Vísir - 06.05.1968, Blaðsíða 8

Vísir - 06.05.1968, Blaðsíða 8
s VÍSIR Otgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoöarritstjóri: Axel Thorsteinsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Bergþór Úlfarsson Auglýsingar: Þingholtsstræti 1. Símar 15610 og 15099 Afgreiðsla: Hverfisgötu 55. Sími 11660 Ritstjórn: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur) Áskriftargjald kr. 115.00 á mánuöi innanlands í lausasölu kr. 7.00 eintakiö Prentsmiðja Vísis — Edda hf. Jákvæðir og neikvæðir Við opnun Iðnkynningarinnar 1968 lét iðnaðarmála- ráðherra í ljósi ánægju sína yfir hinum jákvæðu við- horfum, er einkenndu þá ráðagerð Landssambands ís- lenzkra iðnaðarmanna og Félags íslenzkra iðnrekenda að stofna til slíkrar iðnkynningar í þeim tilgangi og í trausti þess, að íslendingar gerðu sér grein fyrir mikilvægi þess að kaupa fremur íslenzka framleiðslu Oíi erlenda. Því miður er einnig svo, að ýmsir aðilar virðast ætíð fremur hafa opin augu fyrir því, sem miður fer, bæði í atvinnulífi og á öðrum sviðum, en hinu, sem vel tekst. Hin jákvæðu og neikvæðu viðhorf togast á. , Þegar framsýnir menn hefja baráttu fyrir því að styrkja íslenzkt atvinnulíf og skapa meira öryggi með því að gera atvinnuvegina fjölþættari, koma aðrir, sem hafa allt á hornum sér og telja meira að segja sjálfstæðinu stefnt í voða, ef reynt er að hagnýta er- lenda sérþekkingu, tæknikunnáttu og fjármagn í þessu skyni. Enn eigast þar við hin jákvæðu og nei- kvæðu viðhorf. Fróðlegt var að lesa í ýmsum skrifum forustumanna í verkalýðsstétt hinn 1. maí, hversu mikilvægar í at- vinnulífinu væru stórframkvæmdirnar við Búrfells- virkjun og bygging álbræðslunnar í Straumsvík. Kommúnistar kalla þetta landráðafranjkvæmdir. Þarna eigast við jákvæðu og neikvæðu viðhorfin. Áður hefur verið vakin athygli á því hér í blaðinu, að rafmagnssamningurinn við álbræðsluna er alger forsenda stórvirkjunarinnar, sem nú er vel á veg kom- in við Búrfell. Hann er grundvöllur þess, að erlend lán fengust til virkjunarinnar, enda standa raforku- greiðslur álbræðslunnar til Búrfellsvirkjunar algerlega undir afborgunum og vöxtum af hinum miklu erlendu lánum til Búrfellsvirkjunar. Kommúnistar býsnast yfir því, að gerður er samn- ingur við erlent fyrirtækí um hlutdeild í Kísiliðjunni við Mývatn. Hér er þó um að ræða framkvæma, sem íslendingar einir gátu með engu móti ráðizt í, fyrst og fremst af tækniástæðum og vegna öryggisleýsis um sölu framleiðslunnar erlendis. íslendingar munu hins vegar öðlast mikilvæga nýja tækniþekkingu af samstarfinu. Hin jákvæðu öfl urðu hinum neikvæðu yfirsterkari. Verksmiðjan við Mývatn er orðin að veruleika. Hin neikvæðu öfl vilja heldur láta botnleðjuna í Mývatni, arðlausa og einskis nýta, safnást áfram fyr- ir og þurrka smám saman upp hluta vatnsins, en hún sé seld á erlendan markað fyrir mikil verðmæti, ef hafa þarf um það samstarf við erlenda áðila. Mikilsvert væri, ef hægt væri að losna við úr land- inu botnleðju hins neikvæða hugarfars kommúnista, enda þótt sú botnleðja verði tæpast seljanleg. VISIR . Mánudagur 6. maí 1968. PoK'r £ a/OCh •- -* • - . Hafnarverkamenn ganga í fylkingu til þinghú ssins Powell til stuðnings. Ræða Enochs Powells vakti storm sem ekki hefir lægt enn að ráði Síðan er Edward Heath, leið- togi