Vísir - 18.04.1968, Síða 1

Vísir - 18.04.1968, Síða 1
VISIR 58. árg. - Fimmtudagur 18. apríl 1968. - 84. tbl. ttwthi—,1. ..í < ... Í Þótt villugjarnt sS í þokunni, þekkja menn sig í Austurstræti, en skyggnið var varla nema 15-20 m. Utgeislunarþoka lokar flugvöllunum Engir árekstrar þrátt fyrir hættulégar aástæáur Mjög mikil þoka skall á í gær og lokuöust flugvellir í Reykjavík og Keflavík og í morgun var flugvöll- urinn í Reykjavíii enn lokaöur fyr- ir lendingu, en opinn fyrir flugtak. Knútur Knúdsen veðurfræðing- ur sagöi blaöinu f morgun að þessi þokt stafaði ekki af rykskýjum frá meginlandi Evrópu, eins og margir héldu, heldur væri þetta svokölluö útgeisiunarþoka, sem kemur þegar jörðin og sjórinn eru mjög köld. Var gert ráð fyrir að þokunnl myndi létta um hádegið. Hitinn komst mest í 12 stig fyrir austan fjall í gær, en í 9 stig í Reykjavík. Lítil breyting er á haf- ísnum frá degi til dags og er hann enn til trafala á siglingaleiðum fyr- ir norðan og austan landið. - Mjög brá til hins nýrra í um- ferðinni í bænum. þegar þokan lagðist yfir bæinn. í stað veniunn- ar — 10—15 árekstra á dag — hefur enginn árekstur orðið, hvorki í gærkvöldi, í nótt eða í morgun. Þetta heyrir til algerra undan- tekninga, að enginn árekstur hafi orðið á svo löngum tíma, jafnvel bótt bjart hafi verið yfir, og nálg- ast að vera algert kraftaverk við jafn slæm akstursskilyrði og nú eru. Umferðarlögreglan hafði búizt við rneiri óhöppum og erfiðleikum í umferðinni vegna þokunnar, en það hefur gjörsamlega snúizt við og þokan algerlega tekið fyrir árekstra og óhöpp. Einhver gárunginn fann á þessu einfalda skýringu og sagði þetta einfaldlega stafa af því, að öku- menn hittu bara ekki hvor annan í þessu skyggni, en kunnugir telja, að það stafi af aukinni varkárni ökumanna fyrst í stað, en óttast, að þegar frá líði, gerist menn kæru- lausari í akstrinum. Seðlabankinn óskar eftir rann- sókn á ferðaskrifstofu L&L Saksóknara ríkisins barst ný- lega bréf frá Seölabankanum, þar sem „sent er til meðferðar erindi út af meintum gjaldeyr- isbrotum ferðaskrifstofunnar Landa og Leiða.“ Haföi blaðiö samband við sak- sóknara ríkisins, Valdimar Stef- ánsson, og sagði hann að allt væri óákveðiö um frekari rann- sókn á málinu og vildi hann ekkert um málið segja aö svo stöddu. Ekki liggur ljóst fyrir í hverju hin meintu brot eru fólgin, en vitaö er aö meðal annars er talið að ferðaskrif- stofan hafi samið um gjaldeyr- islán á óiögiegan hátt, og einn- ig mun vöntun á skýrslugjöf og flelra vera taliö til hbina meintu brota. Er máliö nú í athugun hjá sak- sóknara og væntanlega verður úr því skorið innan skamms, hvort frekari rannsókn á gjald eyrismálum ferðaskrifstofunnar fer fram. Ýktar sögusagnir um slæman fjárhag Flugfélagsins Félagið á i vissum timabundnum erfiðleikum, segir Örn O. Johnson, forstjóri Ýmsar sögusagnir hafa geng- ið í borginni um mikla fjárhags- örðugleika Flugfélags Islands, m. a. í þá átt, að ríkissjóður hafi orðið að greiða svo og svo miklar afborganir af lánum vegna þotukaupa félagsins, og ekki væri séð fram á að Flug- félag Islands gæti á næstunni aflaði sér í morgun nokkurra upplýsinga um mál þetta hjá hinu opinbera og ræddi síðan við forstjóra Flugfélagsins, Öm O. Johnson. Kona slasast í í Húna- vatnssýslu Jeppabifreið var ekið i fyrrinótt | slapp bóndi svo til alveg ómeiddur, á brúarstólpa viö Dalsá í Húna-; en kona hans var flutt til læknis. vatnssýslu