að vera tunglsljósið, sem gerir, blómaanganin og lækiarniðurinn. Þetta er allt svo fagurt, að maður yná ekki eyða tímanum í svefn..“ Grenier andvarpaði og hafði ekki af henni augun. „Já“ sagði hann og þráöi hana sterkar, en hann hafði nokkurn tíma þráð konu áð- ur. „Er Corey liðþjálfi sofnaður?" spurði hún. Hann leit þangað, sem Corey lá. „Það held ég“, sagði hann. ,,Og hann sefur yfirleitt fast, þegar hknn veit ekki neitt sérstakt að óttast“. Stúlkan brá hendinni í tært vatn ið og lét það renna og glitra á milli fingra sér. Grenier hallaði sér fram, brá einnig annarri hendinni ofan í lækinn og greip um hönd hennar. Miyu brá. Það var eins og hún fyndi á sér hvernig honum leiö. Rödd hennar var þýð, en ákveðin. „Nei“, sagði hún. „Vertu rólegur“ En Grenier gat ekki viö sig ráð ið. Hanh vafði hana klunnalega örmum, þar sem hann lá á hnján- um.Hlustaði á orðaflaum sinn og varö í senn undrandi og skelfdur á orðum sínum. „Þú ert svo falleg, Miya. Ég verð aö segja það eins og er... | þú æsir mig svo, að ég fæ ekki við mig ráðið. Miya, þú mátt ekki hrinda mér frá þér. Ég elska þig, Miya ...“ I „Nei, nei...“ maldaði hún í mó- ■ inn. Hún hafði ríka samúð með hon um, vegna þess hve mikill einstæö ingur hann var og sárt þurfandi fyrir ást og vináttu, að hana lang aði helzt til að gráta. Hann var svo ungur og óréyndur og einmana. Þannig voru menn svo þúsundum skipti hvarvetna í heiminum. Menn sem teflt var í dauðann áöur en þeir höfðu kynnzt lífinu. Hann reyndi að kyssa hana, en hún ‘vék sér undan. Hún var gamal- reynd í átökum milli kynjanna. Hann hallaði ser fraro og var að því kominn að missa jafnvægiö. Og hún gat ekki stillt sig um að ýta á öxlina á honum. Áður en hann vissi af, lá hann endilangur í læknum. Æðið rann af honum óðara og hann kom í kalt vatnið. Hann sett ist upp, ringlaður eins og hann heföi ekki hugmynd um hvemig hann hefði lent í slíkri gildru. — Hann var svo broslegur ásýndum að Miya gat ekki að sér gert að hlæja.1 „Fyrirgefðu", stamaði Miya vandræðalega. Grenier vissi það ósköp vel sjálf ur, að hann var hlægilegur eins og hann var á sig kominn. Samt sem áður fannst honum hláturinn í senn óviðeigandi og óþarfur, og þessa stundina var hann henni reiðari en að hann væri ástfanginn af henni. „Blessuð vertu ekki að biöj ast afsökunnar", mælti hann kulda lega. „Ég er orðinn þvf vanastur að stúlkur hrindi mér frá sér ef ég reyni að kyssa þær“. „Þetta var alls ekki ætlun mín“, sagði stúlkan og reyndi að stilla hlátur sinn, en einungis meö þeim afleiðingum, að hún hló enn hærra en áður. „Þú kannt lagiö á að kæla til- finningar manns“, sagði hann og brölti upp á bakkann. „Þaö væri synd aö segja annað“. Hann reyndi að gera sér upp hlátur og hristi sig, eins og hundur dreginn af sundi. Hún hló enn lægra en áður. „Þaö I er bezt að ég haldi mig í ná- munda við Corey liðþjálfa“, tautaði Grenier. „Hann er viðlíkavingjam legur og skellinaðra, engu að síður elskulegur samanborið við þig, ljúf an ...