Vísir - 16.04.1968, Blaðsíða 10

Vísir - 16.04.1968, Blaðsíða 10
10 V í SIR . Þriðjudagur 16. apríl 1968. Skák — -> 16. siðu. tvítugur að aldri, en þetta er þó í annað skipti, sem hann hlýtur þennan titil, áður sigraði hann á Skákþinginu árið árið 1965, þá að- eins 17 ára að aldri. Þess má geta, að Friðrik Ólafsson stórmeistari var líka 17 ára að aldri, þegar hann vann fyrst íslandsmeistaratitilinn, og hann hefur hlotið hæsta vinn- ingatöhi á skákþingi, 10 v. af 11 mögulegum, en nú hlaut Guð- mundur 9y2 vinning. 1 meistaraflokki sigraði Jóhann Öm Sigurjónsson, hlaut 7 v. af 9, en f öðru sæti varð Jóhann Þórir Jónsson með 6y2 vinning. í I. flokki sigraði Heiðar Þor- valdsson með 5 v. af 7, og í II. flokki Eyjólfur Halldórsson með 5V2 v. af 7. í unglingaflokki varð efstur Kristján Guðmundsson með Maðurinn minn GUÐMUNDUR JENSSON, framkvæmdastjóri, ' Öldugötu 16, lézt í Landspítalanum að morgpi þess 15. apríl. Sigrfður Sigurðardóttir. Elskulegur sonur okkar og bróðir, HREIÐAR MÁR, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudag- inn 17. apríl kl. 1.30. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Slysavama- félag Islands. Rósamunda Kristjánsdóttir Gunnar Gunnarsson Kristin Gunnarsdóttir. Ódýrt gólfparket til sölu. Uppl. í síma 37840. TIL LEIGU 1—2 herb. og eldhús nálægt miðbæ, gegn léttri daglegri húshjálp. Helzt kona um eða yfir sextugt (stúlka í erfiðari verkum). Húsa- leigufrítt, hæsta kaup, fæði. Uppl. í síma 14557 til kl. 6 í kvöld. MENN ÓSKAST í vinnu við fiskverkun. Mikil vinna. Uppl. í síma 30136. Landrover '66 Til sölu Landrover árg. ’66, bensín, í góðu lagi. Upplýsingar gefur Guðmann Gunnarsson c/o Hekla. Gardinla auglýsir Gardínubrautir úr plasti með viðarlitsborða á alla íbúðina, skrifstofur, sjúkrahús og skóla. Tökum mál og setjum upp ef óskað er. GARDINÍA Skipholti 17, 3. hæð. Sími 20745. 6y2 vinning af 7 mögulegum. Borgarsmiðjan h.f. í Kópavogi gaf bikar til keppninnar, hinn feg- ursta grip. Forseti Skáksambands íslands Guðmundur Arason kvaðst vera mjög ánægður yfir úrslitunum, og athyglisvert, hversu hinir ungu menn, sem urðu efstir hefðu skar- að fram úr hinum keppendunum. Þetta minnti jafnvel á hið fræga tvístirni okkar í skákinni, þá Frið- rik Ólafsson og Inga R. Jóhanns- son. Guðmundur sagði, að gaman yrði að fylgjast með frammistöðu þeirra á stórmótinu, sem haldið verður hér í maí n.k. á vegum Taflfélags Reykjavíkur, en þar munu fnargir erlendir stórmeistarar mæta til keppni. En fleiri stór verk- efni eru fyrir höndum, m. a. stúd- entaskákmótið og Olympíukeppn- in í skák. Bridge -> 16. sfðu. urssvni; Þorsteini Þorsteinssyni, Vil hjálmi Sigurðssyni og tveim ungum mönnum, Rósmundi Guðmunds- syni og Stefáni Jónssyni. Þriðja varð sveit Hjalta Elíason- ar með 47 stig. Sveit Benedikts var skipuð, auk hans, Jóhanni Jónssyni, Jóni Ara- syni, Sigurði Helgasyni, Lárusi Karlssyni og Ólafi H. Ólafssyni. Allir þessi menn eru kunnir spil- arar og hafa flestir spilað áður f landsleikjum fyrir Island oftar en einu sinni. I fyrsta flokki varð efst sveit Arnar Arnþórssonar, sem hlaut 60 stig, en hana skinuðu, auk Arnars, Jón Hjaltason, Guðlaugur R. Jó- hannsson, Guðmundur Pétursson og tveir þekktir spilamenn og marg reyndir, Hallur Símonarson og Þór ir Sigurðsson, sem oftsinnis hafa verið íslandsmeistarar f meistara- flokki. Aðrar þriár sveitir f fyrsta flokki sem unnu sér rétt til þess að spila f meistaraflokki næsta ár, voru sveit Alberts Þorsteinssonar frá Hafnarfirði, sem varð efst f A-riðli, sveit Tryggva Gíslasonar og sveit najrhjartar Grfmssonar. Umferðarverðir — m>-+ 16. sföu. litningu sína, enda varla mikil hyggindi í slíku, þar eð nú ríöur á aö allir vinni saman að því stóra verkefni, sem framundan er, og verður ekki leyst farsæl- Iega nema allir Ieggist á eitt. „Við erum mjög ánægðir með undirtektirnar fyrstu dagana", sagði Pétur Sveinbjarnarson, for stöðumaður fræðsludeildarinnar í Laugardal, þegar hann var spurður um undirtektir manna um að gerast umferðarverðir. .