Vísir - 08.05.1968, Blaðsíða 1

Vísir - 08.05.1968, Blaðsíða 1
I ! Mikill eltingarleikur við innbrotsþjól / morgun staðið að verki í morgun. ★ Lauk eltingarleiknum svo, að borgarinn stöðvaði flótta þjófsins en hinn veitti mót- spymu, sló borgarann og hvarf inn i húsagarð. Hins veg- ar veit lögreglan, hver þarra var að verki, og verður þess varla langt að bíða, að maður- inn verði handtekinn. Þetta byrjaði meö því, að í húsi einu í Vesturbænum fór húsráðandi snemma á fætur í morgun og varð var við eitt- hvert þrusk í kjallara hússins, þar sem hann vissi að engra mannaferða var von. Þegar hús ráðandi fór niður í kjallara. til þess að kanna málið nánar, — > 10 sfða 58. árg. - Miðvikudagur 8. maí 1968. - 99. tbl. ★ Fjórir lögreglubílar og borg- ari á sínum eigin bíl áttu í nokkrum eltingarleik viö inn- brotsþjóf, sem borgarinn hafði Þekktasti þjóölagasöng- • _ ..- ^ “ BREIÐHOLTSHUSIN 30-50 ÞÚS- til Islands THE NEW CHRISTY MINSTR- ELS, sem er þekktasti þjóðlaga- söngflokkur Bandaríkjanna er væntanlegur hingaö til lands í næstu viku. Kemur flokkurinn hingað frá London, en hann mun syngja fyrir Bretadrottn- ingu i London Palladium tveim ur dögum áður en hann syngur hér. Félag fatlaðra, Sjálfsbjörg íefur fengið flokkinn til að halda hér eina hljómleika í Austur- bæjarbíói, þann 15. maí kl. 11.15, með milligöngu Loftleiða og fyrir tilstilli umboðsmanna flokksins. Hagnaður af hljóm- leikunum mun renna til Sjálfs bjargar. m->- 10. síða UND KR. YFIR VISITÖLUVERÐ Verðið frá 760 þúsund til 1130 þúsund Mun hærra en búast mætti vib Verð hinna nýju ibúða byggingar- áætlunar í Breiðholtshverfi hefur verið reiknað út og er þaö tæpar 2800 krónur á hvem rúmmetra. Ibúðir þessar eru 312 talsins og eiga að afhendast á þessu ári, en þær fyrstu hafa þegar verið af- hentar. Framkvæmdanefnd byggingaráætl unar mun á föstudaginn sýna gest- um nokkrar ibúðir fullfrágengnar og kynna nánar þennan fyrsta á- fanga áætlunarinnar. Verð þetta er á annað hundraö krónum hærra en núverandi bygg- ingarvísitala gerir ráð fyrir að hver Lokun hafsvæða noroaustur af landinu til umræðu í dag Óliklegt að Fiskveiðinefndin samþykki tillögu Islands crð jbessu sinni Brezkir togarar hafa minnkað sóknina á þessi mið upp á síö- kastið að því aö talið er. rúmmetri í fjölbýlishúsi kosti 2629,81 kr. Skýtur þar nokkuð skökku við þar eð byggingaráætlun átti meðal annars að miðast við lágan byggingarkostnað. Tveggja herbergja íbúðirnar i Breiðholtshverfinu munu kosta frá 767 — 883 þúsund kr„ þriggja her- bergja íbúðirnar 934 — 1016 þúsund, fjögurra herbergja íbúðirnar 1 milljón rúma og 1 millj. 