Vísir - 08.05.1968, Blaðsíða 2

Vísir - 08.05.1968, Blaðsíða 2
Miðvikudagur 8. maí 1968. ISLINIKUR DOMARI GiRIST A TVINNUMAÐUR í NEW YORK Grétar Norðfjörð, sem starfar hjá S.Þ. / New York hefur nú byrjað aftur að dæma, — og nú gegn greiðslu GRÉTAR NORÐFJÖRÐ knattspyrnudómari, hef- ur um nokkurra mánaða skeið starfað sem örygg- isvörður hjá Sameinuðu þjóðunum í aðalstöðv- unum í New York. Sam- kvæmt fréttum, sem blaðinu hafa borizt af Grétari hefur hann nú að nýju tekið að blása flautuna, — og í þetta sinn f ær hann greitt fyr- ir leikina, enda varla ger andi þar vestra nema fyrir peninga svo mikill er blóðhitinn í mönnum þar og eigadómarar allt- af von á limlestingu eða einhverju þaðan af verra. Grétar starfar fyrir N.Y. Söccer Association og byrjaði að dæiria í marz s.l., en lands- dómararéttindin fékk hann í síðasta mánuði. Veitir þetta þau réttindi að dæma leiki í meist- arafiokki eingöngu, en síðar er reiknað með að hann dæmi í atvinnúdeildinni, liklega í júni- márruði. Laun fyrir að dæma eru ágæt, eða umreiknað í ísl. kr. um 1140 krónur til 1425 fyrir leik, en hjá atvinnuliðunum er greiðslan frá 2280 til 3420 kr. fyrir leik. Fyrir nokkru dæmdi Grétar lelk milli leikmanna frá Argent- fnu og Equador og var bæði leikmönnum og áhorfcndum heitt í hamsi eins og oft vill verða í leikjum þessum, — tðk það 45 mín. bara að geta hafið leikinn, en utan vallar tvistigu menn með kylfur og barefii, en alls tók leikurinn liðlega 2 klukkutíma eftir að hann loks hófst. Lelkur þessl var þarna leikinn i annað sinn, fyrri dóm- arinn hafði verið barinn í höf- uðið með spýtu, og varð því að aflýsa honum í fyrra sinnið, en Grétari tókst að Ijiika keppni þessari. Fékk hann ágæta dóma fyrir Ieikinn og aðra leiki, sefn hann hefur dæmt. Grétar er fyrsti ísl. dómarinn sem gerist atvinnu dómari svo að vitað sé. Launa- Iisti fyrir leiki þessa mun sam- þýkktur af FIFA. Grétar Norðfjörð á knattspyrnuieikvangl í New York, Tvísýn keppni í badminton Oskar sigraði Jón Árnason í úrslitaleik Islandsmeistaramóti í badmin- ton lauk í Reykjavík á sunnu- daginn var, og tóku alls um 80 manns þátt í þvi, frá Reykja- vík, ísafirði, Akranesi, Kefla- vík, Stykkishólmi og Grundar- firöi. ÓSKAR GUÐMUNDSSON, ¦sigurvegari í einliðaleik karla. Krístján Benjamínsson for- maður Badmintonsambands ís- lands sleit mótinu og afhenti verðlaun að Hótel Sögu á sunnudagskvöld. Keppt var í tveimur flokkum, þ. e. meistaraflokki bg fyrsta flokki, og fóru leikar sem hér segir: Sigurvegarar í meistaraflokkl: Einliðaleikur karla: Óskar Guðmundsson, K.R. Tvíliöaleikur karla: Jón Árnason og Viðar Guðjónsson, T.B.R. Tvíliðaleikur kvenna: Hulda Guðmundsdóttir og Rannveig Magnúsdóttir, T.B.R. Tvenndarleikur: . Jónína Nil- johníusdóttir og Lárus Guð- mundsson, T.B.R. Sigurvegarar í fyrsta flokki. Einliðaleikur karla: Páll Ammendrup, T.B.R. Tvíliðaleikur karla: Haraldur Kornelíusson og Kolbeinn I. Kristinsson, T.B.R. Tvíliðaleikur kvenna: Hanne- lore Þorsteinsson og Selma Hannesdóttír, T.B.R. Tvenndarleikur: Hildur Sig- uröardóttir og Jóhannes Guö- jónsson, íþr.b. Akranes; Allir sigurvegararnir úr fyrsta flokki flytjast upp í meistaraflokk. 