Vísir - 29.04.1968, Blaðsíða 9

Vísir - 29.04.1968, Blaðsíða 9
V1 SIR . Mánudagur 29. apríl 1968. 9 . »'? p „Hver 18 ára unglingur hefur kostað þjóðfélagið um 3 milljónir krónay/ » VIÐTAL DAGSINS Núna á dögunum flutti dr. Jón Sigurösson borg- arlæknir erindi, sem hann nefndi „Heilsa og samfélag“, og hefur það vakiö mikla athy£li. Hann benti á, að fram- lagi til heilbrigðismála og verndunar mannslífa sé vel varið: „Tjað er í samræmi við sam- vizku okkar og þjóðareöli að leitast við aö bjarga manns- lífum, sem í hættu eru, hvort sem er á fjöllum eða úti á hafi, án tillits til kostnaöar. Þetta þykir svo sjálfsagður hlutur, að um það er aldrei deilt. Viö byggjum einnig sjúkra- hús, búum þau fullkomnum tækjum, og leggjum f margvís- legan annan kostnað til þess að líkna sjúkum og viðhalda lífi og heilsu. Margir, og einkum þeir, sem við þessi störf fást, álíta aö vísu, að hér sé ekki nóg að gert. Allir vita, að til eru sjúkl- ingar, 'em ekki er unnt að sinna sem skyldi. Öðrum finnst nóg um, — telja að í þetta fari mikiö fé, og það er vissulega svo. Á yfirstandandi ári er áætlað, að við verjum liðlega 1300 milljón- um króna til heilbrigðismála, þar af rúmlega helmingi til reksturs og byggingar spítala og annarra sjúkrastofnana." © „Hvað þær þjóðarheildin fyrir þetta framlag til heilbrigð- ismála?“ „Jú, hún fær hamingjusamari, hraustari og afkastameiri þjóð- féiagsþegna." ® „En hvað þýðir það í peningum?“ „Því verður ekki svarað, en til glöggvunar skal þetta tekið fram: Áriö 1899 var reiknað út í krónutali, hve mikils virði mannslífið var þá, en þess jafn- framt getið, að það væri ekki ævinlega jafnmikils virði. Mið- að við meðlag á hreppsómögum var hver 15 ára unglingur hér á landi a.m.k. 1500 kr. virði, en síðan yrði hann verður 9500 kr. og var þá fæðiskostnaður ekki reiknaður með. Árið 1930 mátu þjóðfélags- fræöingar mannslífið fslenzka á 60 þúsund kr. Nú hefur verið reiknað út. aö hvert nýfætt barn kosti samfélagiö um 50 þús. kr„ og að 18 ára unglingur hafi kostaö það nálægt 3 milljónum króna að meðaltali. Þessu gera sér fæstir grein fyr- ir. Það er bein efnahagsleg nauðsyn fyrir þjóöfélagiö að vernda líf og heilsu lands- manna. svo sem framast er unnt. Okkur hættir til að líta á heilbrigðismál einvörðungu sem mannúöarmál og sem öryggis- mál fyrir ástvini okkar og sjálfa okkur. en það er eins og sjá má, mjög mikilvægt fyrir efnahag bjóðarinnar, að þeim mannslífum sé þyrmt ,sem bjargað veröur og aö vinnufærir menn þurfi ekki að sitja auðum höndum vegna veikinda, ef komizt verður hjá því. í þvf skyni má fórna tals- verðu fé, þannig að það komi aftur meö fullum vöxtum." • „Heilbrigðismál á íslandi hafa breytzt mjög til batnaðar á undanfömum árum?“ „Heilsufar íslendinga hefur tekið miklum stakkaskiptum á síðustu 100 árum, svo sem al- þjóð er kunnugt. Alls konar ó- áran, drepsóttir, eldgos, jarð- skjálftar og haröindi höfðu herjað landið frá 14. öld og fram á þá 19. Hér var því heilsufar, þrifnaður og almenn afkoma ömurleg, þegar þjóðar- vakningin hófst hér um miðja síðustu öld með framfaravið- leitni Fjölnismanna, og tilkomu verzlunarfrelsis. Þjóðin vaknaði smám saman til meðvitundar um hollustuháttu, framfarir jukust og þó aðallega með vax- andi hraða upp úr aldamótun- um. Hýbýli bötnuðu til muna, atvinnuhættir breyttust, aukin tækni tekin f notkun og velmeg- un jókst. Jafnframt tóku hugsjónaríkir og dugmiklir læknar upp bar- áttu við skæðar farsóttir. sem kostað höfðu þjóðina miklar fórnir. Á þessu framfaraskeiöi var ráðið niðurlögum holdsveiki, sullaveiki taugaveiki, barna veiki og síðar að mestu berkla veiki. Bólusótt hafði verið út- rýmt á 19. öld með lögboöinni bóiusetningu. Skammt er aö minnast mænu- sóttar, sem hér gekk árið 1955 til 1956. Þá sýktust alls 1153 manns, þar af lömuðust 164 og 4 dóu. Eftir það kemur bólu- efni til sögunnar, almenn bólu- setning framkvæmd, og mænu- sótt hefur ekki gengið hér síö- an. Það gefur auga leið, að hvarf þessara smitnæmu sjúkdóma hefur haft víðtæk áhrif á heilsu- far landsmanna. Þessir sigrar hafa að mestu leyti unnizt fyrir opinberar aðgerðir. Þeir láta lít- ið yfir sér, sjást varla á meðan þeir eru að vinnast, en eru því áhrifameiri, þegar litið er til baka á þá af sjónarhóli." © „Hvað er um almennt heilbrigöisástand að segja?