Vísir - 29.04.1968, Blaðsíða 12

Vísir - 29.04.1968, Blaðsíða 12
12 V1 SIR . Mánudagur 29. apríl 1968. CAROL GAIiSIE: '//' _ v n {(Q T) fi\im\ dJ r T M1]" iifflúi — Það var gaman að kynnast yður. Marcia talar svo oft um yð- ur. Það var gaman aö þér gátuð komið í brúðkaupið. — Ég hef hlakkað til þess lengi. Mig langaði til að hitta yður og óska yður til hamingju. — Þakka yður fyrir. Ég gekk áfram inn í gestahóp- inn, sem fyllti stóru stofuna, og tók eftir að þama voru margir sem töluðu spönsku. Líklega vinir for- eldra Marciu og ættingjar og vinir brúðgumans. Ég skimaði eftir Pet- er en kom þá auga á Mary Evans, sem líka var skólasystir frá Stam- ford House, og fór til hennar til að tala við hana. — Eru fleiri skólasystur hérna? spurði hún er við höfðum heilsast. — Ekki svo ég viti. Marcia er eina vinstúlkan úr skólanum, sem ég hef haft samband viö. — Sama segi ég. En ég var aldrei eins nákomin henni og þú. Hugsaðu þér, Joyce! Mér finns! vera eilífð síðan. — Já, það er víst um það. — Áttu heima í Devon ennþá? — Já. Ég verð að fara með lest- inni sem fer heim klukkan 17.40 — því miður. — Þaö var leiðinlegt. Maður á alltaf að fara út og skemmta sér eftir brúðkaup. — Já. En hún mamma er ekki hress. Ég var hrædd um að ég kæmist ekki að heiman. — Ansi var það leiðinlegt, Joyce. Mary brosti. — Ég man aö þér þótti mjög vænt um hana og þú varst alltaf með heimþrá í skólanum, eftir að þú komst úr leyfinu. Þessi orö minntu mig á leiðin- legu skóladagana, fyrst eftir leyf- in. Ég sá mig f anda sem skóla- stelpuna með úfið, rautt hár, í kjól VERÐ FRÁ KR. 242.000 - Nýi Victorinn er að verða metsölubíll í Evrópu. Sýningarbíll á staðnum. VAUXHALL-BEÐFORD UMBOÐ'lf)' Ármúla 3, sími 38 900. í sem var full stuttur, labbandi um skólagarðinn í þungum hugleiðing- um. Ég saknaði alltaf mömmu, og óskaði að hún hefði ekki látið mig fára í skólann aftur. Mary hló. — Við höfum breytzt mikið síð- an í þá daga, finnst þér ekki? ! Marria hefur alltaf verið falleg, ; en við vorum svona rétt eins og fólk er flest. — Já, það vorum við. — En nú ertu orðin ljómandi ! falleg, Joyce. Mér hlýnaöi um hjartaræturnar við þessi orð. Það var að vísu ekki víst að þau væru sönn, en þau virtust sögð í alvöru. — Þú líka, svo að við skjöllum ; hvor aðra. Hvaö hefur þú fyrir j stafni núna? Ég varö ekkert hissa þegar Mary sagði mér að hún væri sýn- ingarstúlka. Hún var smekklega 1 klædd, í bláum kjó! og með lítinn ! fjaðrahatt, og hún var svo grönn að það var ótrúlegt að hún skyldi einu sinni hafa verið hnellin stelpa í Stamford House. — Hvaö gerir þú, Joyce? Ég gretti mig. — Það er nú ekki spennandi. Ég vinn í málaflutn- I ingsskrifstofu í Exeter. Ég óska ’ þess oft aö ég hefði atvinnu í | Tx)ndon, en ég get ekki farið frá I henni mömmu. Hún kann bezt viö sig í sveitinni. — Það var leiðinlegt. Bíddu við! Hún leitaði i töskunni sinni og tók upp spjald. — Þarna er heimilis- fangið mitt. Ef þig langar