Vísir - 03.05.1968, Blaðsíða 5

Vísir - 03.05.1968, Blaðsíða 5
 5 VÍSTR . PBstadagnr 3. maí 1968. Svanbjöm Frímannsson, banka- stj. R. Svanhvit Thorlacius, frú R. Svavar Helgason, kennari R. Sveinn Benediktsson framkv.stj. R. Sveinn Bjömsson, kaupm. R. Sveinn Valdimarsson, verkam. R. Sveinn Þórarinsson, listm. R. Sverrir Hermannsson viðskipta- frasðingur R. Teiter Þorleifsson, kennari R. Tíhorotf Smith, fréttam. R. Tómas Guðmundsson skáld R. Tómas Magnússon, verkam. R. Torfi Jónsson, bóndi Torfalæk. Úlfar Guðmundsson, stud. theol R. Úlfar Þórðarson, læknir R. Unnar Stefánsson, viðsk.fr. R. Unnur E. Gunnarsdóttir, flugfr. R. Valdimar Stefénsson, verkam. R. Vigfús Jónsson, oddviti Eyrarb. Vígktndur Möller, skrifst.stj. R. Vi&ýahnur Ámason, hrl. R. jSipnur G. Skúlason lyfjafr. Hafnarf. Þórður Benedrktsson, framkv. stj. Reykjalundi. Þóröur Jónsson, bóndx Hvallátr- um, V-Barð. Þórður Jónsson, framkv.stj. Borgarf. eystra. Þórður Þórðarson, framfærsl. fulltrúi Hafnarf. Þórður Þorvaldsson, sjóm. R. Þórhallur Tryggvason, bankastj. R. Þórir BaJdvinsson, arkitekt R. Þórir K. Valdimarsson, verkam. R. Þórir Kr. Þórðarson, prófessor R. Þorleifur Jónsson, sveitarstj. Eskifirði. Þormóður Ögmundsson, aðst. bankastj. R. Sr. Þorsteinn Bjömsson, R. Þorsteinn Einarsson, Sþr.fulltr. R. Þorsteinn Hannesson, söngvari Kóp. Sr. Þorsteinn L. Jónsson Vestm. Þorsteinn Sigurðsson, bóndi. Vatnsleysu. Þorsteinn Svanlaugsson, afgrm. Akureyri. Þorsteinn Þorsteinsson, stud. philol R. Þorvaldur Sigurðsson, sparisj. stj. Ólafsfirði. Þorvaldur Jönsson, bæjarfulltr. Akureyri. Þráinn Jónsson, framkv.stj. Egilsstöðum. Þráinn Sigurbjörnsson, iðnverka maður R. Þráinn Þorvaldsson, stud. oecon R. Þuríður Hermannsdóttir, frú Húsavik. Ölver Karlsson, oddviti Þjórsár- túni, Rang. Örn Steinsson, vélstj. Reykjum, Mosfellssv. Öm Þór, hrl. R. Verbur SAS fyrst til að gera kvenfólk oð flugstjórum? I7f til vill verður SAS fyrsta flugfélagið hér á Vesturlönd- um, sem gerir kvenfóik að flug- stjómm. Fyrir nokkru auglýsti 'það eftir flugmönnum og 250 um- sóknir komu •— tvær þeirra voru frá konum með atvinnuflugmanns réttindi. Önnur þeirra er sænsk, Ingrid Pedersen, 35 ára, og hin norsk, Tured Viderö, 30 ára. Af þessurn 250 umsækjendum verða 28 ráðnir. Litlar líkur eru taldar til þess að Ingrid verði ráð- in, þar sem hún er orðin 35 ára, en venjulega mun vera miðað viö 30 ára aldurshámark, þegar flug- menn eru ráðnir til SAS. En sagt er, að Turid eða Þuríður komi sterklega til greina, þótt ráða- menn hjá SAS vijji ennþá ekkert láta hafa eftir sér í því efni. Blaðamenn sænskra blaða segja, að SAS-flugmennirnir séu upp til Verður hópa lítið hrifnir af þeirri tiffliugs- un, að kvenfólk bætist í stéttina. En Turid kærir sig kollótta: ,,Hví skyldu konur vera lélegri flug- menn en karlar?" Melina Mercouri tekur orð sín aftur ... TJm þessar mundir dvelst gríska leikkonan Melina Mercouri 1 Svfþjóð. Hún er 42 ára gömul og hefur tvisvar áður komið til’ Svíþjóðar. — í fyrra skipt- ' ið vegna þess að mynd henn- ar „Phaedra" var frumsýnd þar, en í síðara skiptið kom hún þang- að fyrir tveimur árum, sem nokk- urs konar sendifulltrúi lands síns til að auka ferðamannastrauminn þangað. Þá hvatti hún Svíana til að eyða sumarleyfum sínum í Grikkiandi, nú segist hún vera 4 aftur, og hún hvetur þá til að sneiða hjá Grikklandi. Melina Mercouri er nú land- flótta frá ættjörð sinni, vegna þess hve opinskátt hún hefur barizt gegn einræðisstjórn her- foringjanna, sem nú fara þar með völd. Hún er gift bandaríska kvik mýndastjórnandanum Jules in, sem einu sinni var flótta frá ættlandi sínu, en það var um 1950, þegar MacCarthy- isminn réð ríkjum, og hann var sakaður um óameríska afstöðu. Melina Mercouri vann sér al- þjóðlega frægð fyrir