Vísir - 22.04.1968, Blaðsíða 10

Vísir - 22.04.1968, Blaðsíða 10
10 V1SIR . Mánudagur 22. aprfl 1968. Tilkynning í dag um nýjar kosningar í Kanada Hinn nýi forsætisráðherra Kan- ada, Pierre Elliot Trudeau, sagði í gær, að framtíð sambandsstjórnar- innar væri komin undir úrslitum í almennum þingkosningum, sem stofnað yröi til í sumar. Ríkisstjórnin kemur saman til fundar árdegis í dag, áður en þing- fundur hefst, og er liklegt, aö á þingfundinum verði tilkynnt nánara um fyrirhugaðar kosningar, Trudeau sagði í fyrradag, að skoð anamunur væri í stjóminni um kosningar, en kosningar í júní eins snemma í mánuðinum og lög leyfa, kynnu aö veita Frjálslynda flokkn- um þann meirihluta, sem hann hef- ur skort síðan er Lester Pearson myndaði stjórn sína 1963. í stjórninni eru enn margir ráð- herrar, sem voru í stjórnum Pear- sons. Mikilvægasta breytingin á 'stjórninni er, að Mitohell Sharp hefir tekið við embætti utanríkis- ráðherra af Paul Martin, sem verð ur málsvari stjórnarinnar á þingi. Trudeau er 46 ára. Hann hóf þátttöku í stjórnmálum fyrir aðeins þremur árum. Hann er andvígur aö skilnaði Quebec frá Kanada. í dag hefst í París ráðstefna fræðslumálaráðherra 19 landa frönskumælandi þjóða og á Quebec fylki þar fulltrúa. 1 NTB-skeyti segir að þátttakan frá Quebec geti valdið nýjum erfiðleikum f fransk- kanadískri sambúð. Gluggmnálíð í Vfsi á föstudaginn birtist grein um „Gluggamálið" svonefnda, eða þau skrif, sem oröið hafa út af tveimur byggingum f Reykjavík, Tollstöðvarhúsinu og viðbyggingu Landssfmahússins. í greininni var rakiö þaö, sem kom fram í yfirlýsingu frá fjár- málaráðuneytinu og greinargerð frá Póst- og símamálastjörn, og einnig skýrt frá viðtali, sem Alþýðublaðið átti við Axel Kristjánsson forstjóra. Síðasti hluti greinar þessarar er lausleg heildarsamtekt á, því sem kom fram í skrifum hinna opin- beru stofnana, en aftur á móti hef- ur dagblaðið Vísir ekki tekiö neina afstöðu til málsins. Auglýsið í Vísi Clussen — i6. síðu. síðar gjaldkeri og skrifstofustjóri hjá sama fyrirtæki til 1912. Fulltrúi var hann hjá firmanu Ó. Johnson & Kaaber 1912—18. Meðeigandi varð hann 1918 og síöan og nú stjórnarform. Hann var féiagi og stofnandi Fél. ísl. stórkaupmanna og form. þess frá stofnun 1928 tii 1934. Hann var aðhlræöismaður Hol- lands hér á landi síðan 1925, og starfaði í fjölmörgum nefndum og félögum. Hann var heiöursfélagi í Fél. ísl. stórkaupmanna og í Styrkt- ar- og sjúkrasjóði verzlunarmanna. Stína Brittn — Í7í—> 1. SÍðU. „Hvernig finnst yður aö syngja fyrir fslendinga?‘‘ „Mjög gaman, annars hefði ég heldur ekki komið. Ég vona bara að mér takist að ná góðu valdi á málinu", og þessa setningu segir Stina Britta á ágætri íslenzku. Hljómsveitarstjóri í „Brosandi Iandi“ verður Bohdan Wodizcho og með stærstu karlhlutverkin fara Ólafur Jónsson óperusöngvari og Arnar Jónsson. BÍLAR Bílar fyrir fasteignabréf. Bílar gegn mánaöarlegum greiðslum. Bílar við allra hæfi. Kjör við allra hæfi. Opið frá kl. 9-21. BÍLAKAUP Skúlagötu 55 — Sími 15812. Gardinía auglýsir Gardínubrautir úr plasti með viðarlitarborða á alla íbúðina, skrifstofur, sjúkrahús og skóla. Tökum mál og setjum upp ef óskað er. GARDINÍA Skipholti 17, 3. hæð. Sími 20745. Reykingamenn SÍGARETTU-VÉLARNAR margeftirspurðu komnar aftur. VERZLUNIN ÞÖLL • Veltusundi 3 (gegnt Hótel íslands-bifreiðastæðinu). Sími 10775. Sýning fyrir almenning AÐEINS LAUGARDAGINN 27. I LIDÓ. — Aðgöngumiðasala í Lídó föstu- daginn 26. og laugardaginn 27. kl. 16—18 báða dagana. Borð tekin frá fyrir matargesti. Sérstakar sýningar verða fyrir nemendur DANSSKÓLA HEIÐARS ÁSTVALDSSONAR, og geta fyrrverandi nemendur fengið miða á þær í Brautarholti 4 í dag og á morgun frá kl. 20—23. Dansskóli Heiðars Ástvaldssonar. BELLA Það var elskulegt af yður að taka við ávisuninni, bankinn minn viidi nefnilega ekki taka yið henni. VEÐRIÐ í DAG Norðan gola, rigning eða slydda með köfl- um fram eftir degi en léttir þá til. Hiti 1-4 stig. BLÖÐ & TÍMARIT Bókaútgáfan Rauðskinna hefur nýlega sent frá sér spennandi sakamálasögu, eftir Charles Willi ams, og nefnist hún „Flótti.“ Seg ir þar frá ungri stúlku, .Shannon Wayne og ýmsum ævintýrum, sem hún lendir í. Bókin fæst i bókaverzlunum. bílasi::dunin I dag er skoðað: HEIMSÚKNARTIMI A SJÚKRAHÚSUM Elliheimilið Grund. Alla daga kl. 2-4 os 630-7 Fæðingardeild Landspítalans. Alla daga kl. 3 — 4 og 7.30 — 8 Fæðingaheimili Reykjavikir Alla daga kl. 3.30—1.30 og fyrir feður kl 8-8 30 Kópavogshælið. Eftir hádegið daglega Hvítabandiö. Alla daga frá Kl 3—4 os> 7-7 30 Farsóttarhúsið .Alla daga kl. 3.30—5 og 6 30—7 Kleppsspitalinn. Alla daga kl 3-4 oe 6.30-7 Landspítalinn kl 15-16 og 1! 19.30 Borgarspítalinn við Barónsstig 14—15 og 19-19.30 Sólheimar, klj 15 — 16 og 19— 19.30.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.