einhvern tíma til að skemmta þér kvöld- i stund i London, þá hringdu til ■ mín. Ég bý með vinstúlku minni, i og viö getum lofaö þér að gista í stofunni. Ég þakkaði henni fyrir, stakk spjaldinu í töskuna mína og sagði að mig langaði til að gista hjá henni, ef ég ætti heimangengt. En ég þóttist vita að aldrei gæti orðið úr þessu. Mamma hafði veriö svo lasin upp á síðkastið. I vikunni ; sem leið hafði læknirinn sagt, að j hann yrði að senda hana til sér- i fræðings ef henni skánaði ekki. STUTTIR SAMFUNDIR. — Þarna eruð þér þá! Ég var farinn að undrast um hvað orðiö beföi af yður. Ég leit við og sá að Peter Oobbold stóð bak við mig með ’ ampavínsglas í hendinni. — Hafið þér ekki fengið neitt að drekka? — Ekki ennþá. — Takið þér þetta. Ég skal ná ; í annað glas. Hann benti þjóni, ' sem gekk á milli með glasabakka, og tók eitt fulla glasið. — Skál j ■ fyrir okkur! sagöi hann og lyfti j I glasinu. — Ættum við ekki að skála ; i fyrir Marciu og Carlos? — Við getum gert það á eftir. I Mary var farin og við Peter! stóðum þarna ein. Hann brosti til . mín. — Ég skemmti mér vel í þessu j brúðkaupi. Vitið þér hvers vegna? Ég brosti. — Segið mér það? — Af þvi að ég kynntist yður. Viljið ’ þér bojða miðdegisverö með mér i kýöld? „Tarzan, þeir hafa náð þér líka. Hvað „Vertu hugrökk, Jane“. „Bindið hana við altarið“. ætla þessar hræðilegu skepnur að gera „Hinn brennandi guð Opars bíður eft- „Nei“. við okkur?“ ir giftingarfómunum“. Mér þótti hann talsvert veiði- bráður, en sagöi honum, að þvi miður væri það ekki hægt. — Ætlið þér þá að boröa með einhverjum öön/m? — Nei, ég verð að fivta mer heim til móður mínnar. hún er veik. — Það var leiðinlegt. Komist þér ekki hjá að fara heim? — Nei, því miður. Ég óskaði að ég gæti verið kyrr í borginni. Venjulega var mér það ekki á móti skapi að þurfa að flýta mér heim tii mömmu. En ég mundi ekki til að ég heföi nokkum tíma fengið boð, sem ég vildi fremur þiggja en þetta. Nú komu tveir kunningjar og j höfðu Peter burt með sér, en ég [ ráfaöi innan um gestina. Hann kom ekki til mín aftur fyrr en brúðkaupskakan hafði verið bútuð sundur og allir höfðu skálað við brúðhjónin. — Þetta er ekkert smáræðis samkvæmi, sagði hann. — Þekkið þér marga gestina? • — Nei, nærri því enga. En þér? — Já, talsvert marga. Faöir minn og faðir Marciu eru gamlir kunningjar og leiðir okkar hafa oft legiö saman. Faðir minn flutti inn Spánarvín þegar faðir Marciu var í ræðismannsstofunni í Sevilla. En nú hafa þeir báðir hætt störfum. — Og þér? Hvað hafið þér fyrir stafni? — Ég flyt líka inn Spánarvín. — Það hlýtur að vera gaman. Þér feröist eflaust mikiö? — Já. Ég horfði forvitin á hann. Ein- hvern veginn mundi mér aldrei hafa dottið í hug að hann væri kaupmaður. Ég hefði gizkað á aö hann væri læknir eða málaflutn- ingsmaður. — Þekkið þér mann Marciu? — Nei. ég hef ekki séð hann fyrr en í dag. — Og ég ekki heldur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.