Vísir - 29.04.1968, Blaðsíða 8

Vísir - 29.04.1968, Blaðsíða 8
3 V í S IR . Mánudagur 29. apríl 1968. VISIR Otgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Bergþór Olfarsson Auglýsingar: Þingholtsstræti 1. Sfmar 15610 og 15099 Afgreiðsla: Hverfisgötu 55. Sími 11660 Ritstjórn: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur) Áskriftargjald kr. 115.00 á mánuði innanlands í lausasölu kr. 7.00 eintakiö Prentsmiðja Vísis — Edda hf. Lítill samdráttur í iðnaði í fyrra var stöðnun og samdráttur í iðnaðarfram- leiðslu íslendinga eftir nokkurra ára blómaskeið. Ár- in 1960—1966 hafði iðnaðarframleiðslan aukizt að meðaltali um 4*6% á ári. Enn eru ekki til tölur um út- komuna árið 1967, en bráðabirgðakönnun Félags ís- lenzkra iðnrekenda bendir til þess, að framleiðslan hafi þá staðið í stað og jafnvel dregizt saman. Þetta eru vissulega mikil umskipti. Þau vekja samt ekki sérstaka undrun, því að almennur samdráttur var í íslenzku atvinnulífi árið 1967. Þjóðarframleiðsl- an minnkaði um 1,5%, og er ekki fjarri lagi að telja iðnaðarframleiðsluna hafa minnkað í svipuðum mæli. Þessi samdráttur er svipaður og hjá mörgum ná- grannaþjóðanna. Jafnvel í Vestur-Þýzkalandi minnk- aði þjóðarframleiðslan um 1% árið 1967. Enn verra var ástandið í löndum eins og Bretlandi, Danmörku og Finnlandi. Hins vegar jókst þjóðarframleiðsla Banda- ríkjamanna um 3%, en það var vegna verðbólgu og Vietnam-stríðsins. Samdrátturinn í iðnaðarframleiðslu íslendinga hef- ur því fylgt almennum samdrætti hjá iðnþróuðum þjóðum. Engin ástæða er til að óttast, að þessi al- menni samdráttur verði langvinnur, ef Bandaríkja- mönnum tekst að leysa vandamál gjaldmiðils síns. Um sjávarútveginn gildir öðru máli. Samdrátturinn þar var vegna aflabrests og einnig vegna verðlækk- ana á erlendum mörkuðum. Á þessum sviðum eru jafnan miklar sveiflur. Er athyglisvert, að sveiflur á markaðsverði matvæla eru jafnan miklu meiri en á verði iðnaðarvöru. Af þessum vandamálum hafa ís- lendingar dregið ýmsan lærdóm. í fyrsta lagi er það nú stefna íslenzkra stjórnvalda að koma upp verðjöfnunarsjóðum í sjávarútvegi og fiskiðnaði. Framkvæmdir eru þegar hafnar í frysti- iðnaðinum. Þessir sjóðir eiga að draga úr verðsveifl- um og skapa atvinnuvegunum þannig meira öryggi. Fyrirtækin borga í sjóðinn, þegar verðið er hagstætt, en fá fé greitt úr honum, þegar verð er óhagstætt. Um leið er hindrað, að þessar sveiflur valdi almennri verð- bólgu í þjóðfélaginu. í öðru lagi hefur athygli manna beinzt meira en áður að nauðsyn þess að efla hér á landi atvinnugreinar, sem síður eru háðar sveiflum, og þá fyrst og fremst iðnaðinn. Ríkisstjómin hefur unnið mikið að eflingu stóriðju, sem þarf mikla orku og mikið fjármagn. Þess ar aðgerðir voru umdeildar á sínum tíma, en gagnrýn- in er nú þögnuð- enda skilur þjóðin nú mikilvægi máls- ins. Mikil áherzla er einnig lögð á eflingu þess iðnað- ar, sem fyrir er í landinu, og hefur honum fleygt fram á undanfömum árum. Iðnaðurinn hefur sýnt styrk sinn í erfiðleikum þeim, sem nú ríkja í atvinnulífinu. Nú ríður þjóðinni á, að svo verði einnig á þessu ári og framvegis, — að iðnað- urinn hafi bolmagn til stórsóknar inn í framtíðina. •’/f ;{ i )) w RUDOLF HESS 74 ÁRA Luktur inni í Spunduu-fungelsi í 27 úr — og er þur eini funginn í NTB-frétt um 74 ára afmæli Rudolfs Hess, sem var einn af helztu forsprökkum nasizta á valdatíma