Vísir - 07.05.1968, Blaðsíða 7

Vísir - 07.05.1968, Blaðsíða 7
VlSIR . Þriðjudagur 7. maí 1968. morgun útlönd í morgún útlönd í morgun útlönd í morgun útlönd MESTU GOTUBARDA GARIGÆR / PARÍS FRÁ ÞVÍf ÁGÚST 1945 Gizkað á, að um 500 manns hafi meiðzt Mestu götubardagar í París síöan á dögmn þýzka hernáms- ins áttu sér stað i París í gær, en það vorn um 10.000 stúdent- ar og kennarar, sem áttu þar í höggi við Iögregluna, vopnaðir jámrimlum úr girðingum og hverju, sem hönd á festi, en lögreglan beitti táragasi og reyksprengjum og dæidi vatni á hópana. Kylfum var einnig beitt. Um 500 manns munu hafa meiðzt í þessum átökum þeirra á meöal tugir lögregluþjóna. Barizt var á víð og dreif um latneska hverfið í gáer, en eirá leið var 1 rauninni barizt um yf- irráðin yfir einni helztu götu borgarinnar Boulevard St. Germ ain á vinstri bakkanum. Stúd- entar veltu um strætisvögnum og bílum og kveiktu f og nöt- uðu báðir aðilar bílana sem virki, en svo komu sérþjálfað- ar lögreglusveitir til sögunnar, og gerðu hvert áblaupið af öðru, til þes að hrekja stúdentana inn í hliðargötur, en stúdentarnir vörðust vaskiega, og var í þeirra hópi margt kvenstúdenta. Svo mikill var reykurinn og gasþef- urinn, að minnti á bardagana í Parfs í ágúst 1945. Þrjú olíuskip springa í loft upp Ganga hinna snauðu Þeir, sem lögðu af stað í göngu hinna snauðu tii Washington frá Memphis í Tennessee voru færri en í upphafi var ætiað, um 600, en gert hafði verið ráð fyrir að um 1000 myndu hefja göngunu. Myndin er af frú Corettu King, ekkju dr. Martins Luthers Kings, sem myrtur var í Memphis, og arftaka hans sem höfuðleiðlogi hinna hófsamari blökkumanna, dr. Abernathy. StúdentaóeirBimar í París Frétt frá Bucnos Aires í gær hermir, að sprenging hafi orðið í argentinska olíuskipinu „Islas Or- cadas“ úti fyrir hafnarbænum Ensenada við La Plata-fljót, um 70 km. suðaustur af Buenos Aires. Þegar fréttin var send var vitað aö 5 menn hefðu farizt, en margra var saknað. Skipið var 9.809 lestir og var það með 12.000 lestir af olíu, er sprengingin varð. í síðari fréttum segir, að þrjú stór argentinsk olíuskip hafi sprungið í loft upp árdegis í gær, og hefir þannig grandað þeim tveimur skipum, sem kviknaði f, eftir að sprengingin varð í „Islas Orcadas". Eldur kom einnig upp í vöru- skemmum á hafnargörðum á hálfs Hjartasjúklingurinii West hinn hressasti Sjúklingurinn Frederik West í London, sem grætt var í nýtt hjarta í sjúkrahúsi í London í fyrri viku gekk nokkur skref í gær og var gefið glas af sherry og kona hans fékk að koma til hans. Lögreglan í París beitti í gær i táragasi til þess að ryðja hluta af | Boulevard St. Michel í latneska hverfinu, þegar þúsundir stúdenta ; söfnuðust saman þar. Enginn meiddist, en lögreglan | greip til táragassins, er stúdentar , byrjuðu að grýta hana. öflugur; Iögregluvörður var hvarvetna í i hverfinu, og sló einnig hring um Sorbonne-háskólann. Enginn fékk að fara inn á háskólalóðina nema stúdentar sem búa þar og stúdent- ar, sem voru að ganga undir próf. Engin kennsla fer fram vegna lok- unar háskólans, og boðuðu kennar- ar og stúdentar allsherjarverkfall í mótmælaskyni. Gera brezkir póstmenn verkfall ú föstudag? Til verkfalls 17.000 póststarfs- manna á Bretlandi kann að koma á föstudaginn kemur, náist ekki samkomulag fyrir þann tíma. kílómetra kafla. Þar kviknaöi m. a. í skrifstofubyggingum hins þjóð- nýtta olíufélags. Þau tvö olíuskip, sem um getur í framhaldsfréttinni, eru: „Luis Beltran", næstum 13 þús. tonn, og ,,Cutralco“, 12.700 