Vísir - 27.04.1968, Blaðsíða 8

Vísir - 27.04.1968, Blaðsíða 8
3 V í SIP. . Laugardagur 27. april 1968. VÍSIR Útgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoöarritstjóri: Axel Thorsteinsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Bergþór Úlfarsson Auglýsingar: Þingholtsstræti 1. Símar 15610 og 15099 Afgreiðsla: Hverfisgötu 55. Sími 11660 Ritstjóm: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur) Áskriftargjald kr. 115.00 á mánuöi innanlands í lausasölu kr. 7.00 eintakiö Prentsmiðja Vísis — Edda hf. Ráðvillt stjórnarandsfaða Tíminn lætur ekki af þeirri fásinnu, að reyna að telja þjóðinni trú um að hún hafi ekki orðið fyrir neinu teljandi efnahagslegu áfalli. Það hljóta að vera ráð- villtir menn, sem ekki skilja, að með slíkum þvættingi opinbera þeir fyrir alþjóð eigin vanmátt og skilnings- leysi. Blaðið sagði nú á dögunum að erfiðleikar okkar stöfuðu mest af því, að við hefðum ekki búið rétt í góðærinu. Allir vita þó að framfarir og framkvæmdir hafa aldrei verið meiri í sögu þjóðarinnar en á þess- um árum. Lífskjör almennings hafa aldrei verið eins góð og hlutdeild hans í afrakstrinum aldrei meiri. Með öðrum orðum, almenningur fékk í sinn hlut meira af stórauknum þjóðartekjum en nokkru sinni áður. Er það þetta sem Tíminn á við þegar hann segir „að við höfum ekki búið rétt í góðærinu“? Ekki hefur verið svo að skilja á málgögnum stjómarandstöð- unnar. Þau hafa þvert á móti haldið þvf fram, að al- menningur fengi of lítið í sinn hlut. Þau hafa heimtað auknar framkvæmdir, stórbætta þjónustu á ýmsum sviðum og hækkuð laun, en jafnframt lægri fjárlög! En einmitt vegna þess að afrakstri góðu áranna var dreift meðal þjóðarinnar svo sem raun ber vitni, ætti almenningur að vert betur undir það búinn en ella, að taka á sig nokkrar byrðar um stundarsakir, meðan verið er að komast yfir þá erfiðleika, sem verð- fall, aflabrestur og ótíð hafa valdið. Og það er vandséð hvernig þjóðin á að geta staðið af sér slík áföll, ef allir taka ekki í hlutfalli við getu sína á sig þær skyld- ur og byrðar sem af stórminnkuðum þjóðartekjum leiðir. Tíminn segir að ríkisstjórnin hafi vanrækt upp- byggingu atvinnuveganna og styður þá fullyrðingu með því, að togurum hafi fækkað. Skyldi nokkur trúa því, að afkoma togaraútgerðarinnar væri betri, ef Framsókn hefði farið með völd í landinu undan- farinn áratug? Sagan kann ekki frá því að greina, að ráðherrar Framsóknar hafi unnið slík kraftaverk. En viti ritstjóri Tímans það ekki, er rétt að benda honum á, að síðai. Framsókn lét af stjórn í landinu hefur átt sér stað stórfelld uppbygging í sjávarút- vegi og fiskiðnaði. Fiskiskipaflotinn hefur vaxið meira á þessu tímabili en nokkru öðru. Skipin eru stærri og búnaði öllum og veiðitækni hefur fleygt fram. Hvað heldur Tíminn að veiðzt hefði af síld á undanförnum árum, er þessi útbúnaður og tækni hefði ekki verið .komin til sögunnar? Og veit Tíminn ekki að á tíma- bilinu frá árslokum 1958 til ársins 1966 nam aukning fiskiskipaflotans um 400% að rúmlestatölu? Eru það ekki ráðvilltir menn, sem vaða þannig reyk, eins og þeir viti ekkí hið sanna, en mæla þó senni- lega flest gegn betri vitund? •'j \\ j * .1 j { { ( \ / 2HH Rúmenskum leiðfoga vikið úr öllum trúnaðarstöðum vegna misferlis í málarekstri Ceauscescu forseti Literaturnaja Gazeta kallar Ginsburg og Galanskov stjórnmálabófa Allmargir rithöfundar í Sovét rikjunum, sem rituðu undir mót mæli vegna Ginsburg-réttarhald anna, hafa fengið aðvörun um, að það kunni að Ieiða til brott- reksturs úr rithöfundafélaginu, að beir með undirskrift sinni brutu eegn því ákvæði sam- þykktar félagsins aö berjast gegn borgaralegum áhrifum og endurskoðunarstefnu. Einn undirskrifenda Jurij Pilj- ar hefur afturkallaö undirskrift sína að mótmælunum — eins og það er orðað — og birtir bókmenntatímaritið Literat- umaja Gazeta bréf Piliars um þetta. í bréfinu kveðst Piljar hafa skrifað undir mótmælin án Tveggja daga fundi utanrfkis- ráðherra Norðurlanda lauk i Osló í gær. M.a. var rætt úm styrjöldina í Vietnam, afvopnun, ástand og horfur í nálægiiíú Austurlöndum, þróunina i suö- urhluta Afríku og ástandio , Grikklandi. Á fundi með fréttamönnum eftir að fundinum lauk saeði Torsten Nilsson utanríkisráð- herra Svíþjóðar, að