Vísir - 27.04.1968, Blaðsíða 1

Vísir - 27.04.1968, Blaðsíða 1
íslenzkar friðarsveitir? — ungur sænskur prestur kynnir sl'ika starfsemi 38; árg. - Laugardagur 27. apríl 1968. - 91. tbl. Friðarsveitir hafa verið Is- lendingum ókunnugar til þessa, en hér er nú staddur ungur sænskur prestur, séra Jonas Jonsson, sem hyggst kynna starfsemi og tilgang slíkrar starfsemi fyrir Islend- ingum. Blaðamenn fengu að spjalla við séra Jonas á blaða mannafundi með séra Árelí- Vibskiptamálarábherra á blabamannafundi: „Stofnun norræns tollahandalags gerír íslendingum aíild að EFTA nauðsynlegri" — Gætum ekki orbib abilar crð Jollabandalagi Norburlandanna' Áhugi hinna f jögurra Norðurlandanna á stofn- un norræns tollabanda- lags, eða jafnvel nor- ræns efnahagsbanda- lags, hlýtur að ýta undir okkur að hraða athugun á möguleikum til þess að ganga í EFTA, — sagði Gylfi Þ. Gíslason, við- skiptamálaráðherra, á fundi með blaðamönn- um í gær. Ráðherrann var nýkominn heim af ráðherrafundinum í Kaupmannahöfn, sem forsætis-, utanríkis- og viðskiptamálaráð- herrar Norðurlandanna sóttu. Skýrði hann b'laðamönnum svo frá, að eitt mál heföi verið athyglisverðast á ráðherrafund- inum — frá bæjardyrum Islend- inga séð — en það hefðu verið umræðurnar um stofnun norræns tollabandalags, nor- ræns efnahagsbandalags og fjár festingarsjóðs Norðurlandanna. „Dönum, Norðmönnum og Sví um, sem allir hafa sótt um að- ild að Efnahagsbandalaginu, þyk ir dragast nokkuð á langinn, aö þeim verði veitt aðild, og telja að langur tími muni líða, áður en af þvf veröur" sagði Gylfi Þ. Gíslason. „Því vilja þeir gera eitthvað á eigin spýtur og einkum hafa Danir knúið á um það, að at- huguð verði stofnun „Tolla- bandalags Norðurlandanna", eða jafnvel „Efnahagsbandalags Norðurlandanna". >ar er um að ræða að taka upp þráðinn, þar sem frá var harfiö fyrir 10 ár- um, en þá var rætt um þetta í fu'llri alvöru." Hugmyndin er sú, aö Norður- löndin taki upp einn sameigin- legan toll gagnvart öðrum lönd- um, en fel'li tolla á iðnaöar- og landbúnaðarvörum innbyrðis. „Engin endanleg ákvörðun var tekin á ráðherrafundinum um þetta, en hins vegar komu hin Noröurlöndin sér saman um það að setja á laggirnar embætt ismannanefnd, sem skyldi at- huga þessi mál og jafnframt hugmynd um stofnun „Fjárfest ingarsjóðs Norðurlandanna". M-^- 10. síða. usi Níelssyni sem er formað- ur Bandalags æskulýðsfélaga í Reykjavík, fni Herdísi Tryggvadóttur. sem var aðal- hvatamanneskja að komu ^séra Jonasar hingað, auk ým- • issa annarra sem hafa áhuga 'lá þessu máli. • Séra Árelíus sagði blaðamönn • um að mikill áhugi fyrir friöar J sveitum hafi kviknað hér á landi • hjá ýmsum aðilum, og kvaðst • hann sjálfur hafa farið utan til •aö kynna sér sh'ka starfsemi. • Fyrir tilstilli séra Jóns Bjarm- Jan og þá einkum frú Herdísar, • var séra Jonas fenginn hingað • til lands, en hann starfar þó •ekki á vegum friðarsveitanna • sænsku, heldur á vegum sænsku Jkirkjunnar. Hann þekkir hins • IM" 10. síða. // Iðnaðurinn fái að fylgjast náið með" — segir 'i ályktun ibnrekenda um EFTA Ársþingi iðnrekenda 1968 lauk f gær. Lokafundurinn hófst með hádegisverði að Hótel Sögu. Fundarstjóri var kjörinn Sveinn B. Valfells og fundarritari Þor- varður Alfonsson, framkvæmda- stjóri Félags ísl. iðnrekenda. Jón as Haralz forstjóri Efnahags- stofnunarinnar flutti rœðu um atvinnuþróun á Islandi og gerði