Vísir - 07.05.1968, Blaðsíða 16

Vísir - 07.05.1968, Blaðsíða 16
HMHflflauGð Þriðjudagur 7. maí 1968. - -...../,. ■ .■ ... LITLA BÍÓ — nýtt kvikmyndnhús í Reykjnvík Það hefur vakið athygli manna, að nýtt kvikmyndahús hefur tekið til starfa í Reykjavík. Þar er á feröinni LITLA BÍÓ, sem er til húsa að Hverfisgötu 44. Þorgeir Þorgeirsson kvikmyndagerðarmað- ur veitir þessu fyrirtæki forstöðu, m->- 10. síða. Ungur Ameríkani skrífar rítgerS um SkeiSamenn hnnn við Edinbornarháskóln — Hyggst verja • Ungur amerískur þjóð- fræðingur, Frederik Bredahl- Petersen, hefur gert sér að rannsóknarefni búskapinn og mannlífið á Skeiðum í Árnes- sýslu, en um það efni hyggst hann gera doktorsritgerð. Hefur hann dvalizt í vetur meöal bænda austur á Skeiðum og kynnt sér búskap þeirra og hversdagslíf. Hér verður hann i tvö ár, en ætlun hans er að verja doktorsritgerð um þetta efni við Edinborgarháskóla. Hann telur búskapinn hér á landi alveg sérstæðan sinnar teg undar, sem eigi engan sinn lika í Evrópu, þar sem bændur hér lifi flestir eingöngu af kvikfjár- doktors- rækt, en stundi ekki akuryrkju með henni. Síöar meir hyggst hann skrifa ’bók um land og þjóð, eins og hann hefur kynnzt henni. Það er nýlunda, að þjóðfræð- ingur leggi leið sfna hingað til iands og velji sér íslenzkt þjóð- líf að rannsóknarefni. Þó kveð- ur Frederik Bredahl-Petersen annan hafa orðið á undan sér hingað, en sá hafi verið Bretinn, Richard Burton, sem hingað kom 1874. EFTA-aðildin hefur verið okkur beinn hagur sogð/ iðnaðarmálaráðherra Noregs S. W. Rostoft, i ræðu i Sigtúni i gær Iðnaðarmálaráðherra Noregs, Sverre W. Rostoft flytud erindi. Jóhann Hafstein, iðnaðarmálaráðherra, kynnti starfsbróður sinn frá Noregi. Iönaöarmálaráðherra Noregs, S. W. Rostoft, sem er hér í opin- beru boði ríkisstjórnarinnar ásamt konu sinni, hélt fyrirlest- ur í Sigtúni í gær um ýmsa þætti norsks iðnaöar, en sérstak lega ræddi hann um reynslu Norðmanna af þátttöku í Frí- verzlunarbandalaginu, EFTA, sem og reynslu Norðmanna af erlendu fjármagni í norsku efna- hagslífi. Það kom fram i ræðu ráðherrans að reynsla Norömanna af þátttök- unni í EFTA hefur verið sér- lega góð, sem eru athyglisverðar upplýsingar fyrir íslendinga, þar sem aðstæður í Noregi eru á marg- Trollbátar með upp í 29 tonn — bærilegur afladagur i gær í gær var bærilegur afli hjá Hæstu bátarnir, sem lönduöu í Suðurnesjabátum. Netabátar frá t Keflavík voru Óskar Halldórsson Keflavík voru til dæmis með upp I 27 tonn °S Lómur 25 tonn. En all- í 27 tonn í gær (tveggja nátta) marg‘r bátar voru með upp undir og er það mun betn afl. en | Netabátar héðan frá Reykjavík fengizt hefur að undanförnu. j voru með frá 6 og upp í 26 tonn 11 gaer. Ráðstefna um skipu- lags- og byggingamál i Nú stendur yfir í Reykjavík ráðstefna mikil á vegum Sambands íslenzkra sveitarfélaga. Ráðstefnan er um skipulags- og byggingarmál og nýja fasteignamatið, og hún stendur yfir dagana 6.