Vísir - 08.05.1968, Blaðsíða 5

Vísir - 08.05.1968, Blaðsíða 5
V1SIR . Miövikudager 8. maí WC8. TÁNINGA- Engin heimspeki hjá „Love Affair" — hljómiist, sem allir geta þolað og sfcílíð T^að er ekki á hverjum degi, sem óþekktri „pop"-hljóm- sveit tekst að komast í efsta sæti brezka vinsældalistans. Engu að síður tókst „Love Affair" að halda lagi sínu „Ever- lasting Love" í efsta sætinu í þrjár vikur. The Love Affair hafa með öllu verið óþekktir í heimi tónlistarinnar, þar til þeir sendu frá sér fyrrnefnt lag. Félagar í hljómsveitinni eru: Stevie Ellis, 17 ára, Mo Bacon, 16 ára, Mick Jackson, 18 ára, Lynton Guest, 16 ára, og Rex Brailey, 19 ára. „Ásamt The Herd og Treme- loes erum við þeir einu, sem reynum að gera yngstu kyn- slóðinni til hæfis," segir Mick Jackson. „Félagar flestra ann- arra hljómsveita eru fimm eða sex árum eldri en við, og kepp- ast þeir viö að drótta heimspeki aö táningunum á einn eða ann- an hátt. Það eru Bítlarnir einir, sem eru hæfir til þess .að flytja boðskap, sem hægt er að skilja." Sviösframkoma The Love Affair er mjög villt. Þegar þeir leggja undir sig sviöið, segjast þeir einfaldlega dáleiðast af eigin hljómlist. „Við viljum ekki hindra þá framför, sem á sér stað f hinni stöðugt batnandi hljómlist," segja þeir í Love Affair. „Við leikum aðeins hressandi tónlist, sem allir geta þolað.. og skilið. Okkur hefur heppnazt vel með nýju plötuna okkar. Hún var okkar skerfur. Við vonum bara, að okkur takist að halda áfram á sömu braut". Hljómar með nýja fjögurra laga htjómpíötu Tjað er ekki of sterkt til orða W>, tekið, þó því sé haldið fram, að engin íslenzk ¦ hljóm- plata hafi vakið aðra eins at- hygli og fólf laga plata Hljóma, sem út kom í nóvember 1967. Hljóðfæraleikur og söngur á þeirri plötu tók öllu öðru fram, sem heyrzt hafði á íslenzkri hljómplötu. Þetta var þriðja platan, sem Hljómar léku inn á fyrir SG-hljómplötur. Hin fýrsta kom út tveimur árum áður, en þá var hinn frábæri söngvari, Engilbert Jensen, í hljómsveit- ihni. Á þeirri plötu voru lögin „Augun þin blá" og „Fyrsti kossinn." Hún seldist algjörlega upp á örfáum mánuðum og var ekki gefin út aftur, þar til nú, að hún hefur veriö sett á mark- aðinn sökum hinna miklu vin- sælda Hljóma og mikillar eftir- spurnar á^ eldri plötum þeirra. Þegar nær.ta plata þeirra kom út á vegum SG-hljómplatna, haföi Pétur Östlund tekið sæti Engilberts. Þetta var fjögurra laga pla,ta, en á henni var m.a. lagið „Ertu með?", sem náði hvaö mestum vinsældum. Hins vegar vöktu hin rólegu lög plöt unnar ekki eins mikla athygli, þð þau væru jafnvel betri. Þetta er fjórða plata Hljóma fyrir SG-hljómplötur, og þó að tólf laga platan hafi tekizt vel, þá er þessi jafnvel enn athyglis verðari. Hér bæta Hljómar nokkrum hljóöfærum við til aö gefa lögunum meiri fyllingu og hinn rétta blæ, og varla þarf aö taka þaö fram, að hljóöfæra leikur og söngur þeirra sjáifra hefur aldrei verið betri en nú. Þau fjögur lög, sem plötuna prýða eru: „Þú varst mín", „Bara við tvö", „Vertu ekki hrædd" og „Kvöld eftir kvöld". , iftf*"" % oy «= m % SillSií Bótagreiðslur almanna- trygginganna \ Reykjavík Greiðslur ellilífeyris hefjast að þessu sinni FIMMTUDAGINN 9. MAÍ. í I f* l Tryggingasfofnun ríkisins Laugavegi 114 LÖGTÖK - Seltjarnarneshreppur Að beiðni innheimtumanns sveitarsjóðs Sel- tjarnarnéshrepps, úrskurðast hér með lögtök vegna ógreiddra fasteignagjalda 1968 og ó- greiddrar fyrirframgreiðslu útsvara 1968, auk vaxta og kostnaðar. Lögtök fara fram að 8 dögum liðnum frá birt- ingu þessa úrskurðar. Hafnarfirði, 19/4 '68 Skúli Thorarensen, fulltr. MELAYÖUUR REYKJAVÍKURMÓTIÐ í knattspyrnu: íkvöldleika FRAM OG ÞRÓTTUR , Mótanefndin Reyndur sölumaður sem hefur góð sambönd við sína viðskipta- menn gemr bætt við sig ýmsum góðum vór- um. Tilboð sendist augld. Vísis merkt — „Reyndur sölumaður 1656". FÉLAG ÁHUGALJÓSMYNDARA: FUNDUR í kvöld í Tjarnarbúð uppi kl. 8.30. Fundarefni: Svaraö veröur spurningum fundarmanna um ljósmyndavélar þéirra ef óskað er. Félagar eru hvattir til að koma með vélar sínar. Fulltrúi Búnaðarfélagsins kemur á fundinn og ræðir við fundarmenn um myndir fyrir landbún- aðarsýr.inguna. | Fulltrúi fræðslunefndar H-nef ndar mætdr á fund- inum og ræðir umferðarmál. Félagar fjölmennið og takið með ykkur gesti. Nýir félagar velkomnir. STJÖRNDM

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.