Vísir - 17.04.1968, Blaðsíða 12

Vísir - 17.04.1968, Blaðsíða 12
72 V í S IR . Miðvikudagur 17. apríl 196». SENDI FÖR & eftir Jack Pearl DQMUR Lagningar, permanet, klippingar, Hárlitun, lokkagreiðslur. VAIHÖLL Laugavegi 25. Sími 14662. VALHOLL Kjörgarði. Sími 19216. RAFVELAVERKSTÆÐI S. MELSTEÐS SKEIFAN S SÍMI 82120 aKENSAWCbUR ■yfi'i í.i n 111 i.i.iimximTn n 11 u 11 TÓKUM Að OKKUK*. I ■ MÓTORMÆUNGAR. ■ MÓTORSTILUNGAR. ■ VIQGERÐIR A* RAF- XERFI, oýNAMÓUM, O& STÖRTURUM. ■ RAKAÞÉTTUM RAF* KERFIÐ 11 1 II i II I I-LvaRAHUUTIR X STAftMUM mr Höföinginn hvíthæröi brosti og benti á son sinn. „Þetta er sonur minn, Pacito". Hann benti piltinum að ganga fram. Lagöi höndina öxl honum. „Hann talar vel bandarísku, drengurinn“, mælti hann með stolti, „hefur lært hana af gamanmyndabókunum. Kennir mér. Kennir Nenitu, dóttur minni“. Hann leit ástúðlega á dóttur sína. Hún brosti við þeim, og hjartað tqk viðbragð í barmi Greniers. „Velkomnir hingað í þorpið ... Kanar“, sagði hún. „Þakka þér fyrir", sagði Corey. Það var auöheyrt að honum létti óumræðilega. Drengurinn gekk til Miyu. „Góð an dag, ungfrú“, njælti hann og brosti glettpislega. „Hvað ertu göm ul?“ Þau fóru að skellihlæja öll þrjú Og spennan var leyst. Corey klappaði á öxl honum. — „Slíkri spurningu svarar engin bandarísk stúlka, lagsmaður." „Ég er tuttugu og eins, Pacito“, svaraöi Myia glaðlega. Þorpsbúar söfnuðust nú að þeim hlógu og mösuðu. Jafnvel Babak virtist skemmt. Ramon reis úr önd vegi sínu og gekk til Coreys. „Sonur minn á mikið af gaman- myndabókum“, sagöi hann. „Gamlar. En ef þið skylduö eiga nýjar í fórum ykkar, kannski þið vilduð þá ....“ Hann þagnaði við og leitaði að rétta oröinu. „Skipta“, sagði Pacito. „Skipta", endurtók höfðinginn og ljómaði af stolti. „Ég sagði ykkur, að hann væri fær í enskunni, pilt- urinn ...“ „Alveg sérstaklega fær“, tók Grenier undir við öldunginn. „Ég hef fáa heyrt svo frábæra í ensk- unni.“ „Viljið þið kannski skipta?" spurði Ramon, höfðinginn 1 þorp- inu. „Því miður höfðingi", mælti Cor- ey, „þá eigum við ekki neinar gam anmyndabækur í fórum okkar. En eitt get ég sagt þér. Ef þú lætur menn þína fylgja okkur til Bucan flóa í kvöld, þá skal ég heita því við drengskap minn, aö senda syni þínum stóran kassa, fullan af splunkunýjum gamanmyndabókum fyrir næstu tunglfyllingu". Pacito réði sér ekki fyrir fögn- uði. „Stóran kassa ...“ endurtók hann og teygði út hendurnar. „Svona stóran?" „Kannski stærri", sagði Corey. „Andartak", sagði höfðinginn. — Það kom áhyggjusvipur á andlit hans og hann sagði eitthvað lágt við dóttur sína. Hún sneri sér að þeim þrem. „Faðir minn segir, að þaö séu ein ungis japanskir við flóann", sagði hún. „Hvers vegna viljið þið fara þangað?“ „Segðu föður þínum, að það yrði of langt mál að útskýra það, en erindi okkar þangað sé að koma í j veg fyrir að þeir japönsku sprengi I flota okkar i loft upp, þegar hann j siglir inn á sundin hérna á morg, un“< Stúlkan túlkaði orð hans fyrir j föður sinn. Höfðinginn kinkaði kolli' með alvörusvip. Hann ætlaði að fara að segja eitthvað, þegar at- hygli hans beindist skvndilega að tveim unglingum, sem komu hlaup andi yfir torgið. „Babak ... Babak ...“ kallaöi annar þeirra og var mikið niöri fyr ir. Corey gat ekki einu sinni greint orðaskilin í þeim flaumi, sem nú streymdi af vörum þeirra á filipp- j eysku. j Hann sneri sér að Pacito. „Hvað ! er um að vera?“ spurði hann. I „Japanskir", svaraði pilturinn j skelfdur. „Þeir segja að það komi j margir hermenn. Þeir eru komnir í j námunda við þorpið. Þeir eru að ! leita að ykkur ...“ Hann leit á þau til skiptis, Miyu, Corey og Grenier. Ramon skipaði eitthvað fyrir, og Nenita þýddi það fyrir Corey. „Þið verðið að fela ykkur. Fljótt... Far ið með Babak." Babak og menn hans bókstaf- lega drógu þau með sér inn í kofa, sem stóð yzt í þorpinu. „Þið ætt- uð' að vera örugg hérna", sagði Babak á ensku. „Vonandi aö minnsta kosti." „Vonandi, já“, endurtók Greni- er fyrir innan hurðina, en þar gat hann séð í gegnum rifu langa leið eftir götunni innan úr frum skóginum. Japanskur herflokkur kom í ljós á milli trjánna. Þeir gengu i tveim röðum eins og til oyrustu, námu staðar við bygging- arnar og báru rifflana fyrir sig. „Þeim er alvara", tautaði Corey. , Hvað áttu við?