Vísir - 17.04.1968, Blaðsíða 1

Vísir - 17.04.1968, Blaðsíða 1
58. árg. - Miðvikudagur 17. apríl 1968. - 83. tbl. Varð með höndina á milli skips og bryggju // // ¦ Það gerist ekki oft, að öku- menn hringi af sjálfsdáðum til lögreglunnar og segi hennl, að þeir hafi á tilteknum tima ekið yfir löglegum hraða um götur borgarinnar, eins og einn gerði i gærdag. Vafalltið hefur lögréglumaður- inn, sem tök f móti tllkynningunni, haldið í fyrstu, að þarna væri um gabb að ræða, þegar maðurinn við hinn enda linunnar sagðist vilja skýra lögreglunni frá því, að hann hefði ekið hratt eftir Ægisgarði þá fyrr um daginn — hraðar en lög- !egt hémark Ieyfir. • Smám saman skýrðist málið þó, þvf hinn hafði haft ærna ástæðu til þess að flýta sér. Hann var á Lóan er komin... . — og hefur kveðið burt snjóinn ? Á örfáum dögum hefur borg- in gerbreytt um svip, snjóa hefur leyst, sólin tekið að skína, og hægur sunnanandvari blæs um göturnar, sem eru fullar af sumar- klæddu fólki. Sundlaugarnar fyll- ast strax á morgnana og fðlk er jafnvel komið i sólbað áður en sól- in kemur upp. Lðan söng sitt fyrsta „dírrindí" austur í Árnes- sýslu Iaugardaginn fyrir páska og á páskadag var hún komin alla leið í Skerjafjörðinn og farinn að syngja fyrir íbúana þar. ? Það er ekki lítil breyting að fá yfir 10 stiga hita eftir 16 stiga frost aðeins tveimur vikum áður, enn eins og fólk rekur minni til var fyrsta aprílnóttin í ár sú kald- asta sem komið hafði áratugum saman. Á ama tíma og frostið í Reykjavík var 16 stig (20—30 stig viða úti á landi) var 25 stiga hiti í Berlín, en nokkrum dögum síðar iafnaðist þétta upp (rétt fyrir páskana) og voru bá 11 stig bæði í Reykjavík og Berlin. D Hafísinn, sem var á góðri leið með að einangra Norður- og Aust- urland er nú á undanhaldi, og hafa fáar hafísfregnií borizt undanfarna daga. Ein kom þ6 í morgun frá Dísarfelli sem var statt á miðjum Héraðsflóa á leið frá Norðfirði til Vopnafjarðar, og sagði að einstaka ísjakar væru á þessari siglinga- leið, einkum út af Borgarfirði. ? Og Veðurstofan spáir áfram- haldandi hægviðri og 10 stiga hita f dag. leið til læknis með dreng, sem hafði verið niður á Ægisgarði, þegar tog- ari lagðist þar að 'bryggju. Lenti drengurinn með höndina milli skips og bryggju og klemmdist illa. Liklega verður ökumanninum ekki legið á hálsi fyrir þetta. Myndin er frá togarabryggjunni i Reykjavík í morgun. Þar var líf og fjör eins og annars staðar við <.>höínina. Verkamennirnir eru að snúa til vinnu að afloknu kaffihléi. Fjörkippur í atvinnulífínu — Bátar og togarar afla vel — unnið oð krafti oð gatnabreytingum Geysimikil vinna er nú í ver- stöðvum hér sunnan- og vestan- lands. Afli togaranna og bátanna hefur verið geysimikill undan- farið og því mikil vinna hjá þeim sem vinna að frystiiðnaðinum. í Reykjavík hefur vinna verið mjög mikil í hinum fjórum frystihúsum, sem starfrækt eru, togararnir ianda miklum og góð- um afla daglega, og einnig virð- ist mikill fjörkippur vera í gatna framkvæmdum borgarinnar. — Þrátt fyrir þessa miklu atvinnu og að all víða sé jafnvel um vinnuaflsskort að ræða, eru nokkrir á skrá sem atvinnulaus- ir hjá Ráðningastofu Reykjavík- urborgar, eftir því sem þar fékkst upplýst í morgun. I morgun var verið að vinna aö löndun úr togaranum Narfa í Reykjavíkurhöfn, en afli togarans er um 270 