Vísir - 30.04.1968, Blaðsíða 1

Vísir - 30.04.1968, Blaðsíða 1
VISIR 58. árg. - Þriðjudagur 30. apríl 1968. - 93. tbl. Skipverjar á Ásmundi hlufu 3ja og 4ra múnada fangelsi og 950 þúsund kr. sekt hver — Dómur fallinn í smyglmálinu ¦ Kveðinn var upp í sakadómi Reykjavíkur í dag dómur í máli ákæruvaldsins gegn skip- verjum á m. b. Ásmundi GK-30 og hlaut hver skipverja 3 mán- aða fangelsi, en skipstjóri báts- ins 4 mánuði. Að auki var hver hinna ákærðu dæmdur í 950 þús- und kr. sekt og áfengið, sem nam að verðmæti um 5,2 millj- ónum kr., var gért upptækt til ríkissjððs og einnig báturinn, m. b. Ásmundur. Hinir kærðu, Harry Steirisson, skipsfjóri, Halldór Sigurjón Sveins son, stýrimaöur, Guðjón Sigurjóns- son, Sigurður Magnússon og Kristj án Óskarsson, voru taldir sannir að sök um að hafa flutt ólöglega til landsins með bátnum 11 þús- und lítra af genever, sem ætlaður var til sölu, og nokkurt magn af öðru áfengi. Það var talið sannað, að einn ákærðu hefði selt 48 lítra af genever eftir komuna hingaö til landsins. Þá þótti einnig sannað, að þeir hefðu haft meðferði.s til Belgíu kr. 440 þús. í íslenzkum peningum, !»-> 10. síöa. Hola í veginum á Fjarðarheiði kom upp um smyglií ¦ Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi. - en stór hola í þjððvegi yfir Fjarðar- heiði varð til þess að upp komst um tilraun til smygls skipverja á m.s. Mánafossi, eftir að skipið hafði tvisvar farið í gegnum tollskoðun, án þess að smyglvarningur þessi fyndist. Maður frá Egilsstöðum haföi af góðsemi sinni tekið aö sér að fara með nokkra pakka frá Seyðisfirði til Egilsstaða og koma þeim í flugvél, en send- ingu þessa átti skipverji um borð í Mánafossi, sem hafði komið við á Seyðisfirði. Á leiðinni yfir Fjarðarheiði til Egilsstaöa kastaðist farangur- inn til í bíl mannsins og gaus um leið upp mikill áfengisþefur í bílnum. Grunaði hann þá ým- islegt og hélt sem leið lá til hreppstjórans á Egilsstöðum, sem rannsakaði pakkana. Voru það 7 pappakassar og 5 ferða- töskur. 1 þeim fundust 95 genever- brúsar, 114 vindlingalengjur, 3 bílaviðtæki og_12 brúsar af hár- lakki — að verömæti á annað hundrað þúsundir króna. j Málið er nú i rannsókn i höndum sýslumannsins í S.- Þingeyjarsýslu og tollgæzlu- stjóra. Það hefur heldur lifnað yfir baðstöðum borgarinnar þessa fyrstu. sumardaga, enda hefur gefið til þess f sólskininu. Tími sólbaðanna fer í hönd, og brátt má sjá fólk á húsasvölum og í göröum að sækja sér sólrooa á hörundið.'— Ljósmyndari Vísis skyggndist undir vatnsboröiö í Sundlaug Vesturbæjar í gær og tók þessa mynd í gegnum laugargluggann. Stúlkan á myndinni er raunar kunn sundmær, Matthildur Guðmundsd. Áhættuminna að fara til rr Spánar í skólaferðalag £Æ — segir fararstjóri verzlunarskólanemanna, sem voru 32 t'ima yfir tvaer heiaar ¦ Verzlunarskólanemarnir 80, sem urðu að gista á Holta- vörðuheiði í fyrrinótt, eru nú komnir heilu .._; höldnu í bæinn eftir miklar svaðilfarir. Voru þau á fjögurra daga ferð til Ak- ureyrar, og hrepptu hið versta veður. Tók nær 8 tíma fyrir þau að komast yfir Öxnadalsheiði, og slasaðist þar einn piltanna og varð að flytja hann í sjúkra- bfí til Akureyrar, og ferðalagið yfir Holtavörðuheiðina tök sam- tals 24 tíma, og