“ spurði Grenier. „Þeir eru að leita aö okkur“, sagði Miya. „Þeir leita áreiðanlega í hverju einasta húsi, hverjum krók og kima. Ramon gengur við hlið foringjanum og læzt vera stór- móðgaður yfir því, að orðum sínum skuli ekki vera trúaö ...“ „Hvað eigum við nú til bragðs að taka?“ spurði Grenier. Corey vannst ekki tími til að svara, því að Babak smeygöi sér í sömu svifum inn fyrir huröina. ,Komið . ..“ sagði hann. „Hvert?“ spurði hann. Babak leiddi þau eftir göngum inn í eins konar klefa á bak við. Þaðan lágu dyr út í stóra svinastíu, þar sem fullt var af grísum og gyltum. „Skríðið á bak við stíuna”. sagði hann. „Flýið svo inn í skóginn. Haldið niður með ánni, niður að sjónum." Skæruliðaforinginn var harður á svipinn. „Við berjumst við þá, ef með þarf“, sagði hann. Miyu brá við orð hans. ‘ „Þá myrða þeir japönsku alla i þorp- inu, líka konur og börn. Það væri ekki rétt gert að þiggja slíka fórn.“ „Þakka þér fyrir Babak", sagði Corey. „Skilaðu þakklæti okkar til Ramons." ’ Babak kinkaði kolli og hvarf á brott. Þau virtu fyrir sér stíuna. Hún var öll í augsýn japönsku hermann anna. „Okkur tekst þetta aldrei", sagði Miya. „Ef þeir koma aaga á ofekur, leggur Babak tíl orrustu við þá", mælti Grenier. „Tfann sagSí það...“ „Þá lætur hann drepa aða þosps búa“, sagöi Miya. „Hann?“ spurði Corey. „Ég þekki japanska foringjann” sagði hún. „Koyamatsu. Hajm er brjálaður af kvalaþorsta. Sfcepna í mannsmynd." Rödd hennar varð ákveðin og hörkuleg. „Það er aö- eins eitt ráð til þess að þiö sleppíð lifs héðan... að ég villi om fyrir honum.“ „Nei“, mælti Corey hranalega. „Ég verð“ sagði hún og bros hennar varð blendið. „Við ráðum okkur ekki sjálf, liöþjálfi, við erum bæði undir heraga, mundn það. Okkur hefur verið falið vfst verk að vinna. Skilurðu mig?“ Það var eins og Corey eltist um mörg ár á svipstundu. „Já“ svar- aði hann lágt eftir stundarþögn. „Ég skil þig ... Heldurðu að þér takist að villa um fyrir honum? Að þú getir sannfært hann?“ Hún mætti spyrjandi augnaráði hans blygðunarlaust. „Það eru ráð til þess“, svaraði hún. „Ég þekki Koyamatsu. Hann heldur að hann sé fæddur með þeim eiginleikum. sem enginn kvenmaður fái staðizt. Haldi ég rétt á mínum spilum, á ég auðveit með að sannfæra hann um að svart sé hvítt.“ Að svo mæltu gekk hún að fram dyrunum og gaf Babak merki um að hún vildi tala við hann. Grenier var fyrst í stað orðlaus af skelfingu og andúð. Hann greip fast um hand legg liðþjálfans. „Þú getur ekki leyft henni að gera þetta“, hvæsti hann. „Þú veizt hvernig fer fyrir henni.“ „Henni tekst að sannfæra foringj ann, vertu viss. Þú heyrðir eins vel og ég hvað hún sagði.“ „Það er ekki það ...“ Rödd Gren iers titraði. „Þú getur ekki sent stúlku eins og hana aftur f vændis- húsið." Corey hratt Grenier frá sér og augu hans skutu neistum. „Þeg- iðu“, sagði hann. „Hvern fjandnnn veizt þú um það? Þú veizt hvorki það né annað". Hann gekk fram að dyrunum, til Miyu og Bafcak. Fyrir aöeins kr. 68.500.oo getið þér fengið staðláða eldhúsinnréttingu I 2—4 herbergja ibúðir, með öilu tll> heyrandi — passa í fiestar biokkaribúðir, Innifaiið i veröinu er: fjl eldhúsinnrétting, klaedd vönduðu plasti, efri og neðri skápar, ásamt kústaskáp (vinnupláss tæpir 4 m). ^ ísskápur, hæfiiega stór fyrir 5 manna fjölskyldu I kaupstaö. ©uppþvottavél, (Sink*a-matic) ásamt eldhúsvaski. Uppþvottavéiin þvær upp fyrir 5 manns og aö auki má nota hana til minniháttar tauþvotta. (Nýtt einkaleyfi). $ eidarvélasamstæða með 3 hellum, tveim ofnum, grillofni og steikar- og bökunarofni. Timer og önnur nýtizku hjálpartæki. £ lofthreinsari, sem með nýrri aðferð heldur eld- húsinu lausu við reyk og lykt. Enginn kanall — Vinnuljós. Allt þetta fyrir kr. 68.500.oo. (söluskattur innifalinn) Ef stööluð innréíting hentar yður ekki gerum viö yðuf fast verðtilboð á hlutfallslegu verði. Gerum ókeypis verðtilboð í éídhúsihnréttingar f ný og gömul hús. Höfum einníg fafaskápa. staðlaða. - HAGKVÆMIR GREIÐSLUSKlLMÁLAR - K K I RKJUHVOLI REYKJAVÍK S f M t 2 17 16 vÞað verður að gera við stigann, áður en þú getur notað hann, Jane. Bíddu. I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.