“ . Corey lá hréýfingarlaus með lok uð augun eins og dauður vaéri, þeg ar Grenier kom aftur. Engu að síður varð hann aö beita allri sinni sjálfstjórn svo ekki bæri á því, að hann titraði af hlátri. Strákgreyið, hugsaði hann, sá fékk fyrir ferðina. En hann hefði líka til þess unnið með öllum klaufaskapnum. Þar sannaðist hið fomkveðna — aldrei að fila dreng það sem fullorðinn karlmann þarf til. Corey lá og hreyfði hvorki legg né lið, þangað til ,Grenier var far_ inn að hrjóta. Þá reis Corey hægt og gætilega á fætur1 og gekk niður læknum, þar sem Miya sat enn. Hann staðnæmdist fyrir aftan hana, sagði ekki neitt, en lagði báðar hendur á axlir henni. Hún leit til hans, og hann fann, aö hún titraði þegar augu þeirra mættust. Hann færði aðra höndina fram hálsinn, strauk kverk hennar og vanga mjúklega en ákveðið. Þá teygði hún sig upp til hans, en hann laut niður að henni og kyssti hana laust á þjálar varimar. Hún vafði grönnum, en sterkum örm um sínuni um háls honum og dró Fyrir aðeins kr. 68.500.oo getið þér fengiö staðlaða eldhúsinnréttingu i 2—4 herbergja fbúðir, mcð öllu tll- heyrandi — passa I flestar biokkaríbúðir, Innifaliö i verðinu er: %> eldhúsinnrétting, klædd vönduðu plasti, efri og neðri skápar, ásamt kústaskáp (vinnupláss tæpir 4 m). 0 ísskápur, hæfilega stór fyrir 5 manna fjölskyldu I kaupstað. Quppþvoitavé), (Sink*a*matic) ásamt eldhúsvaski. Uppþvottavéiin þvær upp fyrir 5 manns og að auki má nota hana til mlnniháttar tauþvotta. (Nýtt einkaleyfi). 0 eldarvéiasamstæða méð 3 hellum, tveim ofnum, grillofni og steikar* og bökunarofni. Timer og önnur nýtizkú hjálpartæki. 0 lofthreinsari, sem með nýrri aðferð heldur eld- húsinu lausu við reyk óg lykt. Enginn kanall — Vinnuljós. Ailt þetta fyrir kr. 68.500.oo. (söluskattur innifalinn) Ef stööluð innrétting hentar yður ékki gerum viö yður fast verðtilboð á hlutfallslegu veröi. Gefym ókeypis verðtilboð I éldhúsinnréttingar f ný og gömui hús. Höfum einnig fataskápa. síaðiaða. - HAGKVÆMIR GREIÐSLUSKlLMÁLAR - K '. 'ÍZf KIRKJUHVOLl t\\>: REYKJAVlK mÆ SlMI 2 17 18 T V EbGAR RjceI *r BurroughsI Bústaöur Tarzans. „Þú ert kominn með makka eins og Ijónið okkar, hann Jad-Ral-Ja.“ „Já ég er ekki alveg eftir höfði herra Grevstoke. Þú hefur rétt fyrir þér, Jane.“ „Það er bezt að ég athugi hvort Mug- ambi hefur tíma til að klippa það snöggv- ast.“ - „Ef þú hefur tíma, þú hefur ver- ið svo upptekinn síðan þú komst.“ „Jæja, ég læt það bara bíða. Komdu, við skulum heimsækja gamla tréhúsið okkar - aðeins þú og ég.“ - „Ég verð tilbúin eftir þrjár mínútur.“ M, I. og II. flokkur Æfingar á Melavelli Þriðjudaga kl. 18.00 Fimmtudag kl. 18.00 Sunnudaga kl. 10.00 f.h. Þjálfari DERCO BELTI og BELTAHLUTIR á BELTAVÉLAR Keðjur Spyrnur Framhjól Botnrúllur Topprúlíur Drifhjó! Boltar og Rær jafnan fyrírliggjandi ! BERCO er úrvals gæSavara ó hagstæðu verði EINKAUMBOÐ ALMENNA VERZLUNARFÉLAGIÐf SKIPHOLT 15 -SIMI 10199 BÍLASALINN V I Ð VITATORG SÍMAR: 12500 8t 12600 Austin Mini station ’62 Morris Mini ’67 fólksbíll Morris 1000 station ’62 Morris ’63 sendiferöa Opel ’55 til ’66 model Daffodil ’62 til ’65 B.M.W. „1600“ ’67 Cortina ’65 Cortina ’64 Volkswagen ’55 til ’67 Citroen ’65 Prins ’62 og ’63 Renauit ’62 til 67 Skoda Sport ’63 Skoda Olctavia og Skoda Combi Taunus ’54 til ’66 de luxe 17M station og 2#a dyra fólksbílar Trabant ’64 til ’66 SAAB '64 ’65 Vauxhall Viva, Vauxhall Victor Vauxhall Festa Vauxhall station. Enskir Ford Zodiak, Zephir og fl. Simca Arian ’63 og fl. 6 manna bílar ameriskir Jeppar og fleiri tegundir framhjóla- ’ drifs-bíla. Gamlir og ný'ir vörubílar. Sendiferðabílar m/leyfum VW rúgbrauð og Micro bus með sætum fyrir 8 manns. Mercedes Benz með sætum fyrir 17. manns. Vantar bfla fyrir skuldabréf. Nýir og gamlir bílar. Bílaskipti viö allra hæfi. Höfum kaupendur vantar seljendur Akið i eigin bfl í páskafríinu. Opið alla daga frá 10—10 Laugardaga frá 10 til 6.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.