Vísir - 27.04.1968, Blaðsíða 10

Vísir - 27.04.1968, Blaðsíða 10
10 V í S IR . Laugardagur 27. apríl 1968. Frnnskea báka- Franska bókasýningin hefir verið framlengd til sunnudagskvölds, en upphaflega var svo ákveðið, að henni skyldi ljúka á fimmtudags- kvöld. Hún veröur því opin í dag og á morgun kl. 2—10. Aðsókn að sýn- ingunni hefir verið mjög góö. Iceland Keview — i6. síðu. komu Norðmanna. Fleiri greinar og þættir eru í blaðinu, sem skartar mörgum myndum, bæði svart-hvít- um og litmyndum. Tollcibandalag — >- 1. Síðu. Skyldi nefndin gera tillögur um þessi efni og ráögert, að þær yrðu tilbúnar um næstu mán- aöamót, þótt það geti breytzt!" „Við sögðumst vilja fylgjast með þessum athugunum, en við Nemendasmkg Verður haldin í IÐNÓ sunnudaginn 28. apríl kl. 3.00. Aðgöngunliðasala frá kl. 4—6 laugardág og frá kl. 1 sunnudag. j •' T • Borgarspífalinn Stöður tveggja sérfræðinga í svæfingalækningum og tveggja aðstoðarlækna f sömu sérgrein eru lausar til um- sóknar. Upplýsingar varöandi stööurnar veitir Þorbjörg Magnús dóttir, yfirlæknir. Laun samkvæmt samningi Læknafélags Reykjavíkur við Reykjavíkurborg. Stöðurnar veitast frá 1. ágúst n.k. eða samkvæmt nánara samkomulagi. Umsóknir, ásamt upplýsingum urr nám og fyrri störf sendist Sjúkrahúsnefnd Reykjavíkur, Borgarspítalanum Fossvogi fyrir 27. maí n.k. Reykjavík 26. 4. 1968! Sjúkrahúsnefnd Reykjavíkur. ; Borgarspítalinn SJÚKRAÞJÁLFARAR (fysioterapeuts) Stööur tveggja sjúkraþjálfara eru lausar til umsóknar. Upplýsingar varöandi stööurnar veitir framkvæmda- stjóri spítalans. Stöðurnar eru lausar og veitast nú þegar, eða eftir nán- ara samkomulagi. Umsóknir, ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf sendist Sjúkrahúsnefnd Reykjavíkur, Borgarspítalanum Fossvogi fyrir 10. maí. n.k. ReykjavLc, 26. 4. 1968. Sjúkrahúsnefnd Reykjavíkur. myndum varla eiga samleið með þeim 1 þessum efnum“, sagði ráðherrann við blaðamenn. „Ég tel að við íslendingar get um ekki tekið þátt í tollabanda- lagi með hinum Norðurlöndun- um, né efnahagsbandalagi vegna okkar aðstöðu. Ca. 25% af heildarinnflutn- ingi okkar flytjum við inn frá hinum Norðurlöndunum, en það eru aðallega iðnaöarvörur, sem hér er á verulegur tollur. Ca. 20% af útflutningi okkar flytjum við til þeirra, en það eru yfirleitt sjávarafurðir, sem lítil'l sem enginn tollur er á.“ Samkvæmt því, sem ráðherr- ann þarna benti á, er stórt bil miili þess, að Islendingum yröi hagur aö því að fella niður toiia á iðnaðar- og landbúnað- arvörum, sem fluttar yrðu inn frá Norðurlöndunum. „Ef þeir gera alvöru úr stofn un slíks tollabandalags, verðum við að athuga frekar möguleik- ana á inngöngu í EFTA. Við verðum að hraða þeim athug unum og heizt hafa lokið þeim fyrir áramótin næstu. Aðild að EFTA yrði okkur mun auðveldari, en aðild að slíku norrænu tollabandalagi, því að ca. 40% af útflutningi okkar flytjum við til EFTA- landanna. Þar eigum við stóra markaði, eins og t. d. í Bret- landi, en þar myndu okkur opn ast mikiö stærri markaöir með aðild aö EFTA. Stofnun norræns tollabanda- lags myndi gera okkur slíka að- ildi nauðsynlegri", sagði Gylfi Þ. Gíslason, viðskiptamálaráðherra undir lok fundarins. Friðarsveítir — »-> 1. Sfðu. vegar vel til starfs friðarsveita, og hefur hann ferðazt víða um heim, m.a. um Tanzaníu og Suð- ur-Afríku- og kynnt sér málefni ýmissa vanþróaðra ríkja. „Ég geri ráð fyrir að Islend- ingar séu ennþá of fámennir til að koma slíkum friðarsveitum á laggirnar" — sagöi séra Jonas, „en ég get ekki séð ieitt því til fyrirstöðu að stofnaðar verði friðarsveitir hér í samvinnu við sænsku . og norrænu friðarsveitimar. Starfið er fólgiö í því, að mennta ungt fólk, svo sem hjúkrunarkonur, verkfræð- inga o. fl„ og sfðan er það sent til vanþróaðra landa, svo sem Tanzaníu, Indlands, og ýmissa fleiri landa. Sænska ríkið styrkir þessi samtök, en að öðru leyti starfa þau algerlega óháð. Ungt fólk um allan heim hef- ur sýnt þessari starfsemi mikinn áhuga, enda snerta vandamál þessara landa allt ungt fólk dag, þar sem þróun þeirra og uppbygging hefur mikiö að segja fyrir framtíðina", sagði séra Jonas. Séra Jonas hefur haldið nokkra fyrirlestra hér um þessi mál, og var hann í gærkvöldi í Háskól- anum. Hann mun flytja fyrir- lestra í menntaskólunum og víð- ar, en hann fer héðan 1. maí. TÓNLEIKAR : Kennaraskólakórinn 1968 held J ur tónieika n.k. sunnudag kl. 3» e. h. í Austurbæiarbíói. Stjóm- • andi er Jón Ásgeirsson. J Einsöngvari með kórnum er • Helgi Einarsson, en undirleik J annast Jón Stefánsson á níanó, • Eysteinn Jónasson og Snorri o Snorrason, báðir á gítar. J Eftir tónleikana þ. e. á mánu- * dag, fer kórinn i ferðalag og er J ferðinni heitið um Borgarfjörð. • Hins vegar ættuð þér að spyrja konuna í kjallaranum, ég fæ nefni lega alltaf lánaða ryksuguna henn ar, og hún er orðin anzi léleg. TILKYNNINGAR Aöalfundur Hins ísl. biblíufé- lags verður í Dómkirkjunni í Reykjavík n.k. sunnudag 28. apríl í framhaldi af síðdegisguðsþjón- ustu, er hefst kl. 17. Dagskrá: 1. Aöalfundarstörf. 2. Önnur mál Stjórn Biblíufélagsins. Raðklefs — Nýr Til sölu. Upþlýsingar í símum 14523 og 11451.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.