Vísir - 17.04.1968, Blaðsíða 9

Vísir - 17.04.1968, Blaðsíða 9
 VtSIR . Miðvikudagur 17. apríl 1968. 9 -x „Enginn efi er á því, að hraðbrautagerð er efst á baugi í vegamál- unum“, sagði Ingólfur Jónsson samgöngumála- ráðherra, þegar Vísir fékk hann til viðtals um varanlega vegagerð á íslandi. □ Við hvaða vegi er átt, þeg- ar talað er um hraöbrautir? „Hraðbrautir eru þeir vegir nelndir, þar sem umferðin er 1000 bifreiðir eða meira á dag. Talið er, að nú séu 300' kíló- metrar af vegum í þessum flokki, ef frá er talin Reykja- nesbraut, þar sem þegar hefur ■verið lögð varanleg hraöbraut. Þetta eru vegirnir út frá Reykja- vík austur í Rangárvallasýslu og vestur i Borgarfjörð, og svo vegaspottar út frá Akureyri.“ □ Hvenær og hvar verður byrjað á þessupi framkvæmd- um? ,,Á næsta ári. Þá á að leggja nýja brú á Elliðaár og sfðan veg upp Ártúnsbrekku. Þetta er byrjunin á hraðbrautunum vest- ur á land og austur í sveitir." □ Hvaða hraðbrautum verð- ur byrjað á? „Það er ekki enn ákveðið." □ Er hraðbrautin gegnum Kópavog þá ekki í dæminu? „Gerð þeirrar brautar verður hafin þegar í sumar. En sú framkvæmd er utan vegasjóðs. Kópavogur fær töluvert framlag af svonefndu kaupstaöafé til að standa undir kostnaðinum. Svo veröur Kópavogskaupstað út- vegað sérstakt lán til viðbótar til að ljúka þessari framkvæmd með eðlilegum hætti.“ □ Hvernig stendur undirbún- ingur að gerð hraðbrautanna? „Stöðugt er unnið að þessum undirbúningi.^ í fyrra var varið til þessa sjö milljón krónum. Gert er ráð fyrir, að í ár verði varið í þessu skyni 14 milljón krónum. Reiknað er með, að á árinu 1969 þurfi einnig nokkra fjárhæö til að Ijúka nauðsynleg- um undirbúningi að þessum viðamiklu framkvæmdum. Gert er ráð fyrir, að bjóða megi út vissa áfanga á því ári og hefja framkvæmdir á sama ári, eins og ég sagði áðan." □ Hvenær er von á næstu vegaáætlun? „í ha^st. Þá verður lögð fyrir Alþingi fjögurra ára vegaáætl- un. Þá veröur ákveöið, hve mik- ið fjármagn verði látið í hrað- brautir. Það veröur þá vitan- lega að hafa í huga, að vega- framkvæmdir um land allt kalla eftir miklu fjármagni." □ Hvað kostar hraðbrauta- gerðin? „Gera má ráð fyrir, að 300 kílómetrarnir kosti fimm millj- ón krónur á kílómetrann. Þá mundu bessar framkvæmdir kosta 1500 milljón krónur. Þar sem undirbúningi og áætlana- gerð er ekki lokiö, verður ekk- ert fullyrt um, hver kostnaður- inn veröur. Eigi að siður má setja upp dæmi og gera sér grein fyrir, hvað komast mætti langt, t.d., á fimm árum, ef kostnaður á hvern kílómetra væri að jafnaði fimm milljón krónur, og ef varið væri úr vegasjóði 750 milljón krónum á þeim tíma og önnur eins upp- hæð fengin að láni“ □ Er þá gert ráð fyrir mal- biki eða steypu í slitlag? „Vönduðu malbiki. Sérfræö- ihgar telja, að það muni þola vel, sé það rétt unnið, vandað til undirbyggingar og frost- skemmdir hindraðar." □ Hvernig á að afla 750 milljón króna í vegasjóð? „Með þeim tekjustofnum, se'm vegasjóður fær til viðbótar samkvæmt lögum, sem nýlega hafa verið samþykkt á Alþýigi, gefst tækifæri til að leggja all- mikla fjárhæð árlega í hraö- brautaframkvæmdir. Vegasjóö- ur hafði, áður en þessi lög voru samþykkt, 342 milljón krónur