Vísir - 16.04.1968, Blaðsíða 9

Vísir - 16.04.1968, Blaðsíða 9
VISIR . Þriðjudagur 16. apríl 1968. ið í skuggann fyrir endurreisn- armönnum íslenzkrar myndlist- ar. En nóg um það, viö skulum ekki hafa þennan formála lengri en sækja þess í stað heim, einn fremsta myndskurðarmann ís- lenzkan um þessar mundir, mann sem lítið hefur boriö á sem slíkum, enda mun honum tamara að skila sínu verki vel af hendi, en ræða um sjálfan sig. Eftir nokkrar fortölur tekst o'kk ur að hafa tal af Jóhanni Björns- syni myndskera, þar sem hann ske.r fallega mynd í biirhvals- tönn. Jóhann situr við iðju sína á verkstæði sonar sins Hreins M. Jóhannssonar gullsmiðs. I>aö er erfitt að skera Ut og þó sérstaklega í harða búrhvals- tönn. Jóhann er að byrja á skreytingunni, sem hefur akkeri að aðaluppistöðu og keðju um- hverfis, sígilt „mótív“ mynd- skera. — Hvar lærðir þú myndskurð, Jóhann? Jóhann púar svo að gúll kem- ur í kinnamar, en það er ávani hans við útskurðinn: — Ég var eiginlega aldrei við nám. Ég byrjaði að skera út hjá honum Ágúst Sigmundssyni. — Varla hefur það verið í fyrsta sinn sem þú tálgaðir spýtu? — Nei, blessaður vertu, ég hef dundað við þetta frá því ég var strákur. — Hvpr voru þá helztu verk- efnin? — Ég skar hillur og aska og fleira þess háttar. — Þú ert Þingeyingur? — Já, ég er frá Húsavík og átti þar heima þar til fyrir nokkr — Það mun hafa verið árið 1946 sem ég kom hingað fyrst, en þó var ég á Húsavík í 10 ár eftir það, en hér hef ég svo ver- j ið aö mestu síöan 1953. — Hvernig var að fá gott út- skurðartré fyrr á tímum? — Það gekk vel að fá tré. ís- lenzka birkið er ágætt efni til útskuröar og sérstaklega í vissa hluti, svo sem aska, en einnig er mikið skorið £ eik. — Er ekki eikin hörð að skera í? — Hún getur veriö það, en hún getur einnig verið mjúk. — En nú ertu að skera í hval- tönn. Hvar færöu hvaltennur til skera í — Ég fæ þær. í Hvalstöðinni í Hvalfiröi. — Er ekki hvaltönnin harð- asta efni sem þú skerð í? — Jú, hvaltönn og fllabein, en nú er orðið lítið um fílabein, o^ erfitt að ná í það. — Þú sagðir £ upphafi að þú hefðir eiginlega aldrei stundað nám í útskurði. En það leynir sér ekki að þú hefur lært að teikna? — Ja, ég stundaði nám i Hand í'öaskólanum £ þrjá vetur, það voru þrír fyrstu veturnir sem hann starfaði, og teikninguna kenndi núverandi skólastjóri Kurt Zier. — Þú hefur máske lokið prófi þaðan? — Já, ég lauk teikni — og handavinnukennaraprófi þaðan og fékkst við teikni og handa- vinnukennslu við skólana á Húsavik. — Þú hefur gert talsvert af þvf að teikna gamla torfbæi? en mér finnst þeir skemmtilegt verkefni. — Hvað á að verða úr þessari tönn sem þú ert aö skera út núna? — Þetta á að verða bréfa- pressa. Tönnin kemur til með að standa á silfurplötu, sem fest verður á islenzkan grástein, en þessi efni fara mjög vel saman. ' — Hvaöa verkfæri notarðu við útskuröinn í tönnina? — Þau eru ýmiss konar. Til dæmis sköfur, þjalir og sand- pappir en sþ'punin er fram- kvæmd með krít og spíritus. — Svo viö víkjum að 'öðru, Jóhann. Þú vinnur hér á verk- stæðinu aöeins í ígripum? — Já, mitt aöalstarf er á verkstæðinu hjá' Ríkarði Jóns- syni myndhöggvara, en þar hef ég unnið í mörg ár. — Eru einhverjir í námi i myndskuröi núna? — Áreiðanlega _„ki og þeir eru orðnir fáir sem stunda þetta núna. — Hvernig unir þú þér í Reykjávík? — Maður sættir sig viö að vera hér. Sem betur fer hef ég alltaf getað feröazt út á landið á sumrin. — Sumir segja að Þingeyingar séu listrænni en aðrir? — Það held ég ekki. — Þeir eiga þó flesta hag- yrðinga? —Ætli það, þetta er að hverfa meö þeim gömlu. — Þá er bezt að spyrja þig að lokum Jóhann, svona til gamans: Eru Þingeyingar montnari en aðrir landsmenn? — Neeei, það held ég ekki, Þessi fallegi skjöldur r skormn I eik og þekkja allir „mótfv- Þessar silfurslegnu tóbaksdósir hefur Jóhann skorið úr hvaltönn. (Ljósm. R. Lár.). ið“. I ^WNAAAAAAAAAAAAA/WWVAAAAA/WWNAA. ^WWWWW\/V>A/\AAAA/\A/W\A/\A/\AA/WV\AA/\A/\AAA/\AAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAA. Hiö göfga handverk, sem út- skuröur nefnist hefur lengst verið stundaöur á íslandi af öll- um listgreinum, enda sú eina list sem við getum státað af sem þjóðlegri. Otskurður er jafn gamall með íslendingum, sem byggöin í landinu og hafa ís- lendingar skreytt hibýli sín og áhöld útskurði frá öndverðu, en hingað til lands fluttu þeir „kúnstina" meö sér, enda er glöggur skyldleiki hins íslenzka útskurðar og hins norska eða norræna. Og enn þann dag í dag getum við státaö af fáeinum „þjóðleg- um“ mjmdskuröarmönnum sem lagt hafa kapp á að halda tengsl um við hinn forna útskurð og sótt til hans fyrirmyndir, aö meira eða jninna leyti. Sumir þessara manna hafa verið hafn- ir til skýjanna á tímum endur- reisnar þjóðarinr.ar, en þeir sem hafa tekið viö hafa gjárnan horf en- um árum. Annars vann ég lengi syðra á vetuma, en var heima á Húsavík á sumrin. — Hvert seldir þú þá hluti, sem þú gerðir fyrir norðan? . — Þeir fóru aðallega á basar- ana. Thorvaldsensbasar og svo- kallaðan Nýja-basar, sem þá var starfræktur, og einnig gerði ég marga hluti til tækifærisgjafa eftir pöntunum. — Hvar byrjaðir þú fyrst að vinna hér syðra? — Já, ég hef teiknaö nokkuð marga torfbæi og kofa fyrir norð an, en mest úr Þingeyjarsýslu, þaö er meira gert úr því ástæða er til. R.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.