Vísir - 22.04.1968, Blaðsíða 2

Vísir - 22.04.1968, Blaðsíða 2
VISIR . Mánudagur 22. apríl 1968. Svona eiga Islandsmeistarar ai vera! i Fram vann Islandsmeistaratitil 'i 5 flokkum sjötta — FH reyndist aubveldur biti í ^. FRAMARAR eru sannkallaðir íslandsmeistar- ar, og talsvert langt er síðan félag hefur jafnræki- lega áunnið sér titilinn „bezta handknattleiksfélag íslands" og Fram nú, eða frá því FH vann alla flokka íslandsmótsins, — Framarar urðu nú ís- landsmeistarar í 5 flokkum, — og töpuðu þeim 6. í úrslitum með einu einasta marki. Glæsileg f rammi- staða. Til hamingju, Framarar! l>ið hafið unnið vel að handknattleiksmálum iiinan félagsins, og upp- skerið nú í samræmi við þá sáningu. — / úrslitum í jbe/m „úrslitunum" — t gærkvöldi lauk handknatt- leiksmótum vetrarins, — sem betur fer verð ég aö segja, því að áhugaleysið virðist hafa hel- tekið alla, jafnt áhorfendur, sem leikmenn. Fram kvaddl þó méð skemmtllegum tilþrifum og það allra skemmtilegasta fannst mér leikur hins unga landsliðsmanns Björgvins Björgvinssonar, sem var maður kvöldsins. Fram komst fljótlega í yfir- burðastöðu 5:1 og skoraði Björgvin 4 af þeim mörkum. Undir lok hálfleiksins var stað- an orðin 11:7 fyrir Fram, og 4 síðustu mörkin komu frá Frömurum staðan í hálfleik var því 15:7. Með þetta vegar- nesti gátu Framarar ekki tapað fyrir hinu daufa FH-liði, sem vlrtist hafa skilið FH-hraðann slnn eftir suður í Firði. Að vísu tókst FH lengi vel að halda 6—8 marka mun, en minnstur munurinn var i 17:12. 1 10 marka mun komust Fram- arar í 23:13 og leikinn unnu þeir verðskuldað með 26:15. Þessl leikur var óvenjulegur að því Ieyti að hér var eins og köttur !og mús í ðjöfnum leikj FH yár ekki boðlegur mót- herji fyrir Fram, jafnvel þó að Sigurbergur og Þorsteinn, þess ir stólpar f Framliðinu, væru ekkl með. Meðal þess sem FH brást var markvarzlan, sem var í molum. Liðið virtist heldur ekki hafa mikinn áhuga. Geir einn stóð upp úr meðalmennsk- unni. Framliðið lék hins vegar vel og leikmenn jafnir. Dómari var Reynir Ólafsson og dæmdi hann mun lakar en hann ætti að geta gert bezt, er sennilega ekkl í ákjósanlegri æf ingu eins og raunin er um flelri ágæta menn í þeirri stétt. Á- horfendur komu fáir þetta kvöld, það var '-ví heldur lágur kúfurinn á þessum mótslokum 29. Islandsmótsins f handknatt- leik — jbp — L0KSK0M VÍKINGS- SIGURINN, EN 0F SHNT — Valsmenn fengu ekkert stig / seinni umferð 1. deildar VlKINGAR voru dauðadæmda Hðið í 1. deild í handknattleik áð ur en þeir mættu Valsmönnum f gærkvöldi, þeir eiga fyrir hönd- um setu í 2. deild og sennilega missa þeir risana sína báða, þá .lón Hjaltalín og Einar Magnús- son, þótt það sé ekki fullvíst enn, en báðireru f stúdentspróf- um, nýbúnir að „dimittera", og hyggja -á nám erlendis