til ráðstöfunar. Nýja löggjöfin gefur á yfirstandandi ári 109 milljón krónur til viðbótar og á árinu 1969 ér áætlað, aö sömu viðbótartekjustofnar gefi 157 milljón krónur. Þar við bætist hin árlega aukning á tekjum vegasjóðs vegna fjölgunar bif- reiða og aukinnar umferðar, sem reikna má að verði um 30 milljón krónur á næsta ári og svo vaxanJi árlega. Má því reikna meö, að tekjur vega- sjóðs aukist um allt að 190 milljón krónur á árinu 1969, frá því'sem þær voru, áöur en ný- sett lög voru samþykkt. Ráð- stöfunartekjur sjóðsins verða því 530 milljón krónur á nsesta ári.“ / □ En hlutur hraðbrautanna? „í framsöguræðu minni fyrir lagafrumvarpinu um tekjuöflun til vegasjóðs gerði ég grein fyrir því, að eðlilegt væri, aö vegasjóður legði fram allt að „Hraðbrautagerð er efst á baugi í vegamálunum“. þeim þjóðum, sem komnar eru langt með að gera sitt vega- kerfi fullkomið, þá verður ekki með sanni sagt, aö gjöldin á bifreiðum hér séu óhæfilega há, miöað við, aö vegimir fá allt þetta fé, sem innheimt er af bensíngjaldi, þungaskatti og gúmgjaldi.“ □ Ef til vill er það inn- kaupsverðið, sem mönnum finnst tilfinnanlegast. „Það er sjálfsagt rétt, að bif- reiðir hér séu dýrari i innkaupi en víðast annars staöar. Það er eðlilegt að stefna að bví að lækka innflutningsgjöld á bif- reiðum, — eins og þegar hefur verið gert. Viö síðustu áramót voru innflutningsgjöld af fólks- bifreiðum lækkuð úr 125% í 90%, með þeim árangri, að ýms- ar bifreiðir hafa ekki hækkað í verði, þrátt fyrir gengisbreyt- inguna. Það ber einnig að stefna að því að lækka tolla af varahlutum í bifreiðar og af hjólbörðum. Verði innflutnings- tollar af bifreiðum lækkaðir, gefst frekar tækifæri til að endurnýja bifreiöir með eðli- Iegum hætti. Þaö er þjóðhags- lega óhagkvæmt aö gera út 15— 20 ára gamlar bifreiðir, eins og algengt er hér á landi. Við- gerðakostnaður og varahluta- kaup til slíkra bifreiöa verða óhófleg." □ Mun hraðbrautagerðin ekki draga úr þörf á fjárveitingum til annarra vegaframkvæmda úti um land? „Þrátt fyrir hraðbrautaféö munu fjárveitingar til venju- GERÐ VARANLEGRA HRAÐ- s* ^ fc..-1 $3* $ /' ■ .. - $ VV vj'V* BRAUTA HEFST AFTUR 1969 - OG VERÐUR SAMFELLT VERKEFNI ÁRUM SAMAN, SEGIR INGÓLFUR JÓNSSON SAMGÖNGUMÁLARÁÐHERRA I VIÐTALI VIÐ VISI. 750 milljón krónur á næstu fimm árum til hraöbrauta. Fyrsta árið 110 milljón krónur, annað áriö 125 milljón krónur, þriðja árið 145 milljón krónur, fjórða árið 175 milljón krónur og fimmta áriö 195 milljón krónur." □ Hvemig á þá að'fá þær 750 milljónir, sem á vantar? „Ég hef gert ráð fyrir, aö tekiö væri lán erlendis, sem næmi 40% af áætluðum fram- kvæmdakostnaöi. Alþjóðabank- inn hefur lánað mörgum þjóð- um til vegaframkvæmda, m. a. Finnum. Hámarkslán hjá Al- þjóöabankanum eru 40% af framkvæmdakostnaði. Það er skilyrði bankans, að fjár sé afl- að í viðkomandi landi i þann hluta, sem á vantar. Yrði því að leggja fram 60% af kostn- aðinum í innlendu fé. Mætti hugsa sér, að innlend lán næmu um 10% af kostnaðinum. Gengi dæmið þá upp. — Hér hefur aðeins verið sett upp dæmi, sem ekki má skoða sem áætlun, því að framkvæmdahraðinn fer vit- anlega eftir þvi, hversu mikiö fjármagn verður til