130 þús. krónur. Til samanburðar má geta þess, að íbúöirnar í Reynimelsblokkinni frægu, sem byggingarfélag verka- manna og sjómanna byggöi, var um 200 krónum undir þeirri bygjj- ingarvísitölu sem gilti í fyrra. Samkvæmt útreikningum Vísis á eðlilegum byggingarkostnaöi í fyrra ættu þessar íbúöir í Breið- holtshverfi, miðað við núverandi byggingarvísitölu, ekki að vera hærri en sem hér segir: Tveggja herb. íbúðirnar 7—800 þúsund, þriggja herb. 8—900 þús. og fjög- i urra herb. 900 þús. til 1 millj. Inflúenzan í rénum var ekki af sama stofni og Asiuinflúenzan # Inflúenzan, sem herjað hefur á borgarbúa undanfarnar vik- ur, er nú í rénun, samkvæmt upp- lýsi;:ö im aðstoöarborgarlæknis, Braga v. Iifssonar og sagði hann enn fremur, að nú væri ljóst, að þessi veiki væri ekki af sama stofni og Asíuinflúenzan, sem gekk hér fyrr í vetur. Nokkuð er um hálsbólgu og iðrakvef ennþá, en ekki meira en venjulega á þessum árstíma. Hettusóttin er einnig mjög í rénun. Nokkur kláðatilfelli er vitað um í borginni, en aðstoðarborgarlæknir sagði, að ekkert benti til að um faraldur væri að ræða. ★ Tillaga íslands um árstíðabundr.a lokun ákveðinna fiski- miða norðaustui af íslaudi verður tekin til fyrstu umræðu á fundi fiskveiðinefndar NA-Atlantshafsins á Hótel Sögu i dag. Tillagan, sem »land lagði fram á fundi nefndarinnar í París í fyrra, gerir ráð fyrir að hafsvæðið verði lokað fyrir öllum togveiðum 6 manuði ársins til að athuga hvort stofn ungfisksins myndi ekki vaxa við það, en samkvæmt athug- unum hefur komið í ljós að mikið hefur verið veitt á þessu hafsvæði af ókynþroska fiski. -----------------------® Innbrotsþjófur stal 60 bljómplötum Einhver unnandi jítlalaga og léttrar tónlistar brauzt inn i verzl- unina Hverfitóna við Hverfisgötu aðfaranótt þriðjudagsins. Braut hann opnanlegan glugga á bak- Iilið verzlunarinnar og lét greipar sópa um hillur og hafði á brott i.ieð sér 60 hljómplötur — allar störar. Verðmæti þýfisins nam um 22.000 kr. Enn hefur ekki náðst í þjófinn en rannsóknarlögreglan hefur máliö tll rannsóknar. Ólíklegt er talið, að samþykkt fáist fyrir lokun þessara haf- svæða á yfirstandandi fundi nefndarinnar hér í Reykjavík, en fulltrúar allra 14 aöildarþjóð anna verða að samþykkja þessa ráðstöfun til þess að það nái fram að ganga, þar sem haf- svæði þessi eru langt utan nú- verandi fiskveiðilögsögu Is- lands. Talið er sennilegt að umfangs meiri rannsóknir þurfi að gera á hafsvæðinu áður en allar þjóö- irnar geti fallizt á lokun haf- svæðanna. Það eru brezkir togarar, sem mesta stund hafa lagt á tog- veiðar á þessum miðum, en þeir munu veiða um 70 — 80% af þvi magni, sem þar fæst. Einnig hafa þýzkir togarar nokkuð veitt á þessurn miðum. NÝTT SKIPULAG. — Á 9. • síðu Vísis í dag er skýrt frá drögum að nýju skipulagi fyrir Keflavík—Njarðvík —Keflavík- urflugvöll, nýju hverfi við Hafn arfjörö, miðbæ í Garðahreppi og skipulagi fyrir Egilsstaði. Þessi mynd er af líkani af Breiðholti III, eða nýju hverfi fjölbýlishúsa. Þetta hverfi er þannig gert, að íbúum þess er trvggt mikið ör- yggi fyrir bílaumferð, þar sem ekki er gert ráö fyrir, aö þeir þurfi að ganga yfir umferðar- æðar. * * \

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.