leik sinn , kvikmyndinni „Aldrei á sunnu- dögum“, sem sýnd var hér í Austurbæjarbíói um árið. Aðrar frægar mvndir sem hún hefur leikið í eru t. d. „Phaedra" og „Topkapi", en áður en hún komst f kvikmyndir naut hún mikilla vinsælda sem leikkona í heima- landi sínu. Núna býr Melina Mercouri í New York í Bandarfkjunum, þeg- ar hún er ekki á ferð og flugi milli landa. til að stjórna mót- mælafundum gegn herforingja- stjórniniii grfsku. KVIKMYNDADÍSIR leggja oft leið sína til London, og yfir- leitt láta þær, sem þær vilji helzt af öllu forðast ljósmyndara og biaðamenn, þótt hætt sé við, að þeim brygði í brún, ef eng- ðnn kærði sig um að taka myndir af þeim eða hafa eftir þeim gáfulegar setningar. Brigitte Bardot var þar á ferð fyrir skemmstu, og auðvitað klædd samkvæmt allra nýjustu tfzku: 1 pínu-piisi, háum leðurstígvéium og með barðastóran hatt í Bonnie og Clyde-stíl, og litlar hringlandi bjöllur lafandi niður á maga. Blóðbað í þágu friðar Það er nikið talað um stríð. Það er barizt víða og miklu blóði úthelit oftast nær f þágu frelsis og friðar, þvf oftast er það þannig þegar þjóðir hrópa sem hæst um frelsi og frið, þá skal blóðbað fylgja í kjölfarið. Þannig hefur baráttan fyrir frið- inum og frelsinu litazt blóði síð- an sögur hófust. Hæst ber f fréttunum frásagn ir frá Vfetnam, enda er þar hrikalegast barizt fyrir friðin- um í heiminum, og mætti ætla að hvert morð færði mannkyn- ið nær hinum langþráða heims- friði. En sem betur fer eru átök in í Víetnam víðsfjarri, svo við þurfum ekki að kynnast slikri friðarbaráttu af raun. Sama gildir um átök fyrir botni Miö- jarðarhafs, sem gjósa upp öðru hvoru. Við hlustum á allar þess- ar hörmulegu fréttir, svipaö og úrslitin f ensku bikarkeppninni, enda hefur hvort tveggja álfka áhrif á okkar daglega líf hér norður á hjara. En það er háð stríð á enn ein- um stað, sem snertir okkur öllu meira en það er niðri f hinni svörtu Nigeríu. Austur-Nigeria sem var okkar helzta viðskipta- land í skreiö, hefur slitið sig úr tengsium við Vestur-Nigeríu og stofnað sjálfstætt ríki og kallað Biafra. En eins og nú horflr virðist útlitið hjá Biafra- mönnum heldur ískyggilegt og hafa þeir sótzt eftir frlðarviö- ræöum og samningum, um frið. Einnig hafa þeir snúið sér til Alþjóölega Rauða Krossins vegna þess að matarskortur er farinn að gera vart við sig. Þegar þetta er ritað eru ýmsir annmarkar á og ýmis skilyrði sett fyrir því að setzt verði að samningaborði. Þessi styrjöld hefur haft á- samt öðru ýmis djúptæk áhrif á okkar efnahagslff, þvf að hér f landinu liggur skreið fyrir milljónaupphæðir, sem ekki hæf ir öðrum mörkuöum en Nigeriu markaði. Hvernig væri nú, að við sem tökum þátt < allumfangsmlkilli samvinnu á alþjóðavettvangi, beittum áhrifum okkar og byð- um fram liðveizlu sem sátta- semjarar til að gera tilraun til að koma á friði að nýju með þessari þióð sem við höfum svo mikið saman við að sælda á við skiptavettvangi, þó hún sé næsta óskyld okkur að flestu leyti. Vfða um heim hafa full- • trúar friðelskandi þjóða gerzt • oddvitar í ýmsum deilum til • að reyna friðar og sáttaumleit- J anir. Stundum hefur slík íhlut- J un náð tilgangi sfnum en stund- • um elnnig farið ’ út, um þúfur. J En er það út f hött að íslenzk • stjórnvöld byðu fram liðveizlu J sína á þessum vettvangi. Gætu J ekki einhverjir af okkar merku • forystumönnum og diplómötum farið f sæti sáttasemiarans og reynt friðarumleitanir fyrir hönd frjálsra og friðelskandi þjóða. Eða ná okkar friðarósk- ir ekki lengra en fram kemur á kröfusniöldum um að aðrir komi á friði? Við ættum í eitt skipti að láta alþjóðlega samvinnu ná lengra en að vera gó&ír hlust- endur í fundarsal frá okkar hálfu. Þrándur í Götu. • •

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.