Vísir - 22.04.1968, Side 1

Vísir - 22.04.1968, Side 1
ISIR Stina Britta Melander, óperu- söngkona, sem er íslendingum að góðu kunn, kom til landsins í eær- kvöldi, en hún mun syngia aðai- Stina Britta Melander á skrifstofu Þjóðleikhússtjóra i morgun. hlutverkið í óperettunni „Brosandi landi“, sem frumsýnd verður 10. maí i Þjóðleikhúsinu. Stina Britta er ein af aðalsöng- konum óperunnar í Berlín, hún er sænsk að uppruna. Hún hefur sung ið hér fjórum sinnum áður, stðast árið 1960 í Rigoletto. „Ég hefði viljað koma hingað strax aftur, en ég hef haft mjög mikiö að gera. Þetta er eins og að vera komin heim. Það er verst hvaö ég hef týnt niður íslenzk- unni, en nú þarf ég að fara að rifja hana upp, því að ég syng allt á íslenzku í óperettunni." 10. síða. 1 88. löggjafarfiingi IslemHnga slitið Siðasta sinn, sem forseti Islands, herra Asgeir Asgeirsson, slitur fundum Alþingis Forseti íslands, herra Ásgeir Ás- geirsson, sleit 88. löggjafarþingi íslendinga á laugardaginn, „eftir nær fjörutíu og fimm ára samveru við fjölda ágætra forustumanna þjóðarinnar og á væntaniega ekki afturkvæmt hingað á fund með háttvirtum þingmönnum“, eins og forsetanum mæltist í lok ræðu sem hann flutti í tilefni þess, að þetta var líklega í síðasta sinn, sem hann sleit Álþingi íslendinga. Leigubílstjórinn sofnaði, — veskinu stolið á meðan Einn bílstjórinn á Hreyfli, sem hafði verið í leiguakstri í nótt, vaknaði niðri á bílastöö — en honum hafði runnið í brjóst þegar hann hafði sezt þreyttur inn í biðsal bílstjóranna — og varð þess þá var, að hann hafði verið rændur peningaveski sínu. Tilkynnti hann lögreglunni þetta og þótti auðséð, að ein- hver hafði komið að honum sof andi og laumast til þess að Kærður fyrir nauðgun, — neitar stela veskinu úr brjóstvasa hans, en í því voru töluverðir peningar. Sagði hann lögregl- unni, að hann heföi vissan mann grunaðan, en rannsókn málsins var ekki lokið, þegar blaðið fór ^ í prentun og hinn grunaði ó- fundinn. „Með hrærðum huga þakka ég innilega hverjum og einum, sem nú skipa hér sæti, samveru og samstarf, minnugur fjölda annarra þingmanna, sem einnig hafa reynzt mér góðir félagar og vinir. Ég óska alþjóð árs og friðar og guðs blessunar". Birgir Finnsson, forseti samein- aðs Alþingis, þakkaði forsetanum ummæli hans og flutti stutta ræðu honum til heiðurs. í lok fundarins hylltu alþ^ngismenn forsetann og fósturjörðina með húrrahrópum. Heimsmeistarar í dansi sýna hér í Lídó á laugardaginn mun ís- lendingum gefast kostur á að sjá fimlega fótamennt, þvi að þar munu heimsmeistararnir í dansi, Bill og Bobbie Irvine, sýna kunnáttu sína. Almenningi mun vist aðeins gefast þetta eina tækifæri til að dást að heimsmeisturunum og læra af þeim, og er varla að draga í efa að marga mun fýsa, að sjá hvernig annað eins kunnáttufólk fer að því að fá sér snúning. í ræðu sinni vék forsetinn meðal annars að þeim hugmyndum, sem fram komu í ræðu eins þingmanna í umræðum á Alþingi í vetur, um að leggja niður forsetaembættið. „Ég mun ekki drepa á neinar til- lögur um breytingar á starfs- og valdsviði forseta, sem vafalaust koma til umræðu, þótt síðar geti komið til greina að leggja orð í belg,“ sagði forseti í ræðu sinni. „En það tel ég harla ólíklegt, svo ekki sé kveðið fastar að orði, að forsetaembættið verði lagt hiður um fyrirsjáanlega framtíð". Verblaunuð Verðlaun úr Menningarsjóði Þjóö leikhússins voru afhent ?.ð lokinni frumsýningu á „Vér morðingjar" eftir Guðmund Kamban s.l. laugar dagskvöld. Verðlaun þessi hafa ver iö veitt 10 sinnum áður, jafnan á af mællsdegi lcíkhússins. Að þessu sinni hlutu Kristbiörg Kjeld, Benedikt Árnason og Ævar R. Kvaran verðlaunin og er myndin tekin í Þjóðleikhúsinu á laugardags kvöldið er verðlaunin höfðu verið „ Í'L 4* ■ Saksóknara hefur nú veríð send skýrsla um rannsókn í máli sem upp reis um síðustu helgi, þegar stúlka kærði mann, sem hafði ætlað að aka henni heim af skemmtistað, fyrir nauðgun. Maðurinn hefur neitað því, að hann hafi komið vilja sínum fram með neinni nauðung, en málavext- ir voru þeir, að hann var að aka stúlkunni og fleira fólki heim af skemmtistað að næturlagi. Þegar hann hafði ekið öðru fólki á áfangastaði og stúlkan var ein orðin eftir í bílnum með honum, ók hann á afvikinn stað, lagði þar bílnum og kom fram vilja sínum við stúlkuna, Ber þeim ekki saman um það, hvort það hafi verið með hennar samþykki eða eigi og kærði hún hann fvrir nauðgun. Maðurinn skýrir hins veg- ar svo frá, að hann hafi að Vísu sótt fir.st að henni, en neitar að hafa beitt nokkru ofbeldi. Farþegi" í vandræðum á Revkjavíkurflugvelli „Eins og að vera komin heim' í fyrra munu 37.728 útlend- ingar hafa lagt leið sína til Is- lands, en fæstir þeirra munu hafa vakiö jafnmikla athygli, eða lent i jafnmiklum vandræð um og einn farþegi Flugfélags- ins, sem kom hingaö um helg- ina. Þar er á gerðinni grænlenzk ur hvítabjöm, sennilega einhver fjarskyldur ættingi ísbjarnarins, sem fyrir nokkru tók sér ferð með borgarísjaka meðfram ströndum landsins. Sá hvítabjöm, sem hér um ræðir, er raunar birna — aöeins um 4 mánaða gömul. Þannig stendur á ferðum hennar, að hún var fönguð í Grænlandi, en íslenzkir skátar munu hafa feng ið hana hingað til aö hafa til sýniis. Talsvert þref hefur orðið af því, að nauðsynleg leyfi höfðu ekki fengizt áður, en ísbjöminn lætur allt stímabrak lítlð á sig fá og unlr hag sínum hið bezta, hjá starfsmönnum Flugfélagsins suöur á Reykjavíkurflugvelli, sem eru reyndar vanir gestum af hans tagi, hafa oftar en einu sinni hýst hvítabimi suður þar, jafnvel heilu fjölskyldumar. — Hafa það þá verið dýr á leið til Kaupmannahafnar eða Ham- borgar í dýragarða. — segir Stina Britta Melander, óperus'óng kona sem kom til Islands i gær

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.