hann liti svo á að Noröurlöndin fimm litu sömu augum á Vietnamstyrjöld ina og að þau teldu æskilegt aS samkomulagsumleitanir um frið gætu hafizt sem fyrst, og að ein hugur n’kti um að Norðurlöndin tækju virkan þátt í þvi viðreisn arstarfi, sem inna þyrfti a* hendi eftir stvriöldina. Nilsson kvaðst vera ánægður með hversu háttað væri stjórn- málslegu iafnvægi á Norðurlönci um, þar sem Noregur og Dan- mö,rk væru f Norður-Atlants- þess að hafa lesio textann, og kemur þar fram, aö hann hafi skrifað undir af léttúð og trú- girni. — Fyrrnefnt tímarit seg- ir frá umraeðum í stjórn rithöf- undafélagsins og nefnd, um framferði vissra Moskvu-rithöf- unda, sem hafa reynzt sekir um pólitíska léttúð, og segir þá hafa óvirt eða ekkert skeytt um grundvallaratriði, og gefið umheiminum villandi upplýsing- ar, en þeir sem sýni slíkt á- byrgðarleysi veröskuldi ekki heitið sovét-rithöfundar. Tíma- ritið telur Ginsburg og Gal- anskov í þeim hópi ok kallar þá stjórnmálabófa („pólitíska skúrka"). hafsbandalaginu og Svíþjóö og Finnland hlutlaus — þetta ætti sinn þátt. Varnarmál Norðurlanda voru einnig til umræðu kvaðst Nils- son ánægðar með bað jafnvægi sem náðst hefði og leitt hefði til aukinnar festu ? sam- búð austurs og vesturs, og benti hanr. á er hann ræddi ;:eíta ‘afnvægi, að Noregur og Danmörk væru í Norður-Atlants nafsbandalaginu og Finnland og Svíþjóð hlutlaus. Ennfremur var rætt um sátt- málann til þess að hindra dreif ingu kjarnorkuvopna, og nauð- syn þess. að í kjölfar hans kæmi bann við kiarnorkusprengingum neðanjarðar. Eining var um afstöðu Norður landanna til kynþáttamála. Ein- ing var að styðja að því, aö Finnland fengi sæti í Öryggis- ráðinu. Næsti utanríkisráðherra fundur verður í Stokkhólmi 3. og 4. september. — MBBB Einum helzta leiðtoga Rúmeníu Alexandru Draghici, var í gær vikið úr öllum trúnaðarstöðum, vegna misferlis í málarekstri. Til kynning um þetta var birt að Ioknum fjögurra daga fundi mið- stjómar kommúnistaflokksins að öllum fulltrúum mættum. í tilkynningunni segir, að Dragici, sem var ábyrgur á þeim tíma sem misferli átti sér stað, fyrir öryggismálum landsins, hafi veriö vikiö úr æðstu stjóm flokksins og framkvæmdanefnd og sviptur stööu sinni sem vara- forsætisráðherra. Þar sem hann og verður að láta af öllum öðr- um skyldustörfum fyrir flokkinn er ekki lengur um neina teljandi andspyrnu að ræða gegn flokks- leiðtoganum Nicolae Ceausescu forseta. Greinilegt er, að „menn hafa ekki viljað stíga svo rót- tækt skref, að víkja Draghici úr flokknum, og þar með ryðja brautina fyrir málssókn gegn honum“. Draghici var meðal þeirra kommúnista, sem fylgdu hinni höröu stefnu, sem fylgt var á stjórnartíma Gheorghe Ghiorghu Dej forsætisráöherra, en Ceaus escu tók við af honum fyrir um fimmtán árum. Hann er nú sakaður um, að vera sá, sem lagði til sönnunar- gögnin sem leiddu til þess, aö Lucretiu Patranescu var dæmd- ur til lífláts 1954 og tekinn af lífi fyrir njósnir. í tilkynningunni segir, að hin- ar jarðnesku leifar Patranescus verði nú fluttar í kirkjugarðinn í Búkarest, þar sem hetjur þjóð- arinnar eru grafnar. Draghici var vikiö frá starfi sem aöalritari miðstjómar í des- ember í fyrra, er Ceausescu varð forseti Rúmeníu. Árið 1953, er hann var yfir- maður öryggisþjónustunnar, var sagt að hann væri sá meðal kommúnistiskra leiðtoga, sem óttuðust um framtíð sína, eftir að yfirmaður sovézku öiryggis- málanna var sviptur starfi og tekinn af lífi. 83 Norskir fiskimenn ætla nú að gera tilraunir með að veiða lax á línu utan 12 mílna markanna, að um 100 bátar f Nordland, Tromsö og Finnmerkurfylki með um 300 fiskimönnum muni nú fara á slíkar veiðar, en af þeim hafa erlendir fiskimenn haft góð ar tekjur. Norskir fiskimenn geta lagt á land slíkan afla í Noregi, en það geta erlendir fiskimenn ekki. Haft er eftir Einar Wönne eftirlitsstjóra, að laxastofninum sé hætta búin af rekneta- og línuveiði. Á Eng- landi og Skotlandi hefur fyrir Iöngu verið bannað að landa laxi veiddum í reknet. Bíran hefur lokað landamærum sínum gegnt Pakistan vegna kólerufaraldurs í Vestur-Pakist- an norðan Karachi o.g er sagt, að 200 manns hafi látizt. Fundi utanríkisráð- herra Norðurlanda í Osló lauk í gær

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.