Vísir - 16.04.1968, Blaðsíða 8

Vísir - 16.04.1968, Blaðsíða 8
8 V í SIR • Þriðjudagur 16. apríl 1968. VISIR i —Listir -Bækur -Menningarmál" Loftur Guðmundsson skrifar Ieiklistargagnrýni: Otgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Bergþór Olfarsson • Auglýsingar: Þingholtsstræti 1. Símar 15610 og 15099 Afgreiðsla: Hverfisgötu 55. Sími 11660 Ritstjórn: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur) Áskriftargjald kr. 115.00 á mánuði innanlands í lausasölu kr. 7.00 eintakiö Prentsmiðja Vj'sis - Edda hf. Harðnandi vamarbarátta ? Jóhannes Nordal seðlabankastjóri flutti athyglisvert erindi um efnahags- og fjármál þjóðarinnar á ársfundi Seðlabankans í dymbilvikunni. í lok ræðunnar fjall- aði hann um horfurnar framundan. Bankastjórinn segir, að sú varnarbarátta í efna- hagsmálum, sem háð hefur verið hér á landi gegn af leiðingum hinna stórf elldu ef nahagsáfalla undanf ar- ið hálft annað ár, haf i borið verulegan árangur. Á hinn bóginn hafi þróun verðlags útflutningsafurða haldizt áfram óhagstæð og ekki enn útlit fyrir skjótan bata. Af þessu megi ljóst vera, að ekki sé enn séð fyrir enda þeirra efnahagsörðugleika, sem íslendingar hafa átt við að glíma undanfarið hálft annað ár. Ekki væri lengur hægt að brúa bilið milli tekna og eftirspurnar í þjóðfélaginu með notkun gjaldeyris- forðans, ef koma ætti í veg fyrir, að hann falli niður fyrir það mark, sem samrýmanlegt sé f járhagslegu ör- yggi þjóðarinnar og frjálsum viðskiptum. íslenzk stjórnvöld verði því að vera við því búin að grípa til frekari efnahagsaðgerða, ef þróunin verður óhagstæð- ari en nú er gert ráð fyrir, eða ef þær ráðstafanir, sem gerð'ar hafa verið, bera ekki tilætlaðan árangur. Því næst vék bankastjórinn að þeim málum, er varða þróun þjóðarbúskaparins til lengri tíma, og sagði: „Hinar mikiu framkvæmdir við Búrfell og í Straumsvík, sem standa munu fram um mitt árið 1969, auka atvinnu verídega í bili, jafnframt því sem þær leggja grundvöll aukningar þjóðartekna í framtíðinni. Væri mikilvægt, að nýjar framkvæmdir, sem tryggt geti vaxandi þjóðartekjur, yrðu tilbúnar til að taka við,'þegar þeim sleppir. Hitt skiptir þó ekki minna máli, að hagstæð skil- yrði verði fyrir vöxt og viðgang þeirra atvinnuvega, sem fyrir eru, og íslendingar hafa til þessa byggt af- komu sína á. Menn verða að gera sér ljóst, að þróun undanfarins hálfs annars árs hefur gengið nærri af- komu margra fyrirtækja í landinu. Hefur meginhluti samdráttaráhrifanna komið fram í afkomu fyrirtækja, en aðeins lítill hluti í minni neyzlu og ekkert í lægri útgjöldum eða minni fjárfestingu ríkis og sveitarfé- laga. \ Þessi útkoma var ekki óeðlileg, eins og þróunin hefur verið, þar sem lengi var búizt við því, að brátt mundi rætast úr erfiðleikum útflutningsframleiðsl- unnar. Hættan er sú, að menn gleymi, að þetta ástand má aðeins standa skamma hríð, því að án blómlegrar afkomu atvinnufyrirtækja, er óhugsandi, að hér á landi eigi sér stað sú aukning þjóðartekna og atvinnu, sem nauðsynleg er til þess, að lífskjör þjóðarihnar geti á ný farið að batna með svipuðum hraða og meðal annarra þjóða." Ástæða er til að vekja athygli á þessum ummælum bankastjórans. Margrét Helga Jóhannsdóttir og Sigurður Skúlason í hlut- verkum sínum. Leikflokkur Litla sviðsins: rr\ ríu tilbrigði eftir Odd Björnsson. Leikstjórn, leikmynd og búningar Brynja Benediktsdóttir. Leikhljóð Leifur Þórarinsson f\ddur Björnsson er afkasta- mikill leikritahöfundur, á okkar mælikvarða að minnsta kosti. Afkastamikill og djarfur, ,og ekki gefinn fyrir það að feta ruddar slóðir. Þegar við þetta bætist svo óvenjuleg hugkvæmni og náin þekking á leiksviöi og leiksviðstækni, virðist hann óneitanlega hafa margt f það, að geta orðiö lið- tækur undir merkjum Thaliu. Síöasta leiksviösverk hans, „Tíu tilbrigði", sem frumsýnt var af Leikflokki Litla sviðsins að Lindarbæ s.l. sunnudag sannar óvefengjanlega framan- sagða hæfileika hans. eins og fyrri verk hans. En það sannar ekki heldur neitt annað og meira, fremur en þau, því mið- ur. Hingað til hefur Oddur Björnsson nefnilega látið sér það nægja að þreyta alls konar skemmtileg stílbrögð í verkum sínum, gera áhorfendum skemmtilegar sjónhverfingar; koma þeim * óvart með hug- kvæmni sinni sanna þeim kunnáttu sína og fimi