1 kvöld leika Fram og Þróttur i Reykjavíkurmótinu i knattspyrnu á Melavellinum. Leikurinn hefst kl. 20, en á morgun heldur mótið áfram með leik milli Vals og Vfk- ings og verður fróðlegt að sjá, hvernig Víkingar spjara sig gegn íslandsmeisturunum. __-Jlt<Í'£J3jFi- ¦ Keflavík efst í Litlu bikarkeppninni Á laugardag fóru fram tvelr leikir í Litlu bikarkeppnlnni og komu úrslit i þeim leikjum mjög á ðvart. 1 Kópavogi lék Breiðablik við Keflavík, og fór svo að liðin skildu jöfn, 3—3, eftir spennandi og skemmtilegan leik. ÍBK, sem engu stigi hafði tapað í sínum fyrri leikjum í keppninni, mátti vel við una að þessu sinni. Hinir ungu leikmenn Breiða- jbliks, höföu enga minnimáttar- I kennd fyrirl.deildarleikmönnunum úr Keflavík að þessu sinni, léku vel og yfirvegað og meö smá- heppni hefðu þeir eins getaö náð í f bæði stigin. j I hinum leiknum, sem var á milli Akraness og Hafnarfjarðar, urðu úrslitin enn furðulegrí, en í leik Breiöabliks og ÍBK. Þar sigr- aði Hafnarfjörður Akranes öllum á óvart, 3—0, og veröskulduðu þeir þann sigur. Þeir léku betur og höfðu betra keppríisskap en hinir, og það sem mest hafði að segja, að nú var „mórallinn" í lagi hjá öllu liðinu. Staðan í Litlu bikarkeppninni að hp'-^iim leikjum loknum: ÍBK 4 3 1 0 15-6 '7 Breiðablik 4 112 12—9 .3 fA 4 17 1 6—10 3 ÍBH 4 12 1 6—14 3 Siglufiörður og ísafjörður keppa um fall í 3. deild 1 lok maimánaðar hefst keppni hjá 2. og 3. deildar liðunum í knatt- spyrnu og má þar búast við spenn- andi og skemmtilegri keppni eins og svo oft áður. I 2. deild eru 8 lið, og hefur verið dreglð í riðla I þeirri deild, en þar mætast f A-riðli: FH, Haukar, Vikingur og Þróttur. 1 B-riðli leika Breiðablik, Selfoss, Akranes og það lið, sem sigrar í aukaleiknum milli Isaf jarð- ar og Siglufjarðar, sem leikinn verður á Melavellinum 22. maf n.k. En á siðasta keppnistimabili vannst ekki timi til að leika þenn- an úrslitaleik á milli þessara Iiða, sem þá urðu neðst í sínum riðlum. Liðið, sem tapar þessum leik, fell- ur niður í 3. deild og lelkur þar f ár. Glímumói Sunnlendinga- fjórðungs Glimumót Sunnlendingafjðrð- ungs er ákveðið að fari fram í íþróttahúsinu f Kópavogi, sunnu- daginn 19. maf n.k. og hefst kl. 3 e. h. Ungmennasamband Kjalarness- þings sér um framkvæmd mðts- ins, og ber að tilkynna þátttöku til Pálma Gislasonar, Hraunbæ 36, Rvfk, sími 82790, fyrir 14. þ.m. Hafnfirzkir iðnnemar sigursælir Laugardaginn 27. og sunnudag- inn 28. apríl var haldin formanna- ráðstefna iðnnemafélaga viðs vegar að af landlnu, á Siglufirði, og voru mættir þar fulltrúar 14 félaga, sem ræddu ýmis mál varðandi kjör og aðbúnað iðnnema í hinum ýmsu námsgreinum iðnaðarins á landinu. Jafnframt fðr fram landsmót iðn- nema í handknattleik í íþróttasaln- um mikla f sundhallarbyggingunni á Siglufirði. Um 80 utanbæjariönnemar sóttu þetta mót auk Siglfirðinga eða full- trúar frá 7 iðnnemafélögum. Leikinn var 21 leikur og urðu úrslit sem hér segir: stig 1. Iðnnemaféiag Hafnarfjarðar 12 2. Iönnemafélag Akureyrar 3. Rafvirkjanemar Reykjavík 4. Húsasmiðanemar Reykjavík 5. Húsgagnasm.nemar Rvfk 6. Járniðnaðarnemar Rvík 7. Iðnnemafélag Siglufjarðar Mót þetta fór hið bezta fram og sá Iðnnemafélag Siglufjarðar um undirbúning og framkvæmd þess. í félaginu eru 26 félagsmenn. For- maður þess er Viktor Þorkelsson. Þ.r.j. f:'W........ ¦ 10 8 7 3 2 0 w • -^wrsc.:**.*'»:

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.