Vísir - 08.05.1968, Blaðsíða 7

Vísir - 08.05.1968, Blaðsíða 7
V fS IR . Miðvikudagur 8. maí 1968. 7 morgun útlönd í morgún útlönd í morgun útlönd í morgun litlönd Kennedy sigraði / Indiana, en ekki eins glæsiiega og báizt var við McCarthy ekki úr keppnlnni — Getur enn reynzt Kennedy og Humphrey hættulegur Robert Kennedy sigraðl i for- kosningum demokrata eins og búizt var við, en ekld eins glæsi lega og búizt hafði verið viö. McCarthy mun verða áfram í keppninni. Þegar búið var að telja 53 af hundraðl atkvæða haföi Robert Kennedy fengið 190.000 atkvæði og þeir McCarthy og Branigin ríkisstjóri Indiana um 130.000 atkvæði hvor um sig. Hið mikla fylgi McCarthys kemur flestum á óvart og er ljóst, að McCarthy getur reynzt báðum erfiður, Kennedy og Humphrey, „Minnesota-maður- inn McCarthy er maður, sem taka veröur tillit til“, segir einn stjórnmálafréttaritara, og annar, „Öldungadeildarþingmaðurinn frá Minnesota lætur ekki að sér hæða“. Robert Kennedy hafði gert sér vonir um að fá að minnsta kosti 50% atkvæða og skortir þar all- mikið á. Á hinn bóginn verður að teija það mikilvægt, að Kenn- edy bar sigur úr býtum. Samkvæmt þeim upplýsingum sem fyrir hendi eru mun Kenn- edy hafa fengiö 42% atkvæða, McCarthy 29 og Branigin rík- isstjóri einnig 29 af hundraði. Nixon var einn á lista repu- blikana. Barizt heiftarlega í úthverfum Saigon Barizt hefur verið Jieiftarlega í úthverfum Saigon og segjast Banda- rfkjamenn hafa fellt um 200 her- manna kommúnista, en þeir höfðu verið króaðir inni í verksmiðju í Cholon, kínverska borgarhlutanum. Fyrri fregnir hermdu, aö lið komm- únista í Saigon væri eiginlega ein- angrað og reyndi lið Norður-Viet- nama utan borgarinnar af fremsta megni að ná á sitt vald leiðum til þess að koma því til aðstoðar. Bandaríkjastjórn hefur fyrirskip- að 6 manna sendinefnd, sem fer til Parísar, og er Averill Harriman, sérlegur sendimaður Johnsons for- seta, aðalsamningamaður. Cyrus Vance er, annar helzti maður samn- inganefndarinnar. Hann hefur farið margra sérlegra erinda fyrir Banda- ríkjastjórn f viðræöu og samninga skyni. Sumir fulltrúa Norður-Vietnams eru komnir til Parísar, og komú þeir þangað f sovézkri flugvél. Jomo Kenyatta veikur Fregn frá Nairobi í Kenya herm- ir, að Jomo. Kenyatta forseti hafi verið lasinn undangengna 3 daga. Var einkalæknir hans borinn fyrir '•'í'SSU. Orðrómur hefir veriö á kreiki um að Kenyatta, sem er 76 ára, hafi fengiö slag s.l. laugardag, en Kenya-stjórn segir oröróminn ó- sannan. Hann hjaðnaöi þó ekki vegna þess, að tveir hjartasérfræð- ingar voru til hans kvaddir. Jomo Kenyatta var einn af sjálf- stæðisleiötogum landsins. Hann varö fyrsti forsætisráðherra lands- ins (19631, en ári síðar. er landið varð lýðveldi, varð hann ríkisfor- seti. Robert Kennedy. Deilan harðnar um Gibraltar Umræöa fór fram í gær og gær- kvöldi í neðri málstofu brezka þingsins um Gibraltar og hvöttu þingmenn af öllum flokkum stjórn- ina til þess að standa með íbúum Gibraitar. Tekinn við embætti Sargent Shriver, hinn nýi am- bassador Bandaríkjanna í París, hef ur tekið við embætti sínu viku fyrr en áformað var, vegna við- ræðnanna um frið í Víetnam, en vonazt er til, að ekkert veröi til hindrunar, aö þær geti hafizt á föstudag í þessari viku, eins og áformað er. Yfirmnður Afp í Peking ger lundrækur Yfirmanni frönsku fréttastofunn- ar Afp (Agence France-Press) í Peking, Jean Vincent, var í gær vísaö úr landi. Hann á aö vera á burt úr land- inu innan þriggja daga. Vincent, sem hefir verið í Pek- ing frá 11. des. 1966, var kvaddur í utanríkisráðuneytið, þar sem les- in var yfir honum löng yfirlýsing, þar sem m.a. var sagt, að hann hefði í éngu skeytt um margar aö- varanir vegna vissra fréttasend- inga, sem væru „bláber lygi“. George Thomson samvefdismála- ráðherra sagði, aö með lokun ianda- mæranna gegnt Gibraltar