Vísir - 23.04.1968, Blaðsíða 1

Vísir - 23.04.1968, Blaðsíða 1
».*v; .k'. -.\rt íu t..v'í <„ 58. árg. — Þriðjudagur 23. apríl 1968. - 88. tbl. Horfðu á norskt og sænskt sjónvarp í gærkvöldi Islenzka sjónvarpið sást hins vegar ekki / Mosfellssveit Sjónvarpsnotendur í Mos- fellssveit urðu heldur en ekki hissa í gærkvöldi, þegar ís- lenzka sjónvarpið „datt út“ skyndilega. Sumir urðu til þess að velja aðrar rásir, og þetta „fikt“ var ekki árang- urslaust, því á einni rás kom sjónvarpsstöðin í Osló inn, en þar var þulan að bjóða á- horfendum góðar nætur, en á annarri kom sænsk stöð inn. Svíar voru ekki á því að ljúka dagskrá svo snemma, og gátu menn því horft á hermála- umræöur í sænska sjónvarpinu og var myndin mjög skýr og talið sömuleiðis, þó að dálítill titringur væri öðru hverju á myndinni að sögn Sigurðar Sig- freðssonar í Reykjahlíð. Erlendar stöðvar hafa sézt öðru hverju á Norðurlandi eins og fram hefur komið í fréttum, en hér syðra hefur ekki orðið vart við það svo vitað sé. End- urvarpsstöð fsl. sjónvarpsins fyr ir Mosfellssveitina er á Skála- felli. Sjónvarpstæknimaður sagði í morgun: „Þetta er ákaflega sjaldgæft fyrirbrigði og gerist áreiðanlega ekki aftur á næst- unni. Þetta stendur í sambandi við loftlögin og hleðslu þeirra, skilvrðin hafa verið sérlega góð og því hafa erlendu stöðvarnar náðst svo vel í þetta skipti“. DAUÐASLYS í KEFLAVlK Þama niður féll Guðvarður og hafnaði ofan á lyftunni, en streng- urinn, sem sést, varð honum til lífs. ■ Á sjúkrahúsinu í Keflavík lézt í morgun Guðsteinn Gíslason, Hringbraut 66, af völd- um meiðsla, sem hann hafði hlotið þegar bíll, sem hann vann að viðgerð á, féll af upphækk- unum op ofan á hann. Vildi þetta til á sunnudag í bíla- verkstæðinu Vörðuveri á Nónvörðu en þar var Guðsteinn að vinna við bíl, sem stóð á upphækkunum. Var Hrapaði niður 7 m. hátt fall r sinu Slapp með marbletti — Nánast kraftaverk ■ 51 árs gamall maður hrapaði niður 7 metra hátt fall í nýju Landssímahússbyggingunni í morgun, en slapp furðanlega lítið meiddur fyrir eigin snarræði og skýra hugsun. ■ Guðvarður Sigurðsson, Háteigsvegi 11, bar sig vel og gerði bara að gamni sínu við lögreglumanninn, sem hitti hann að máli uppi á slysavarðstofu eftir slysið. Guðsteinn undir bílnum að dytta I húsið þegar í stað og kom í ljós að honum, þegar bíllinn rann ein- að hann hafði hlotið mjög alvarleg hverra hluta vegpa af upphækkun- meiðsli, m.a. höfuðkúpubrotnað. — unum og lenti ofan á honum. | Komst hann aldrei til meðvitundar Var Guðsteinn fluttur á sjúkra | og lézt í morgun. Lenda á svörtum lista — vegna innistæðulausra ávisana „Yfirgnæfandi meirihluti þess- ara ávísana var að upphæð und- ir 1000 krónum, sem sýnir glögg- lega hirðuleysið. Menn fara ekki að leggja saman í heftum sín- um, fyrr en þeir eru búnir að ávísa,“ sagði Björn Tryggva- son aðstoðarbankastjóri Seðla- bankans í spjalli við Vísi í morg- un um nýafstaðna skyndikönn- un Seðlabankans á innistæðu- laiiciim tpH/iim „Hæstu ávísanirnar hljóðuðu á annað hundrað þúsund krónur. * Yfirgnæfandi fjöldi þeirra, sem gáfu út þessar ávísanir, eru ein- staklingar, en það eru helzt fyrir- tæki sem gefa út stóru ávísanim ar“. „Hvað verður svo gert við þessa menn, sem gefa út innistæðulausar ávísanir?