Vísir - 03.05.1968, Blaðsíða 8

Vísir - 03.05.1968, Blaðsíða 8
ð V í S IR . Föstudagur 3. maí 1968. VISIR Útgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoöarritstjóri: Axel Thorsteinsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Augiysingastjóri: Bergþór Úlfarsson Auglýsingar: Þingholtsstræti 1. Símar 15610 og 15099 Afgreiðsla : Hverfisgötu 55. Sími 11660 Ritstjórn: Laugavegi 178, Sími 11660 (5 línur) Áskriftargjald kr. 115.00 á mánuöi innanlands í lausasölu kr. 7.00 eintakiö Prentsmiðja Vísis — Edda hf. Prag vísar veginn „"Vofa gengur nú ljósum logum í Austur-Evrópu, — ) vofa frelsisins. Öll máttarvöld Austur-Evrópu hafa ) tekið höndum saman um heilaga ofsókn gegn vofu ) þessari.“ Þessi tilvitnun er tekin úr Kommúnistaá- (( varpi Karls Marx og aðeins þremur orðum breytt til (l samræmis við aðstæður nútímans. Mannkynssagan á '/ það til að vera kaldhæðnisleg. Hún hefur leikið Karl )i Marx grátt með því að snúa ummælum hans um )\ Evrópu gamla tímans upp á ríki arftaka hans í Aust- ur-Evrópu. ( Máttarvöld kommúnistaríkjanna sjá nú vofuna í / Prag. Þar hafa tiltölulega frjálslynd öfl náð undirtök- ) um. Frelsisbylgja gengur yfir Tékkóslóvakíu. Þar er ) verið að koma á málfrelsi, fundafrelsi og ritfrelsi. Blöð \ birta jafnvel gagnrýni á stjórnina, — óheyrilegt fram- ( ferði í kommúnistaríki. Þessa þróun leiða varkárir íf menn, svo að tiltölulega lítil hætta er á, að Stóri bróð- / ir í Sovétríkjunum geti kæft frelsið í blóðbaði éins óg ) í Ungverjalandi árið 1956. ) Tékkar tala nú opinskátt um hið rotna skipulag, \ sem þeir hafa búið við í tvo áratugi. Menn, sem myrt- ( ir voru samkvæmt dómsúrskurði, eru nú heiðraðir í /i gröfinni. Menn, sem se;ið hafa í fangelsi af stjórn- /# málaástæðum, segja frá pyndingum og samvizkuleysi )) lögreglunnar. Á öllum sviðum er nú verið að fletta )i ofan af glæpakerfi hins kommúnistiska þjóðskipu- \\ lags í Tékkóslóvakíu. (( Valdhafarnir í nágrannalöndunum eru skelfingu u lostnir. Þeim er meira en óglatt við tilhugsunina um, >') að frelsisandinn nái ef til vill líka undirtökum í þeirra (( ríkjum og flett verði ofan af rotnuninni þar. Þeir ({ hafa gripið til gagnráðstafana. í Sovétríkjunum, Pól- /| landi og Austur-Þýzkalandi er nú sem óðast verið að (j herða á múlbindingu rithöfunda, prófessora og blaða- ) • manna, og þeir látnir fjúka, sem taldir eru vafasamir. Aðstaða kommúnistaleiðtoganna í þessum lönd- \\ um er sannarlega óþægileg. Stjórnarfar þeirra er •) þannig, að þeir geta aðeins mætt hinum nýja frelsis- þey með auknum þvingunum og strangari aga. Völd ú þeirra byggjast á ótta. En þeir geta ekki lokað lönd- um sínum svo kyrfilega, að hinar nýju hugmyndir sí- [( ist ekki inn frá Tékkóslóvákíu. j* Júgóslavar hafa lengi farið sínar eigin götur og /) lært mikið af Vesturlöndum í stjórn efnahagsmála. Rúmenar hafa beðizt undan forsjá Stóra bróður. Og \\ nú haf a Tékkar opnað gluggann til að fá inn hreint lof t ( Harðstjórnarkerfið í Austur-Evrópu er að liðast sund- (I ur. Valdhafarnir geta hægt á þróuninni með því að | uppræta jafnóðum allar frelsishugmyndir, sem skjóta )' rótum. En lokadóminn geta þeir ekki flúið. Fyrr eða ) siðar heldur frjálshyggjan einnig innreið sína í þessi lönd. ( SPJALLAÐ UM IDNÞRÓUNINA Ottó Schopka: IÐNKYNNINGIN 1968 Cíðastliðinn mánudag hófst Iðpkynningin 1968. Undan- fama mánuði hefur verið vakn- andi áhugi meöal almennings fyrir velgengni íslenzks iönaö- ar. Atvinnu- og efnahagsástand- ið hefur vakið stöðugt fleiri til umhugsunar um nauðsyn þess að gera atvinnulífið fjölbreytt- ara og dreifa þannig þeirri