Hitlers, segir að horf ur séu enn daufari en nokkru sinni fyrr, að honum verði sleppt úr fangelsi, þ. e. Spandau fangelsinu í Vestur-Berlin, en Hess er þar nú einn eftir af þeim, sem dæmdir voru til að taka þar út hegningu sína. Spandau-fangelsið er í Vestur Berlfn, og annast rússneskir varðmenn gæzluna með brezk- um, frönskum og bandarískum. Heilsufarslegra ástæðna vegna, væri sennilega fyrir alilöngu bú- ið að náða Hess og veita hon- um frelsi, ef Sovétstjórnin hefði ekki ailtaf staðið gegn þvf, f hvert sinn, sem upp á því hefur verið fitjað. Rudolf Hess flaug sem kunn- ugt er til Bretlands 10. maí 1941 (að eigin frumkvæði, er hann sjálfur sagði) til þess að greiða fyrir friði. Ekki var því trúað og hann af ýmsum geggjaður tal- inn, og verður sú saga ekki endurtekin hér, en f 27 ár hefur þessi maður verið luktur inni, og er nú eini fanginn sem eftir er í Spandau-fangelsi, en þar eru klefar fyrir 600 fanga. Við réttarhöldin í Ntirnberg var hann sýknaður af ákærunni um stríðsglæpi, en sekur fundinn um þátttöku f undirbúningi aö árásarstyrjöld og að samsæri gegn heimsfriðnum, og fyrir þau afbrot var hann dæmdur f ævi- langt fangelsi. Hess neitar að taka á móti konu sinni í heimsókn, — vegna þess að það sé ekki viröingu hans samboðið að sjást í fang- elsi. Son sinn Riidiger að nafni, hefir hann ekki séö síöan hann var þriggja ára Rtidiger er borg- aralegur verkfræðingur. En Hess og kona hans, Ilse, skrifast reglu lega á. Bréf hans fjalla um á- hugamál hans, og hefur frúin gefið þau út i þremur bindum. Meöal áhugamála hans eru: Krabbameinsrannsóknir, aðstoð við vanþróuðu Iöndin, umferðar- vandamál, geimfarir og íþróttir, einkum knattspyma. Og hverjir gæta svo þessa eina fangasem eftir eríSpand- au-fangelsi? Fjórir fangelsisfor- stjórar, f jórir jrfirfangaverðir, 16 fangaverðir og einn herflokkur frá hverju fjórveldanna. Og George Wildmark Ball, sem tekur við af Arthur Goldberg í júni, sem aðalfulltrúi Banda- ríkjanna á Vettvangi Sameinuðu þjóðanna, hefir oft orðið að gegna erfiöum hlutverkum, þeg- ar alþjóðahorfur eru tvfsýnar. Hann var aðstoöar-utanríkisráð- herra á stjómartfma Johns F. Kennedys og síðar Johnsons á árunum 1961—1966 og hefur fariö „hnöttinn krlng“ sem sátta semjari f ýmsum málum. Hann hefur komið við sögu við úrlausn margra mála, þar sem þörf var ákveöins manns, sem var háttvfsi í blóð borin. George W. Ball er 58 ára, sonur olíuverkfræðings, sem fluttist frá Devonshire, Eng- landi Ball stundaði lögfræðistörf áður en Kennedy skipaði hann aðstoöar-efnahagsmálaráðherra 1961. Ellefu mánuðum síðar varð hann vara-aöstoðar-utan- ríkisráðherra. — Hann hvarf aft- ur til lögfræöistarfa 1966, en hef ir ávallt verið reiöubúinn til starfa, ef kall kom frá Hvíta húsinu. Hann !ét mikið til sín taka sem aðstoðar-utanríkisráðherra og gegndi forustuhlutverki við mótanir á stefnu Bandaríkjanna gagnvart Efnahagsbandalagi Evrópu, efnahagsmál Bandaríkj- anna o. fl., -og hann var hinn eini, á stjórnarfundum, sem oft lýsti sig ósamþykkan stjóminni, og hélt ávalt fast á sínum mál- kostnaöurinn við gæzluna nem- ur árlega yfir 8400 milljónum ísl. króna og þar veröur Berlín- arborg aö greiða helminginn. Bandaríkjamenn líta svo á, aö Rússar vilji hafa Spandau eins og það var á valdatímum naz- ista — varöveita það eins og það var sem tákn hefndarinnar yfir Hitlar — og þar aö auki kjósi þeir