Vísir - 03.05.1968, Blaðsíða 9

Vísir - 03.05.1968, Blaðsíða 9
V í SIR . Föstudagur 3. maí 1968. I I í f ! * ! ! S S s s i Mynd þessi birtist fyrir nokkru í kommúnistablaðinu hér, þar sem það minntist hátíðlega valdatöku kommúnista i Tékk- óslóvakíu. Hún sýnir Gottwald forseta tala til lýðsins. Nú er upplýst austur í Prag, að Gottwald muni hafa verið myrtur að undirlagi Novotnys. er pósturinn frá Prag? -X 'p'nn einu sinni getum við lært lexíu. Það vill svo til, að um þessar mundir er verið að opinbera austur í Tékkó- ' slóvakíu, ríkisleyndarmál tutt- ugu ára tímabils kommúnista- stjórnar þar í landi. Þaö efast enginn um að þessar nýju upp- lýsingar, sem við fáum þar um stjórnarhætti eru hreinskiinar og réttar. Þær koma í, kjölfar almennrar þjóölegrar uppreisn- ar gegn flokksveldinu og þó hefur þess verið gætt, að hægja á ferðinni, fara varlega og gætilega, því að hættur eru alls staðar á sveimi í veröldinni og ekki sízt fyrir litla þjóð eins og Tékka rétt undir hrammi rúss- neska bjarnarins. Þótt hrifning fólksins þar og léttir, að losna úr spennitreyjunni sé mikil, þá virðist þó ekki sem neinar öfgar eða ósköp hafi fengið að leika þar lausum hala, en hægt Hvar og rólega hefur runnið upp stund sannleikans yfir þessa litlu þjóð á bökkum Moldár og í hlíðum Karpatafjalla. Slík stund sannleika hefur verið dásamlegur viöburður i lífi margra þjóða. Oft hefur henni fylgt ósigur og uppgjöf, stundum fékk hún aðeins að standa í fáeina daga þar til allt hvarf aftur undir martröð gömlu kúgunarinnar. En hvem- ig sem hún kom, — með hinum ólíkustu tilbrigðum yfir þjáðar og kúgaöar þjóðir, var f henni að finna ilmblæ vors og blóma, sem aldrei gleymist í minning- unni. Vtið minnumst þess, hvernig ’ stund sannleikans rann upp fyrir Þjóðverjum I lok síðustu heimsstyrjaldar. Þeir voru yfir- buguð, vonsvikin þjóð, sem fékk allt í einu að heyra alla söguna af glæpaverkum nasist- anna, fangabúðunum og hrylli- legum misþyfmingum jafnvel á saklausum konum og bömum. Þeim uppljóstrunum fylgdu reikningsskil yfir glæpamönn- um. Þúsundir slíkra afbrota- manna hafa fengið maklegan dóm i Þýzkalandi fyrir glæpa- verk og mannleysu sína. Önnur slík stund reis upp i Rússlandi fyrir rúmum áratug, þegar glæpaverk Stalins voru afhjúpuð. En þar varð allt með öðrum hætti. Afbrotin voru að vísu afhjúpuð svo allir vissu um kvalafangabúöir Rússlands og fjöldaaftöikur saklausra manna og kvenna, sem í engu viröist hafa gefið eftir verkum hinna þýzku nasista. En þö varð þetta með sínum sérstaka hætti í Rússlandi, því að þar fylgdu engin reikningsskil á eftir, nema hvað sjálfum höfð- inginn Beria var fjarlægður, sem liður í valdabaráttu er þá stóð yfir. Þess vegna hagar svo und- arlega til, austur þar, að hin hræðilegustu afbrot eru nú við- urkennd staðreynd þar, en þeim sem frömdu þau er ekki á nokkum hátt refsað, heldur rísa þeir eins og ekkert hafi ískorizt upp til hinna æöstu embætta og virðinga og skáka í því skálkaskjóli, að það hafi verið Stalin gamli, nú lang- dauður í ein fimmtán ár, sem einn hafi alla ábyrgð borið, svo allir hjálparmenn hans og þjón- ustumenn við fangabúðir séu ábyrgöarlausir. Og svo ganga þeir jafnvel svo langt upp á síökastið, að nú er jafnvel farið að bera blak af Stalin gamla og halda því fram að hann hafi nú ekki verið sem allra