næstu árin. Víkingar unnu þð þarna sín fyrstu 2 stig, - og fá því 3 stig í keppninni, - fyrsta stig- ið fengu þeir f fyrsta leik keppn- innar ge^n FH. Leikurinn var heldur slakur, en einstaklingsframtak Jóns Hjaltalín var furðulegt, og sem dæmi má taka að hann skoraði 7 af 9 mörk- um Víkings í fyrri hálfleik, en Vals menn leiddu þá me8 12:9. Tvö fyrstu mörkin í seinni^álfleik skor aði Rósmundur fyrir Víking, staðan var þá 12:11 fyrir Val, en eftir 8 mín leik jafnar Vikingur í 14:14 og Einar skorar 15:14 fyrir Víking. Valur komst yfir 16:15 en Víking- ar jafna og komast yfir 17:16 og 18:16 og í 3 rriarka forskoti vorú Víkingar í 20: 17 og 22:19. Þegar 2 mín. voru eftir var staðan mjög jöfn og leikurinn spennandi, 22:21 fyrir Víking, en þá skorar Jón Hjaltalín skemmtilega 23:21 en Her mann átti lokaorðiö 23:22, — en stigin voru bæði Víkings. Jón Hjaltalín skoraði 11 mörk í leiknum og bar af öðrum, jafnvel þó að hans væri vel gætt. Bergur Gúðnason vakti athygli' með ýita- köst sín, en hann tók 32 vítáköst alls í mótinu, — aðeins 2 mis- heppnuðust. Kópavogur gerði sjö breytingar! Litla bikarkeppnin í knattspyrnu hófst um helgina i Keflavík og á Akranesi, — Keflvíkingar unnu Kópavog 4:2, mest vegna fram- taks Magnúsar Torfasonar, sem skoraði 2 síðustu mörkin 7 síðustu mínútur leiksins fyrir Keflavík. — Kópavogsliöið var mjög breytt frá fyrri árum, — 7 breytingar hafa veriö gerðar, og viröast til bóta. Keflavíkurliðið var og mjög breytt. en 2—3 leikmenn vantaði í liðið. Akranes og Hafnarfjöröur gerðu jafntefli á Akranesi á laugard. 3:3. Nánar verður sagt frá keppninni I blaöinu á morgun. Jön Hjaltalín Magnússon Staðan í 1. deild L U J T Mörk St. Fram 10 8 1 1 215-172 17 Haukar 10 7 0 3 222-205 14 FH 10 5 2 3 210-200 12 Valur 10 4 0 6 197-198 8 KR 10 3 0 7 185-213 6 Víkingur 10 1 1 8 174-215 3 Markahæstu' menn Islandsmóts- ins f 1. deild. Jón Hjaltalín Víking 75 Bergur Guðnason Val 64 Gísli Blöndal KR 55 Geir Hallsteinsson FH 53 Gunnl. Hjálmarsson Fram 50 Þórður Sigurðss. Haukum 48 Hilmar Björnsson KR 45 Páll Eiríksson FH 45 Hermann Gunnarsson Val 42 Viðar Símonarson Haukum 42 Stefán Jónsson Haukum 40 Örn Hallsteinsson FH 38. Ingólfur Óskarsson Fram 37 Einar Magniisson Víking 35 Þórarinn Ragnarss. Haukum 26. Guðjðn Jónsson Fram 26 Gylfi Jóhannsson Fram 24 Sigurður Jðakimss. Haukum 23 Geir Friðsteinsson KR 22 Ólafur Ólafsson Haukum 22 Sigurður Einarsson Fram 22 Karl Jóhannsson KR 21 Agúst Ögmundsson Val 20 tij SUPER SILIC0NE með þessu vörumerki VATNVERJA Silícone / V'/ ^/ / *. ' é/ ' ' * Verndor þettu hús En ekkki þettu Bera skal á skeljaða og hraunaða veggi til að verja húðina og til varnar leka á húsinu. KÍSlLLIr LÆKJARGÖTU 6b • SÍMI 15960

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.