Vísir - 16.04.1968, Blaðsíða 12

Vísir - 16.04.1968, Blaðsíða 12
72 VÍSIR . ÞriOJudagur 16. aprfl 1S68. hann aö sér. Og um leið hvarf öll mýkt og varúö úr atlotum þeirra. Hann dró hana niður í grasiö með sér, og næstu andartökin mundi hvorugt þeirra eftir styrjöldinni eöa Grenier. Stundu síðar svaf hún, saman- hnipruð í örmum hans, sæl og á- hyggjulaus eins og lítil telpa. Corey horfði| upp í myrkbláan him ininn, sem var alsettur tindrandi stjörnum og andartaki síðar var hann líka fallinn í fastan svefn. FIMMTI KAFLI Fjórði dagurinn — 17. október. Grenier fuitðaöi sig mest á þeim Corey og Miyu. Ekki á neinu sem þau sögðu Fyrst og fremst þvi, I sem þau ekki sögöu. En augnatil- litiö, þegar þau litu hvort til ann- i ars, var allt annað en áður. Það Fyrir aöcins kr. 68.500.oo gctið þér fengið staðlaða eldhúsinnréttingu i 2 — 4 herbergja ibúðir, meö öllu tll- heyrandi — passa i fiestar blokkaribúðir, Innifalið i verðinu er: eldhúsínnrétting, klædd vöndgðu plasti, efrf og neðri skápar, ásamt kústaskáp (vinnupláss tæpir 4 m). @ ísskápur, hæfilega stór fyrir 5 manna fjölskyldu I kaupstaö. ©uppþvottavél, (Sink*a*matic) ásamt eldhúsvaski. Uppþvotfavélin þvær upp fyrir 5 manns og að auki má nota hana til minníháttar tauþvotta. (Nýtt einkaleyfi). ® eSdarvéiasamstæða með 3 hellum, tveim ofnum, grillofni og steikar* og bökunarofni. Timer og önnur nýtízku hjálpartæki. 0 lofthreinsari, sem með nýrri aðferð heldur eld- húsinu lausu við reyk og lykt. Engínn kanall — Vinnuljós. Allt þetta fyrir kr. 68.500.oo. (söluskattur innifalinn) Ef stöðluð innrétting hentar yður ékki gefum við yðuf fast verðtilboð á hlutfallslegu verði. Gefum ókeypis verötilboð í eldhúsinnréttingar f ný og gömul hús. Köfum eínnig faíaskápai staðlaöa. - HAGKVÆMIR GRElÐSLliSKiLMÁLAR - f£m KIRKJUHVOLI REYKJAVÍK S í M l 2 17 16 var engu lfkara en að þau hefðu skyndilega fundið upp eitthvert þögult dulmál, þannig að þau gætu ræðzt við með augunum einum saman. Daginn áður höfðu þau verið samrýmd á göngunni, Miya og Grenier. Hann hafði stutt hana, þegar hún var að iotum komin af þreytu, og hún unaö því mætavel. að því er séö varð. Nú hélt hún sig eingöngu að Corey liöþjálfa, gekk oftast við hlið honum, og tvívegis brá Corey arminum unl mitti hennar til að styðja hana, þeg ar henni skrikaði fótur. Grenier fann til afbrýðisemi. þótt hann vissi ekki hvers vegna. Þau voru nú komin á troðinn stíg, sem lá gegnum frumskógi- inn. „Heldurðu að okkur sé öhætt hérna?“ spurði Miya óttaslegin. „Ég veit það ekki“, svaraði Cor- ey. „En við verðum að hætta á það. Við höfum engan tíma til að höggva okkur nýja slóö í gegn um þetta þykkni.“ Þeim sóttist vel feröin, gengu hratt og hljóðlega, yrtust varla á. Þaö var hljótt eins og í kirkju allt í kring, jafnvel fuglarnir virtust hvíslast á. Hvergi sá í himin, því að trjákrónurnar iuktust saman uppi vfir, en grænleit dagsbirta sí- aðist niður gegnum laufið. „Vekur með manni löngun til að falla á kné ög biðjast fyrir“, varð Miyu að orði. „Það væri kannski ekki svo frá- leitt", sagði Corey og snarstanzaði. Þau Grenier og Miya litu felmtr- uð í kringum sig. „Hvað nú, lið- þjálfi?