Vísir - 03.05.1968, Blaðsíða 7

Vísir - 03.05.1968, Blaðsíða 7
V í SIR . Föstudagur 3. maí 1968. morgun útlönd í morgun útlönd í morgun útlönd í morgun útlönd • • Mikfð monn- fnll í Viefnnm — Sprenging i Saigon Mikið mannfall hefur orðið í bar- dögum við Hué og Dong Ha sunn- an afvopnuðu spildunnar. Bandarfkjamenn og Suður-Víet- namar hafa fellt þarna nm 1000 kommúnistahermenn á 4 dögum, en af Mði Bandarfkjamanna féllu 20 og Suður-Víetnama 80. hAskói.abygging SPRENGD í LOFT UPP Háskólabygging var sprengd í loft upp í Saigon í nótt og var greinilega um skemmdarverk að ræða. Þetta er 30 metra Ring bygg- ing, í fimm metra fjarlægð frá bygg- ingu, þar sem bandarrska útvarps- stöðin er. Nokkurt manntjón mun hafa orð- ið. Skemmdarverkamennirnir munu hafa ekið bfl að byggingunni, hlöðn- um sprengiefni, og þar næst yfir- gefið hann, en tfmasprengja verið i honum. • Guliverð hækkaðí skyndilega á gullmörkuðum Evrópu í fyrradag, allt upp í 39.35 únzan og er spá- kaupmennsku um kennt. Hið opin- bera verð er 35 doBarar únzan. Oryggisráðið harmaði, að hersýn- ingin var haldia — Mikil gremja i h'ófubborgum Arabarikja Fregnir frá London í morgun I þjóðanna hafi samþykkt ályktun herma, aö Öryggisráð Sameinuðu j þess efnis, að það harmi mjög, að Viðræður um frib i Nígeríu hefjast i London i vikulokin Viðræöur hefjast í London í viku- lokin til undirbúnings samkomu- lagsumleitunum um vopnahlé og frið í Nígeríu. Sendinefnd sambandsstjórnarinn- ar f Lagos er komin til London og sendinefnd frá Biafra, áöur Aust- ur-Nígeríu, væntanleg, sennilega í dag. Verkefni fundarins í London er aðallega, að ná' samkomulagi um hvar ræözt skuli við í Afriku, en að því er heyrzt hefur í London, hefur Gowon ofursti, æðsti maður sambandsstjórnar, lagt til að ráð- stefna um vopnahlé og frið verði haldin í Addis Abeba, höfuðborg Eþfópíu. Stjórnmálamenn í London eru nú miklu vonbetri en áður um, að Níg- eriudei'lan leysist. Israelsstjóm hætti ekki við hersýn- inguna í Jerúsalem eins og ráðið hafði mælzt til. Ágreiningur var um afg.re;Aslu málsins f ráöinu, en það kom sam- an í gærkvöldi og stóö sá fundur aðeins nokkrar mínútur, enda kom þegar f Ijós, að ekki myndi nást samkomulag um afgreiðslu álykt- unar einróma, nema að undan- gengnum innbyrðis samkomulags- umleitunum. Kunnugt er, að full- trúar sumra þjóðanna í ráðinu vildu grípa til strangari aögerða. Yfir 400.000 manns söfnuðust saman í Jerúsalem til þess að horfa á hersýninguna, sem stóð 4J/2 klukkustund, án þess til nokkurra árekstra kæmi, eða áð unnin væru hermdarverk, eins og komið höfðu fram hótanir um af Araba hálfu. Það hefur valdið míkilli grernju í höfuðborgum Arabaríkjanna, ao hersýningin fór fram, og ýmsir leiötogar látið það í ljós, og von- brigði yfir, að Sameinuðu þjóðima. skyldu ekki sýna meira áræði og röggsemi en reynd ber vitni. I Jerúsalem flutti Levi Eshkol forsætisráöherra ræðu í gærkvöldi og ávarpaði þjóðina. Hann hét þvf, aö stjóm lands- ins myndi halda áfram þrotlausri baráttu til þess að málin yrðu leyst friðsamlega á þeim grundvelli, aö Israel gæti á ókomnum tímum búið við ö.ryggi. Abernathy, arftaki dr. Kings og 100 leibtogar abrir á fundum i Washington Si. mámidag komu til Washing- ton „framherjar hhma snauðu“ — Ralph Abemathy, arftaki dr. Mart- Ins Luthers Kings sem leiðtogi blökkumanna og um 100 leiðtogar aðrir, úr samtökum dr. Kings heltins, til baráttu fyrir bættum kjörum fátækra blökkumanna — (SCLC-samtakanna). en á vegum þessara samtaka er í undirbúningi mikil ganga til Washington til þess að fylgja fram kröfunum. Framherjarnir komu til þess að tala við ráðherra og þingmenn, | brýna fyrir þeim að þeir yrðu að láta hendur standa fram úr erm- j um, og hraða lagasetningu til af- náms fátækrahverfa og umbóta í þágu hinna snauðu. Þegar fyrsta daginn var rætt við ráðherra og aðra þingmenn. „Ganga hinna snauðu“ átti að hefjast í mörgum borgum Suðurríkjánna m.a. í Memphis, þar sem dr. King var skotinn til bana. Undirbúningi var haldið leyndum eftir þvi sem unnt var, þar