„Það er ekki hvað sfzt fólk á aldrinum frá fertugu til fimm- tugs, sem hefur látið okkur heyra frá sér./Við erum auðvit- að mjög ánægðir með það.“ Á skrifstofunni í Laugardal er stjórnað upplýsingum og fræðslu til 112.000 Islendinga á höfuðborgarsvæðinu, en að auki í Grindavík, Mosfellssveit, Kjal arnesi og Kjós. Hefur verið revnt að ná til sem allra flestra, aðall. meö fundum í hinum ein- stöku félögum, og hafa fulltrú- ar nefndarinnar haldið 71 fund nú á mánuði, og reikna með aö j fundirnir verði um 150, en 200 aðilum var skrifað og boðið að fá umferðarfræðslu á fundum ! sínum. Er hér um stærsta átak- ið af fræðslu af þessu tagi til þessa að ræða. Á hverjum stað fyrir sig, verð ur ýmislegt gert sérstaklega. , Þannig munu slysavarnamenn á Seltjarnarnesi standa fyrir at hugunarstöð, eins og þeir kalla það, þeir munu m.a. stöðva bíla á götum þar vestra, spyrja bíl- stjórana um ýmis atriði varð- andi breytinguna o.s.frv. Þá munu skólabörn á Seltjarnar- nesi hafa endaskipti á hlutun- um. Þau ætla sem sé að prófa foreldra sína í öllu varðandi H-dag og H-akstur. Mega for- eldrar búast við að þurfa að taka próf hjá börnum sínum innan skamms, — ,og fá vænt- anlega einkunn fyrir! í Kópavogi verður komiö fyr- ir gríðarmiklu auglýsingaskilti varðandi flutning umferðar skilta, en í Garðahreppi verður haldinn fundur með hinum 'i/msu bverfum. Umferð — ->- 16. síðu á engjarnar, lögðu niður girðingar og komust þannig leiðar sinnar, en allmargir minni bílar urðu að snúa við. Mjög fátt fólk var f Þórsmörk, fýrir utan Ferðafélagshópana. Lítil umferð var í Skíðaskálann í Hveradölum, eftir þvf sem ÓIi J. Ólason sagði blaðinu í morgun, enda veður leiðinlegt, rigning og þoka. Þó var dálítið umferð á páskadag en mjög fáir munu hafa farið á skíði þessa daga í nágrenni Skíðaskálans. Veðurstofan spáir nú hlýju veðri í dag, allt að 10 stiga hita og má gera ráð fyrir aö hafísinn haldi áfram að lóna frá landinu, eins og hann hefur gert undanfarna daga. Gullfaxi — 1. sfðu. myndinni, sem tekin var, þegar bíllinn var settur um borð hér í Reykjavík, áttu starfsmenn félags- ins ekki í neinum vandræðum með að koma bifreiðinni fyrir. Sjálf tók ferðin til London rúmar kólna, þegar bíllinn hóf akstur á ólna, þegar bíllinn hóf akstur á brezkri grund. I vetur hefur framhluti þotunnar verið nýttur til vöruflutninga, en um þessar mundir aukast farþega- flutningar á ný og öll 114 sæti flug- vélarinnar verða nýtt til farþega- flutninga. LOKAÐ í dag frá hádegi og á morgun, miðvikudag vegna jarðarfarar. ALMENNA VERZLUNARFÉLAGIÐ HF. LOKAÐ í dag frá hádegi og á morgun, miðvikudag vegna jarðarfarar. SIGHVATUR EINARSSON & CO. BORGIN BELLA „Hvað mynduð þér gefa fallegri og gáfaðri stúlku sem verður átján ára í dag, ef hún hefði sagt yöur upp f gær?“ VEÐRIÐ í DAG Hægviðri, létt- skýjað með köfl um. Hiti 6-9 stig í dag, 2-5 stig í nótt. BÍLASOUNIN I dag er skoðað: R-1201 - 1350 U Aflahrota" — 1. Síðu. skerjum", eða Faxaflóa-megin við Reykjanes. Á Akranesi var afli tregur. í Grindavík hefur veriö ágætur afli síðustu dagana og vikan fyrir páska var ágæt. I gær bárust 750 tonn til Grindavíkur úr 34 bátum Margir bátar fara nú að nálgast 1000 tonnin á þessari vertíð og hef ur Geirfugl nú þegar aflað 1.006 tonna. Næsthæsti bátur er Arn- firöingur, en hann hefur fiskað 836 tonn. Þá kemur Hrafn 3. en hann er kominn með 816 tonn. Þorkatla 2. hefur fengið 812 tonn og Albert 811 tonn. Hæsti bátur á vertíðinni í fyrra aflaði 939 tonna svo að allt útlit er fyrir aö vertíðin í Grindavík ætli að vera í meira en meðallagi í ár, þar sem tæpur mánuður er enn eftir af henni. í Grindavík hefur ekki verið mik ið um aðkomu báta um hátíðarnar. enda hefur verið þar brimhroði og erfitt fyrir ókunnuga að I komast í höfnina. í gær komu tveir Ólafs- vikurbátar til Grindavíkur, en bað voru Guðbiörg með 49 tonn os» HaHdór Jónsson sem var meö 37 tonn. Lftið er um salt í Grindavík um þessar mundir og hafa frystihúsin orðið að selja fiskinn í aðrar. ver- stöðvar á Suðurnesjum af þeim sökum. v . —-yscE. K'MMim 'P wm

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.