Vísir - 07.05.1968, Blaðsíða 4

Vísir - 07.05.1968, Blaðsíða 4
Morðinginn með andlitin 5 Mikil ringulreið er rikjandi með al FBI. Menn eru aðeins sammála og vissir um eitt meginatriði, en það er að maðurinn, sem kallar sig Eric Starvo Galt er sama per sóna og James Earl Ray, sem talinn er morðingi Kings. Hérna á síðunni eru fimm mvndir af Galt eða Ray, sem FBI hefur sent út um víða eröld. Síðasta hálfa árið hafa margir hitt Eric Starvo Galt í Mephis eða Birmingham og gefið lýsingu á honum. Það er vitað,. að James Earl Ray hefur notað 'þetta nafn sem dulnefni. Lýsingunum ber ekki saman, svo að ef til vill er ekki úr vegi, að telja, að fleiri menn hafi notað sama dulnefni. Ray á tvo bræður, John og Jerry, sem búa í St. Louis og Wheeling í Illinois-fylki. Fram til þessa hafa þeir ekki verið grunaðir um neitt. James Earl Ray, sem er eftir- lýstur af FBI er 40 ára, 178 cm. á hæð, 75 kg. að þyngd, með blá augu og brúnt hár, með ör á miðju enni og í hægri lófa. Hann hefur setið fimm sinnum í fangelsi. Vitnin hafa lýst Galt sem manni á aldrinum 26 til 32 ára, milli 173 og 180 cm. á hæð, og milli 70 og 78 kg. að þyngd. Þarna ber talsvert mikið á milli, en þó er álitið að um sama manninn sé að ræða, James Earl Ray, sem er eftirlýstur fyr- ir morðið á King. Tekið er fram þegar lýst er eftir honum, að hann sé að líkindum vopnaður og verði að teljast mjög hættu- legur. Hún er að flestu leyti hyersdagsleg stúlka. Aðeins á einn hátt er hin 15 ára Edith Stem frábrugðin jafnöldrum sínum — hún hefur svipaða greind og Einstein. JAFNOKI EINSTEINS — Við höfum handtek- ið mann, sem lítur út eins og morðingi Martins Luth ers Kings! Lýsingin kem- ur heim! Þessi tilkynning barst um daginn frá lögregl- unni í mexíkanskri smá- borg. Alríkislögreglan bandaríska, FRI, var ekk- ert uppveðruð, og spurði: — Hvaða lýsing? Orsökin er sú, að morð- ingi Kings hefur fimm mismunandi andlit. HÚN ER15 ÁRA OG i HEFUR GREINDAR- ! VlSITÖLUNA 201 Editlh Stérn frá Miami Beaoh á heimtingu á fínum titli: „Yngsti háskólakennari 1 heimi.“ Hún er aðeins fimmtáh ára gömul og snillingur. 1 ágúst lýk- ur hún fil. cand. prófi 1 stærð- fræði, og þegar að þvf loknu tek ur hún til starfa sem kennari við fylkisháskólann í Michigan í East Lansing. Hún hefur greindarvisitöluna 201, sem skipar henni I flokk með Einstein. • a a a a a a a a a a a a a aaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaa Tveggja ára gömul lærði hún að lesa, og fjögurra ára kunni hún að tefla. Þegar hún var tólf ára lauk hún prófi í „High school“, sem er svipað og stúd- entspróf hér á landi. Þegar hún verður 18 ára mun hún ljúka doktorsprófi. En hún hefur nú þegar hlotið atvinnutil- boð frá sex eða sjö háskólum um gervöll Bandaríkin, og tekið tilboðinu frá Miohigan. . James Earl Ray. James Earl Ray. James Earl Ray. James Earl Ray. James Earl Ray. Mynd- frá Chlcago-lögreglunni, Mynd frá St. Louis 1959. Nýklipptur i fangelsl í Missouri, Myndin var tekin í Missouri-fang- Myndin er úr fórum FBI, og talin 1950. 1966. elsinu, 1966. vera frá þessu ári. Heilsurækt. Vorið þykir mörgum vera dá- samlegasti árstíminn. Hækkandi sól og batnandi veður hafa góð áhrif á alla enda reyna flestir aö njóta sem bezt sólarinnar, þó hún sé ekki alltaf heit snemma að vorinu. Vorið er því tími útiveru og útiiþrótta, en flestum veitir ekki af aukinni hreyfingu úti við, því að vetrinum reyna flestir að halda sig sem mest inni vlö, nema rétt þeir sem nauðsynlega vegna starfa sinna verða aö vera úti. Knattspyrnuleikir sum arsins j eru þegar hafnir, og fyrstu helgarferöir Ferðafélags- ins bafa þeear verið famar. ígrsr «rti fyrir þvi að ferða- lög til annarra landa muni ekki verða farin í éins ríkum mæll og undanfarin sumur, enda var það þróun sem mátti breytast að nokkru. Vafalaust eru tök á að verja sumarleyfl á mjög á- nægjulegan hátt hér heima við, þó ekki séu tök á að heimsækja baðstrandir sólarlanda á hverju sumri. Vegna þess að nú er vorið komið og tími útiíbróttanna er byrjaöur ætlaði ég að varpa fram þeirri spumingu, hvort ekki væri hægt að hleypa meira lífi i útifbróttlrnar í sumar, Iíka fyrir þá sem ekki taka þátt í kappmótum. íbróttir fyrir þá sem gera það einungis til gam- ans og hressingar að vinnudegi loknum hafa ekki síði þýðingu en þær íþróttir sem miðast viö keppnismennina eina. Breiddin í mörgum iþróttafélögunum er sáralftil, það er að segja fjöldi þeirra sem stundar fþróttirnar í hv.erju félagi. Forystumenn í- þróttamála þurfa að leggja meiri áherzlu á það að ná til fjöldans, enda hefur hinn ört stækkandi hópur innisetumanna mikla þörf fyrir aö hreyfa sig til hressingar. Ég tel mjög sennilegt að hleypa mætti meira lífi í fþróttirnar með því að skipuleggja ástundun fþrótta meðai starfshópa, þannig mætti komast nær þvf marki að gera íþróttirnar að heilsurækt til á- • nægju fyrir alia. 2 Og fyrst ég er að hvctja til • aukinnar útiveru og meiri i- • þróttaiðkana almennt get ég 2 ekki látið hjá Ifða að minnast • aðeins á hina ágætu starfsemi • Ferðafélags íslands, sem heldur • uppi mikilli og merkri útilífs- e starfsemi. En sannleikurinn er • sá, að oft er sáralftil þátttaka • í ferðum Ferðafclagsins, þegar • tekið er tillit til aðstæðna og * hversu stór borcin er orðin. • Ferðafélagið þyrfti að gera • meira af þvf að kynna sína á- J gætu starfsemi til hvatningar • sem flestum að fara f hlnar « ódýru og hagkvæmu ferðir, sem • svo vissulega henta hverjum og • einum, í öllum aldursflokkum. • , Þrándur i Götu. • SimdittíGötn 'in fDÚ'rG'HT! U HftrtnnVíríffÍTWttf^Ítífíý)!^' ’í'' nm'

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.