“ „Reikningum er lokað hjá þeim, sem hafa þarna framið ítrek Sagðist hann vera gamall glímu maður og hafa áttað sig á því strax, þegar hann fann sig hrapa, að það væri um að gera að kpma rétt niður, en honum vildi það til happs, að hann náði í streng, sem lá eftir lyftugöngum byggingar- innar, en niður þau hrapaði hann o"'ln af 3. hæð. Hann vann að þvi að koma efni upp á 3. hæð og var að koma fyrir talíu í lyftuopinu þar uppi, þegar hann steig á spýtu, sem lá yfir b'ftuopið til varnar því, að rnenn dyttu niður um það. En spýtan gaf eftir og við það | missti Guðvarður jafnvægið og hrap j Alhvítt á Vest- fjörðum og v/ðcr norðan- lands Talsverö snjókoma hetur verið í nótt á Vestfjöröum og norðanlands vestan Eyjafjaröar og dálítiö frost 1 gærkvöldi snjóaði dálítið á Vestur landi og varð alhvítt hér í Reykja vík. Ekki er gert ráö fyrir miklum breytingum á veðri i dag en spáð hægviðri og áframhaldandi snjó- komu fyrir norðan og vestan. Gera má ráð fyrir að snjóinn taki upp hér í Reykjavík í dag, en hér var' 1 stigs hitl i morgun. aði niður lyftugöngin — 7 m hátt fall. Bjuggust félagar hans við að finna hann á botninum liðinn, en ekki á lífi, svo iskyggilegar voru kringumstæður allar. En Guðyarði hafði tekizt að ná taki á streng í lyftugöngun- um og gat þánnig dregið svo úr fallinu, að hann slapp með mar bletti á mjöðm og handlegg, en tal ið var að hann væri óbrotinn. Eftir var þó að taka af honum röntgen I myndir, þegar blaðið fór í prentun. I „—.....----------------------------, ,--------------- — -------- Samvmnusamtökin treg að láta af einokunaraðstöðu í verzluninni: Stríi fyrir rétti í Ólafsfirði ■ Blaðið „lslendingur“ á Akureyri skýrir frá því í morgun, að nú standi yfir verzlunarstríð um mjólkursölu milli tve8gja aðila í Ólafsfirði, og komi málið væntanlega fyrir rétt á næstunni. Hér er um að ræða Mjólkursamlagið á staðn- um og Kaupfélagið annars vegar, en þessi fyrirtæki eru í nánum tengslum, og hins vegar verzlunina Valberg h.f., sem nokkrir ungir menn reka af miklum myndarbrag. Kaupfélag Ólafsfjarðar hefur eitt séð um mjólkursöluna á staðnum til þessa, en Valberg hf. hefur sótzt eftir því, að fá einn- ig að selja mjólk. Mjólkursam- lagið hefur ekki viljað neina samninga um það og aðeins boð- ið Valbergi hf mjólkina á út- söluverði. í grein „íslendings" kemur fram, að forráðamenn Valbergs hf. hafi jafnvel boðiö aðstoð viö kaup á áfyllingarvél- um, vegna kassaumbúða, en Mjólkursamlagið hefur aðeins vélar vegna 1 1. plastpoka. Þessu var hafnað og var þeim bænd- um, sem hlynntir vor.u samkomu lagi, hótað viðskipiabanni af hálfu Kaupfélagsins. Valberg hf. greip til þess ráðs, að kaupa mjólk frá Akureyri í 10 lítra kössum, enda þótt sú mjólk fengist heldur ekki nema á útsöluverði. En kassaumbúð- irnar þykja svo hentugar, að það réði úrslitum í innkaupum Val- bergs hf. á þessu stigi. — Þetta hefur Mjólkursamlagið i Óiafs- i firði nú kært fyrir fógeta, sem væntanlega tekur málið fyrir fljótlega, en kæran mun byggj- ast á því, að bannað sé að flytja mjólk á milli sölustaða. Þetta mál mun og hafa komið til kasta Kaupmannasamtak- anna, sem munu hafa rætt það við framleiðsluráð landbúnaðar- ins. Loks segir „Islendingur", að sams konar stríði í Húsavík, milli Mjólkursamlags KÞ og Búrfells hf., hafi. lokið með fullu samkomulagi um venjuleg við- skipti. En á fleiri stöðum en ÓI- afsfirði muni málið óleyst, t. d. á Fáskrúðsfirði, en verzlun þar hyggi á mjólkurflutninga alla leið frá Akureyri, — og að ó- gleymdu höfuðborgarsvæðinu. (

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.