lestir Geimfar fórst, en geimfarinn komst lífs af Bandarískur geimfari, Neil Arm- strong, komst lífs af í gær, er geimfar hans hrapaði úr aöeins 200 feta hæð nálægt Houston í Tex- as. Seytjún erlendir fréttamenn vegnir í S-Vietnam Bandarískur fréttamaður var drepinn í gær í Saigon, nálægt franska kirkjugarðinum, sem er skammt frá Tan Son Nhut flug- vellinum. í sömu frétt var sagt: Til þessa (frá því árásirnar hófust aöfara- nótt sunnudags) hafa 14 borgarar verið drepnir, en 235 særzt. — f tilkynningu, sem Ellsworth Bunker ambassador birti í fyrradag minnti hann á að 17 erlendir fréttamenn hefðu veriö drepnir í Vietnam- styrjöldinni til þessa. 1 tilkynn- ingunni fór ambassadorinn viður- kenningarorðum um störf þeirra. Donald Longmore. Daily Express birtir þessa mynd af dr. Donald Longmore, yfirskurð- lækninum, er framkvæmd var i London fyrsta hjartaígræðslan í Evrópu. — Bók eftir hann kemur út í þesum mánuði, „Spare Part Surgery". — Dr. Longmore þótti uppfinningasamur en nokkuð brell- inn í skóla, og einn skólafélaga hans á að hafa sagt við hann i gamni í veizlu, þar sem rætt var um „varastykkja-skurðlækningar": „Minnugur uppátækja þinna og til- rauna í skóla mundi ég ekki láta þig koma nærri bílnum mínum“. Barizt áfram í Saigon, þar sem 5000 manns hafa fiúið heimili sin — Kommúnistar segjast verða búnir að ná yfirráðum fyrir vikulokin Þjóðfrelsishreyfingarmenn í Sai- gon dreifðu í gær flugmiðum um borgina og var á þá letrað, að borg in yrði á valdi Vietcong og Norð- ur-Vietnama áður en vikan væri liðin. Samtímis héldu Vietcongilð- ar áfram árásum og norður-viet- namskir hermenn úr fastaher Norð- ur-Vietnam og er það í fyrsta sinn, sem þess er getið í herstjórnar- tilkynningum, að þeir berjist í Sai- gon. f tilkynningu bandarísku her- stjórnarinnar var sagt, að nærri 200 Vietcongliðar hefðu fallið, barizt væri hér og þar í borginni, einkum við flugvöllinn, en allt flug hefur nú verið bannað um flugvöllinn nema hernaðarlegt flug. Þá segir í tilkynningunni, að eld- ar hafi grandað fjölda mörgum húsum, og að um 5000 borgarbúa séu heimilislausir. Það er við flugvöllinn (Tam Son Nhut), sem Westmoreland hefir að- albækistöð sína. Sprengjuárásir voru gerðar á „valin mörk“ í mörgum öðrum bæj- um í nótt. Væntanlegar viðræður. Fulltrúar Bandaríkjanna og Norð- ur-Vietnama í París, hafa fallizt á, að undirbúningsviöræður um frið í Vietnam fari fram í Alþjóða- fundabygingunni svonefndu, sem utanríkisráðuneytið franska ræður yfir. Hún er í miðri París nálagt Sigurboganum. □ Samband málmiðnaðarmanna í Svíþjóð, sem er stærsta verkalýðs- samband landsins og Sparibanka- sambandið, hafa gert meö sér sam- komulag, sem er einstætt, og er um það, að ef til verkfalls kemur geta málmiðnaöarverkamenn feng- ið allt aö 10.000 kr. lán í einstök- um tilfellum meira. Meðal við- skiptavina ' sparisjóðanna eru 175.000 málmiðnaðarmenn, að sögn Sven Lindblad bankastjóra f Sparbankemas bank „og vér lítum á þetta sem eölilega. þjónustu til þróunar aukinna tengsla og fjölg- unar viðskiptavina. Sparbankem- as bank hefir 1800 útibú víðsvegar um landið. — Fyrir 1000 króna lán- unum þurfa lánþegar enga trygg- ingu að setja. □ 1 Moskvublaðinu Pravda segir í gær, að nú séu fyrir hendi ákveðn ir möguleikar til samninga um að stöðva styrjöldina i Vietnam. vegna framsýni Hanoistjórnar og vegna þess, að hún líti á málin af raunsæi — og bíði heimurinn nú með óþreyju að komast að raun um hvað Bandaríkin leggi til i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.