Vísir - 30.04.1968, Blaðsíða 9

Vísir - 30.04.1968, Blaðsíða 9
V1SIR . Þriðjudagur 30. apríl 1968. > | Dr. Biarni Benediktsson forsætisráðherra — sextugur J dag er dr. Bjarni Benedikts- son forsætisráðherra sex- tugur. Fæddur er hann í Reykja- vík og þar hefur hann alla tíð átt heimili. Foreldrar hans voru hin landskunnu hjón Benedikt Sveinsson alþingisforseti og Guðrún Pétursdóftir. Stúdent varð hann aðeins 18 ára að aldri og útskrifaðist úr lagadeild Háskóla íslands eftir fjögurra ára nám. Hann stundaði fram- haldsnám í stjórnlagafræði í Berlín og Kaupmannahöfn f tvö ár. Hann var skipaður prófessor við Háskóla íslands 24 ára að aldri. Var það skjótur frami, en verðskuldaður, vegna ágætrar menntunar og afburðahæfileika. Ég hefi heyrt ýmsa lögfræöinga, sem nutu kennslu hans minnast með virðingu og mikilli viöur- kenningu afburðakennslu, reglu- semi og ágætrar túlkunar á við- fangsefninu. Árið 1940 varð hann borgar- stjóri Reykjavíkur og gegndi því starfi til ársins 1947. í borg- arstjórastöðunni var hann mikils virtur fyrir stjórnsemi og réttsýni. Enginn efaðist um að Bjarni Benediktsson var á- gætis borgarstjóri. Pólitískir andstæðingar hans eins og aðr- ir vissu að hann var hreinskipt- inn og réttlátur í störfum. Það var áþreifanleg staðreynd að hagur borgarinnar blómgaðist og dafnaði undir hans stjórn. Dr. Bjarni Benediktsson er mikill fræðimaöur, ekki aðeins f þvf, sem snertir almenn lög og stjórnlagafræði, heldur einn- ig íslenzkum fræðum og heims- bókmenntum. Hann hefur skrif- að fjölda ritgerða og bóka um ýms málefni. Verður það ekki talið upp hér. En þeir, sem kynna sér hvað mikið hann hefur afrekað á þeim vettvangi, gætu haldið að hann væri rit- höfundur að aðalstarfi. Hugur Bjama Benediktsson- ar mun snemma hafa hneigzt aö stjómmálum. 1 uppvextinum vandist hann stjórnmálaviöræð- um á heimili foreldra sinna, þegar þau ræddu þjóðmálin m. a. við ýmsa stjórnmálamenn, sem jafnan vom tíðir gestir á því heimili. Hann varð alþingismaður 1942 og hefur átt sæti á Alþingi síðan. Ráðherra varð hann 1947 og var utanríkis- og dómsmála- ráðherra til 1953. Dóms- og menntamálaráðherra 1953 — 1956. Ritstjóri Morgunblaðsins var hann 1956—1959. Dóms- og iðnaöarmálaráðherra 1959— 1963 og forsætisráðherra frá því í nóvember 1963. Af 26 ára þingsetu hefur hann gegnt ráðherrastörfum i 18 ár. Við hverjar Alþingiskosning- ar koma jafnan margir nýir þingmenn. Þannig var það 1942, en þá voru tvennar kosn- ingar og kjördæmabreyting. Nú eiga a'ðeins fjórir af þeim, sem kosnir voru í fyrri kosningunum það ár, sæti á Alþingi. Auk for- sætisráðherra þeir Ingólfur Jónsson, Sigurður Bjarnason og Páli Þorsteinsson. Margt hefur á dagana drifið á s.l. 26 árum. Sviptingar hafa verið 1 stjórn- málunum og margs er að minnast. Ríkisstjórnir hafa komið og farið. Ýmsir hafa sigrað f kosningabaráttunni og aðrir hafa tapað. Á þessu tíma- bili hafa farið fram kosningar til Alþingis 10 sinnum, með kjördæmabreytingu 1942 og 1959. Á árunum 1942—1944 var skipuð utanþingsstjóm á móti vilja alþingismanna, sem ekki komu sér þó saman um myndun meirihlutastjómar. Var það skoðun margra þingmanna, að það hefði tekizt, ef forsetinn hefði gefið lengri tíma til þess að reyna stjórnarmyndun til þrautar. Lýðveldisstofnunin á Þing- völlum 1944, mun ekki úr minni líða, þeim sem sæti áttu þá á Alþingi, eöa öðrum þeim, sem fylgdust með því, sem þá gerð- ist. Dr. Bjarni Benediktsson vakti á sér athygli strax á fyrsta þinginu, sem hann sat, fyrir glöggar röksemdafærslur og sannfærandi málflutning. Ég