Vísir - 03.05.1968, Blaðsíða 3

Vísir - 03.05.1968, Blaðsíða 3
V í SIR . Föstudagur 3. maí 1968. í REYKJARSVÆLU - með slökkvíliðinu á reykköfunuræfingu Tjað var útkall og handagangur í öskjunni, þegar Myndsjána bar að slökkvistöðinni fyrir stuttu. Hátalari gjammaði svo að undir tók í stigahúsi og göng- um: „Varðstjórar og slökkviliðs- menn! Eldur laus í bragga við Flugvallarveg! Maður inni þar!“ Hver hraðaði sér, sem mest hann mátti, i hlífðargallann og upp í bílana stukku allir og að nokkrum sekúndum liönum var liöiö allt komið miðja vegu út á flugvöll. Engan ökunnugan hefð'i get- að grunað, að þarna væri um að ræða æfingu einungis, en ekki alvöru, svo eðlileg voru viöbrögðinj Undanfarið hefur verið gest komandi hjá slökkviliðinu norsk ur maður, Nefjen yfirvarðstjóri í slökkviliði Osló-borgar. Hann kom hingað gagngert til þess aö leiðbeina slökkviliðsmönnum við þjálfun í reykköfun. Slíkt hefur hann gert lengi hjá frænd um okkar í norska slökkviliðs- skólanum. Hér dvaldist hann í 10 daga og sló ekki slöku við, því aö í 5 klst. á degi hverjum æfði hann og leiðbeindi íslendingun um í meöferð á reykgrímum og hvernig þeir skyldu hegða sér við slökkvistarf í miklu reykjar- kófi. Þetta gerði hann bæði verk lega og munnlega. Þennan dag, sem Myndsjáin fylgdist meö æfingunni, voru slökkviliðsmenn látnir fara inn í braggann ,sem fylltur var af reyk frá reykblysum, og máttu þeir skríða eftir sérstökum gangi, sem víða var svo þröngur að þeir urðu að taka af sér loftkútana svo að þeir kæm- ust sjálfir f gegn. — Samt máttu þeir ekki missa af sér grímuna, því að þá var voð inn vís þeim og hjálparvana manninum, sem inni í reyknum beið. En allt gekk vel og að fjórum mínútum liðnum höfðu þeir náð manninum út, sem reyndar hafði fyrir vitum sér reykgrípiu einn ig. Þó var allur varinn góður og lífgunartilraunir hafnar strax og út var komið og sjálfsagt hafa slökkviliðsmennirnir ekki hætt þeim fyrr en upp á slökkvi liðsstöð var komiö aftur. 4 mín. liðu án þess að stuna eða hósti heyrðist úr reykn- un, en svo birtust þeir með manninn á milli sín, sem leg- ið hafði hjálparlaus inni. Hátalarinn gj'ammaði og handagangur var mikill í öskjunni. Menn gáfu sér ekki tíma til að fara í nema aðra ermina á leiðinni út, en það kom sér betur að vita, hvar menn höfðu síðast lagt frá sér gallann sinn. Grímurnar fyrir andlitin og loftkútana á bakið, þá voru menn reiðubúnir til inngöngu, en variega skal farið að. Reykurinn og hitinn er minnstur niðri við gólf og Kasper, Jesper og Með sérstökum loftpoka eru hafnar á manninum lífgunar- Jónatan - slökkviliðsmennirnir! - (ætluðum við að segja) eru því rislágir þarna. tiiraunir. OGREIDDIRI REIKNINGAR ’ LÁTIÐ OKKUR INNHEIMTA... Það sparar yður t'ima og óþægindi INNHEIMT USKRIFST OFAN Tjarnargötu 10 — 111 hæð —Vonarstrætismegin — Simi 13175 (3linur)

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.