Vísir - 18.04.1968, Blaðsíða 2

Vísir - 18.04.1968, Blaðsíða 2
VI S 1R . Fimmtudagur 18. apríl 196S. á myndinni er einn bezti miðherjinn í Þýzkalandi Gerd Miiller J í leik. • V-þýzkt atvinnulið til Keflavíkur í vor Ekki er ósennilegt að Keflvíkingar fái hingað í heimsókn V-þýzkt atvinnuiiö úr 1. deild, Schwartz-Weiss frá Essen í byrjun júní n. k. að því er Hafstei-.n Guðmundsson, nýendurkjörinn formað- ur íþróttabandalags Keflavikur tjáði íþróttasíöunni i fyrradag. Hafa Keflvíkingar skipt talsvert við Þjóðverja og er skemmst að minnast heimsóknar SC-07 frá Bad Neuenahr 1966, en í fyrrasumar endu»-guldu Keflvíkingar þá heimsókn og léku þrjá leiki í Þýzkalandi. Hafsteinn kvað enn óráðið hvar leikir liðsins fara fram, en væntanlega munu Keflvíkingar fara fram á að fá Laugardalsvöllinn til leikja aðalleiks, en auk þess munu leikir fara frani á íinum nýja g.asvelli þeirra, sem tekinn var í notkun s.l. sumar. stórbatnandi aðstaða til skiðaiðkana og efling unglingastarfsins eiga mestan bótt i þvi „Árið 1964 var skíðaíþróttin sú 5. í röðinni, hvað snertir iðk- endafjölda, en tala iðkenda tvö- faldaðist næstu tvö árin og var skíðaíþróttin þá orðin sú 3. fjöl mennasta. Skýrslur fyrir árið 1967 liggja ekki fyrir, en líklegt verður að telja að iðkendafjöldi skíðaíþróttarinnar hafi aukizt verulega bæði í fyrra og nú í vetur.“ — Þessar upplýsingar m. a. er að finna í fjölritaðri skýrslu stjórnar Skíðasambands Islands, en skýrslan var fram á skíðaþingi á föstudaginn var. Skíðáþingiö var haldið i Sjálf- stæðishúsinu á Akureyri. Formaður Skíð.asambands Islands setti þingið óg minntist í upphafi tveggja kunnra skíðamanna, sem létust ný- lega, Þjngforseti var kosinn Her- bert Guðmundsson, varaforseti Nýff íþróttafélag stofaað í Keflavík Nýtt íþróttafélag, íþróttafélag Keflavíkur, hefur verið stofnað. Lá upptökubeiðni fyrir síðasta þingi ÍBK frá félaginu, en for- maður þess er Brynleifur Jóns- son. Þaö kom fram í umræöum á skíðaþinginu, að aðstaða til skíða- iðkana hefur fariö stórbatnandi með ári hverju að undanförnu, og einnig, að unglingastarfið hefur eflzt verulega, svo sem marka má af þátttöku I Unglingameistaramóti íslands þau þrjú ár, sem það hef- ur verið haldið, en þátttakendur voru fyrst 40, næst 60 og nú 90. Þetta tvennt er talið valda mestu um stórlega vaxandi áhuga á skíðaiþróttinni. Fyrsta deildin Knattspyrnan i Reykjavik hefst liklega 1. mai Vellirnir i góðu ástandi þrátt fyrir vetrar- h'órkurnar, segir vallarsfjóri Leiðin í Laugardal á ákveðið er að íslands- fyrsta leikinn í í. deild í mót 1. deildar hefjist* sumar mun vérða eftir þennan sögulega dag í H-vegarbrún, — og ár. Þá á Litlu bikarkeppn meira að segja á sjálfan inni og Reykjavíkurmót H-daginn, 26. maí, en inu að vera lokið, en hefst á H-DAG fyrrnefnda keppnin hefst á laugardaginn kemur, — en Reykjavík- urmótið hefst 1. maí n. k. með leik KR og Vík- ings, en