“ „Þegar á allt er litið, megum við að því leyti vel við una, að heilbrfgðisástand er hér mjög gott, miðað við aðrar þjóðir. Almennur manndauði er einnig hér með þvf allra lægsta, sem þekkist, eða 6,9 á búsund fbúa. Þetta býðir þó ekki, að allt sé eins og það ætti að vera. og enn síöur að árar megi leggja f bát. Viö erum enn ‘ hættu frá næmum sjúkdómum og vitum aldrei nema stórhættulegir sjúkdómar kunni að vera á næsta leiti. Við höfum eins og áöur er sagt, fyrir aðeins 12 árum, haft alvarlegan mænu- sóttar-faraldur hé: á landi. Við erum engan veginn nægiiega varin gegn þessum vágesti. Fólk er hirðuíaust um að láta gera á sér ónæmisaögerðir, þótt hvatt sé til þess. Viö höfum fyrir ekki svo löngu tvisvar haft útbreidda faraldra af taugaveikibróður. Við minnumst taugaveikinn- ar f Zermatt sem vel hefði getað borizt hingað. Dr. Jón Sigurðsson, borgarlæknir Bólusótt er alltaf að stinga sér niður í nágrannalöndunum, m. a. í Svíþjóð fyrir 5 árum, þar sem 27 veiktust, áður en viö varö ráðið.“ • „Bjóða nútímasamgöngur og tæknibróun ekki einhverjum hættum hUm?“ „Ferðalög hafa aukizt til störra muna, ísland er komið f alþjóðaleið, ferðalangar, ís- lenzkir og erlendir, koma í hóp- um frá hitabeltislöndum, og þaðan koma mer hingað jafn- vel f atvinnuleit. Við verðum að vera við þvf búin, að hingað berist hættulegir sjúkdómar frá hitabeltinu þá og þegar. Nýjar hættur steðja að, frá atvinnulífinu. frá tæknilegum og efnafræðilegum nýjungum, og má geta þess. að um 10 þús- und ný efnasambönd koma fram á ári hverju. og loks frá brevtt- um þjóöfélagsháttum og nýj- um lífsvenium. Þótt viö höfum losnaö aö mestu við hina alvarlegu, næmu sjúkdóma þá hafa aðrir komið f staöinn. Þeir sjúkdómar, sem nú höggva stærstu skörðin i raðir tslendinga. eru hjarta- og æðasiúkdómar og krabbamein en slys koma sem 3ja stærsta dánarmeinið." er við dr. Jón Sigurðsson borgarlækni um iieiisu og sam- félag og birtur úrdráttur úr erindi, sem hann hefur flutt í sjónvarpi • „Hver er tfðni hjarta- og æðasjúkdóma hér miðað við önnur lönd?“ „Að því er hjarta- og æða- sjúkdóma snertir, erum við tals- vert betur sett en hin Norður- löndin Það er verðugt verkefni fyrir okkur öll og heilög skylda, að leggja okkur fram að halda þessari dánartölu f skefjum og helzt að lækka hana. Ef við næðum hinum Norðurlöndun- um. jafngilti það þvi, að um 420 íslendingar dæju á ári úr þessum sjúkdómi — umfram bað sem nú er. Við erum einnig betur á vegi stödd en hin Norðurlöndin, aö þvf er varöar dauöa af völdum æxla Ef sama dánartala væri hjá íslendingun. og hinum Norðurlandaþjóðunum úr þess- um úkdómum öllum mundu samanl. um 600 landsmönnum fleiri hafa látizt þetta ár. Erfitt er aö sjá. hvernig sjúkrahús landsins hefðu annað því álagi, svo að ekki sé minnzt á annað. „Opinberar heilbrigðisráðstaf- anir. sem dugðu svo vel 1 bar- áttunni við næmu sjúkdómana koma hér aö minna gagni. Hin nýju aðaldánarmein landsmanna eiga iðulega rætur aö rekja ti) margs konar utanaðkomandi á- hrif á manninn, og til lffsvenja, sem honum eru óhollar Og þótt þessar Iffsvenjur leiði ekki al- mennt til dauða, þá valda þær oft sjúkdómsástandi og f vissum tilvikum öryggisleysi og óham- ingju. Hið opinbera þarf aO beita öllum ráðum til að fá einstakl- inginn til að temja sér hollar lífsvenjur. ViO vitum. aO sjúkrahús eru nauðsynleg og sjálfsögO tii líkn- ar og lækninga á sjúkum og slösuðum. Aukin tækni og stöðugar framfarir á sviði lækna vfsinda auka afköstin, auka batahorfur sjúklinga og flýta rannsóknum og meöferð, en hleypa jafnframt fram kostnaði við rekstur sjúkrahúsanna með hverju ári sem líður, Or þeim kostnaðarauka verður aðeins dregið með þvi að halda lands- mönnum eins lengi heilbrigðum og frekast er kostur. AOeins með raunhæfri heilsuvernd og bættu heilsufari hjá þjóðinni er unnt að minnka þörfina fyrir sjúkrarúm. Sá undraveröi árangur, sem náðist með umferðarfræðslu Svfa f sambandi við H-daginn hjá þeim hefur breytt afstööu manna til þess, hversu tangt má komast me.O vel skipulagðri og ötulli fræðslu, f því aO fá menn til að breyta um lffsvenj- ur. Þetta hefur Alþingi fslend- inga séð og nú hefur það vegna okkar H-dags veitt milliónum króna til að kenna landsmönn- um. hvernig aka og ganga eigi eftir götum og vegum. og er bað góðra gjald; vert. MikiO mundi ávinnast. et samsvarandi upphæð feneist til að kenna landsmönnum að ganga í gegnum lífið. temja sér hollar Iffsvenjur. þannig aö þeir búi við góöa heilsu í vfð- tækasta og bezta skilningi þess orðs.“

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.