“ spurði Grenier. „Ég hef grun um að við fáum samfylgd", svaraði Corey eins og ekkert væri um að vera. Hann hafði varla sleppt orðinu, þegar maður nokkur lét sig falla ofan úr tré og kom niöur rétt fyrir framan þau. Það var eyjarskeggi, granpur en vöðvastæltur með ó- ræðan svip, klæddur eins konar her mannabúningi samsettum úr jap- önskum og bandarískum eink^nnis- búningum, samanstöguðum. Hann bar höggsveðju mikla og beitta og auk þess riffil I feta um öxl. Miya greip felmtri , sleein um handlegg Corevs, þegar heil! hóp- ur manna í viðlíka búninsum kom allt í einu í Ijós á milli triánna, allt í kringum bau. Grenier lyfti rifflinum, en Corey sló á hlaupið. „Enga heimsku", sagði hann. „Hér er við ofurefli að etja, sérðu það ekki!“ Hann sneri sér að Mivu. „Féndur eða vinir... hvort heldurðu?" „Ekki nokkur leið að segja um það“, svaraði hún. „Þetta gætu ver ið innfæddir skæruliðar, jafnvel Moróar. Eins geta þeir verið á mála hjá þeim japönsku.“ „Stórkostlegt.“ Þá gekk maður einn fram úr hópi eyjarskeggja, meiri vexti en þeir hinir og bersýnilega fyrir þeim. Hann sneri sér að Corey. „Þið komið með okkur". sag(Si hann. „Þú talar ensku?" spurði Corey. Maðurinri leit f hann með lítils- virðingu. „Ég er Bakbak. Þið komið með okkur“, bauð hann.' „Við erum Bandaríkjamenn", sagði Corey. „Vinir ... komnir til aö frelsa eyjarnar undan oki þeirra japönsku." Babak snerist á hæli og hélt af stað eftir stígnum. Menn hans um kringdu sjóliðana tvo og stúlkuna og otuðu aö þeim sveðjum sínum og rifflum. ..Allt í lagi“, sagði Corey. „Við komum með ykkur.“ Eftir svo sem hálftíma gang komu þau skyndilega út úr skóg- inum og sáu blasa við sér furðu- lega sjón. Allstórt þorp blasti við þeim umkringt himinháum myrkviðnum á alla vegu. „Barrio“ sagði Miya eins og til skýringar. „Það má rekast á Slík þorp hvarvetna hér í frumskóg- inum. Þetta fólk, eða forfeður þess öllu fremur, hafa höggvið þessa spildu út úr frumskóginum, bók- staflega talað, mótað þaö og mynd- að. Það er hreint ekki svo Htið af- rek.“ „Já, einmitt“, varð Corey að orði og virti fyrir sér akurskákirnar allt í kring um sjálft þorpið. „Eins kon ar vin á þessari iðgi(tenu eyði- mörk.“ Grenier, bóndasonurinn, varð gripinn lotningu, þegar hann virti fyrir sér kornið á ökrunum. ,,Ham-' ingjan sanna ... Mikið mundi pabbi gamli gefa til þess að komast yfir, þótt ekki væri nema smáskák af þessari frjósömu jörð ...“ 1 miðju þorpinu var breitt torg, en út frá því gengu fjórar aðal- götumar í skákross. Húsin stóðu viö torgið, frumstæðar en sterkar byggingar með bambusveggjum og þök úr páimablöðum. Flest voru þau byggð á staurum og girðingar umhverfis sum þeirra. Þegar fylkingin gekk eftir aðal- götunni inn á torgið, varö uppnám mikið í þorpinu, Börnin þyrptust að eins og flugur á haugi, masandi og hrópandi hvert í kapp við ann- að. Miya benti Corey á hús eitt við torgið, sem virtist stærra og betur byggt en hin. „Þarria hlýtur „datu“- inn að eiga heima“, sagði hún.' „Datu?“ spuröi Corev. „Hvað er það?“ „Eins konar bæjarstjóri, eða yfir- maður þorpsbúa". Hermennimir leiddu þau yfir torgið að stóra húsinu. Úti á dyra- þrepum þess stóð gráhærður mað- úr, mikill vexti og tígulegur, en á bak við hann stóð stúl’ka innan við tvítugt og drengur ‘á að gizka tólf ára. Stúlkan vakti þegar athygli Greniers, óvenju falleg stúlka meö svart hár, sem féll henni í beltis- stað. Bakbak nam staðar úti fyrir dycaþrepunum, laut hvíthæröa marininum og skýrði honum frá einherju á filippeysku hraðmælt mjög. „Hann er að skýra Ramon, bæjar stjóranum frá því, hvernig hann hafi fundiö okkur“, túlkaði Miya. Hvíthærði maðurinn virti þau þrjú fyrir sér, kinkaði loks kolli og gekk niður þrepin. Stúlkan og