daginn eftir leika Valur og Þróttur. „Vellirnir í Reykjavík eru í ágætu standi eftir veturinn", sagði Baldur Jónsson, vallar- stjóri, í símtali í gærkvöldi. „Frostið virðist ekki hafa skað- að vellina að ráði og veður- blíðan síðustu dagana hefur haft undraverð áhrif, — komi ekki næturfrost á næstunni eiga vell- irnir að verða í ágætu standi, þegar mótin eiga að hefjast", sagði hann. Baldur sagði að salt hefði verið borið á völlinn að undan- förnu, en þetta var reynt í fyrravor, og virðist þetta gefa góðan árangur og flýta fyrir að frost fari úr jörðu. Handknattíeiks- að Ijúka □ Um helgina lýkur hand- knattleiksmótum vetrarins hér í Reykjavík, en aldrei hafu þau verið eins umfangsmikil og nú. Á sunnudagskvöld fara „úrslit- in“ fram milli Fram og FH, — Fram gæti allt eins sent „old- boys“-lið til keppninnar, en hvílt 1. deildarliðið, — bikar- inn er .tryggður og nafnbótin ,,bezta handknattleiksfélagið". en auðvitað munu Framarar reyna að gera allt til að hafa lokapunktinn á réttum stað, það sæmir ekki ís’andsmeisturum að skilja við keppnistimabilið með tapaðan „úrslitaleik“. □ Úrslitin í 1. fl. karla, 2. fl. karla, 2. deild og meistara- flokki kvenna fara fram á sunnudaginn kl.. 14. Fram og Ármann leika í 1. flokki, senni- lega Fram (eða ÍR) gegn FH í 2. flokki, Valur gegn Ármanni í 'rvennaflokknum, og nægir Valsstúlkunum iafntefli, en ÍR nægir iafntefli í 2. deild. Þar er eftir að fella úrskurð i kæru- máli, sem spratt vegna þess að Akureyringar vilia ekki una úr- slitum í leik sínum gegn Ár- menningum, — aðeins einn dómari dæmdi i stað tveggja e:ns og reglur mæla fyrir um í 2. deild. Ö I kvöld fara fram tveir leikir í 1. deild karla í Laugar- dal. Það eru FH og Valur og Haukar og KR sem leika þá. Úrslit þessara leikja hafa enga þýðingu gagnvart toppi eða botni. Íslandsglíman 28. apríl Íslandsglíman 1968 verður háö að Hálogalandi sunnudaginn 28. aprfl kl. 16.00. Rétt til þátttöku í glímunni eiga: 1. Glímukappi íslands, næstu þrjú ár eftir unna Íslandsglímu. 2. Fjórir næstefstu glímumenn frá síðustu Islandsglímu. 3. Þrír efstu menn í hverjum þyngdarflokki og í unglingaflokki Landsflokkaglímu. 4. Þrír efstu menn í hverjum þyngdarflokki og í unglingaflokki. Flokkaglímu Reykjavíkur. 5. Þrír efstu menn í: a) Fjórðungsglímu Vesturlands. b) Fjórðungsglímu Norðurlands. c) Fjórðungsglímu Austurlands. d) Fjórðungsglímu Suðurlands. 6. Þrír efstu menn i Skjaldar- glímu Ármanns og Skjaldarglímu Skarphéðins. Keppendur skulu ekki vera yngri en 17 ára miðað við síðustu ára- 'mót. Ungmennafélagið Víkverji sér pm glímuna að þessu' sinni og skulu þátttökutilkynningar berast Valdimar Óskarssyni, Hátúni 43, fyrir 21. þ. m. ímótunum Skiðaþing 1968, haldið á Akureyri 12. april: Skíðaíþróttin nýtur ört vaxandi vinsælda Hermann Sigtryggsson og ritari Júlíus Júlíusson. 10. síða.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.