grein fyrir atvinnuskiptingunni eftir starfsgreinum eins og hún hefði verið og eins og líklegt væri að hún yrði á næstu tveim- ur áratugum. Jafnframt gerði Jónas Haralz grein fyrir sam- hengi þessarar þróunar við mark aðsbandalögin í Evrópu og þá sérstaklega Fríverzlunarbanda- lagið. Að lokinni ræðu Jónasar Haralz voru fjölmörg hagsmunamál iðnað- arins tekin til umræðu þ. á m. afstaðan til Friverzlunarbanda'lags- ins. Goðafoss seldur Sm'ibi þriggja nýrra skipa fyrir E. I. undirbúin Eftirfarandi ályktun var gerð: „Ársþing iönrekenda 1968 telur nauðsynlegt, að fram fari á því rækileg athugun, hvernig framtíð- ar hagsmunir íslenzks atvinnulífs verði bezt tryggðir með ti'lliti til þeirrar þróunar, sem átt hefur sér stað á undanförnum árum á sviði alþjóðaviðskipta og þá einkum við myndun markaðsbandalaga í Evr- ópu. Með tilvísun til yfirlýstrar stefnu ríkisstjórnarinnar f þessum efnum leggur ársþing'ð áherzlu á, að samtökum iðnaðarins veröi gef- inn kostur á að fylgjast náið með þeim athugunum, sem fram fara nú á hugsanlegri aðlid að EFTA og iafnframt að fyflsta tillit veröi tekið til beirra fsjðnarmiða er fram koma frð iðnaðinum. Felur ársþingið stjórn Félags ís- lenzkra iðnrekenda að fylgiast vel með framvindu þessara mála og kynna þau félagsmönnum, =vo sem kostur er." Ársþinginu var slitið um kl. 17.00 af formanni Félags íslenzkra iðn- rekenda Gunnari J. Friðrikssyni. Mesta kjurnorku- sprenging neðan- jarðar til þessa — í gær 'i Nevada- aubninni. Styrkleikinn 1,2 milljónir lesta ¦ Kjarnorkustofnun Bandarfkj- anna Iét í gær framkvæma mestu kjarnorkusprengingu til þessa dags í Nevadaauðninni. Styrkleikinn var 1,2 milljónir lesta. Kjarnorkuráöið hafði birt aðvar- anir þess efnis, að áhrifanna kynni að gæta í allt að 400 km. fjarlægð. Starfsmenn í stjórnarturninum 160 km. vegarlengd frá staðnum, þar sem sprengingin átti sér stað, urðu ekki varir neinna hræringa. 1 Las Vegas sveigðust veggir skýjakljúfa 10—12 sentimetra en engar fréttir bárust um verulegt tjón. Sprengjunni var komið fyrir 1200 metra í jörðu niðri. M.s. „GOÐAFOSS" elzta skip Eimskipafélagsins, byggt hjá skipa- smíðastöð Burmeister & Wain f Kaupmannahöfn 1948, hefur verið á sölulista um nokkurt skeið. Hafa nú tekizt samningar um sölu á skipinu ti'I skipafélagsins Cape Horn Shipping Development Cor- poration í Monroviu í Líberíu. Verð ur skipið væntanlega afhent kaup- endum í síðari hluta júnímánaðar. Félagið hefur nú í undirbúningi smíði tveggja nýrra frystiskipa og eins skips til almennra vöruflutn- inga. Er gert ráð fyrir, að byggingu þeirra megi ljúka á árunum 1970 og 1971. Skipin munu verða útbúin öllum nýtízku tækjum, sjálfvirkni í vélarúmi og verða lestar og lest- arútbúnaður gerður með það fyrir augum að tryggja fljóta fermingu og affermingu. Varanleg merk- ing gatnanna V í fyrradag var byrjað á því að merkja götur borgarinnar á nýjan pg endingarbetri hátt en gert hefur verið áður. Hingaö var fengin vélasamstæða frá Danmörku sem fraesir malbikið upp og síðan er settur hvítur massi í raufarnar. í gær var verio að merkja Borgartúnið á þennan hátt. Gert er ráð fyrir, að véla- samstæða þessi verði notuð við merkingar þessar i nokkurn tíma, og vonazt tll, ef veður leyfir, að merkingum gatna verði komið nokkuð áleiðis, er umferfarbreytingin verður 26. maí n. k.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.