Vísir - 24.04.1968, Blaðsíða 4

Vísir - 24.04.1968, Blaðsíða 4
 11*111 Hjónakornin, Elizabeth Taylor og Richard Burton skýrðu vinum sínum svo frá í vikunni, sem leið, að þau hefðu í hyggju að taka til fósturs barn frá Vietnam. Samkvæmt þvf, sem haft hefur verið eftir umboðsmanni þeirra í London, er aðeins eitt, sem stendur í vegi fyrir þvf að af þessu geti orðið strax. Elizabeth vill fá dreng, en Ric- hard vill fá stúlku. Umboðsmaður lét þess hins vegar ekki getið hvort, barnið ætti að vera frá Norður- Vietnam, eða Suður-Vietnam. Haft eftir Burton: „Við höfum þungar áhyggjur af strfðinu f Viet nam.“ „Það er svo fjarska lítið sem við getum gert, en tækjum við bam f fóstur, gæti það ef til vill orðið einn dropi f þann hafsjó hiálnarviðleitni, sem ' þegar hef- ur myndazt." Frúin hefur þegar tekið eitt bam í fóstur — dóttur þeirra, Marfu, sem er 6 ára, þýzk að bióðerni. Önnur böm þeirra eru dóttir hennar, sem hún átti með Mike heitnum Todd. og synir hennár tveir. sem hún átti méð Michael Wilding. Víða erlendis er fylgzt af at- hygli með fréttum af barþjónin- um, Mike Meany, sem hefur lát- ið grafa sig lifandi. Hann er nú búinn að liggja í kistunni f 61 dag, þar sem hún er grafin f London, en í gær ætlaði hann að láta grafa sig upp, en hann taldi. að hann væri búinn að setja heimsmet f þessari vit- leysu, þegar hann hefði legið und- ir yfirborði jarðar f 55 daga og í tilefni þess fékk hann sér þann dag nokkur glös af kampavíni í kistunni. ■ Ewa Aulin hin sænska, sem kjörin var feguröardröttnlng táninga og fékk fyrir bragðið hlutverk í kvikmyndiqni „Candy“ þarf ekki að hafa áhyggjur af atvinuuleysi þessa dag- ana. Myndin slær í gegn, og Ewa, sem nú býr í Róm er umsetin af ljósmyndurum. Stöku sinnum gefur hún sér þó tíma til að fara út að verzla - og þótt ung sé hefur hún orðið sér úti um tryggan förunaut, John Shadcno. Jackie Kennedy segir kokknum sínum upp ✓SAAAAAAAAAAAAAA/NAAAAAAAAAAAAAAAA/VSAAAA^ Þótti hún of lausmál Oheppileg byrjun i baráttunni fyrir útnefningu Bobbys Jackie Kennedy tókst illa til í startinu f aðstoð sinni við Bobby Kennedy, en eins og allir vita ætlar hún að hjálpa honum í baráttunni til þess að verða frambjóðandi demókrata f for- setakosningunum n. k. Jackie, sem var álitin mundu verða einhver bezti atkvæðaveið- arinn h'ans Bobbys, varð það á að reka kokkinn, sem reyndar er kona. Anne Marie Huste heitir tutt- ugu og fjögurra ára gömul þýzk- ættuð stúlka, sem hefur starfað sem mafreiðslukona Jackie Kennedy um nokkurt skeið, en um daginn sagði forsetaekkjan henni upp, vegna þess að henni þótti stúlkan ætla að gerast full málgefin. Jackie er dálítið sérlunduð að því levti. að hún kærir sig ekk- ert um að vinnuhjú hennar séu að bianda einkamálum hennar í opinber skrif. En það var einmitt það. sem Anne Marie gerði. Eða réttara saet: Það var það. sem tímarit- ið, sem birti nokkrum sinnum mataruppskriftir eftir hana, gerði. Anne Marie er meðal annars sérfræðingur í matargerð kaloríu- fátækra rétta. Tfmarit eitt f Am erfku. sem nefnir sig ..Vigtar- vörðurinn" básúnaði það út, að greinarhöfundur matarupnskrift- anna, sem það birti, væri matj- ráðskona Jackie Kennedv. en iafn; hliða gaf blaðið í skvn. að .Tackie bvrfti bráðlega kióla nr. 8 f stað 12 áður, vegna matargerðar þýzku matráðskonunnar. Frú Kennedy lagði heldur betur við hlustirnar, þeear hún hevrði. eftir að hafa séð tímaritið. að kokkurinn hennar hefði f hvggju að taka að sér umsjón nokkurra sjónvarpsþátta, þar sem hún sýndi húsmæðrum matargerð. Miðvikudaginn f sfðustú viku fékk svo Anne Marie skilaboðin: ,,Frú Kennedy telur það bezt fyrir alla aöila, að þér komið þangað ekki oftar ...