sem blökkumenn ótt- uðust að reynt yrði að hindra gönguna, en sumt hana varðandi hefir samt verið opinbert leyndar mál, og m.a. er Ijóst að undirbún- ingur hefir farið fram í mörgum borgum og bæjum Suðurríkjanna og í fátækrahverfum hinna norð- lægari bæja. Þátttakendur verða ekki eingöngu bandarískir blökku- menn, heldur líka margir sem hafa flutzt inn frá Puerto Rico, einn- ig fátækt fólk af rauðskinnastofni og mexikönskum uppruna." Þessi barátta er ofar kynþátta- stríðinu, sagði Berriard Lafayette nýlega, en hann hefir það hlutverk með höndum, að samræma undir- búninginn. Þegar um fátæktina er að ræða á elcki að deila um rétt eða réttindaleysi hörundsdökkra og hvítra. Hér er um grundvallaratriði að ræða eins og lýðrðsði og rétt- lasti. Fnwnar öðru verður krafizt lög- gjafar um lágmarks meðaltekjur og Iágmarksstyrki til íbúða Leiðtogarn ir skírskota mjög til skýrslu þeirr- ar, sem nýlega var getið hér í blað inu, en þar er lýst hörmulegu á- standi í fátækrahverfunum. Kvis- azt heíi.', að baráttunni verði haldið áfram með kröfugöngum í allt sum ar. Talað hefir verið um tjaldbúð- ir „hinn nýja bæ vonarinnar", þar sem menn eiga að safnast saman, og halda þaðan til Washington um miðjan ]xinnan mánuð. Tilhugsunin um það sem fram- undan kann að vera hefir vakið beyg í margra brjóstl í Washing- ton, og yfirvöldin hafa tii íhugun- ar hversu við skuli snúast, ef biökkumenn setja vörð dag og nótt í grennd við Hvíta húsið,. stöðva umferð um brýrnar yfir Potomac fljót, og safnast saman í öllum skemmtigörðum borgarinnar. Kröf ur hafa veriö bornar fram um að banna gönguna. En það er vand- séð hvernig stjórnin getur gert það, því að stjórnarskráin heimilar mönnum aö heyja baráttu fyrir auknum réttindum og getur í raun inni lítið aðhafzt, nema komi til of- beldis og lagabrota. Vlst er, að herlið verður haft tiltækt nálægt Washington til þess að bæla niður uppþot og ofbeldi, ef til slíks kæmi. En hvað gerist þegar fylkingarnar eru komnar af stað, hver frá sínum bæ eða borg? Fá þær að halda göngunni áfram í friði þar til þær sameinast? í Suður ríkjunum hefir verið vakin alda hat urs gegn þessum baráttumönnum, segir í fréttum frá Washington. Og frá Alabama berast fregnir um að aðdáendur George Wallace fyrr verandi ríkisstjóra, fyiki sér æ fast ar um hann, og fylgi hans fari vaxandi ,eh hann hefir stofnað sinn eiginn flokk og hefir að marki að verða forsetaefni hans. Wallace er einn hatramasti andstæðingur blökkumanna í Bandaríkjunum. Þjóbir heims verba enn ab bíba, ef til vill lengi, að rætf verbi um frib í Viefnam • Þjóðir heims verða að bíða eftir því enn uni sinn, ef til vill Iengi, að samkomulag náist um hvar viðræður skuli fara fram um frið í Víetnam. Þannig var að orði komizt í fréttaauka í brezka útvarpinu ( gærkvöldi, að talsmaður stjórn- arinnar f Hanoi hefði sagt í Vientiane í Laos, aö ekki væri hægt að failast á, að viðræður færu fram á indónesisku her- skipi á Tonkinflóa. Indónesíu- stjórn hafði borið fram tillögu þess efnis og Bandaríkjastjórn fallizt á hana. Fyrirlesarinn sagði, aö í raun- inni hefði ekki veriö þess aö vænta að stjórnin í Hanoi gæti fallizt á þessa tillögu, vegna þess að stjórn sú, sem færi með völdin í Indónesíu, væri and- kommúnistísk, og vegna þess með hverjum hætti hún komst til valda. Þá hefði aðstaða Hanoistjórnar raunverulega - batnað, þar sem dregiö hefði verið úr sprengjuárásum á; Norð- ur-Víetnam og mundi verða erf- itt fyrir Bandaríkjastjórn að hefja aftur árásir norðan 20. breiddarbaugs vegna almennings álitsins 1 heiminum, og myndi Hanoistjórnin því „flýta sér hægt“. Dean Rusk utanríkisráöherra Bandaríkjanna sagði f gær, að unnt ætti að vera aö finna ein- hvern stað í heiminum, til þess að ræðast við, en samt yröi þetta erfitt og myndi taka tíma. Humphrey vili, að j>eir McCarthy og Kennedy hæ tti aí deila um hvor þeirra eigi að fá asnann fyrir reiðskjóta — með því að fara sjálfur á bak. (Asninn er tákn flokks demokrata). J /

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.