hefði spánska stjórnin „skellt aftur hurð- inni“ eins og hann kvað að oröi, og tilgangsiaust þess vegna að reyna að ná samkomulagi eins og sakir stæðu. Hann kvað stjórnina viðbúna að grípa til nauðsynlegra ráðstafana. Þingmenn fögnuöu þess um yfirlýsingum. — Yfir 2 millj- bnir brezkra manna heimsóttu Spán árið sem leiö, en aðeins hálf milljón fyrir 10 árum. Er nú mjög bvatt til þess, að menn leggi leið sína til Gibraltar og hæiti við áformaðar sumarleyfisferðir til Spánar. Hert eftirlit með megrunarlyfjum í Svíþjóð Frétt frá Stokkhólmi í gær segir, að hert verði eftirlit með sölu megrunarlyfja af ýmsum tegundum. Heilbrigðisstjórnin birti um þetta yfirlýsingu, þess efnis, að fram- vegis fái menn ekki skammt af megrunarlyfjum þessum néma einu sinni á lyfseöil, enda hafi lyf- in ekki þau áhrif að draga úr mat- arlyst nema í byrjun megrunar- tímabils, — eftir það hafi þau eng- in áhrif til að gera fólk grennra. Til þéssara ráöstafana hefir verið gripið vegna misnotkunar lyfjanna, sem hafa örvandi áhrif líkfc og eit- urlyf. Hinar nýju reglur ganga í gildi 15. maí. • í fyrradag bárust fregnir um að farizt hefði farþegaþota í innan- landsflúgi milli Houston og Dallas í Texas og meö henni 84 menn. Hún hafði flogiö inn í þrumuský, varð sprenging f henni og hrapaði hún til jarðar í björtu báli. • Suður-Áfríkuþing hefur sam- þykkt lagafrumvarp sem sviptir kynblendinga rétti til þess að eiga fulltrúa á þjóöþinginu. Þeir eiga þess í stað að fá sitt eigið þing (legislative council) með kjörnum og skipuðum fulltrúum. 0 Sovétstjórnin og Bandaríkja- stjórn hafa gert meö sér sáttmála um að skiptast á ræöismönnum. 0 í Peking hefir ekkert verið sagt enn um samkomulagiö um París sem viöræðustað til þess að leiða Vietnamstyrjöldina til lykta. Chen Yi utanríkisráðherra Kína sagði í. fyrri viku, aö deilan yrði ekki leyst nema á vígvöllunum. London: Um 50 erlend flugfélög féllust á það í fyrradag, en með tregðu, að greiða hærri flugvalla- gjöld á Bretlandi, en þau vóru hækkuö fyrir skemmstu, og hefir staðið í stappi síðan, þar til sam- komulag náðist nú, .eftir að erlendu flugfélögunum hafði veriö hótað málsókn. Washington: Fjárhagsnefnd full- trúadeildar þjóðþings Bandaríkj- anna samþykkti loks með 17 at- kvæðum gegn 6 tillögur Johnsons um 10% viöauka-tekjuskatt, eftir að hafa dregið á langinn í 9 mán- uði að afgreiöa málið. Johnson var nýbúinn að lýsa yfir, að til öng- þveitisástands myndi koma, ef aukaskatturinn fengist ekki sam- þykktur. Prag: Josef Pavel innanríkisráö- herra Tékkóslóvakíu sagði, að hætt verði að trufla útvarpssendingar vestrænna landa. Prag: Skaðabætur til þeirra sem voru dæmdir sem „pólitískir af- brotamenn" á árunum eftir 1950 eða ættingar þeirra hafa nú verið samþykktar og kunna þær að nema yfir 30 milljörðum króna. Montgomery, Alabama: Laureen Wallace, ríkisstjóri í Alabama er látin, af völdum krabbameins. sem hafði þjáð hana í 3 ár Hún tók við af manni sínum sem ríkis- stjóri, er hann haföi verið svo oft ríkisstjóri, að lög fðu ekki. að hann yrði áfram í kjöri. — Wallace hýggst nú bjóða sig fram í for setakosningunum í haust. Laureen Wallace var 41 árs. Hún varð rík- isstjóri í nóvember lð66. Hún var eini kvenríkisstióri Bandaríkjanna Hún var aðeins 16 ára, er Wallace gekk að eiga hána. Þau áttu fjögur börn. Hanoi: Aðalsamningamaður Norð ur-Vietnam í París Xuan Thuv lagði af stað í fyrradag með við- komu í Peking og Moskvu. Briissel: Baudoin Bélgíukonung- ur bað í gær Paul van den Boyen- ants fyrrverandi forsætisráðherra að gera tilraun til stjórnarmynd- unar. — Samsteypustjórn hans féll 7. febrúar út af tungumáladeild- unni og fóru nýjar kosningar fram 3l. febr. til 3. .,arz. Tilraunir hafa verið gerðar hvað eftir annaö til stjórnarmyndunar en hafa mistek- izt til þessa.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.