Vísir - 07.05.1968, Blaðsíða 6

Vísir - 07.05.1968, Blaðsíða 6
I V í S IR . Þriðjudagur 7. maí 1968. AÍISTURBÆIARBÍÓ Ný ,AngeIique-mynd:“ Angelique i ánauð ÁhrifamiKil, ný, frönsk stór- mynd. — ísl. texti. Miché’e Mercier Rotiert Hossein Bönnuð bömum. Sýnd kl. 5 og 9. HASKÓLABÍÓ Sim* 22140 Myndin, sem beðið hefur verið eftir: TÓNAFLÓÐ (Sound of Music) Ein stórfenglegasta kvikmynd, sem tekin hefur verið og hvar- vetna hlotiö metaösókn, enda fengiö 5 Oscarsverðlaun. Leikstjóri: Robert Wise. Aðalhlutverk: Julie Andrews Christopher Plummer ÍSLENZKUR TEXTI Myndin er tekin í DeLuxe-lit- um og 70 mm. Sýnd kl. 5 og 8.30. Ath. breyttan sýningartima. KAFNARBÍÓ Kona fæðingarlæknisins Afar fjörug og skemmtileg gamanmynd í litum með Doris Day og James Garner. Endursýnd kl. 5, 7 og 9. BÆJARBÍÓ Simi 50184. Verðlaunamynd f litum. Leik- stjóri: Bo Widerberg. íslenzkur texti. Sýnd kl. 9 Bönnuö börnum. Fyrsti tunglfarinn Spennandi amerisk stórmynd i litum eftir sögu H. G. Wells. íslenzkur texti. Sýnd kl. 5. NÝ GERÐ KAFBÁTA - DJÚPKÖFUNARFÖR A lexander mikli hefur kann- ski ekki veriö beinlínis ó- sannsögull maður. En ýkinn hefur hann verið, ef rétt er eftir honum haft. Hann var í raun- inni frumherji hafdjúpakönnun- arinnar, því að sagnir herma að hann hafi látið sig síga í sjó niður í „glertunnu“, 323 árum fyrir Krist, og skal það ekki i efa dregið, fremur en þau afrek hans önnur, sem sögur herma frá. Þegar hann kom aftur upp á yfirboröið. hafði hann að vonum frá mörgu aö segja — meðal annars haföi hann séð niðri þar fisk einn svo stóran, aö það mundi hafa tekið fisk þann þrjá daga að synda fram h,já ■’ tunnunni. Þannig munaði minnstu, að Alexander mikli yrði ekki einungis fyrsti könn- uður hafdjúpanna heldur og sá síðasti;menn vildu ógjarna halda þar í slóð hans, vitandi það, að svo furðuleg undur mundu bera þar fyrir sjónir þeirra, að allir vændu þá um lýgi, þegar þeir kæmu upp aftur þótt þeir segðu ýkjulaust frá. Því að „ekki lýg- ur Alexander". En nú hefur þetta snúizt við fyrir atbeina manna, sem ekki hafa einungis hugrekki ti! að kafa hafdjúpin, heldur og til að segja satt og rétt frá öllu. sem fyrir sjónir þeirra ber niðri þar. Og nú eru það fiskarnir. sem hafa fyllstu ástæðu til að trúa ekki sínum éigin augum, slíkir „furðufiskar" eru nú á svamli meðal þeirra. Frá þvi er próf- essor Auguste Piccard fór frystu djúpköfunina um borð í „Trieste", áriö 1943, hafa um það bil 40 lítil djúpköfunarför verið smíðuð — og mörg eru auk þess í smíðum. Og þau eru sannarlega und- arleg ásýndum. Skjóta alls konar „vísindalegum" öngum og skönkum í allar áttir — mælitækjum, ljósmyndatækjum, ljóstækjum, hreyfanlegum örm- um, tækjum til að taka sýnis- horn af sjávarbotni og bora eft- ir sýnishornum úr botnlögun- um. „Aluminaut", smíðaður fyrir Réynolds málmvinnslufyrirtæk- ið hjá General Dynamics í „AIvin“, sá er lenti í átökunum við sverðfiskinn. Bandaríkjunum, fann slétt „stræti“, að mestu leyti „Iagt“ úr manganesesýringi á 1000 m dýpi úti fyrir Florida, og rann eftir því á hjólum. „Deepstar 400“, mjög svipaður djúpköfun- arfari Piccards, er búinn tækj- um. sem „gleypa" bæði sjókind- ur og sjávargróöur, er hann hefur svo með sér upp á yfir- borðið. Sama er að segja um „Yomiuri", sem samnefnt stór- blað í Japan hefur látið smíða, en aöalhlutverk þess djúpköf- unarfars er þó að athuga og rekja jarðskjálftasprungur á sjávarbotni. Enn er „Deep Diver“, bandarískur, sem hefur það fram yfir þá fyrrtöldu, að vera smíðaður sem eins konar „móðurskip“ fyrir kafara. Þann- ig geta vísindamenn í léttum köfunarbúningum gengiö út og inn um botnhólf hans, þegar framkvæmdar eru athuganir á hóflegu dýpi, og virt nánar fyr- ir sér það, sem þar er að sjá. Það er alls ekki útilokaö að komast í djúpsævis-ævintýri í slíkum köfunarferðum, enda þótt þriggja-dagleiða-risafiskur- inn, sem heilsaði þar upp á Al- expnder mikla, sé annaðhvort undir lok