Vísir - 17.04.1968, Blaðsíða 5

Vísir - 17.04.1968, Blaðsíða 5
UMFERÐAR- TAKMÖRKUN KL.0300-07°" Nýjci Bíloþjónustan Lækkiö viðgerðarkostnaöinn með því að vinno sjálfir aö viðgerö bifreiðarinnar. Fam- menn ' eita aðstoð ef óskað er. Rúmgóð húsakynni, aðstaða til þvotta. Nýju Bíluþjónustun Hafnarbraut 17. sími 42530 opiö frá kl. 9—23. ■i i . .. MJÓLKURFRAM- LEIÐSLAN 1967 \ BETRI OG MEIRI MJÓLK EN NOKKRU SINNI FYRR Fyrir 20 árum ákvað heilbrigöismálaráðuneytiö í samráði við landlækni að skipa sérstakan starfsmann, er hafa skyldi með höndum eftirlit með mjólkurframleiöslu og framleiöslu mjólkurafurða hér á landi og þá sérstaklega í þeim héruðum, þar sem mjólkursamlög eöa mjólkurstööv- ar t^bru starfandi og afhentu neyzlumjólk eða mjólkur- afuröir til sölu. Þá voru starfandi aöeins 8 mjólkursamlög í landinu, en eru nú 19 talsins. Framfarir hafa þvi orðið stórstfgar á þessum síðustu tuttugu árum - meiri og betri framleiðsla — sem táknar að sjálfsögðu betri heilsu, þvi nú drekka flestir landsmenn gerilsneydda mjólk. Innvegið mjólkurmagn mjólkursamlaganna á síðasta ári (1967) reyndist vera um 100.000.000 kg, sem nær eingöngu flokkaðist i I. og II. gæðaflokk, eða nánar tiltekið um 99%. Mjólkursamlög ig mjólkurstöðvar eru nú dreifðar um allt land, eins og sjá má á eftirfarandi upptalningu: Akureyri, Borgarnesi, Búðardal, Blönduósi, Egilsstööum, Selfossi, Grundarfiröi, Húsavik, Hvammstanga, Hverageröi, Höfn í Hornafirði, ísafiröi, Neskaupstaö, Ólafsfirði, Patreksfirði, Reykjavík, SaViöárkróki, Vopnafirði og Þórshöfn. Eftirfarandi upplýsingar eru fengnar hjá Kára Guðmunds- syni, forstöðumanni Mjólkureftirlits ríkisins. VÍSIR . Miðvikudagur 17. april 1968. Það sem fer einni veL fer annarri illa 'Y7-orið og haustiö eru þeir árs- tímar, sem flestar konur auka við fataeign sína og f dag ætlum við að spjalla dálítið um það sem vortízkan býður uppá að þessu sinni, og jafnframt hvað af því er klæðilegt fyrir mismunandi vaxtarlag kvenna. Þegar við kaupum okkur nýja flík, hugsum við oftast meira um það hvort hún klæðir okkur raunverulega, en hvort hún er samkv. þvf sem tízkukóngarn- ir boðuðu allra síðast, þegar frá þeim fréttist og þess vegna ætl- um við í dag að ræða um það hvers kyns fatnað t.d. sú háa og granna eða litla og þybbna ætti að velja sér. Það er ekki ætlunin að gefa neina allsherjar lausn á því hvað klæðir hverja konu, enda er það ekki hægt. En áður en lengra er haldið, er ráð að velta því dá- lítíð fyrir sér, hvað það er sem við getum alls ekki fengið okkur til að klæðas* Allar konur eiga nefnilega einhverja „óvinaflík". Hver kannast ekki við að hafa sagt á þessa leið „ég geng aldrei í sléttbotnuðum skóm (eða há- hæluðum)" eða „ég nota aldrei hatta" o.s.frv. Oft eru þessar „óvinaflíkur" einmitt þær flfkur, sem við eig- um ekki að nota, vegna þess að þær klæða okkur ekki, en alltof oft er þetta samt byggt á mis- skilningi, einhverri gamalli van máttarkennd út af vaxtarlýti, sem kannski er löngu úr sög- unni. Allar konur breytast mikið í vexti frá gelgjuskeiði og fram yfir tvítugt, og þvf megum við ekki bíta í okkur að það sem klæddi okkur ekki þegar við vorum 17 ára, geti ekki klætt okkur ágætlega þegar við erum 27 ára. Þess vegna skulum við endurskoða rækilega hugmynd okkar um það sem við álitum að klæði okkur ekki. í fljótu bragði er hægt að skipta vaxtarlagi kvenna eða líkamsbvggingu í sex flokka: Há og grönn, há og þrekin, axla- breið og mjaðmagrönn, mjaðmabreið og axlagrönn, lítil og þybbin, lítil og grönn. Líklega eru flestar konur fljót ar að finna sinn flokk, og segja „mjaðmabreið og axlagrönn, þannig er ég“. Þannig eru raun ar nær allar konur, enda er það eðlilegt ,en hér er aðeins átt við þær sem eru mjög breiðar yfir mjaðmirnar, en grannar