ráðstöfunar næstu árin. Líklegast er þó, að þetta takist. Munu þá áreiðan- lega verða mikil og góö um- skipti á fjölförnustu vegunum að fimm árum liönum." □ Stjórnarandstaöan gagn- rýndi þessa tekjuöflun, ekki satt? . „Stjórnarandstaðan er á móti því að gera slíkt átak í vega- málum, — meö þvi aö greiða atkvæði gegn hinni nauösynlegu tekjuöflun. Aöeins einn stjórn- arandstæðingur, Hannibal Valdi- marsson, hefur skorið sig úr og bent á, að það væri sýndar- mennska að vísa á þær tekjur, sem ríkissjóöur hefur ráöstafað til annarra þarfa (innflutnings- gjald af bifreiðum). Stjórnar- andstæöingar vildu fresta fram- kvæmdum með rökstuddri dag- skrá, sem þeir fluttu í neðri deild Alþingis, þegar vegalaga- frumvarpið var til afgreiðslu.“ □ Margir kvarta nú yfir hækkun á bensíni og þunga- skatti. „Sumir tala um mikil gjöld á bifreiðunum Þess ber að gæta í því sambandi, aö eini mögu- leikinn til aö gera vegina góöa er sá að afla fjár eins og nú verður gert. Fullyrða má, að bifreiðaeigendur fá þessi gjöld endurgreidd með ,;ví að fá tækifæri til að aka góða vegi. Slit á bifreiðum og eyösla verður miklu minni en áöur. Því væri það skammsýni, ef þjóöin héldi nú að sér höndum og legði ekki fjármagn til vega- bóta. Það hefur margoft veriö reiknað" út, aö varanleg vega- gerð er arðsöm fjárfesting, sem þjóðfélagiö fær endurgreidda með góðum vöxtum. Það er þess vegna sem Alþjóðabankinn hef- ur veitt lán til varanlegrar vegagerðar, aö það er álitið borga sig fyrir viökomandi þjóðir að taka lán til þeirra hluta." □ Mörgum finnst gjöld á bifreiðum vera orðin nokkuð há. „Þrátt fyrir aukin gjöld á bifreiðir, verður bensínverðið lægra hér en í nágrannalöndun- um. Hér kostar 93 oktan bensín 9,34 kr.. en í Danmörku kostar 90 oktan bensín 9,47 kr„ í Noregi 90 oktan 9,67 og i Sví- þjóð kostar 87 oktan bensín 9.82 — 10.04 kr. Sama máli gegn- ir um þungaskattinn. Hann verður mun lægri hér heldur en víðast annars staðar. Ef þunga- skattur hér á vörubifreiðum er mældur og miðaö við töluna 60, er sambærileg tala í Svíþjóð 90, í Danmörku 85 og í Noregi 65. Sé ^etta borið saman, ben- sínverð og þungaskattur, hjá legrar vegagerðar aukast um tugi milljóna á næsta ári. Og ljóst er, að þannig mun þróunin halda áfram. Hraðbrautimar draga ekkert úr þörfinni fyrir aðra vegagerð." □ Verður f fjögurra ára vegaáætluninni gert ráð fyrir stórframkvæmdum eins og brúm á Ölfusárós, Hvalfjörð eða Borgarfjörð? „Nei. Hins vegar verður gert ráö fyrir fjárveitingum til rann- sókna á brúarstæöum á Skeið- arársandi til að ljúka hringvegi um landið." □ Má gera ráö fyrir hléi á hraðbrautagerö, þegar hinir umræddu 300 kflómetrar hafa fengið varanlegt slitlag? „300 kílómetrarnir eru mið- aðir við umferðina nú. Með aukinni umferð færast auðvitað fleiri vegir f flokk hraðbrauta. Að fimm árum liðnum verða hraðbrautir samtals miklu lengri en þetta. Þótt þá hafi verið lagt varanlegt slitlag á 300 kílómetra, er verkefni hraðbrautageröar ekki lokið í bili, því að þá munu ný verkefni hafa bætzt við. Hraöbrauta- framkvæmdir verða því til fram- búðar, etfir aö byrjað er á þeim. Þær verða samfelldar." I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.