að geta áfram haft „aðra löppina innan Vestur-Berlínar“. George Wildmark BalL stað. Hann var mótfallinn aukn- um hernaðaraðgerðum f Vietnam og lét í ljós óánægju slna við þá embættismenn, sem studdu Vietnamstefnu stjómarinnar. Olli þetta honum áhyggjum, að veröa að taka þessa afstöðu, en Johnson forseti er sagður hafa hvatt hann til þess að tala eins og honum bjó í brjósti. — Ball er frjálslyndur demokrati, var stuðningsmaður Adlai Steven- sons, sem einnig var ambassa- dor Bandarikjanna á vettvangi Sameinuðu þjóöanna. — Ball er kvæntur og á tvo sonu, 31 og 28 ára. George Wildmark Ball — andstæbingur aukinnar hernaðaraðgerða i Vietnam Rhodesiubréf frá Viggó Oddssyni Bilið breikkar milli Rhodesíu og Bretlands j dag 6. marz, voru líflátnir 3 glæpamenn í Rhodesiu þeir fyrstu síðan sjálfstæði var lýst yfir í nóv. 1965. Um 100 glæpa menn bíða aftöku. Þessi bið á fullnægingu dóms stafar af þeirri flækju sem Rhodesiudeil an olli. Hæstiréttur hefur ný- lega dæmt Rhodesiustjóm sem einu raunverulegu stjórn lands ins og erlendir dómsstólar séu áhrifalausir f Rhodesiu. Bretar ætluðu nú heldur betur að mata krókinn á stjómmálasviðinu og skipuðu drottningu sinni aö náða glæpamennina og breyta refsingunni. Hæstiréttur i Rhod esiu fordæmdi þetta bragð „að draga drottningu inn f má1ið“ og að þetta væri einnig ó1ög- legt. Þessir 3 menn voru síðan líflátnir og Bretastjórn ærðist vegna þess hve harkalegan álits hnekki hún beið. Forseti hæstaréttar benti á að hinir sóðalegu glæpir sem framd ir voru kæmu í veg fyrir náð- un. Þessir glæpamenn (kommún istar), helltu bensíni yfir bfl sem bóndi og kona hans og dóttir voru í og kveiktu f og stungu til bana bóndann en konan og barnið sluppu við örkuml er ódæðismennirnir voru ónáðaðir. Þriðji maöurinn myrti ættarhöfð inga svertingja-ættflokks. Afleiðingar. Ekki sá ég annað í Salisbury en að fólk hafi andað léttara og lofað stjórnina fyrir að hafa þetta áróöursbragö Breta að engu, hvað hefur þessi enska húsmóðir sem í Englandi er kölluð drottning að gera með að grafa undan lögum og ör- yggi fólks hinumegin á hnett- inum?? Kannski hefði verið rétt ara að breyta refsingunni, — en heföi verið réttlátt vegna annarra glæpamanna sem einn- ig eru á biðlista vegna óhæfu- verka sinna sem mörg eru fram in vegna skipana frá Rúss'landi og Kína í heimsvaldastefnu kommúnismans? Hvað sem skeður eftir þetta moldviðri, þá mun bilið breikka milli Breta og Rhodesiu sem sennilega mun lýsa yfir lýðveldi innan skamms. Blómaskeið i Rhodesiu. Þrátt fyrir þetta lagalega moldviðri og refsiaðgerðir Sþ gegn Rhodesiu, virðist sem land og þjóð hafi náð sér að mestu. Innlendur iðnaður hefur marg faldazt, bændur hafa nú naut- gripi í staö tóbaksræktar, verð lag og kaupgjald er nær það sama og fyrir 4 árum, skattar eru óverulegir og nóg fæst af öllu, bílar, bensín, ostar frá ótal löndum og markt þvílíkt. Bensín er enn skammtað en aukabensín fæst fyrir 3 kr. auka gjald á gallon (4.5 1.). Atvinnu leysi virðist óverulegt, og inn- flytjendur eru hvattir til að flvtjast til landsins. Svertingja- fjöldinn er þó uggvænlegur, um 2/3 af þjóðinni er undir 17 ára aldri og lendir allt á hvíta mann inum að fæða þennan skara og klæða eða svipað og íslendingar vrðu að fæða Dani, ov framfæra að mestu. Er það undravert a- tak og skipulag. Vlggó Oddsson. H

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.