lestir. Á mánudag land- aöi Þorkell máni 320 lesturfi. í síöustu viku lönduðu 3 togarar hér í Reykjavík um 800 lestum alls. Allur þessi afli fer til vinnslu í frystihúsum borgarinnar. Gatnaframkvæmdir á vegum borgarinnar eru nú allmiklar. Vinna stendur nú yfir af fullum krafti viö framlengingu Kringlu- mýrarbrautar suður f Fossvog, og eru þar að störfum fjöldi stórvirkra vinnuvéla, stórra vöruflutningabif- reiða og að auki Verkamenn. Unnið er nú að breikkun Hverfisgötu inn- an við Snorrabraut, en með til- komu H-umferðar, verður tvístefnu akstur á Hverfisgötu á kaflanum milli Snorrabrautar og Þverholts. Veröur Hverfisgatan því breikkuð, og þar verða 4-5 akreinar, en breikkun er lokið. Þaö er því lff- legt um að litast í borginni þessa dagana, sannarlega vorilmur f lofti. Oxulþunui víiu taLLur — til oð koma í veg fyrir skemmdir af völdum aurbleytu ! Fjölmennt hefur verið í sundlaugum borgarinnar í gær og i dag. i Þessir hraustlegu strákar voru að baða sig í Sundlaugunum í | morgun, þegar ljósmyndarinn átti leið framhjá. Talsverð aurbleyta er vfða á þjóð vegum og hefur Vegagérðin látið takamarka öxulþunga viö 5 og 7 tonn á allmörgum þjóðvegum til að koma i veg fyrir skemmdir af völdum aurbleytunnar. 7 tonna öx- ulþungi er leyfður á leiðinni frá Reykjavík að Dalsmynni og frá Vegamðtum að Borgarnesi. Á Aust fjörðum og Vestfjörðum er há- marksöxulþungi víðast hvar 5 tonn. Ekki er vitað um neinar skemmd ir á vegum vegna vatnavaxta f ám, en talsverðar skemmdir af yöldum aurbleytu urðu á veginum milli Múlakots og Foss á Síðu. en mikil umferð var þar yfir páskana. Fóru margir þungir, bílar þar yf ir, sem voru á leið austur yfir Skeiðarár- sand og í gær festust mjólkurbíl- arnir í aurbleytunni á veginum. Tókst þeim þó að komast leiðar sinnar eftir stutta töf og var þegar f stað hafizt handa um að gera við veginn á þessum kafla. 900 T0NN TIL EYJA Einhver mesti ai'li það sem af er barst á^land í Vest- mannaeyjum i gær — alls um 900 tonn. Hjá Vinnslustöð- inni leggja upp 25 bátar, og komu 18 þeirra inn í gær með afla sinn eftir frá eins dags til þriggja sólarhringa úti- vist. Þar voru vegin um 300 tonn. Fiskurinn er afbragðsgóður, þótt hann sé frekar smár og eru menn að vonum ánægðir. Hjá Fiskiðjunni voru lögð upp eitthvaö á fjórða hundrað tonn. Hraðfrystistöðin tók einnig á móti miklum afla, svo að gera 'má ráö fyrir að afli Vestmanna eyjabáta hafi verið um 900 tonn samtals. Ekki var landað á Akranesi frá því á skírdag þar til í gær, en frá í gær og til hádegis í dag hóföu bátarnir landað um 500 tonnum af fiski, en hann var orð inn gamall sog nokkuð morkinn, 4-5 nátta fiskur. Bátarnir voru með göðan afla eða frá 30 og upp í 60 tonn, en gæðin voru ekki þau sem menn sækjast eft- ir. Harbur árekstur Harður árekstur varð á gatna- mótum Laugavegár og Nóatúns i fyrrad., en þar rákust saman fólks bíll, sem var á leið norður Nóatún, og strætisvagn, sem ók niður Laugaveg. Farþegi í fólksbílnum slasaðist á höfði og var fluttur á slysav^.Sstofuna. Þarna á gatnamótunum eru götu- vitar, en ekki hefur verið rannsak- að til fullnustu, hvort önnur bif- reiöin hafi farið þarna yfir gatna- mótin á rauðu ljósi, eða hvernig áreksturinn heliur getað orðið, en lögreglan vinnur enn að rannsókn málsins.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.