Vísir - 16.04.1968, Blaðsíða 2

Vísir - 16.04.1968, Blaðsíða 2
V í L IR . Þriðjudagur 16. aprfl 1968. FINNAR NQRBURLANDÁ TARAR — en framfarir íslenzkra körfuknattleiksmanna eru grefnilegar og athygíisveroar Finnar urðu Norðurlandameistarar i körfuknattleik, unnu Svía með 68:63 í geysispennandi leik liðanna í Laugardal, en þar fór Polar Cup keppnin svonefnda fram um páskana, og var fram- kvæmd keppninnar til hins mesta sóma að öllu leyti og fylgd- ust hundruð manna með leikjunum alla dugana. Það var ekki fyrr en hin „aldna" hetja þeirra Finnanna, Kuusela, kom inn á völlinn undir lok leiksins að Finnar hristu af sér slenið og komust vel fram fyrir Svíana á stigatöflunni. Til þess tfmá höfðu liðin verið jöfn lengi vel eða farið fram úr á víxl; Kuuscla var maður dagsins ásamt hinum stórsnjalla Pilkcwaara. í hálfleik var staðan 31:28 fyrir Finnana, eftir að þeir komust yfir 21:6, en út leiltfnn var harkan geysileg, ólga f leikmönnum. Það var hinn eldsnöggi en yfirvegandi Kuusela sem loks kom lífi í liðið með þcini afleiðing- um að Finnar, sem mættu með félagslið Honka til leiks, urðu Norðurlandameistarar í þriðja sinn. fsland vann Noreg með 123:59 í síðasta leik liðanna. Norðmenn hafa því íapað öllum Ieikjum sínum með yfír 100 stigum. íslend- ingar léku af öryggi og áttu allan ieikinn eins og tölurnar bera með sér. v Klukkan 14,20 hófst fyrsti leik- ur Pólar Cup-keppninnar á laugar- daginn að lokinni stuttri en lát- lausri athöfn, menntamálaráöherra bauð keppendur velkomna og setti mótið, en þjóðsöngvar landanna fimm voru leiknir. ¦ Komu til leiks beint af flugvellinum. Áð því búnu hófu lið Dana og Norðmanna að „hita upp". Það var sannarlega erfitt hlutverk-sem norsku leikmennirnir höfðu, því að þeir höfðu aðeins tæpum klukku- tíma fyrr verið í aðfluginu á Reykjavíkurflugvöll í lejguflugvél ásamt Svium, og af flugvelli var ekið r: 'deitt sem leið liggur í Laugardal til keppninnar, o& mátti sannarlega ekki á tæpara standa. Danir reyndust algjörir ofjarlar Norðmanna frá upphafi leiks til enda, höfðu yfir 44:9 í hálfleik, en unnu með 100 gegn 29. Bezti mað- ur Dana var Fiala með 21 stig, en skemmtilegur íeikmaður var og hinn lágvaxni (!) Flemmirig Wich, sem er þó 1.83, en lágvaxinn engu að síður miðaö við flesta leikmenn keppninnar. Wich er fyrrverandi félagi Þorsteins Hallgrímssonar i SISU. Danska liðið virtist alls ekki árennilegt fyrir Island eftir þennan leik, — framfarir greini- legar frá í fyrra. Þó var mæli- kvarðinn e.t.v. ekki réttur, því Norðmenn voru mjög veikur and- stæðingur, enda vantaði 5 menn i lið þeirra, — þeir höfðu sent af- boö með stuttum fyrirvara, höfðu ekki efni á aö fara í ferðina. ¦ í slenzku skotin brugð- ust gegn Svíum. íslenzka liðið mætti ferðlúnu liði Svía í öðrum leik mótsins á laugardaginn, — og""þvílíkur hraði og fjör í islenzka liöinu fyrstu mfn- útur leiksins. Svíar vissu vart hvað an á þá stóð veðrið. Risarnir göptu bara framan í hvern annan meðan „dvergarnir" með meðalhæð aðeins 188,5 sentimetra léku á milli þeirra og komust í hvert tækifærið öðru betra. En skotin brugðust. Sjaldan hafa áhorfendur séð bolt- ann rúlla jafn mikið eftir körfu- hringjunum, en allt of sjaldan niö- ur í körfuna. Svlar með sína miklu hæð (með