liðinn, ellegar þykist yfir þaö hafinn að kasta kveöju á hvern sem er. Risa-kolkrabb- inn á það til að senda þessum óboðnu djúpgestum kveöju sína; spúa að þeim blekinu svo sjór- inn sortnar í kring um þá. Sveröfiskurinn er þó enn heima- frekari þegar því er að skipta. Á því fékk djúpköfunarfarið „Alvin", aö kenna, en þaö er smíðað fyrir hafrannsóknastofn- un, sem starfar á vegum banda- ríska sjóhersins. Kannski hefur það einmitt -verið þess vegna, að risastór sverðfiskur geröist svo herskár, þegar hann sá til ferða þess, að hann réðist á það og festi sverð sitt undir rönd kýraugaumgerðar, svo rækilega að hann hékk þar enn fastur, þegar farið kom upp á yfirborðið, en ósært, sem bet- ur fór. Það kvöld snæddi á- höfnin steiktan sveröfisk og þóttist aldrei hafa bragðað ann- að eins Ijúfmeti. Áhöfn „Al- vins“ vann sér þaö síðar til frægðar, ásamt þeim á „Alum- inaut“ að finna vetnissprengj- una týndu úti fyrir Spánar- ströndum, sællar minningar, og jókst við það vegur þessara djúpköfunartækja. Flotinn bandaríski ver nú tugmilljónum dollara til smíði djúpköfunarfara, sem ætluð eru til björgunaraðgeröa — t.d. ef kafbátum hlekkist á. Meðal annars er nú unnið að smíði kjarnorkuknúins djúpköfunar- fars, fyrir sjö manna áhöfn, sem á að geta verið allt aö 30 daga í kafi, og er ætlað að vinna að vísindalegum rannsóknum, þegar ekki er um nein björg- unarstörf að ræöa, Áætlað verð þess er 30 milljónir doll- ara. Þá er það ,,PX-15“, sem gerð- ur er meðal annars með það fyrir augum aö kanna neðan- sjávarstrauma, og á að reka fyrir Golfstraumnum í sex vik- ur, en það er sonur Auguste Piccards, dr. Jacques Piccard, sem stjórnar þeim leiðangri, og hefur áður verið frá því skýrt í þessum þáttum. Loks er bandaríski flotinn að láta smíða djúpköfunarfar, „Dolphin", sem á að geta farið dýpra en nokk- urt slikt far annað; byrðingur- inn gerður úr sérstaklega hertu og þykku stáli, en „kýraugu" öll úr margföldu trefjagleri. Enda þótt margirafþessumneð ansjávarfarkostum séu gerðir á vegum flotans, er vísindamönn- um og vísindastofnunum greiöur aögangur að þeim til leiðang- ursferða. En leigan er allhá, eins og gefur aö skilja — 300 og allt upp í 10,000 dollarar á dag, svo engin hætta er á að slík för verði misnotuð til skemmtiferöa. KÓPAV0GSBÍÓ TONABIO STJÖRNUBÍÓ GAMLA BÍÓ S/o konur (7 Women) Bandarísk kvikmynd í litum meö ÍSLENZKUM TEXTA. Anne Bancroft Sue Lyon. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð innan 16 ára. JŒYKJAyÍKDR'! Heddo Gabler Sýning miðvikudag kl. 20.30. Sýning fimmtudag kl. 20.30. Örfáar sýningar eftir. Aðgöngumiðasalati * Iðnó er opin frá kl 44 Sími 13191. ií ÞJÓDLEIKHIÍSIÐ $sl«ní«É'(uíf<ut Sýning miðvikudag kl. 20. Brosandi land Réttu mér hljóðdeyfinn — íslenzkur texti. — Hörkuspennandi, ný, amerísk kvikmvnd meö: Dean Martin Sýnd kl. 5 og 9. Bönnuð innan 14 ára. Ofurmennið Flint COur Man Flint) íslenzkur texti. Bönnuð yngri en 12 ára. Sýnd kl 5 7 og 9.__ LAUGARÁSBÍÓ Maður og kona Sýnd kl. 5 og 9. íslenzkur texti. Bönnuð börnum ir.isan 14 ára. 41985 óperetta eftir Franz Lehár Þýðandi: Björn Franzson Leikstjóri: Sven Age Larsen Hllómsveitarstjóri: Bohdan Wodlczktj Frumsýning föstudag 10 maí kl. 20. — önnur sýning sunnu- dag kl. 20. Fastir frumsýningargestir vitji aðgö-igumiða fyrir miðviku- dagskvöld. Aðgöngumiðasalan opin frá 1:1. 13.15 til 20. Sfmi 1-1200. 1 'f (Spies stríke silently) — íslenzkur texti. Mjög vel gerð og irkuspenn- andi ný, ftölsk-amerfsk saka- málamvnd f litum, er fjallar um vægðarlausar njósnir 1 Beir ut. Lang Jeffries. Sýnd kl. 5.15 og 9. Bönnuð börnum innan 16 ára. ■...... — íslenzkur texti. Heimsfræg og afbragðs ve) gerð. ný, ensk sakamálamvnd i algjörum sérflokki. Myndin er gerð eftir samnefndri sögu hins heimsfræga rithöfundar fanFIemmings sem komið hef- ur út á fslenzku Myndin er i litum. Sýnd kl. 5 og 9. Bönnuð innan 14 ára.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.