áhættu, sem sífellt er búið við, þegar byggt er á svipulum sjávarafla. Athyglin hefur beinzt að iönaðinum, atvinnugrein sem veitir stórum hluta þjóöar- innar atvinnu og lífsviðurværi sparar dýrmætan erlendan gjald eyri og leggur þjóöarbúinif til margvíslegar nauðsynlegar afuröir. Samtök iðnaöarins vilja fyrir sitt leyti ýta undir áhuga manna á að kynnast íslenzkum iðnaöi, fjölbreyttri framleiðslu hans, að- stöðu í þjóðfélaginu og þýö- ingu hans fyrir þjóðarbúskap- inn. Nauðsynlegt er, að neytendur geri sér fulla grein fyrir þýð- ingu kaupákvarðana sinna. Ef keypt er innlend vara, þýðir það tekjur fyrir þá, sem unnu að framleiðslu vörunnar og nýt- ingu á húsum og vélum, sem til eru I íahdinu. Sé erlend vara keypt í stað vöru, sem fram- leidd er hér á landi, þýðir það tapaöar tekjur fyrir þá, sem vinna við að framleiöa sams konar vörur hér á landi, og verri nýtingu véla og húsa en ella. Ymsar iðngreinar hafa átt við erfiöleika að etja á undan- förnum árum, ekki aöeins vegna hins almenna tekju- og eftir- spurnarsamdráttar f þjóöfélag- inu, heldur einkum vegna mik- ils innflutnings erlendrar iðn- aðarvöru. Þannig má nefna sem dæmi, að tæplega 60% af þeim fatnaði sem seldur var hér á landi árið 1966 var innfluttur og yfir 90% af skófatnaði. — Af þessum tölum ætti aö vera Ijóst, aö innlendir fram- leiðendur ættu að geta aukið framleiðslu sína verulega f ýmsum greinum, ef vara þeirra stenzt samanburð við hina inn- fluttu að því er varðar verö og gæði. En um leið þarf að koma jákvæö afstaöa af hálfu neytenda og vilji af þeirra hálfu til að nota innlenda iðn- aðarvöru. Gildi iönaöarins hefur oft veriö vanmetið vegna þess ofur- kapps, sem lagt hefur verið á af hálfu ríkisvaldsins að styöja uppbyggingu annarra atvinnugreina. Þetta er ekki sagt öðrum atvinnuvegum til lasts, en reynsla undanfarinna ára hlýtur að vekja menn til fhug- unar um, hvort þess hafi ekki gætt um of, að ríkisvaldið hafi „veðjaö á rangan hest“, er teknar voru ákvarðanir um margvíslega fyrirgreiðslu til at- vinnuveganna með alls konar lagasetningum. í þessu sam- bandi er fróölegt að skoða fjár- veitingar til atvinnumála á fjár- lögum yfirstandandi árs, en þær eru: Til iðnaðarmála 27 millj. kr. Til útvegsmála 204 millj. kr. Til landbúnaðarmála 530millj. kr. Þessar tölur veröa ekki geröar frekar að umræðuefni en rétt er að leggja áherzlu á, að vöxtur iðnaöarins í framtíöinni mun í vaxandi mæli byggjast á því, að ríkisvaldið veiti stór- aukna fjárhagslega fyrir- greiðslu til iðnaðarmála, til þess að tryggja jákvæða og hraða iðnþróun. Sem dæmi um slíkar fjár- veitingar má nefna: Aukin framlög til stofnlánasjóös iön- aöarins, til byggingar verk- námsskóla iðnaðarins og til rannsókna á sviöi iðnaðar. Fjárveitingar til markaösrann- sókna erlendis og til öflunar markaða fyrir íslenzkar iönað- arvörur erlendis, til hagræðingar og endurskipulagningar iðn- fyrirtækja til að bæta sam- keppnisaðstöðu þeirra, einkum með tilliti til þátttöku í mark- aðsbandalagi, fjárveitingar til tækniaöstoðar fyrir iönaöinn, til starfsemi ráöunauta fyrir iönaðinn, til að gera íslenzkum hugvitsmönnum kleift að full- gera og prófa uppfinningar sín- ar, og fjárveitingar til að reyna ný efni, ný tæki eða nýjar að- ferðir í iðngreinum, þar sem miklu varðar fyrir neytendur, að framleiðslukostnaði sé hald- iö niðri (t.d. í byggingariönaði). Þannig mætti lengi telja, til- efnin eru næstum óþrjótandi. Þessi fyrirgreiðsla kemur senni- lega hvorki strax né öll í einu. En þegar þjóð og þingmenn taka að gera sér fulla grein fyrir gildi iönaðarins og fram- tíöarhlutverki