lenti önnur rút- Stjórn Laxárvirkjunar vill taka að sér bygginrj f/rstu ufuaflstöðvarinnar an út af og varð að skilja hana eftir. Biaöið hafði samband við Þor- stein Magnússon, kennara, sem fór með nemendunum norður, og sagði hann að þetta hefði ver- ið hin mesta ævintýraferð. , „Krakkarnir stóðu sig mjög vel, og þetta hefði aldrei lánazt svona vel ef rúturnar hefðu verið fullar af fullorðnu fólki," sagði Þorsteinn. Við báðum Þorstein að segja okkur ferðasöguna i stuttu máli. „Ferðin gekk vel noröur á Ak- ureyri, en á föstudag byrjaði að snjóa og á laugardag kl. 3 lögðum við upp á Öxnadalsheiði. Var skyggni þá slæmt, og er við kom- um inn að Bakkaseli, var alger- lega ófært lengra. Þegar við vor- um að reyna aö ýta bílnum, meidd- ist einn piltanna, og héldum við hann fótbrotinn. — Var kallað á sjúkrabíl frá Akureyri, en hann komst ekki alla leið upp á heið- ina, og fengum við þá starfsmann »-> 10. síða Hjartasjúkling urinn i Paris lézt árdegis Hjartasjúklingurinn í París, Clovis Roblain, er látinn. Hann komst aldrei til meðvitundar eft- ir að aðgerðin var gerð á honum. Maurice Mercadier, yfirlækn- ir skurðlækningadeildarinnar til- kynnti það með þessum orðum: „Það, sem við ðttuðumst mest, hefur gerzt." (Roblain lézt kl. 10.30). Stjórn Laxárvirkjunar sam- þykkti á fundi sinum í lok sl. viku að taka að sér bygg- !ngu gufustöðvarinnar í Náma- skarði, en ráðgert hafði verið að Rafmagnsveitur ríkisins stæðu að gerð þessarar fyrstu gufu- "flstöðvar á fslandi. StjórnLaxárvirkjunar mun hafa komizt aö þeirri niðurstöðu, að heppilegra væri, að tveir aðilar tæðu ekki að rafmagnsframleiðslu á sama aflsvæðinu ,en einnig væri mikill spárnaður fyrir Laxárvirkj- un að geta nýtt þegar í stað raf- orkuna, sem frá þessari gufuafl- stöð fengist, þar sem ekki þyrfti að kynda topporkustöðina að sama skapi, eftir að gufuaflstöðin er komin í gagnið. Ef Laxárvirkjun tekur að sér byggingu gufuaflstöðvar, er áætlað að hún verði komiri í g'agnið fvrir næsta haust ,og mun því nýtast Laxárvirkjunarsvæðinu þegar næsta vetur. Gufuaflstöðin veröur reist viö Námaskarð. Hún verður tiltölu- lega lítil tilraunarafstöð, sennilega urn 2500 kw. Umfangsmiklar virkjanir höfðu verið áætlaðar í Laxá. — Ef af því verður, að Laxárvirkjun tekur að sér byggingu gufuaflstöðvarinn ar, mun það a.m.k. dragast 1-2 ár, að ráðizt verði í virkjanirnar, en einnig or huysanlegt að aldrei verði ráðizt í að virkja Laxá frekar, ef gufuafistöðiti gefur góöa raun. Full atvinna er aðal- krafa 1 maí ávarpsins Höfuðkrafan i 1. mai ávarpi fulltrúáráðs verkalýðsfélaganna i Reykjavfk er um fulla atvinnu, — aö atvinnuleysi verði bægt frá. f ávarpinu er einnig krafa um uppbyggingu islenzks at- vinnulífs. Þá er neitað umfangs mikilli opnun hagkerflsins fyrir samkeppni fyrir erlenda aðlla. Ennfremur er þar krafa um, að dagvinnutekjur nægi til lífs- viöurværisj. Loks er lýst stuðningi við fá- tæka albýðu erlendís, undirok- aðar bjóðir, þróunarlönd og undirokaða kynþætti, frið í Ví- etnam og aukið lýðræði f heim- inum. Kröfugangan * Reykjavík hefst( kl. 2 hjá Iðnó. A útifund- inum á L.ækiartorgi tala Guð- mundur J. Guðmundsson og Hilmar Guðlaugsson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.