Vísir - 08.05.1968, Blaðsíða 8

Vísir - 08.05.1968, Blaðsíða 8
8 25331 V í SIR . Miðvikudagur 8. maí 1968. VISIR v Útgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Bergþór Olfarsson Auglýsingar: Þingholtsstræti 1. Símar 15610 og 15099 Afgreiðsla: Hverfisgötu 55. Simi 11660 Ritstjórn: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 lfnur) Áskriftargjald kr. 115.00 á mánuði innanlands í lausasölu kr. 7.00 eintakið Prentsmiðja Vfsis - Edda hf: Ný aublind í svibsljósinu Undanfarin ár hafa framsýnir menn bent á, að skammgóður vermir væri að hinni miklu atvinnu, sem þjóðin hefur búið við.og fyrr eða síðár yrði örðugt að fá öllum vinnufærum mönnum verkefni. Atvinnu- skorturinn, sem bryddað hefur á ívetur, hefur nú sannfært menn um réttmæti þessarar kenningar. Reiknað hefur verið út, að vinnufæru fólki muni fjölga um 50% á næstu tveimur áratugum. Þetta fólk verður að leita verkefna í iðnaði og þjónustugreinum, því að hvorki landbúnaður né sjávarútvegur getr. tek- ið við meiri mannafla í náinni framtíð. Svo hart er nú gengið að f iskistof nunum, að þeir eru nánast f ullnýtt- ir og oumir ofnýttir. Þess vegna mun sjómönnum ekki fjölga í náinni framtíð. t fslendingar hafa áreiðanlega töluverða möguleika á að nýta sjávaraflann betur ogskapa meiri atylnnii í f iskiðnaði. En Jónas Haralz' hagfræðingur hefur oft- ar en einu sinni bent á, að of mikið væri gert úr þess- um möguleikum, — fullvinnsla fiskjar sé stöðugt að færast frá framleiðslulöndum yfir til markaðslanda. Stjórnarvöldin hafa lagt grundvöll að stóriðju á ís- landi, þrátt fyrir hatramma andstöðu afturhaldsafl- anna í þjóðfélaginu. Eftir kísilgúr- og álvinnslu er nú talað um olíuhreinsunarstöð, sjóefnavinnslu og ýmis- legt fleira. Þessi þróun er afar mikilvæg. S,tóriðju- framkvæmdirnar hamla nú þegar gegn atvinnuleysi >g treysta grundvöll þjóðarframleiðslunnar. En fólks- jölgunin verður svo ör á næstunni, að stóriðjan ein ^etur ekki leyst nema hluta af þeim vanda. Þar á ofan ninnka sífellt yfirburðir okkar í ódýrum auðlindum, ainkum vegna aukinnar kjarnorkutækni úti í heimi. Hvað á þá að taka til bragðs? Undanfarna daga hef- ur kastljósið einkum beinzt að iðnaðinum sem at- vinnugjafa framtíðarinnar. En nú er ljóst, að íslend- ingar geta ekki lengur staðið utan Fríverzlunarbanda; lagsins. Mun iðnaðurinn ekki bíða hnekki af inngöngu í 'bandalagið? Úr þeirri Grýlu er gert of mikið. Iðnrekendur telja sjálfir, að þeir geti á því sviði snúið vörn í sókn og notað inngönguna í bandalagið til þess að sækja með íslenzkar vörur inn á er- lenda markaði. Til þess þurfaþeir þjónustu ríkisvalds- ins og stuðning þjóðarinnar, og mun hvorugt skorta. En hitann og þungann af þeirri baráttu mun einka- framtakið sjálft bera. Við megum ekki láta auðlindir landsins skyggja á auðlindir þjóðarinnar. Framsýnir menn leggja nú til, að þjóðin byggi afkomuna fyrst og fremst á hug- kvæmni, dugnaði og menntun sinni. Þessar auðiindir \\».,. hafa reynzt Svisslendingum vel, en af þeirri þjóð get- um víð lært ótalmargt. Vonir þjóðarinnar um aukna velmegun á næstu árum og áratugum verða fyrst og fremst að byggjast á, að þessi auðlind verði full- virkjuð. Þegar forsetakjör fer fram í Bandarikjunum stendur kosn- Ingabaráttan mánuðum saman svo sem kunnugt er og harðnar venjulega þvi meira sem nær dregur flokksþingum, er taka ákvörðun um forsetaefnin. Þang að til stendur striðið um keppi- nauta hvers flokks um sig, eft- ir flokksþingin einkennist bar- áttan að sjálfsögðu af átökum milli flokkanna, demókrata og republikana, og forsetaefna þeirra. T>aö faefur niikiö verið rætt um gildi forkosninganna til vís- bendingar um þaö, sem fram undan sé í