á svipað- an hátt og þjálfaður „akrobat". En hann hefur forðazt öll á'tök. forðazt að ganga á hólm viö stórbrotin viðfangsefni og , leggja sig allan f ram í tvísýnni viðureign. Það forðast hann enn. Þetta nýja verk hans er sama „akrobatikin" og þau fyrri. Stílhreinar fimleikaþraut ir þess þjálfaða og kurináttu- sama manns, sem virðist tefla á tæpasta vaðið í sveiflum sínum og loftstökkum en geng- ur þó aldrei lengra en hann veit að hann má bjóöa sér á- takalaust. Þessi lystilegu fim- leikabrögö geta verið augnayndi f bili, en þegar til lengdar læt- ur hlýtur áhorfandanum að finnast sem hann eigi kröfur á hendur svo kunnáttusömum og þjálfuðum manni um eitthvað annað og meira. Hann mundi iafnvel fyrirgefa það heilsþugar þótt hinum snjalla kunnáttu- manni mistækist. þótt honum fipaðist ' list sinni, ef hann sannaði þeim um leið hamsemi og stórbrotið skap i átakamik- illi raun. „Tfu tilbrisði" nefnir Oddur Björnsson þetta nýja leiksviðs- verk sitt. Það er réttnefni hvað byggingu þess snertir, sem er hliðstæö samnefndu fyrirbæri í tónlistinni. Kemur þar bæöi fram staðgóð þekking höfund- arins á því listformi og> hug- kvæmni hans. Stef, leikið í tíu tilbrigðum. I meðferð höfund- ar leikstjóra og leikeHöa verð- ur þetta skemmtileg tilraun, en- ekkert fram yfir það. Því veldur þó ekki skortur á leikni op kunnáttu heldur fyrst og fremst þaö hve sjálft stefið er fábrotiö og hefur lítil átök að bjóða. Þetta gerir höfundur sé fyllilega Ijóst og undirstrikar það með laglínunni úr „Gamla Nóa", sem felur í sér á táknrænan hátt grunntón verksins. Tón- skáldið, önnur aöalpersóna til- brigöanna, „séníið", glímir við þessa fábreytilegu laglínu í upphafi hvers tilbrigðis, 1 þeirri óbifanlegu trú, að þar sé að skapast stórbrotið listaverk./ Eiginkona hans viröist öðnl veifinu ekki jafntrúuö á það, en er þó reiðubúin að fórna öllu á altari , sénísins" í von um að hann viti betur — i von um að laglínan úr „Gamla Nóa" fæði af sér stórbrotið konsertverk, sem haldi nafni höfundarins, mannsins, sem hún elskar, hátt á lofti um aldur og ævi. í sjálfu sér er þetta „stef" ekkert frum- legra en laglínan úr „Gamla Nóa; það stef hafa fjölmargir höfundar áður tekið til meðferð- ar í ólíkustu tilbrigðum. Oddur Björnsson hefur „sénlið" og fórnfýsi konu hans lystilega að háði og spotti I tíu tilbrigðum; notfærir sér til hlítar það fá- breytilega stef sem hann hefur sett sér þar að yrkisefni, en án allrar samú^ar, eða hann leitist viö að leggjast dýpra, en „Gamli Nói'* gefur tilefni til. En höfundurinn er ekki einn um snjalla „útfærslu" ^ Til- brigðunum & sviði. Þar sýnir Brynja Benediktsdóttir óvænta . hlið, ekki aðeins sem hugkvæm- ur leikstjóri, heldur og leik- mynda- og búningateiknari. Hefur henni tekizt að gera þessa úthverfu tilbrigðanna stfl- hreina og nystárlega, og má ef- laust góðs af henni vænta f þeirri grein. Leifur Þórarinsson tónskáld hefur séð um leikhljóð, og veit þar vel hvað hann á að gera og hvernig hann á að framkvæma það. Leikendur eru þrír, allir úr Leikflokki Litla sviðsins. Leikur þeirra ber vitni öruggri leik- stjórn, karinski fyrst og fremst en einnig því, 'að þeir hafa á- nægju af að fást við þetta skemmtilega viðfangsefni og leggja sig alla fram. Og til- brigðin veita þeim óneitanlega tækifæri til að sýna fjölþætt og ólík tilbrigði f túlkun og tjáningu, leiktilbrigöi í bók- staflegri merkingu — því aö þetta er allt lystilegur leikur á yfirborðinu. Sigurður Skúla- son hefur ekki áður gert betur en í hlutverki tónskáldsins, að ég man til, enda þótt svipbrigöi hans séu helzt til einhæf, enn s'em komið er. Margrét Helga Jóhannsdóttir sýnir þarna skfemmtilega fjölbreytt leiktil- brigði, sem lofa góöu. Hlutverk afturgengnu móðurinriar er minnst að vöxtum. en þó fær Auður Guðmundsdóttir þar tækifæri til nokkurra tilþrifa undir lokin, sem hún notfærir sér eins og á verður kosið. I ta var forvitnileg frum- sýning, og henni var vel tekið Þarna var eingöngu ungt fólk að verki: það tekur hlutverk sitt alvarlega og vekur glæsi- legar vonir En það er engum nóg þegar til lengdar lætur- einhvern tíma verður maður- inn aö standa við þau loforð. — Það ætti höfundurinn að at- huga, og það heldur fyrr en síðar úr þessu. /

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.