Vísir - 30.04.1968, Blaðsíða 5

Vísir - 30.04.1968, Blaðsíða 5
VÍSIR . Þriðjudagur 30. apríl 1968. 5 QSl V orbakstur 'l/'orið er ekki síður tími kaffi- ” boöanna en skammdegið. Á vorin lýkur fólk ýmsum áföng- um, tekur próf úr skólum og kveður gömlu skólafélagana með boði. Sumir bjóða í kvöldboð, með víni og tilheyrandi og aðrir í eftirmiðdagskaffi, þar sem fram eru bornar ljúffengar kökur og brauð og drukkið kaffi og gos. Femingarveizlur og aðrar veizlur eru ófáar á vorin, og alltaf þarf að baka eitthvað fyrir þær. Þaö er vissu lega ekki ofsögum sagt að ís- lenzkar húsmæður séu duglegar að baka, en viö ætlum nú samt að bæta nokkrum uppskriftum í safnið, ef einhver kynni að hafa áhuga. Við höfum valið nokkrar upp- skriftir af „iéttum" kökum, þ.e. kökum, sem ekki eru mjög fyr irferðarmiklar og seinbakaðar. Þannig kökur eru þaö sem okk ur vantar oftast á kaffiborðið meö þungu tertunum og smuröa brauðinu. □ Haframjölsbollur 250 gr. hveiti 125 — haframjöl 250 — smjörlfki (jurta) 125 — sykur. örlítið salt. Smjörlíkið er hrært vel og lengi þar til það verður nánast hvítt á litinn. Þá er sykur, hveiti, haframjöl og örlítið salt sett saman viö og hnoöað vel í litlar bollur sem settar eru á smurða plötu og bakaðar við góöan hita. Mjög góðar með osti eöa ávaxtahlaupi og smjöri. □ Kókosbitar DEIG: 2 hg smjör eða smjörliki 3/4 dl sykur 5 dl hveiti FYLLING: 1 dl ávaxtahlaup (jarðarberja-, ananas- eða ribshlaup.) KÓKÓSBRÁÐ: 5 þeyttar eggjahvítur 2i/2 dl sykur 5 dl kókósmjöl. Hnoöið deigið og fletjið þaö út á smuröri plötu, ca. 25x35 cm, og bakiö I 15 mín. í meðal- heitum ofni. Á meðan er kókós- bráðin búin til. Öllum efnunum er blandað saman og síðan er ávaxtahlaupinu smurt á heita kökuna úr ofninum. Kókosjafn- ingnum smurt yfir ávaxtahlaup- ið og kakan sett í ofninn aftur og bökuð í 5—10 mín ,eða þar til kókosbráðin er orðin stif og hefur fengið ljósbrúnan lit. Sker ið í flangar kökur áður en kakan kólnar. □ Sykurkringlur 200 gr. hveiti 150 gr. smjör 4 matsk. rjómi grófur sykur eggjahvíta til að pensla. Deigið er hnoðað saman og iátið kólna vel. Rúllast síðan út í sentimetersbreiðar ræmur, sem skomar eru í sundur hæfilega langar til að hægt sé að móta kringlur. Kringlurnar eru pensl- aðar með eggjahvitu og grófum sykri stráð yfir þær. Bakaðar í vel heitum ofni f ca. 5 fnínútur, eöa þar til þær verða gulbrúnar. □ Sýrópskaka 125 gr. hveiti 100 gr. sýróp 1 tsk. Iyftiduft 50 gr. púöursykur 2 egg 1 tsk. kardímommur 1 tsk. vanillusykur 2 msk. súkkat rifinn börkur af 1 sítrónu 3 msk. brytjaðar döðlur. Eggjarauðurnar eru hrærðar vel saman við sykurinn og sýr- ópið. Þurrefnunum blandað sam an við og hinum efnunum, stff- þeyttar eggjahvíturnar settar síðast. Sett á plötu, eins og rúlluterta og bakað f 5 — 10 mín- útur í meðalheitum ofni. Kök- unni er hvolft á smjörpappír þegar hún er bökuð og er hún fer að kólna er hún smurð með áváxtablaupi eða mjúku kremi og vafin upp eins og rúlluterta. □ Ostastengur Jafn miklu af rifnum osti, hveiti og smjörlíki er blandað saman og kryddað með sellerf- salti og papriku. Látið bfða góða stund. Flatt þunnt út og skoriö í litla bita, sem smurðir eru meö eggjahvítu og bakaðir f 10 mín. við meðalhita. VELJUM ÍSLENZKT ÍSLENZKAN IÐNAÐ Gerið þér yður ljóst, að ef sérhver Islendingur kaupir innlendar iðnaðarvörur fyrir kr. 1000 í staðinn fyrir erlendar, þá skapast við það atvinna fyrir 300 manns í iðnaðinum. Með þvi að kaupa íslenzkar iðnaðarvörur stuðlið þér að atvinnuöryggi og aukinni velmegun í landinu. ástraar^ AÐALFUNDUR Aðalfundur Loftleiða h.f. verður haldinn föstudaginn 31. maí n. k., kl. 2 e. h. í Hótel Loftleiðir. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Hluthafar fá atkvæðaseðla í aðalskrifstofu Loftleiða á Reykjavíkurflugvelli, fimmtudag- inn 30. maí. Stjórn Loftleiða. WFTLEIDIR TILKYNNING UM AT- VINNULEYSISSKRÁNINGU Atvinnuleysisskráning samkvæmt ákvörðun laga nr. 52 frá 9. apríl, 1956, fer fram á Ráðn- ingarstofu Reykjavíkurborgar, Hafnarbúðum v/Tryggvagötu, dagana 2. 3. og 6. maí þ. á., og eiga hlutaðeigendur, er óska að skrá sig samkvæmt lögum að gefa sig fram kl. 10—12 f. h. og kl. 1—5 e. h. ,hina tilteknu daga. Óskað er eftir að þeir, sem skrá sig séu við- búnir að svara meðal annars spurningunum: 1. Um atvinnudaga og tekjur síðustu þrjá mánuði. 2. Um eignir og skuldir. Borgarstjórinn í Reykjavík. R-RKÍ R-RKÍ SUMARDVALIR Tekið verður á móti umsóknum um sumar- dvöl fyrir böm hjá Reykjavíkurdeild Rauða kross íslands, dagana 2. og 3. maí n. k. kl. 10—12 og 14—18 á skrifstofu Rauða kross- ins- Öldugötu 4. Ekki tekið við umsóknum í síma. Eingöngu verða tekin Reykjavíkurbörn fædd á tímabilinu 1. janúar 1960 til 1. júní 1963. Áætlað er að gefa kost á 6 vikna eða 12 vikna tímabilum. Stjórn Reykjavíkurdeildar Rauða kross íslands

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.