pilturinn komu í humáttina á eftir honum, og stóðu fyrir aftan hann, þegar hann tók sér sæti í eins kon- S0METHIN6 VBEP (NSiPE ME WOULP SICKEN AND DIE IF I THOUGHT EVEKY NEW EXPERIENCE HÞiP i'=C'V—ALREAPY ÐEEN \ EXPLOREt^ Siý-Jí' V JANEl _AND TOU WtLL BE GONE A6A1NÍ I LOVE THtS PLACE..BUT l'M ALWAYS AFKAIP IT WILL REMINP YOU OF THE WILDERNESS- LORPMPIAPY óRÉYSratCE XIPE IE/SUKELY EKOM THEIH AFK/CA/Y ESTATE- x\\ l - ____ J t Herra og frú Grevstoke, eins og Tarz- an og kona hans eru nefnd meðal heldri manna, halda af sta'ð ríðandi frá bústað beirra í Afríku. „Og þú farir í burtu aftur.“ -L „Ef ég héldi að ég ætti ekkert órannsakað, þá mundi eitthvað deyja innan í mér, Jane.“ Klukkustundu síðar. „Ég elska þennan stað — en ég er alltaf hrædd um að hann minni þig á villimennskuna.“ ar öndvegi, gullbronsuðum tágastól. Hann lyfti hendinni og benti þeim þrem að koma nær. Hann tafaði á ensku, seinlega en með réttum áherzlum og framburði. „Eruð þið bandarísk", spurði hann. „Bandarískir sjóliðar", svaraði Corey hiklaust. „Þeir fyrstu af mikl um fjölda bandarískra og filips- eyskra hermanna, sem gaaga hér á land innan skamms". Og síðan bætti hann við. „Ganga í land til að frelsa eyjamar undan oki hinna japönsku." Sá hvíthærði tók þeim upplýsing- um meö stillingu. Hann virti Miyu fyrir sér andartak. „Þú ert eldd bandarísk?" spurði hann. Stúlkan hikaði við. Rangt svar gat orðið til þess að hún ýrti hengd á gálga. Það fór allt eftir því hvort hvíthæröi maðurinn var fylgj andi þeim japönsku eða bandarísk- , um. Hún dró djúpt andann og , mælti: „Ég er fædd í Bandaríkj- unum. Dvaldist I Pangassan tfl aið njósna fyrir heimaland mitt“. Það varð löng þögn, óbærilega löng fyrir þá, Grenier og Corey, ' ekki síður en stúlkuna. Svipur höfð- i ingjans í þorpinu var gersamlega i óræöur, það hreyfðist ekki minnsti . dráttur í andliti hans. Hann virti , þau þrjú fyrir sér, sitt á hvað, án þess að mæla orð frá vörum. Corey hafði fingurna kreppta um skefti margjileypunnar, reiðubúinn að beita henni ef minnsta ástæða virt- ist til. Loks var höfðinginn reiðubúinn aö mæla. ”Þið eruð víst ekki með gamanmyndabæikur?“ spurði hann. Grenier hóstaði til að ieyna undr un sinni. „Leðurblökumaðurinn og allt það... nei, nú gengur fram af mér." Corey starði á þorpsstjórann og , virtist ekki trúa sínum.eigín ejwœn. „Gamanmynda... bækur? endnr- tók hann. ' ... Ú? bílasalinn VI Ð VITATOR6 SÍMAR: 12500 & 12600 Austln Minl station ’62 Morris Mini ’67 fólksbítl Morris 1000 station ’62 Morris ’63 sendiferða Opel ’55 til ’66 model Ðaffodil ’62 til ’65 B.M.W. „1600“ ’67 Cortina ’65 Cortina ’64 Volkstvagen ’55 til ’67 Citroen ’65 Prins ’62 og ’63 Renault ’62 tiil 67 Skoda Sport ’63 Skoda Oktavia og Skoda Combi Taunus ’54 til ’66 de luxe 17M station og 2ja dyra fólksbílar Trabant ’64 til ’66 SAAB ’64 ’65 Vauxhall Viva, Vauxhall Victor Vauxhall Festa Vauxhall station. Enskir Ford Zodiak, Zephir og fl. Simca Arian ’63 og fl. 6 manna bílar amerískir Jeppar og fleiri tegundir framhjóla- drifs-bfla. Gamlir og nýir vörubflar. Sendiferðabflar m/leyfum VW rúgbrauð og Micro bus með sætum fyrir 8 manns. Mercedes Benz með sætum fyrir 17. manns. Vantar bíla fyrir skuldabréf. Nýir og gamlir bflar. Bílaskipti við allra hæfi. Höfum kaupendur vantar seljendur Akið f eigin bfl í páskafríinu. Opið alla daga frá 10—10 Laugardaga frá 10 til 6. /

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.