baráttunni, einkan- lega um fylgi keppinautanna. Og í forkosningunum, sem fram fóru í gær f Indiana, voru úr- slitin talin mundu gefa hina mik- ilvægustu vísbendingu, því að — að þvl er demokrata snertir — fæst væntanlega úr þvi skor- ið, hver eftirtalinna þriggja keppinauta er sigurstranglegast- ur, þegar á flokksþingið kemur. Kennedy var spáð sigri af mörg um og vitnað til skoöanakann- ana — en skoðanakannanir gátu og annars, sem gerir allar spár vafasamari: Um 30 af ¦ '-< ¦">¦ '¦)'¦ 'i'-'i' Maudling birti þessa skopmynd rétt áður en Humphrey til- kynnti, að hann yrði með í keppninni: „AuðvitaS segi ég já, ef spurt er, hvort ég ætli að vera með, ég segi alltaf já..." Forkosninaarnar í Indiana -¦%*" McCarthy — fyrsta einvígi hans og Roberts Kennedys. hundraöi þeirra sem greiddu at- kvæði I seinustu skoðanakönn- un voru ekki búnir að ákveða sig. Þetta eru fyrstu forkosning- arnar þar sem nöfn beggja, Kennedys og McCarthys, eru á kjörseðli demokrata. Og svo var að sjálfsögðu spurt: Hversu margir innrita nafn Humphreys. 1 .yfir' tsgrein uin þessi mál var komizt að orði á þessa leið: Kennedy verður að sigra í Indíana, eigi hann að fá útnefn- ingu á flokksþingihu sem for- setaefni flokks sfns — og í Kenn edy-herbúðunum — þar sem einkunnarorðin eru: Kennedy- arnir sigra ávallt, hafa menn að undanförnu lagt mikla áherzlu á, að við erfiöleika sé að etja — og vafalaust hefðu stuðnings menn Kennedys og hann sjálfur helzt kosið, að þessi keppni milli hans og McCarthys heföi farið fram annars staðar en í Indíana. Indíana er rrieðal hinna frek- ar minni sambandsríkja og he/- ur að sumu leyti sín sérkenni sem sambandsríki — en að öðru leyti ekki. Andstæðurnar eru miklar. Aö sumu leyti er — eða var — Indíana erki-afturhalds- ríki og höfuðsetur Ku Klux Klan sem hafði þar hálfa milljón með- lima. Og Samband uppgjafaher- manna (American Leigion) hef- ur aðalsetur sitt í höfuöstaðn- um — Gary — og John F. Kenn-.. edy tókst ekki 1960 að sam- fylkja mönnum í Indíana til þátt töku í baráttunni tii umbóta og framfara — en þess er einnig að geta, að í Indíana hafa á síðari árum verið kjörnir á þing lýð- ræöissinnaðir þingmenn eins og Vance Hartke og Birch Bayer. En það gerir í rauninni þeim báðum, Kennedy og McCarthy, erfitt fyrir, að briðji maður er á kjörseðlimim* Roger Brahigan ríkisstjóri, sem upp- ¦ haflega var settur á kjörseðilinn sem staðgengill Johnsons forseta en þegar Johnson tilkynnti, aö hann gæfi ekki kost á sér sem forsetaefni demokrata, ákvað Branigan, að koma fram sem „óskaspnur Indíana" (favourite son), — og ef hann sigraði yrðu kjörmenn Indíana skuldbundnir til að greiða honum atkvæði á flokksþinginu — í fyrstu lotu. Branigan ræður vitanlega yfir flokksvélinni i Indíana, hann er maöur virtur vel, og hefur sjálf- sagt fylgi opinberra starfsmanna — mjög margra — en þeir eru 23.000 talsins. Hann gæti því reynzt hættulegur báðum. Vegna "framboös er hann í rauninni Humphrey-maöur, sem veröur að verja Johnson og stefnu hans og ef Branigan sigraði, myndu kjörmenn Indíana (63) veröa að kjósa Humphrey í annarri lotu á flokksþinginu. En svo er margt, sem bendir til aö það verði máttur auösins, sem ráði úrslitum í þessum kosn ingum. Og fjársterkastir kepp- endanna eru þeir Kennedy og Rockefeller. Og í Indíana hefur Kennedy gengið hart fram. í Indfana að- eins hefur kosningabaráttan kostað hann og ætt hans yfir 10 milljónir dollara. Þeir eru sex, sem vilja setjast í forsetastólinn, er Johnson lætur af embætti. «<m ^jWW*"* Johnson Wallace Humphrey Kennedy ¦II III IMIIIIIIIIIIIIIIWU......II !¦¦ ¦yiaii.....I McCarthy Rockefeller. Nixon

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.