verstur, svo rétt sé að fyrirgefa honum í minningunni öll fjöldamorðin. J þeirri merkilegu þjóðfélags- byltingu, sem oröið hefur í Tékkóslóvakíu að undanfömu, verður stund sannleikans enn meö nýjum hætti. Fyrst og fremst með því að nú fær sannleikurinn útrás um ofboðs- verkin sem unnin hafa veriö undir tuttugu ára stjórn komm- únismans. En svo verða engin eiginleg reikningsskil, eða að minnsta kosti hafa engir enn verið leiddir fyrir stríðsglæpa- dómstóla. En á hinn bóginn er eins og nokkurs konar reiknings skil framkvæmist þar af sjálfu sér, því að upp á síökastiö hefur verið óvenjulega „kvillasamt” í hópi hinna gömlu ofbeldis- manna er nú hafa Veriö leystir frá stjórnartaumunum. Þeir hafa sem sagt farið hver á fætur öðr um, gömlu kommúnistaráðherr arnir og lögreglumennimir út í skóg og hengt sig. Ekki er þó hægt að segja að þeim sé „fyrir skipað" að fremja sjálfsmorð eins og stundum tíðkaðist á ó- frelsistímanum. Þetta stafar frekar af þvf, að það litla brot af samvizlcu, sem leynist í þeim knýr þá nú þegar allt opinber- ast um framferði þeirra til aö grípa til þess lokaráðs, sem getur losað þá við aö bera á- byrgð á verknuðum sem enginn getur réttlætt. Síðustu atburðir í Tékkóslóvak íu geta vissulega verið mönnum góð lexía, eins hér á Vestur- löndum eins og austan járn- tjaldsins, — eða verður það eins um hana eins og fleiri tákn sem skráð voru á himininn að viö gleymum henni, þvf þetta komi okkur ekkert við? Við erum kannski svo einangruð þjóð, heilla þriggja klst. flug frá meg- inlandinu að það komi okkur ekkert við? Við skulum opna lexíubókina Það þyrfti að gera meira af því, að þýða sumar af greinum þeim sem að undanfrönu hafa birzt í tékkneskum blöðum og birta þær hér f okkar íslenzku blöð- um. Stundum kom það fyrir áð ur, að íslenzka kommúnistablað ið birti þýðingar á tékkneskum greinum. Það gerir það nú ékki upp á síðkastið, hvernig sem á þvf stendur. Kannski það hafi fengið eiphverja ógleði, misst áhugann á tékkneskum „fram- förum” svona í bili!! Tp’n ég skal nú samt hjálpa svo lítið upp á þetta með þvi að birta, aðeins kafla úr einni grein, sem nýlega kom í tékk- neska bókmenntablaðinu „Liter arní listy" í Prag. Ef áhugi kommúnistablaðsins hér á tékkneskum framförum og tékk neskum sannleika er eins mikill og hann var hér fyrrum, þá er því heimilt að taka þessa laus- legu þýðingu mína upp: Þaö er rithöfundur að nafni Filip Jansky, sem lýsir þar sam komu, sem haldin var til stuðn- ings Dubcek hinum nýja aðal- ritara tékkneska kommúnista- flokksins: ★ „Það verkaði dálítið ónota- lega, þegar sú áskorun kom fram, að þeir menn risu úr sæt um sínum sem hefðu mátt þola „refsingar" sfðustu tuttugu ár og nokkur hundruð manna risu úr sætum sínum. Það var enn ónotalegra þeg ar fyrrverandi hraðritánar- stúlka við pólitíska deild hers- ins skýröi frá aðferðum þeim sem notaðar voru við yfirheyrsl ur. En hitt var skelfilegt að standa hér augliti til auglitis og tala við fólk, sem hafði set- ið sex. átta, tólf, já jafnvel 16 ár í fangelsi. Á grundvelli frásagna þeirra hef ég fengið þann rökstudda grun, að meöal okkar hafi verið framin ofbeldisverk á tímabil- inu frá 1950. Fólk var dregið eins og sauö- fé með poka yfir höfðinu til yfirheyrslu, hlekkjað með keðj um á höndum og fótum, blind- aö með sterkum ljósaperum, hýtt með svjpum