stjórnarandstöðunnar brezku, lét Enoch Powell víkja úr skuggastjóminni (í henni eiga sæti þeir Ieiðtogar stjórn- arandstöðunnar), sem myndu skipa mikilvægustu ráðherra- embætti eftir stjómarskipti) — vegna ræðu þelrrar, sem hann flutti í Birmingham og leiddi til meiri ólgu út af kynþátta- málunum á Bretlandi, en dæmi eru til áður, hefur komið æ skýrar í ljós, hve Powelí tal- aði fyrir munn margra, en þessi mál hafa síðan verið rædd meira en flest mál önnur á Bretlandi. Getið hefur verið í fréttum hverjar undirtektir ræðan fékk hjá hafnarverkamönnum í Lond on, sem oftar en einu sinni hafa gengið fylktu liði til þing- hússins Powell til stuðnings. — Hafnarverkamenn í London eru yfirleitt róttækir og þegar þeir hafa gert skyndiverkföll, sem ekki er ótitt, er mikið um kennt áhrifum kommúnistiskra for- sprakka. En nú brá svo við. er þeir geröu skyndiverkfallið á dögunum, að er kommúnistafor sprakkarnir reyndu að fá þá of- an af því, ýttu þeir þeim blátt áfram til hliöar og fóru sínu fram. Athyglisverðara er þó hve mikill hluti almennings viröist sammála Powell og ala sömu áhyggjur í brjósti, skrifa blöð- unum og segja, að Powell hafi sagt það, sem þurfti að segja. Og það er vegna framtíðarinn- ar, sem menn ala þennan beyg — að framundan komi til — aö óbreyttri stefnu — aö Bret- land verði að glíma við kyn- þáttavandamál á borð við það, sem er í Bandaríkjurlum. Vert er að kynna sér nánara hvað Powell staðhæfði: Að eftir 15—20 ár yröu 15— 20 milljónir hörundsdökkra inn- fly.tjenda í landinu, ' að með- töldu skylduliði, frá ýmsum samveldislöndum, — og í- búar heilla landsvæöa, bæja og borgarhverfa hörundsdökkir, og hann hélt því fram, að það gengi brjálæði næst, að leyfa árlega innflutning 50.000 manns, skylduliðs þeirra, sem komnir væru. — „Ég sé fyrir augum mér þjóð, sem er að safna viði í sinn ^igin bálköst — eins og Rómverjar forðum sé ég Tiber blóði litaða, — og eins og einn kjósenda minna sagði nýlega: Framundan er, að hinir hörunds dökku f landinu geti kúgað hina hvítu" Það var engin furöa þó að stormur skylli á, er landvarna- ráðherraefni íhaldsflokksins tal- aði í þessum dúr. Og Heath sá sér ekki annað fáert en láta hann víkja, en það var ekki vegna þess, að Powell væri f andstöðu við flokkinn í þessu máli. heldur vegna þess, að Heath taldi tóninn í ræðunni hættulegan, og að hún gæti þess vegna orðið til þess að auka á þenslu út af þessum mál- um. Fyrir þinginu lá sem kunn- ugt er frumvarp til þess að tryggja hörundsdökku fólki jafn rétti, á sviði húsnæðismála, á sviði vinnuráðninga o. s. frv., og það var álit íhaldsflokksins. að tilganginum með frumvarp- inu yrði ekki náð, og bar fram breytingatillögur, sem voru felldar, og sat þá flokkurinn hjá við afgreiðslu málsins. »«rgpg.nr-gw«M1M Enoch Powell. íhaldsblaðið „Daily Express" kallaöi ræöuna ,,illa og fráhrind- andi“ í ritstjórnargrein, og t bætti því viö, að það væri ekki hægt að loka augunum fyrir því, aö sjónarmið Powells væru sjónarmið almennings í landinu. ..Daily Telegraph" hefir hins vegar gagnrýnt, að Powell var vikið úr skuggastjórninni og stutt Powell. Ræðan vakti mikla ólgu og mörg stór orð féllu. Fyrrverandi íhaldsþingmaður, Humphrey Berkeley, sem sagði sig úr flokknum vegna andspyrnu 10. síða

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.