a) hæð 194,2 cm) rétt héldu í <(iÖ íslendingana til að byrja með, pg allt benti til jafns og skemmtilégs leiks. lsland var yfir i 11:10 og 12:10, jafnt var í 14:14 ,en Svíar yfir f 18:16, komust í 22:16, en ¦ ísland aldrei betra, — og sigraði Dani 71:51. Það var eins og einhver sérstök stemning myndaðist þegar Danir 15:5 rrieð góðri skorpu, en þetta tókst Dönum að jáfna, en fyrir hálfleik rifu okkar menn sig fram úr og höfðu yfir 31:23 í hálfleik. Segja má að íslenzkur .sigur hafi aldrei veriö í verulegri hættu í seinni háifleik, þótt lengi hafi mik- il spenna verið í leiknum og var raunar út leikinn. íslenzka liðið fór tókst jafnt og þétt að auka muninn og í hálflejk var staðan 39:22, - munur, sem erfitt mundi að jafna þótt betur gengi fyrir íslenzku piltunum í seinni hálfieik. Sú reyhd ist líka raunin, því að í seinni hálf- leik tókst Svium heldur að bæta við og unnu með 29 stiga mun, — hittu mun betur, en í öllum leik liðanna úti á vellinum höfðu okkar menn öllu betur. Eflaust hafa taugar íslenzku leikmann- anna veriö upp á þaö versta. Lands leikir eru fáir og reynslan í það minnsta, — sænsku leikmennirn- ir voru t.d. með 284 landsleiki að baki, en okkar menn meö 104. Hæð in skiptir líka miklu máli, — meö tveim risum eins og Svíar höfðu og betri hittni hefði Island unnið. Það er staðreynd^ að aðeins herzlu- muninn vantar til aö við séum í flokki með Svíum a.m.k. og e.t.v. líka Finnum í körfuknattleik. Úr- slitatalan í þessum leik var 80:52 fyrir Svía. ¦ Danir auðveldir fyrir Finnana. Ósköp varð lítið úr danska lið- • inu í átökunum á laugardagskvöld ið við Finna. Finnar tóku leikinn þegar í sinar hendúr, — 1 hálfleik j var staðan orðin 59:32, en i sið- ari hálfleik héldu Finnar áfram að auka viö forskotið og unnu 117:70 og voru Danir álíka auðveld bráð fyrir Finnana og Norðmenn höfðu verið fyrr um daginn i höndum Dana. Finnska liðiö vakti þegar at- hygli áhorfenda fyrir góðan leik sinn, einkum þeir Kuusela, stjarna finnska liðsins, þótt hann sé „að- eins" 183 cm á hæð, en hann skor- aði 27 st., Rönnholm og Pilkevaara, reyndastur þeirra Finna og bezti maður landsliösins um árabil, ¦ Norðmenn fengu harð an skell, — 148:44 gegn Svíum. Aldrei hefur lið fengið annan eins skell og Norðmennirnir á laug ardagskvöldið gegn Svíum. Þeir töpuöu með yfir 100 stiga mun fyrir Svíum, sem hreinlega léku sér að nágrönnum sfnum og sam- ferðamönnum til Islands, Norð- mönnum. Stjarna Svíanna, Hasse Albertsson, fyrrverandi hástökkv- ari, 2ja metra risi, skoraöi 33 stig og átti stórkostlegan leik, sýndi frábæra hittni og stöðvaði margar sóknir og tók flest fráköstin. 1 hálfleik var staðan 62:18 fyrir Svía. Þórir Magnússon reynir hér að stöðva einn af Svíunum í leiknum gegn þeim í Polar Cup á laugardaginn, en hér hafði Svíinn Hanson betur og skoraði. Til vinstri horfa Gunnar Gunnarsson og Dahllöf á. og íslendingar mættust að kvöldi páskadags. Á annað þús. manns hafði komið til að horfa á þessi á- tök og sáii líklega ekki eftir því, enda fengu menn nú enn íslenzk- an sigur yfir þessum „uþþáhalds- andstæöingi". körfuknattléiksmenn okkar geröu sama og handknatú leiksmenn fyrir nokkrurri dögií'm, — og nú er röðin sem sé komin að knattspyrnumönum okkar, veskú. Island komst