hans í efnahags- þróuninni, mun þessi fyrir- greiðsla koma í áföngum og ýta þannig Undir hraðari fram- vindu. Hlutverk Iönkynningarinnar 1968 er aö undirstrika þjóðhags- lega þýðingu og hlutverk iðn- aöarins og auka skilning manna á aðstöðu þeirra til jákvæðra áhrifa. Fjórtánda landsþing Slysa varnafélags íslands JT'jórtánda landsþingi Slysa- varnafélags Islands lauk á sunnudaginn var í slysavarna húsinu við Grandagarð. Á sunnu dag var fjallaö um tillögur frá nefndum þingsins og þær af- greiddar. Þá fór fram stjórnar- kjör og var landsþinginu síöan slitið i hófi, sem kvennadeild félagsins S Rey^javík bauð til. Tókst þingið í alla staði mjög vel og var árangursríkt, en jafn hliöa þinghaldinu var minnzt 40 ára afmælis félagsins. STJÓRN SVFÍ: Stjórn Slysa- varnafélags íslands var einróma kjörin, og skipa hana þessir menn: Forseti: Gunnar Friöriks son, Reykjavík. Gjaldkeri: Árni Sigurjónsson, Kópavogi. Vara- forseti: Gróa Pétursdóttir, Reykjavík. Ritari: Baldur Jóns- son, Reykjavík. Meöstjórnend- ur: Ingólfur Þórðarson, Reykja vfk, Hulda Sigurjónsdóttir, Hafnarfirði, og Geir Ólafsson, Reykjavík. — Árni Árnason, kaupmáður, sem veriö hefur gjaldkeri félagsins í 26 ár baðst eindregið undan endurkjöri og voru honum þökkuð mikil og giftudrjúg störf í þágu félags- ins. MEÐSTJÓRNENDUR UR LANDSFJÓRÐUNGUNUM: Sunnlendingafjórðungur: Sigr íður Magnúsdóttir, Vestmanna- eyjum, og til vara Bergur Arn- björnsson, Akrariesi. Vestfirðingafjórðungur: Þórð ur Jónsson, Látrum, og til vara Daníel Sigmundsson, ísafirði. Norðlendingafjórðungur: Egill Júlíusson, Dalvík, og til vara Tryggvi Þorsteinsson, Ak ureyri. Austfirðingafjórðungur: Árni Vilhjálmsson, Reykjavík og til vara Þórunn Jakobsdóttir, Nes .kaupstað. Endurskoðendur félagsins voru kjörnir Þorsteinn Árnason Reykjavík. og Sigurbjörn Sigur- jónsson, Reykjavík. Til vara: Jóhannes Briem, Reykjavik. HEIÐURSFÉLAGAR: í tilefni af 40 ára afmæli SVFÍ voru eft irtaldir menn kjörnir heiðurs- félagar fyri- störf í þágu slysa- varna: Ólafur Albertsson, stór k-Síipmaður, Kaupmannahöfn, sém verið hefur gjaldkeri slysa- varnadeildarinnar „Gefion" í Kaupmannahöfn frá stofnun hennar. — Árni Árnason, kaup maður. sem verið hefur gjald- keri SVFÍ í 26 ár. — Ingibjörg Pétursdóttir fyrir margháttuð störf f þágu SVFl. — Séra Jón M. Guðjónsson, Akranesi, fyrir útbreiðslustörf og stofnun fjölda slysavamadeilda. — Björn Pálsson, flugmaður, fyrir brautryðjendastarf f sjúkraflugi. — Gfsli Guðmundsson, Sand- gerði, sem verið hefur í stjórn félagsins í 40 ár. Á þinginu var samþykkt til- laga allsherjarnefndar, sem hljóöar svo: „14 landsþing SVFÍ vill. að athugaöri skýrslu félags stjórnar fyrir árið 1966 og 1967 og í samanburöi við ályktanir og fyrirmæli 13. landsþings 1966, votta forseta félagsins og stjórn þess í heild, þakklæti fyr ir farsæla stjórn á málefnum félagsins, út á við og inn á viö, á því stjórnartímabili, sem nú er á enda, og fyrir þróttmikla og ötula baráttu fyrir málefna legri og félagslegri eflingu samtakanna. ÁLYKTANIR: Á 14. lands- þingi SVFÍ voru samþykktar til lögur frá fjarskiptanefnd þings ins og umferðarnefnd þess. Til- lagan frá fjarskintanefnd var um tilkynningaskyldu fslenzkra skipa og að hún verði f um- sjá SVFl. þannig að öll skip tilkynni brottför sína úr höfn. staðsetningu sína, a.m.k. einu sinni á sólarhring og komu sína til hafnar. Tillagan frá umferðarmála- nefnd var. að SVFÍ tæki að sér framkvæmd ákveðinna verk- efna Varúðar á vegum, ef bess væri óskað og samningar gerðir þar um.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.