Vísir - 08.05.1968, Page 3

Vísir - 08.05.1968, Page 3
VlSIR . MiSvikudagur 8. maí 1968. 3 MUWMU«MW|mgM}AV Jónas Halldórsson hjálpar Völu Báru Guðmundsdóttur við að taka stöngina í sundur eftir Veiðarnar í fullum gangi. (Ljósmyndir: Mats Wibe Lurid), veiðarnar. veiðimönnum Cjóstangaveiöifélag Reykjavík- ur bauð fréttamö.nnum í sjó- ferð á laugardaginn til að kynna þeim hina göfugu íþrótt, sjó- stangaveiðar, áður en Evrópu- meistaramót sjóstangaveiöi- manna hefst á íslandi um hvíta- sunnuna. Róiö var frá-Sandgerði á hinu glæsilega björgunarskipi Haf- steins Jóhannssonar . frosk- manns, Eldingunni, með rúmlega 20 hressum félögum úr sjó- stangaveiðifélögunum í Reykja- vík og Keflavík. — Okkur hefur alltaf langað til að dorga aftur, eftir að við hættum að dorga niöri á höfn, en við höfum ekki almennilega kunnað við að liggja á maganum niðri á Loftsbryggju með færið okkar eftir að við uxum úr grasi, sagði einn sjóstangaveiöimaður- inn, þegar tíðindamaður Vísis Einn af „þeim stóru“ innbyrtur. spurði, hvers vegna þeir hefðu byrjað á sjóstangaveiðum. — Þar að auki er þetta hressandi og skemmtilegt sport og ódýrt í þokkabót, bætti hann síðan við. Otbúnaður kostar ekki nema nokkur þúsund krónur og veiði- ferðin þarf ekki að kosta nema 2—300 krónur. Eini kostnaður- inn, þegar við erum búnir að kaupa okkur útbúnað, er leiga á bátnum, sem setur engan á hausinn. Fréttamenn fengu að sann- reyna að sjóstangaveiðar eru skemmtilegt sport og það er iít- il hætta á að fara með öngul- inn í rassinum i óeiginlegri merk ingu, þó að það gerist hins veg- ar öðru hverju i eiginlegri merk- ingu. Þó að allir fái einhvern afla á sjóstangaveiöum er ekki þar með sagt, að það sé engin kúnst að veiða með þessu íagi. Greini- legt var, að hinir reyndari voru lagnari við veiðarnar, enda fékk einn sá reyndasti, Jónas Hall- dórsson, stærsta fiskinn í ferö- inni. — Það var rúmlega 30 punda ufsi, en viöstaddir þótt-, ust ekki hafa séö stærri ufsa’ veiddan á stöng. Þáð gildir heldur ekki síður um sjöstangaveiðar en aðrar veiðar að þar missa menn „þá stóru“. — Tíöindamaður Vísis er t. d. sannfærður um, að hann missti heilan hval af færinu eitt skiptiö. Mesta ánægjan við sjóstanga- veiðar er sú, að því er sjó- stangaveiðimennirnir sögðu, að vera úti á sjó í góðu veðri, vera úti í fersku lofti, eftir innisetu alla vikuna á skrifstofunni. — Undir þetta gátu blaðamenn tek- ið, því að fáir þeirra mundu eftir skemmtilegri blaöamanna- fundi en sjóferöinni með Elding- unni þennan laugardag. Halldór Snorrason bíður eftir „þeim stóra“. Clausen-bræður og Vala Bára slappa af meðan kippt er á önnur mið. ■■..v,'..■■■■■■■ .•■■ - jHhiOi OGREIDDIRI REIKNINGAR' LÁTIÐ OKKUR INNHEIMTA... Það sparar yður tlma og ójbægindi INNHEIMTUSKRIFSTOFAN Tjarnargótu 10 — 111 hæð — Vonarstrætismegin — S'imi 13175 (3lmur)

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.