vel yfir eöa í allt í gang í einar 6-7 mínútur snemma í seinni hálfleik, það var eins og heil vélasamstæða starf- aði að því að murka Danina niður. Allt heppnaðist nú í sókn og vörn og, þegar 6 mínútur voru eftir af leik var staðan oröin 60:40 fyrir ísland, — sigurinn tryggöur, en dönsku brosin orðin dálítið súr, enda 1.5föu Danir fastlega reiknað með að sigra Island eftir glæsilega byrjun í mótinu. Islenzki sigurinn varð 20 stiga sigur, 71:51 og mjög verðskuldaður. Kolbeinn Pálsson fyrirliði okkar manna hreinlega „trekki" liðsmenn sína upp svo un- un var á að horfa, liðið í heild var mjög gott, og leikmenn nokkuð jafnir, Kolbeinn og Þorsteinn bezt- ir, þótt Þorsteinn ruglaðist að vísu tvívegis á Flemming Wich og nú- verandi liðsmönnum, — það var eins og Þorsteini væri það sjálfsagt og eðlilegt að senda boltanrf beint til Wich. ¦ Varamenn Finna sáu um Norðmenn. Þeir fengu að spreyta sig á Norð- mönnum, finnsku varamennirnir þetta kvöld, — og áttu auðvelt með að sigra þetta lakasta lið Norðurlandamótsins í þetta sinn. Alían tímann var þetta leikur katt ar að mús, Finnar voru eins og á æ'fingu gegn skólastrákum, höfðu alla yfirburði, hittnin frábær eða 60% gegn 29% hjá Nprðmönnum. Finnar unnu með 131 stigi gegn 56, en heldur virtust Norðmenn í framför eftir því sem á leið. ¦ ísland erfiður biti fyrir Finnland. Það sannaðist aftur í leiknum við Finna hve tilfinnanlega okkur vantar „risana" í íslenzka lands- liðið. Finnar unnu aðeins á hæðinni í leiknum í gærmorgun I Laugar- dal. A annað hundrað áhorfendur voru mættir og fengu sannarlega góða skemmtun fyrir aura sína, því Islendingar reyndust verðugir mótherjar fyrir hina finnsku snill- inga, sem eru meðal beztu körfu- knattleiksþjóða í Evrópu. Lengi vel var leikurinn jafn og spennandi og var það raunar til enda, en í hálf leik var staðan orðin 43:27 fyrir Finna, — en seinni hálfleikinn unnu Islendingar og munu Finnar aldrei hafa tapað hálfleik fyrr i Polar Cíip, — og,15stiga munur er þaö minnsta sem munað hefur á Finnum og hinum Norðurlöndun- um i þeim Polar Cup-keppnum, sem fram hafa farið til þessa. Finn ar unnu þennan leik með aðeins 85:70, en þakka má það Þorsteini Hallgrímssyni mest af öllum ,hve vel gekk hjá islenzka liöinu, en hinn hávaxni Lahti var okkur hættulegastur og skoraöi 25 stig og hitti 83% í skotum sínum, sem er frábærlega gott. Finnska liðið hitti og mjög vel úr vítaköstum eins og endranær eða 66%, en það íslenzka 50% eða helming víta- kastanna. Fengu íslendingar 12 víti, en Finnar hvorki meira né minna en 38 víti og heppnuðust 25 þeirra. Má kenna hinum norska dómara, Stein Evju mikið um hvernig fór, því mat hans á vörn Islendinganna var vægast sagt hæp ið og án efa hafa Finnar grætt 10—15 stig á þessum einstaka dómara. ¦ Enn „Svíakomplexar" hjá Dönum. Það voru heldur hljóðlátir Dan- ir s. - fengu rassskellingu hjá Svíum í gær um hádegis- bilið. Svíar höfðu mikla yfirburði og sigruðu meö 88:46, án þess að nota sína stfrkustu menn að nokkru ráði nema í byrjun leiks- ins. Var þá greinilegt að úrslitin mundu standa milli Svía og Finna, en Islendingar lenda í þriðja sæti keppninnar ef reikrtað væri með sigri þeirra gegn Norðmönnum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.