“ Það var einkaritari forseta- ekkjunnar, sem tilkynnti Anne Marie þetta. Anne Marie var þá einmitt stödd hjá móður sinni, Anni Huste og skýrði síðar svo frá, að þetta hefði komið sér mjög á óvart. í „Ég var í þann veginn að leggja af stað þangað til þess að til- reiða kvöldverðinn, en af þvf varð þá ekki.“ Svo nú stendur þessi 24 ára þýzki kokkur uppi atvinnulaus og svipast um eftir nýrri sýslan, en tæpast barf hún að leita lengi. Brottrekinni matréiðslukonu Jackie Kennedv verður vafalaust tekið tveim höndum af hvaða sjónvarpsfyrirtæki, sem er, eða kokkabókaforlagi. Eitt blað hefur haft það eftir henni, að heitasta ósk hennar sé að eignast eina milljón dollara, áður en hún verði 25 ára gömul. „Það er kannski skrýtið að segja svo,“ segir hún sjálf, „þvf ég verö 25 í næsta mánuði." Þannig þvkir engin ástæða til þess að hafa áhyggjur af Anne Marie, en öðru máli gegnir um .Tackie. Mörgum bvkir henni hafs famazt illa þama, þótt aðrir hafi samúð með henni f málinu og finnist skolli hart, að fólk skuli ekki geta ráðið sér vinnuhiú, án bess að bað stefni beint að þvf að gera sér fébúfu úr fræeð vinnuveitandans. Flestjr telja bó að bessi fjölskvidumál Jackie verði enginn vinningur Bobbv f baráttu hans fvrir útnefnineu Demókratafiokksins. Atvinnuleysi skólafólksins Á hverju vori þegar nálgast þann tíma, að skólum liúki, þá reynlr unga fólkið að komast i vinnu til að krækja i nokkrar krónur til að elga í handraðan- um að haustinu, þegar skóli hefst að nýiu. En þó að nú sé víða komið fast að prófum og mörgum skólum taki brátt að ljúka, þá hefur viðleltnl unga fólksins í þá átt aö tryggja sér vinnu í sumar gengið heldur ilia, jafnvel miklu verr en oft ,'ður. Margar þær atvinnugreinar, sem imgt fólk fékk helzt starfa við, hafa annað hvort dregið saman seglin eða þá að atvinnu hættimir hafa gjörbreytzt svo, að ekki er þörf á starfskröftum unga fólksins. Má í því sam- bandi nefna vegavinnu, sem er nú nær eingöngu unnin með stórvirkum véium, en ekki að miklu leyti meö handaflinu, eins hvort ekki er brýn nauðsyn á því, að ungu fólki veröi hasl- aöur völlur á einhverju sviði athafnalífsins, tekin fyrir ákveð in framkvæmd eða verkefni, sem talið er hæfa ungu eingöngu, en vegna óhemju- legrar eftirspurnar eftir vinnu- afli undanfarin ár, þá hefur það tíðkazt að greiða unglingum allt niður í ferminearaldur sama kaup og fullþjáifuðum starfs- mönnum. Nú þegar skórinn kreppir að, þá fúlsa unglingarn- ir við því að vinna handtak nerna fyrir geipikaup, og vilja iafnvp] sumir ganga vinnulaus- ir ella. En á því hafa fæstar fjölskyldur efni að hafa unga fólkið vinnulaust, en verða þó að sjá þeim fyrir einhverjum eyðslueyri til að svala brýnustu skemmtanaþörf. Það æskilega væri að ungiing- arnir ættu kost á hæfilega erf- iðri vinnu, sem þörf er á að framkvæma, en kaupið yrði í samræmi við afkastagetu og vinnureynslu meginborrans af unglingunum, bannig að ekki verði gengið of nærri þreki þeirra. Lausn á atvinnuleysi unglinga sem er yfirvofandi um leið og sumarlevfi verða gefin í skól- um. er mjög brýn. því athafnaleysið á götum ljorgar- innar og stóru bæjanna hefur margar skuggahliðar f för með sér. Þrándur í Götu. og áður var. Vöntunin á fólki fólki. Má t. d. nefna sand- til fiskiðnaðarins er ekki eins græðslu eða meiri háttar jarð- stórkostleg, eins og oft áður, rækt, eöa iafnvel einhverjar en margt af ungu fólki fékk byggingaframkvæmdir. sumarvinnu við fiskvinnu. Þann Mörgum mun finnast ýmsir ig er þetta í mörgum greinum. annmarkar á því að framkvæma Það er mikið íhugunarefnl, stór verkefni með ungu fólki

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.