—9. maí. í gær kl. 10 setti Páll Líndal formaður sambandsins ráðstefnuna, en auk hans fluttu erindi þennan dag Eggert G. Þorsteinsson félags- málaráðherra, Hörður Ágústsson 'istmálari og Jón Þorsteinsson for- naður í framkvæmdanefnd bygg- ngaráætlunar. Þeir sem ráðstefnuna sitja inæddu hádegisverð í boði Sam- >ands íslenzkra sveitarfélaga og ikoðuðu síðan eftir hádegi bygg- ngarsvæði framkvæmdanefndar >yggingaráætlunar í Breiöholts- hyprfi, og því næst skoðuðu þeir sýningu úrlausna frá samkeppni um einbýlishús, sem fram fór á vegum framkvæmdanefndarinnar og húsnæöismálastjörnar. í dag verður einkum fjallaö um fasteignaskráningu og fasteigna- mat og ýmsar nýjungar í því sam- bandi. Fjölmargir fulltrúar utan af landi sitja ráðstefnuna, og sögðu þeir Páll Líndal og Unnar Stefárísson frá því í viðtali við fréttamann Vísis, að megintilgangur ráðstefn- unnar væri að taka skipulagsmálin í heild nýjum og föstum tökum, en þetta er önnur ráðstefnan, sem haldin er um skipulags- og bygg- ingarmál. Sú fyrri var haldin dag- ana 29. marz til 1. apríl 1965. an hátt svipaðar og hér á íslandi. Útflutningsaukning Norðmanna til aðildarríkja EFTA nam 114% á tímabilinu 1959 til 1966 á sama tíma og útflutningsaukning til landa Efnahagsbandalagsins nam aðeins 80%. — Mikilsvert hefði verið fyrir Norðmenn að útflutn- ingsaukningin hefði verið mest til EFTA-landann^þar sem þau liggja næst Noregi og flutningskostnaður hefði þvf ekki verið eins mikill og '%-V 10. síða Þjófurinn handsamaður • Lögreglan handtók í gær mann inn, sem í fyrrinótt laumaðist inn í nokkrar ibúðir f Austurbænum og vakti ibúa í þeim, eftir að hafa tekið peninga og smáhluti ófrjálsri hendi. Kom í ljós að pilturinn hafði lagt leið sína um fleiri en þessar tvær ; íbúöir, sem vitaö var til í gær- ( morgun, og lögreglunni hafði verið . tilkynnt um. Alls hafði hann far- í ið í fimm hús í fyrrinótt. i Þegar lögreglan hafði fengið lýs- ; ingu sjónarvotta á innbrotsþjófn. j um, vaknaði grunur hennar á á- 10. síða. Trollbátar voru margir með sæmi legan afla í gær — mest var hjá Hafnarberginu 29 tonn. Blakkur var með 25 tonn og Smári með 20. Nokkrir færabátar hafa að und- anförnu landað I Reykjavík, sæmi- legum afla, 114—2 tonnum og eru yfirleitt tveir menn á bát. Einn skakbátur landaði í gær 5 tonnum eftir sólarhrings útivist — en á honum eru fjórir menn. Handfæra- aflinn er mun lélegri hjá Suður- nesjabátum, eöa þetta 1—V/2 tonn. ••••••••••••••••< >•••••••••••••••••••••••• Ungir Borgfirðingar hlutu 10 af 11 viðurkenningum □ Af 11 verðlaunum og við- urkenningum fóru tíu til nem- enda í skólum í Borgarfirði. Þesisa sögu hefur Framkvæmda- nefnd H-umferðar að segja eftir að lokið er ritgerðasamkeppni sem efnt var til méðal fram- haldsskólanemenda og hlýtur þessi árangur hinna ungu Borg- firðinga að vekja athygli. Sá, sem átti beztu ritgeröina að dómi dómnefndar, var Grét- ar Einarsson í 3. bekk Bænda- skólans á Hvanneyri, en hans ritgerö heitir öryggi og hraöi. Þá fengu þessi og viöurkenn- ingar: Áslaug Harðardóttir, Ólafur ,--ttaIP dánarson öll f Bændaskólanum á Hvanneyri. Einar Ólafsson, Kristín Bogadóttir, Ólafur Kristófersson, Pétur Rafnsson og Þuríður Ragnarsdóttir öll í Samvinnuskólanum Bifröst, og. Heimir Sveinsson. Undirbúnings deild tækniskóla Akureyrar og Hjálmar ■ Sverrisson Mennta- skólanum Hamrahlíð Reykjavík. Fjögur þeirra sem viðurkenn- ingú hlutu völdu aö skrifa um efnið Skapgerð fólks og hegðun þess í umferðinni. Þrír skrifuðu um efnið Hraðinn og öryggið. Tveir um efnið Ástfanginn mað- ur við stýrið og einn um efnið Hvernig bý ég mig undir 26. Að lokinni verðlaunaafhendingu, sem fór að sjálfsögðu fram að Hvanneyri, Lengst til vinstri er Grétar Einarsson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.