þar til það missti meövitund. Tennurnar voru rifnar úr sumum, eða húð þeir^á breppd tpeð glóan<íi járn stöngum. Föngunum var gefinn saltaður fiskur að eta, síðan yoru þeir lokaðir inni í sjóðandi heitum klefum og neitað um vatn. Menn voru látnir liggja dag- langt upp aö hálsi f baökerum sem fyllt voru með saur og þvagi. Þeim var gefið lost með rafmagnsstraumi og hreöjar sumra voru kramdar. Það var kallað á fagmáli í þeirri deild „Kálfabauti" eða „Tómatsósa“, Ég hef sjálfur séð þá hryggð armynd, sem varð úr hermönn um frönsku útlendingahersveit- arinnar , þegar þeir lifðu af fangavistina i Colombeche, ég hef sjálfur verið yfirheyrður af Gestapo og séð útrýmingarbúð ir þeirra, Birkenau. Þess vegna er ég algerlega mótfallinn þvf að ’þagað sé yfir þessum at- burðum, sem ég lýsti hér. Ég hef einnig grun um, að á tímabilinu 1950—60 hafi verið framin meðal okkar dómsmorð Þvl að margir þeirra sem voru teknir af lífi höfðu verið neydd- ir til að gefa játningar fyrir réttinum, eöa tamdir til þess eftir reglunni: „Ef þú talar — færöu að borða, — Ef þú talar ekki — verðurðu hýddur". Þegar þeir skyldu mæta fyrir rétti, voru þeim gefin eiturlyf, hættuleg efni úr plöntunni Scop olamin chloralosa. Með þessu efni var þeim breytt I nokkrar klukkustundir í viljalaus verk- færi,.; sem játuðu á sig allar á- kærúr, beiddust þyngri refsinga jafnvel dauðarefsingar. Loks undrast ég það ,að á tímabilinu 1950—60 skyldi 60 þúsund tékkneskum flugmönn- um, sem höfðu verið I þjónustu Gestapo og stóðu I spjaldskrám vera hlíft eftir bendingu að of- an. Ef þessar ásakanir mínar sæta ekki mótmælum, hver get ur þá gefið mér tryggingu fyr ir því, að slíkir hlutir endurtaki sig ekki? Ég vildi helzt ekki þurfa að ljúka lífi mínu í fang- elsinu I Ruysne eöa Kounic- „stúdentagarðinum". Ég vildi helzt ekki þurfa að stökkva út um gluggann (tilv. til dauða Jan Masaryks), eða hverfa I útlöndum eöa í Dóná (tilvísun til ýmissa alþekktra glæpaverka kommúnísku yfir- valdanna I Tékkóslóvakíu.) Ég vildi helzt ekki verða hengdur I Stromooka-skemmtigarðinum (tilvísun til • Hildu Synkova menningarmálafulltrúa komm- únistaflokksins, sem sagt var að heföi framiö sjálfsmorð 1947, en nú er upplýst, að Novotny for- seti lét myrða hana). Ég vildi helzt ekki deyja úr kransæða- stíflu. (Tilvísun til andláts Gottwalds forseta 1953, sem nú þykir víst aö Novotny hafi látið bana.) Ég vildi helzt ekki deyja, — nei allra sízt. núna, — því nú upplifi ég sannkallaða hátiöa- daga. Ég vildi fá að lifa I nokk- ur ár ennþá skrifa sem rithöf- undur — og helzt á móðurmáli mínu.“ ★ Þannig hljóðar ein af hundr- uðum greina sem nú birtast opinberlega I tékkneskum blöö um. Þær segja hryggilega sögu — og þó fela þær I sér von, þvl aö þær eru stund — og rödd sannleikans En hér á okkar kalda landi er sannleikurinn víst ekki enn upp risinn fyrir vissum mönnúm eða vissum hópi mannu. Að vísu birtist ekki alls fyrir löngu mikil grein um Tékkó- slóvakíu eftir einhvem Jóhann Pál Ámason, sem virðist hafa dvalizt I landinu liklega við nám. Það sem hann hefur að segja um þróun mála I Tékkó- slóvakfu á tímabilinu 1948 — 1968 var þetta: „Hér má að vísu spyrja þeirr ar spurningar hvort alþióðlegar / aðstæður hafi ekki svipt tékk- 13. síða 9 * S s s s \ s s !

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.