og lenti bifreiöin út af veginum og stakkst á endann niö- ur ofan i ána. í bifreiðinni voru ein hjón og slapp maðurinn ómeiddur, en kon- an hlaut áverka á höfuð og var tal- ið að hún hefði kjálkabrotnaö. Bóndinn á Þorkelshóli, Anton Júlíusson, var á leið heim til sín ásamt konu sinni af Húnavöku, sem nú hefur staðið yfir, og ók hann nýlegri Landroverbifreið sinni. Rannsókn slyssins var ekki að fullu lokið í morgun og ekki ljóst, hvernig það hafði viljað til, að bifreiðin lenti á einn stólpa brúarinnar yfir Dalsá, sem er lítil □ „Popp-korns-át“ er mikil árspræna og grunn venjulegast. lenzka í kvikmyndahúsum hér, og Af stólpanum hefur bifreiðin líta margir þaö fyrirbæri illu auga. hrokkið út af veginum og hafnað^Á fundi heilbrigðisnefndar á dög- á endanum ofan í ánni, sem þrátt j unum kom fram, aö menn voru litt fyrir leysingar undanfarinna daga,! hrifnir af óþrifnaöi þeim, sem var ekki mikil. Brúin þarna og i neyzla þessarar fæöutegundar vegarstæðið er fremur lágt og veldur. Guðmundur Ólafsson, forstöðu- maður Framkvæmdasjóðs íslands sagði blaðinu, að um hver áramót væri birt skýrsla um stöðu þeirra aðila, sem rikissjóður hefði veitt ábyrgð vegna lántöku, gagn- vart ríkissjóði. Þar væri tilgreint, hver skuld hvers aðila við ríkissjóð væri. Sagði Guðmundur að á töl- unni frá 31. des. sl. væri ekki að byggja og að frá áramótum hefði staða Flugfélagsins gagnvart ríkis- sjóði batnaö verulega. Um það hvort Flugfélagið hefði ekki staðið við afborgun sfna af þotunni frá áramótum, sagði Guð mundur að cngin slík afborgun hefði átt sér stað, enda ekki gert ráð fyrir afborgun á þessum tíma í samningnum um kaup á þotunni eða lántökum vegna kaupanna. Örn O. Johnson, forstjóri Flugfé- lagsins, sagði að því væri ekki að leyna að Flugfélagið ætti f vissum tfmabundnum erfiðleikum, vegna bess að áætlanir félagsins um sölu á eldri vélum þess hefðu ekki stað- izt. Rekstur þotunnar hefði aftur á móti gengið mjög vel, og flutning- ar með henni, bæöi á fólki og vör- um hefðu aukizt og ykjust stöðugt. Bíóstjórar til að sopai hvattir I Heilbrigðisnefnd kvartar undan poppkorni á gólfum milli sæta i bióunum □ Þess vegna voru „að gefnu tilefni ítrekuð áður gefin fyrirmæli heilbrigöisnefndar til eigenda kvik- myndahúsa í Reykjavík um aö hreinsa ávallt gólf húsanna á milli sýninga og fjarlægja af þeim sæl- gætisumbúöir, bakaðan mals og annað, sem óþrifnaöi veldur." Vísindamenn frá Geimferðastofnun- inni vinna að rannsóknum hér á landi ■ Nokkrir menn frt NASA eða Geimferðastofnun Banda- ríkjanna voru hér á ferð fyrir páska. ■ Steingrímur Hermannsson hjá Rannsóknarráði ríkisins tjáði blaðinu, að menn þessir hefðu komið til þess að gera tilraunir með ný tæki, sem mæia ölduhæð úr lofti. Einnig buðust þessir vísinda- menn tll að gera tilraunir mcð tæki fyrir íslenzka aðila, eða tæki til infrarauðra tnælinga úr lofti yfir hverasvæðum. Þessar mælingar sýna yfirborðshita svæðanna. og eru því ' mikils- verö hjálpargögn við kortlagn- ingu þeirra. Vísindamennirnir komu hingað með tæki sín til mælinga á öldu- hæð, vegna þess að þeir bjugg- ust við allmikilli ölduhæð á hafinu suður af landinu. Þeir d”öldu hér f um vikutíma. Steingrímur Hermannsson kvaðst ekki geta sagt um, hvort væntanlegir geimfarar Banda- ríkjamanna mundu koma hingað f sumar til undirbúningsæfinga og rannsókna fyrir geimferðir, eins og þeir hafa áður gert.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.