held þó, að ræða sú, sem hann flutti á landsfundi Sjálfstæðis- manna á Þingvöllum 1943, um lýðveldisstofnun á íslandi, hafi öðrum fremur aö áliti flestra í þingliði Sjálfstæðismanna, skipaö honum svo ungum í for- ystusæti fyrir Sjálfstæðisflokk- inn, við hliðina á Ólafi Thors. Stefnan í lýðveldismálinu var þegar mörkuð, sjálfstæðismenn undir forystu Ólafs Thors og dr. Bjarna Benediktssonar, unnu að þjóðlegri einingu um málið. Á þvi var mikil nauðsyn, þar sem margir áhrifamenn voru hikandi í málinu, og vildu slá þvi á frest. Dr. Bjarni Benediktsson hefir verið formaður Sjálfstæðis- flokksins frá 1961 og hafði þá í mörg ár verið formaður þing- flokks Sjálfstæðismanna. Á 26 ára þingmannstíma og 18 ára ráðherratið, hafa að sjálfsögðu mörg vandamál boriö að hönd- um. Fáir eiga jafn auövelt með að gera sér grein fyrir kjarna málanna og finna heppilegustu leiðina til lausnar hverju sinni, heldur en dr. Bjarni Benedikts- son, þess vegna hefir hann vaxið meö verkefnunum og traust þeirra, sem með honum vinna og þekkja hann bezt, stöðugt farið vaxandi. En það er ekki aðeins hin skýra hugsun og skarpskyggni, sem eykur traust manna á hon- um, heldur einnig og ekki síður hreinskilni og drengskapur 1 samvinnu og samskiptum við þá, sem hann starfar með. Eins og áður var að vikið, hefir for- sætisráðherra verið f mörgum ríkisstjórnum, sem á ýmsan hátt hafa verið ólíkar. Sam- starfið hefir reynzt misjafnt, en oft verið lærdómsríkt. Þegar Ólafur Thors myndaði ríkis- stjórn 1953, með þátttöku Framsóknarmanna. tók ég, á- samt dr. Bjarna Benediktssyni sæti í þeirri stjórn. Frá því stjórnartímabili er margs að minnast, sem ekki verður getið við þetta tækifæri. Ánægjulegt er að muna margar stundir við hlið hinna stórbrotnu þjóö- málaskörunga, Ólafs Thors og dr. Bjarna Benediktssonar. Hugsjónir fæddust og víðsýni og stórhugur var ráðandi. ásamt sterkum vilja þeirra, drenglund og réttlætiskennd. Það var fyrir- fram vitað, að samstarf f þess- ari ríkisstjórn yrði á ýmsan hátt erfitt, þar sem hluti af Framsóknarflokknum, þ. á m. formaður hans, var frá byrjun á móti stjóminni. Hún sat þess vegna ekki út kjörtímabilið. Um þetta leyti var megin- hluti Framsóknarflokksins hel- tekinn af einhverri villu, þannig aö hann virtist ekki vera sjálf- um sér ráðandi. Ég minnist þess, að einn reyndasti forystu- maður Framsóknarflokksins, þáverandi landbúnaðarráðherra, Steingrími Steinþórssyni, var arnir veriö saman í ríkisstjórn. Fyrst undir forsæti Ólafs Thors, og síðan 1963 undir forsæti dr. Bjarna Benediktssonar. Þetta stjórnarsamstarf hefur gefizt vel og orðið varanlegra, en áður hefur gerzt f" íslenzkum s.tjórn- málum. Stjórnarflokkunum ber vit- anlega margt á milli f skoðun- um. Þaö sem gert hefur gæfu- muninn, er að flokkarnir hafa viljað vinna heiðarlega saman og að þeir sem setiö hafa í stjórnarforsæti hafa leitt sam- Bjarni Benediktsson. mjög þungt í skapi, vegna sam- starfsslitanna og þeirrar villu, sem flokkur hans var haldinn. Ekki er ólíklegt, að sá fram- sýni maður hafi séð, að flokk- urinn var að stfga feilspor, sem var upphafið að hinni löngu eyðimérkurgöngu Framsóknar- flokksins. Síðan 1959 hafa sömu flokk- starfið með fullum drengskap og hreinskilni. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið heppinn f vali sínu á for- mönnum. Dr. Bjami Benedikts- son tók við formennsku flokks- ins af hinum mikilhæfa stjórn- málamanni Ólafi Thors og hefir sýnt, að hann er vandanum vaxinn. Dr. Bjarni Benediktsson er víðsýnn stjórnmálamaður, sem hefir yfirsýn yfir þróunina og gang mála í öllum greinum. Hann er minnugur þess, að Sjálfstæðisflokkurinn er flokkur allra stétta, þjóðarflokkur, sem vinnur aö heill alþjóöar og gætir þess, að á engum sé níðzt. Það kom fáum á óvart, það sem forsætisráðherra sagði á fundi í ákveðnu stéttarfélagi s.l. vet- ur: „Ég er ekki kosinn til þess að gæta hagsmuna einnar stétt- ar, heldur allrar þjóðarinnar“ Þegar utanaökomandi erfiðleik- ar steðja að, eins og nú, er ekki síður nauðsynlegt að sú skoðun, sem býr að baki þessum orðum sé ráöandi, heldur en þegar góðæri er í landinu. Með vfð- sýni og stórhuga uppbyggingar- stefnu. sem mótuð hefir verið undir forystu forsætisráðherra sfðustu árin, er lagður grund- völlur að bættum hag alls al- mennings f landinu. Traustir atvinnuvegir og fjölbreytni í framleiðslunni er undirstaða efnahagslegrar velgengni þjóð- arinnar. Atvinna fyrir alla, batnandi lífskjör þjóðinni til handa og gróandi þjóðlíf, er það sem forsætisráðherra vinnur að af alhug, að hér megi vera. I dag munu margir senda for- sætisráðherra hlýjar kveðjur og árnaðaróskir Með þessum lín- um vil ég þakka dr. Bjama Benediktssyni ánægjulegt sam- starf í mörg ár. Það hefir verið gott og snurðulaust. Sigrar hafa unnizt og hugsjónir rætzt. Margt hefir komizt f fram- kvæmd og orðið að veruleika til mikilla hagsbóta fyrir þjóöina, sem fyrir nokkrum árum var aðeins draumsýn. Jákvæður ár- angur f erfiðu starfi gefur lífinu gildi. Það eykur bjartsýni og vonir, gefur þrek til þess að setja strik yfir mótlæti og erf- iði, sem stjórnmálamennirnir verða ekki síður varir við en aðrir. Dr. Bjarni Benediktsson nýt- ur mikils trausts og er viður- kenndur jafnt af andstæðingum og samherjum, sem mikilhæfur forystumaður. Þessum línum skal lokið með þeirri ósk, að sú gifta megi fylgja þjóðinni að hún geti sem lengst notið starfskrafta og for- ystu þessa mikla hæfileika- manns. Megi forsætisráðherra, dr. Bjarni Benediktsson og fjöl- skylda lengi lifa, hamingjusöm f landinu. Ingólfur Jónsson. 64°]o áburðarins eru úr innfluttu ammoníaki Föstudaginn 19. apríl sl. var iðalfundur 4burðarverksmiðjunn- ar h.f. haldinn f Gufunesi. Stjórnarformaður, Pétur Gunn- arsson flutti skýrslu stjórnarinn- ar um starfsemi fyrirtækisins á árinu 1967 í árslok 1967 hafði verksmiðj- an starfað í tæp 14 ár og fram- leitt samtals 285.474 smálestir Kjarnaáburöar. Meðaltal vinnsludaga f öllum deildum verksmiðjunnar var 348 dagar á árinu og voru framleidd- ar 23.904 smálestir Kjarna. Var það 1169 smálestum meira en á árinu 1966. Skortur var á sem fyrr, að fáanleg raforka nægði til fullrar nýtingar á afkastagetu verksmiðj- unnar. Af þeim sökum voru flutt- ar inn 6969 smálestir ammóní- aks til framleiðslu Kjarna. Af heildarframleiðslu Kjarna á árinu voru 64% unnin úr innfluttu ammóníaki, en 38% úr ammóní- aki framleiddu í verksmiðjunni. Seldar voru samtals á árinu 24.313 smálestir Kjarna, og auk þess nokkurt magn ammónfaks, saltþéturssýru. vatnsefnis og súr- efnis. Nam söluverðmæti samtals 102,8 milljónum króna. Formaður skýrði frá því aö komið hefði verið upp á árinu stöö til hleðslu súrefnis á stál- flöskur. Er súrefni nú selt ísaga h.f., sem annast dreifingu og sölu þess um land allt sem fyrr. Þá ræddi formaður um áform varöandi stækkun verksmiðjunn- ar og breytta framleiðsluhætti. þannig aö framleiðsla . blandaðs þrígilds áburðar yrði hafin að stækkun lokinni, auk þess sem Kjarni yrði þá grófkorn- aður Tók hann fram að Búnaðar- félag Islands, Stéttasamband 10. sfða.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.