yf- ir axlir og brjóst. Nú skulum við rifja lauslega upp helztu atriðin í sambandi við það sem vortízkan býður uppá fyrir hvem flokk fyrir sig. \ Há og grönn. Þessu flokkur er býsna fjöl- mennur núna á tímum megrun- arkexsins og morgunleikfiminn- ar, enda eiga þær konur sem til heyra honum að öllu jöfnu auð- veldast að velja á sig föt, og eru sennilega mest öfundaðar. Hvað sem þvf líður, þá þjást ótrúlega margar grannar stúlk- ur af því að þær séu ekki „kven lega“ vaxnar og að þær „vanti allar línur". Þessar stúlkur ættu að forðast svarta þrönga kjóla, dökk þung efni og velja í inn litskrúðug og efni, gjarna þykk og gróf. pils og peysur eru sérlega leE og við þau t.d. sportsokkar. Meðalháir hælar, stórar töskur, alpahúfur og slár klæða þessar stúlkur vfirleitt mjög vel. Há og þrekin Þær sem tilheyra þessum flokki eru í flestum tilfellum mjög ragar að klæðast áberandi flíkum og viðkvæðið hjá þeim ef þær sjá nýtfzkulega flík, oftast „ég hef ekki vaxtarlag fyrir svona lagað". En tilfellið er að tízkan býður upp á mikið af skemmtilegum fatnaði fyrir þær stóru og þreknu. Allir bein sniðnu kjólarnir eru sérlega glæsilegir fyrir þær og stuttu pilsin geta verið mjög klæðileg, þar sem þær eru oft meö fallegri fætur, en þær sem tilheyra flokknum hér á und- an. Það sem ber að varast eru mjög grófar peysur og gróf efni. Létt, rósótt mynstur, Iitlir hnapp og einföld snið hæfa bezt. Axlabreið og mjaðmagrönn. Þessi flokkur er frekar fá- mennur, en mikið af nýjustu tízkuflíkunum eru tilvaldar fyrir stúlkur með þetta vaxtarlag. Buxnadragtir, dragtir meö áber andi vösum og alls kyns buxna kjólar eru mjög klæðilegir. Púff ermar og stórir kragar eru ekki fyrir þessar stúlkur, en £ stað- inn geta þær notað ýmiss kon- ar barðastóra hatta, Mao- kraga og • beinar ermar, sem víkka fram. Axlagrönn og mjaðmabreið Þessi fjölmenni flokkur hefur sannarlega orðið útundan hjá tízkukóngunum. Allir A-línu kjólarnir, sem við sjáum í ótelj andi útgáfum £ tízkublöðunum eru sérlega fallegir á þeim sem hafa grannar axlir, og þeir fela líka ágætlega of breiðar mjaðm- ir. Kjólar með dökku pilsi, en ljósri blússu eru sérlega klæöi- legir og stórir kragar og púff- ermar gera sitt til að draga at- hyglina frá mjöðmunum. Buxna- dragtimar þurfa að vera með sfðum jökkum og kápumar út- sniðnar. Litil og þybbin. Stúlka meö þetta vaxtarleg er yfirleitt kvenleg, en á dálitiö erfitt meö að klæöast flestum hinum nýju sportdrögtum og buxnadrögtum. Skyrtublússu- kjólarnir eru klæðilegastir fyrir hana og stangaðir saumar upp úr og niðrúr á drögtum og káp- um gera mikið til að hún virki lengri og grennri. Dragtarjakk- arnir þurfa að vera stuttir, og hún ætti gjarna að nota háa hæla, t. d. samlita skónum, því aö þá virka fæturnir lengri.. Litil og grönn. Þessar stúlkur ættu lfka aö forðast dökku, þröngu kjólana, eins og þær í fyrsta flokknum. Gróft prjón og lfflegir litir virka skemmtilega á litlum og grönn- um stúlkum og dragtir og kápur ættu að vera í Ijósum litum og sokkarnir gjarna samlitir. Tví- hnepptir kjólar, kjólar með víð- um ermum og breiðum beltum gera þaö að verkum að stúlkan viröist lengri og fyrirferöarmeiri, tn varast skal að nota mjög áberandi stóra hatta og töskur. Nokkrar tillögur um klæðnað fyrir stúlkur með mismunandi líkamsbyggingu. Frá vinstri: Há og grönn stúlka f felidu pilsi, peysu og sportsokkum, há og þrekin stúlka í beinum kjól með hneppslum, stúlka með breiðar axiir og grannar mjaðmir í vordragt, með stungnum vösum, stúlka með grann- ar axlir og breiðar mjaðmir f ljósri kápu með útsniði, lítil 'og þybbin stúlka í skyrtublússukjól, og sam- litum sokkum, og að lokum lftil og grönn stúlka f mynstruðum kjól með breiðu belti.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.